Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lóðarkaup undir sendiráð í Berlín 95 milljómr spöruðust vegna mistaka VEGNA mistaka Þjóðverja borguðu íslensk stjórnvöld um 95 milljónum ki-óna of lítið fyrir land undir sendi- ráðsbyggingu í Berlín sem keypt var í sumar, að sögn alnetsútgáfu þýzka dagblaðsins Taz. Deilur standa milli borgaryfirvalda og fasteignasölufyr- irtækis sem sá um sölu landsins fyr- ir borgina um það hver beri ábyrgð á mistökunum. Fyrirtækið, Treuhand Lieg- enschaftsgesellschaft (TLG) fékk það verkefni árið 1994 að sjá um sölu landsvæðis í borginni undir sendiráðsbyggingar. Nokkru síðar var íslenska ríkinu tjáð að lóð feng- ist keypt á tilteknu áætluðu mark- aðsverði, sem hafði fengist uppgefið hjá borgaryfirvöldum. Af einhverj- um ástæðum var stærð lóðarinnar vanmetin og var því verðið helmingi lægra en hefði átt að krefjast. Is- lendingar gi-eiddu því rúmar áttatíu milljónir fyrir lóðina en ekki tæpar 180 milljónir, eins og eðlilegt hefði verið miðað við stærð lóðarinnar. í grein Taz segir að þegar fjár- málayfirvöld í Berlín hafi viljað láta tilboðið ganga til baka, hafi íslensk stjórnvöld hafnað því, snúið sér til sambandsstjórnarinnar í Þýska- landi og hótað því að málið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sam- skipti landanna. Borgaryfirvöld í Berlín gáfu þá eftir og samþykktu söluna. Engar hótanir settar fram „Við ákváðum að sækjast eftir þessari lóð í samræmi við þau loforð sem gefín höfðu verið,“ segir Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra. „Síð- an gekk illa að ganga frá málinu og ég ræddi það við starfsbróður minn Klaus Kinkel og skrifaði honum reyndar bréf út af því.“ „Mér þykir ekki ólíklegt að [þýsk stjórnvöld] hafí metið það þannig að það kynni að vera skaðlegt fyi-ir mjög góð samskipti landanna að ekki væri staðið við gefin fyrirheit, en við settum ekki fram neinar slíkar hót- anir. Utanríkisráðherra Þýskalands fannst það að sjálfsögðu eðlilegt að staðið væri við gefin loforð.“ Halldór bendir á að miklu máli hafí skipt að ganga frá málinu vegna þess að skammt sé í að stjórnarskrifstofur í Þýskalandi flytjist allai- til Berlínar. Hann segir að fram hafi komið hjá borgaryfírvöldum að aðrar þjóðir hafi einnig sóst eftir lóðinni og boðið hærra verð. „Við vorum að sjálfsögðu ekki tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hana en upphaflega voru gefin fyrirheit um. Island er ein minnsta þjóðin í Evrópu og það er hlutfalls- lega dýrara fyrir okkur að reka utan- ríkisþjónustu í mörgum löndum Evr- ópu en aðra og við hljótum að sjálf- sögðu að reyna að gera það með sem hagkvæmustum hætti.“ Morgunblaðið/J úlíus Harður árekstur á mótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar Fimm fluttir á slysadeild HARÐUR þriggja bíla árekstur varð á vegamótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar um klukkan 21 í gærkvöld. Ökumaður einnar bif- reiðarinnar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur og reyndist hann vera með alvarlega áverka en ekki í bráðri lífshættu, samkvæmt upplýs- ingum frá sjúkrahúsinu. Sjúkrabílar fluttu fjóra slasaða til Reykjavíkur. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar, lítið barn, stúlka og kona, sem voru farþegar í bílunum, reyndust lítið meidd, að sögn læknis á vakt á slysadeild. Suðurlandsvegi var lokað frá klukkan 21-22.30 vegna slyssins. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru bflarnir mjög illa famir, og þurfti að klippa tvo menn út úr einu flakinu. Mikið krap og bleyta var á vegum sunnanlands og brýnir lögregla fyr- ir ökumönnum að fara varlega. Andlát JÓN ÓSKAR VIÐRÆÐUR íslenzkra, norskra og rússneskra embættismanna um lausn á deflunni um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi hófiist í Moskvu í fyrradag. Að sögn Ingvards Havnen, talsmanns norska Bilun í símakerfí BILUN í Múlastöð olli því að símasambandslaust varð á þjónustusvæði stöðvarinnar í gærkvöldi í tæplega klukku- stund. Hjá bilanaþjónustu Lands- símans fengust þær upplýsing- ar að gert hefði verið við bilun- ina og símasambandi komið á um klukkan 21.10 í gærkvöldi. utanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir áð fundinum verði haldið áfram í dag. Havnen staðfestir jafnframt að ekki sé byrjap að ræða hversu mik- inn kvóta Island geti fengið í Barentshafi, heldur eigi að byrja á að reyna að ná rammasamningi um samstarf um veiðar og veiðistjórnun í Barentshafi. Norska dagblaðið Nordlys greindi frá því í gær að um væri að ræða annan embættismannafundinn af tveimur; hinn hefði verið haldinn í Moskvu fyrir tæpum mánuði. Blaðið segir einnig að margt bendi til að kröfur íslendinga um kvóta í Barentshafi séu nú lægri en áður, enda hafi Smuguveiðin brugðizt tvær vertíðir í röð. Að sögn Nordlys er stærð þess kvóta, sem íslendingar kynnu að fá í Barentshafi, þó ekki til umræðu heldur á fyrst að reyna að ná rammasamkomulagi um samstarf um veiðar og fiskveiðistjórnun. Hins vegar sé áformað að gera í framhaldi af því samkomulag um kvóta handa Islandi. Samningsvilji af allra hálfu Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er aðal- samningamaður íslands á fundinum í Moskvu en vildi ekki tjá sig um gang mála í gær. Ingvard Havnen staðfesti í samtali við Morgunblaðið að verið væri að ræða um „grund- vallarsamkomulag", sem gæti stuðl- að að endanlegri lausn deilunnar. Hann sagði þó of snemmt að segja hvort þokazt hefði í samkomulagsátt á fundinum. „Við erum ánægðir með að ríkin þrjú eru nú aftur í sambandi vegna þessa máls og að það er vilji af allra hálfu til að finna lausn á deilunni," segir Havnen. „Hins vegai' er því ekki að leyna að það eru ýmsir erfíð- leikar sem við þurfum að komast yfir áður en við náum samkomulagi." JÓN Óskar rithöfundur lést 20. október síðast- liðinn á heimili sínu í Reykjavík, 77 ára að aldri. Jón Óskar fæddist á Akranesi 18. júlí 1921 og voru foreldrar hans Asmundur Jónsson, sjómaður og rafvirki, og Sigurlaug Einars- dóttir húsmóðir. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940 og stundaði eftir það fimm ára nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Auk þess stundaði hann frönsku- nám á námskeiðum Alliance Francaise í Reykjavík og París og ítölskunám á námskeiðum og í einkatímum í Róm, Perugia og Genúa. Jón Óskar gegndi margvíslegum störfum um ævina. Meðal annars var hann píanóleikari í ýmsum dans- hljómsveitum á árunum 1946-1956 og ræðuritari á Alþingi 1953-1958. Þá var hann einn af ritstjórum bók- menntatímaritsins Birtings og ritari Rithöfundafélags ís- lands og Rithöfunda- sambands íslands 1967 til 1970. Auk þess var hann í stjóm Tón- menntasjóðs kirkjunnar frá 1981. Lengst af starfaði Jón Óskar við ritstörf og þýðingar og eftir hann liggur fjöldi verka. Meðal Ijóðabóka hans eru Skrifað í vind- inn, 1953, Nóttin á herðum okkar, 1958, Næturferð, 1982 og Hvar eru strætisvagn- amir, 1995. Jón skrifaði auk þess skáldsöguna Leikir í fjömnni, 1968, og endurminningar sínar í nokkmm bindum. Meðal þýðinga eftir hann mætti nefna ljóðabókina Ljóðastund á Signubökkum, 1988 og skáldsög- una Pláguna eftir Albert Camus. Eftirlifandi eiginkona Jóns Óskars er Kristín Jónsdóttir mynd- listarkona. Eignuðust þau eina dótt- ur, Unu Margi-éti, sem nú er dag- skrárgerðarmaður. ■ Jón Óskar/33 fsland, Noregur og Russland funda um Smuguna í Moskvu Leitað samkomulags um veiðar og stjórnun JÓN Óskar rithöfundur. Sérblöð í dag mmrj'jíi VIDSKIFn AMNNULÍF VERSLUN 17 í Krínglunni Tvöfaldar versl- unarrýmið/C1 TÖLVUR Vefsíða verðlaunuð Islenskur hönnuð- ur hjá CNN/C5 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.