Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR KRISTINN hefur kennt Snata ýmislegt, meðal annars að hoppa. Morgunblaðið/RAX Sirkushesturinn Snati er uppátækjasamur og líklega gáfaðri en flestir hestar Opnar hlöðuna og býður hinum hestunum hey Sirkushesturinn Snati er mörgum hæfí- leikum gæddur. Hann hlýðir skipunum og bendingum, en tekur einnig upp á ýmsu sem er húsbónda hans ekki að skapi. HESTURINN Snati er 20 vetra og eigandi hans er Kristinn Sig- urður Hákonarson sem stundar hrossabúskap og hundarækt í Víðinesi á Kjalarnesi. Kristinn eignaðist Snata þegar hann var þriggja vetra, og bar hann þá nafnið Amor. Fljótlega komu í ljós einstakir hæfileikar hestsins til þess að apa hluti eftir og læra það sem fyrir honum var haft, og var honum þá gefíð nafnið Snati. „Snati var fyrsti hesturinn sem ég eignaðist og ég byrjaði að kenna honum kúnstir eftir að hafa séð hesta leika listir sínar á hestasýningu í Reiðhöllinni. Hann var fljótur að læra og síð- an þá hefur hann komið fram í þónokkrum kvikmyndum, sýn- ingum og tamningamyndbönd- um. Hann lék í kvikmyndinni Magnúsi, Hvíta víkingnum og barnamyndinni Ævintýri á norð- urslóðum," segir Kristinn um Snata. Aðstoðar við tamningar „Segja má að hann sé gáfaðri en aðrir hestar, og það hefur stundum komið niður á mér. Hann getur til dæmis opnað taumlása auk þess sem hann get- ur opnað luktar dyr. Það hefur oft komið fyrir að hann hefur losað sig úr básnum sinum, þar sem hann hefur verið bundinn. Hann nagar reipin í sundur, svo fer hann og opnar hlöðuna, leys- ir hina hestana og býður þeim upp á góðgætið í hlöðunni. Eg hef reyndar aldrei staðið hann að verki því hann er alltaf kom- inn í básinn sinn þegar ég kem að, á meðan hinir hestarnir eru ennþá að gæða sér á dýrindis heyinu. Ég hef þurft að negla aftur hlöðuna svo hann komist ekki inn,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Snati sé skapmikill hestur sem sé gæddur mannsviti. Hann sé skapgóður, gæfur við börn, aðrar mannver- ur og hesta. „En ef aðrir hestar beita hann harðræði svarar hann í sömu mynt og hestarnir gera það yfírleitt ekki nema einu sinni. Hann er ákveðinn og sýnir þeim hver ræður. Hins vegar þolir hann ekki hunda. Hann hleypur á eftir þeim og reynir að bíta þá, en það eru einu kvikind- in sem hann þolir ekki. Það þýð- ir ekkert að láta hunda reka Snata, það er frekar öfugt.“ Kristinn hefur kennt Snata ýmislegt. Hann tekur hann í hjólbörur, lætur hann hoppa, leggjast á bakið og velta sér. Snati hefur einnig hjálpað Kristni við tamningar, hann hleypur hringinn sem hann á að hlaupa án þess að Kristinn haldi í hann, svo Kristinn getur sleppt því að borga manni kaup fyrir þá vinnu. Hann passaði einnig elstu dóttur Kristins þegar hún var lítil, og varði hana fyrir ágangi hinna hestanna. SNATI er með eindæmum barngóður og Erna Björk, 10 ára dóttir Kristins, er ekki vitund hrædd á baki hans. SNATI hlýðir skipunum húsbónda síns, hér leggst hann varlega á jörðina. ÞAÐ eru einhvern veginn svona kúnstir sem hundar gera og einnig hesturinn Snati. Bóluefni búið í bili ALLT bóluefni við inflúensu er uppurið eins og sakir standa, en von er á nýrri sendingu í næstu viku að sögn Hai-aldar Briem, sótt- varnarlæknis hjá Landlæknisemb- ættinu. „Það hefur verið óskaplega kröftug svörun að þessu sinni við áskorun um að fólk láti bólusetja sig við iníúensu," sagði hann. „Bólusetningin hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum auk þess sem gefinn var út bæklingur, þar sem fólk var hvatt til að hugsa um málið.“ Haraldur sagði að ekki væri um neyðarástand að ræða þótt bólu- efnið væri ekki til. Von væri á nýrri sendingu í næstu viku. „Við höfum ekki heyrt um að inflúensan sé komin og tilmælin eru þau að fólk láti bólusetja sig í október og helst fyrir lok nóvember eða áður en hún er væntanleg," sagði hann. --------------- Sjöfaldur pottur í fyrsta skipti Um 60 milljón- ir í vinninga í FYRSTA sinn verður dregið um sjöfaldan potti hjá Lottó á laugar- dag. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, framkvæmdastjóra íslenskr- ar getspár, er gert ráð fyrir að hæsti vinmngur verði 40 milljónir en heildai-vinningar um 60 milljónir. „Þetta er hæsta upphæð til þessa,“ sagði Vilhjálmur. „Við höf- um alltaf haft það þannig að lofa ekki of miklu en við reiknum með að hæsti vinningurinn nái 40 milljónum og að heildarupphæð vinninga verði 60 milljónir. Það er gn'ðarieg sala þannig að ég held að þetta muni standast." --------------- Mikill reykur frá sorp- brennslu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fékk í gær kl. 11.23 tilkynningu um mik- inn reyk frá gróðrarstöðinni við Lambhaga fyrir ofan Reykjavík. Þar var verið að brenna sorpi og hafði reykurinn myndast vegna plastpoka, sem óvart hafði farið á eldinn, að sögn slökkviliðsins. Slökkt var í eldinum á nokkrum mínútum og hlaust enginn skaði af utan reyk- og sjónmengun. Slökkvilið hafði einnig fyrr um morguninn farið að bænum Saltvík í Kjós eftir tilkynningu um reyk það- an. Þar reyndust bændur vera að brenna hálm og fengu að halda þvi áfram eftir heimsókn slökkviliðsins. ------♦-*-*---- Bflvelta í Blönduhlíð FÓLKSBIFREIÐ valt í mikilli hálku fyrir neðan bæinn Höskulds- staði í Blönduhlíð fyrir hádegi í gær. Ökumaður og tveir farþegar voru í bifreiðinni og sakaði engan. Allir voru í bílbeltum og sagði lög- reglan að bílbeltanotkunin hefði skipt sköpum fyrir ökumann og far- þegana. Bifreiðin er talsvert skemmd. Mjög hált er í Blönduhlíðinni og launhált víða annars staðar í um- dæmi lögreglunnar á Sauðárkróki. Að hennar sögn eru þó flestir búnir að búa ökutæki sín til vetrarakst- urs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.