Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Smíði nýs JÓLASVEINARNIR eru alltaf snemma á ferðinni þegar kosningar eru framundan. Ákvæði í skuldabréfum sparisjóðanna Bankaeftirlit Seðla- bankans skoðar málið BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Islands ætlar að skoða hvort ákvæði í verðtryggðum skulda- bréfum sparisjóðanna um að höf- uðstóll skuldar geti ekki lækkað niður fyrir grunnvísitölu viðkom- andi bréfs stangist á við lög og koma á framfæri athugasemdum verði niðurstaðan sú að þetta ákvæði sé ekki í samræmi við lög. Frá þessu var sagt í Morgun- blaðinu í síðustu viku og kom þá jafnframt fram hjá forsvarsmönn- um sparisjóðanna að þessu ákvæði hefur aldrei verið beitt. Ákvæðið er svohljóðandi: „Skuld þessi er bundin lánskjaravísitölu með grunnvísitölu samkvæmt ofan- skráðu. Höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölunni frá grunnvísitölu til fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli við breytingar á vísitölunni milli gjalddaga. Skal höfuðstóll skuldar- innar reiknaður út á hverjum gjalddaga áður en vextir og af- borgun er reiknuð. Hver afborgun er reiknuð þannig, að fyrst er höf- uðstóllinn reiknaður út samkvæmt ofanskráðu, en síðan er deilt í út- komuna með þeim fjölda afborg- ana sem þá er eftir, að meðtalinni þeirri afborgun sem er í það sinn. Aldrei skal þó miðað við lánskjara- vísitölu sem er lægri en grunnvísi- tala þessa bréfs.“ Skal gilda sem vísitala í 24. grein vaxtalaga nr. 25/1987 með áorðnum breytingum segir svo: „Vísitala neysluverðs, sbr. 21. gr. með grunninn 100 í maí 1988, skal í hverjum mánuði margfölduð með stuðlinum 19,745. Útkoman, án aukastafa, skal gilda sem vísi- tala fyrir næsta mánuð á eftir, í fyrsta sinn fyrir apríl 1995, gagn- vart fjárskuldbindingum sem samið hefur verið um fyrir 1. apríl 1995 og eru með ákvæðum um lánskjaravísitölu þá sem Seðla- banki Islands reiknaði og birti mánaðarlega samkvæmt heimild í 39. gr. laga nr. 13/1979 um stjóm efnahagsmála o.fl., sbr. reglugerð nr. 18/1989.“ Ragnar Hafliðason, forstöðu- maður bankaeftirlits Seðlabanka Islands, sagði aðspurður hvort ákvæðið í skuldabréfum stangaðist ekki á við þessa grein vaxtalag- anna að þetta mál hefði ekki verið til skoðunar hjá eftirlitinu alla vega síðustu ár, en sjálfsagt væri að skoða það af þessu tilefni og koma á framfæri ábendingum ef niðurstaðan yrði sú að þeir teldu að ákvæðið stangaðist á við lög. Matvæladagur MNI Matur o g umhverfi Grímur Ólafsson ATVÆLA- næringarfræð- ingafélag Islands efnir til árlegs Matvæla- dags síns laugardaginn 24. október næstkomandi. Að venju er haldið upp á dag- inn með daglangri ráð- stefnu. Yfirskrift ráðstefn- unnar er Matur og um- hverfi. Ráðstefnan er hald- in á Fosshótel KEA og er öllum opin. Fundarstjóri er Guðbrandur Sigurðsspn framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa. Grímur Ólafsson, mat- vælafræðingur hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðar- ins á Akureyri, segir að matvæla- og næringar- fræðingar á Akureyri hafi tekið að sér að halda ráðstefnuna og sjá um útgáfu fréttabréfsins Matur er manns megin í tengsl- um við Matvæladaginn. „Við skipuðum annars vegar undir- búningshóp fyrir ráðstefnuna og hins vegar ritnefnd fyrir blaðið. Ráðstefnan hefur aldrei áður verið haldin úti á landi. Okkur er því auðvitað sérstaklega í mun að vel takist til núna.“ - Hversu oft hefur Matvæla- og næringarfræðingafélagið haldið upp á sérstakan Matvæla- dag? „Matvæla- og næringarfræð- ingafélagið hefur efnt til ráð- stefnu í tilefni af Matvæladegin- um á hverju ári frá árinu 1993. Þemun hafa verið nokkuð fjöl- breytt, t.d. gæði, manneldi, menntun, vöruþróun og verð- mætaskoðun. Fyrir ári var yfir- skriftin MatvæU á nýni öld og var þar fjallað um nýfæði, t.d. erfðabreytt matvæli. Núna hefur verið valið þemað matvæli og um- hverfi. Fjallað verður um þemað í víðum skilningi, t.d. áhrif mat- vælaiðnaðar á umhverfið, lífræna ræktun grænmetis, kjöts og áfram væri hægt að telja.“ Mér er sagt að algengt sé að bjóða einum erlendum fyrirles- ara til ráðstefnunnar. „Jú, mikið rétt. Erlendi gest- urinn á ráðstefnunni verður Gun- illa Jönsson prófessor í flutn- ingafræði við Tækniháskólann í Lundi. Gunilla er sérfræðingur í umbúðum og umhverfismálum og hefur m.a. unnið talsvert fyrir sænska pappírsiðnaðinn. Af öðrum áhugaverðum erind- um get ég nefnt að Steindór Sig- urgeirsson, sjávarátvegsfræð- ingur í Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur, greinir frá reynslu fyrirtæk- isins við að afla umhverfisvottun- ar. Fyrirtækið er að vinna að því að fá ISO 14.000 vottun. Lúðvík Gústafsson, jarðfræð- ingur hjá Hollustu- vemd ríkisins, fjallar um meðferð heimil- issorps, þ.e. annars vegar lífræna úrgangsins og svo umbúða, og áfram væri lengi hægt að telja.“ - Hversu duglegur er almenn- ingur að flokka og skiki inn um- búðum til endurvinnslu? „Ég held að fólk sé alveg tilbú- ið að flokka og ganga frá umbúð- um til endurvinnslu. Eini gallinn hefur verið hversu oft hefur ver- ið langt að fara í endurvinnsluna. Fólk veigrar sér auðvitað við því að keyra bæinn þveran og endi- langan með umbúðumar. Spurn- ingin er svo auðvitað hversu um- ► Grímur Ólafsson er fæddur 20. júní árið 1960 í Reykjavík. Grímur útskrifaðist úr mat- vælafræði frá Háskóla Islands árið 1987. Eftir námið starfaði hann í nokkur ár á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og hóf að því búnu framhaldsnám í matvælafræði í Svíþjóð. Hann lauk doktorsprófi í matvæla- fræði frá háskólanum í Lundi árið 1995. Grímur flutti til ís- Iands og starfaði í tengslum við markaðssetningu á ferskum fiski í neytendaumbúðum á er- lendan markað í tvö ár. Hann hefúr hefur verið í hálfri lekt- orsstöðu við Háskólann á Akur- eyri og starfað við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins á Akur- eyri í eitt og hálft ár. Eiginkona Gríms er Þorbjörg Guðlaugsdóttir, sjúkraþjálfari, og á hann fímm börn. hverfisvænt sé að keyra svona langar leiðir þó svo tilgangurinn sé góður. í framtíðinni hlýtur að þurfa að leysa þann vanda með því að koma upp þéttu neti af söfnunargámum. Ég bjó lengi í Svíþjóð og þar var hægt að skila inn áldósum og fá kvittun fyrir ákveðinni greiðslu í tæki við nánast hverja einustu matvöruverslun. Krakk- arnir mínir fengu venjulega að kaupa nammi fyrir andvirði dósanna á nammidögum á laug- ardögum. Að eiga svona auðvelt með að skila dósunum skiptir auðvitað gífurlegu máli og eykur skilin enda held ég að skilin á áldósunum í Svíþjóð séu nánast 90%.“ - Hvers konar verðlaun eru Fjöreggið? „Á ráðstefnunni veitir Mat- væla- og næringarfræðingafé- lagið fyrirtæki verð; launin Fjöregg MNI fyrir gott framtak á matvælasviðinu. Nokkur fyrirtæki hafa fengið Fjöreggið til þessa, t.d. Sláturfélag Suðurlands fyrir vöru- þróun, Manneldisráð fyrir starf að manneldismálum, Emmessís- gerðin fyrir ísnálina, Mjólkur- samsamsalan fyrir Fjörmjólkina og Lýsi fékk verðlaunin fyrir Krakkalýsið í fyrra.“ - Fyrir hverja er ráðstefnan? „Við höfum lagt áherslu á að kynna ráðstefnuna í skólanum. Auðvitað væri svo æskilegt að fá sem flesta úr matvælaiðnaðinum til að koma. Áhugasamir geta skráð sig í gegnum skiptiborð Háskólans á Akureyri í 463- 0900.“ Fólk er tilbúið til að flokka og ganga frá umbúðum til endurvinnslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.