Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Smíði nýs
JÓLASVEINARNIR eru alltaf snemma á ferðinni þegar kosningar eru framundan.
Ákvæði í skuldabréfum sparisjóðanna
Bankaeftirlit Seðla-
bankans skoðar málið
BANKAEFTIRLIT Seðlabanka
Islands ætlar að skoða hvort
ákvæði í verðtryggðum skulda-
bréfum sparisjóðanna um að höf-
uðstóll skuldar geti ekki lækkað
niður fyrir grunnvísitölu viðkom-
andi bréfs stangist á við lög og
koma á framfæri athugasemdum
verði niðurstaðan sú að þetta
ákvæði sé ekki í samræmi við lög.
Frá þessu var sagt í Morgun-
blaðinu í síðustu viku og kom þá
jafnframt fram hjá forsvarsmönn-
um sparisjóðanna að þessu ákvæði
hefur aldrei verið beitt. Ákvæðið
er svohljóðandi: „Skuld þessi er
bundin lánskjaravísitölu með
grunnvísitölu samkvæmt ofan-
skráðu. Höfuðstóll skuldarinnar
breytist í hlutfalli við breytingar á
vísitölunni frá grunnvísitölu til
fyrsta gjalddaga og síðan í hlutfalli
við breytingar á vísitölunni milli
gjalddaga. Skal höfuðstóll skuldar-
innar reiknaður út á hverjum
gjalddaga áður en vextir og af-
borgun er reiknuð. Hver afborgun
er reiknuð þannig, að fyrst er höf-
uðstóllinn reiknaður út samkvæmt
ofanskráðu, en síðan er deilt í út-
komuna með þeim fjölda afborg-
ana sem þá er eftir, að meðtalinni
þeirri afborgun sem er í það sinn.
Aldrei skal þó miðað við lánskjara-
vísitölu sem er lægri en grunnvísi-
tala þessa bréfs.“
Skal gilda
sem vísitala
í 24. grein vaxtalaga nr. 25/1987
með áorðnum breytingum segir
svo: „Vísitala neysluverðs, sbr. 21.
gr. með grunninn 100 í maí 1988,
skal í hverjum mánuði margfölduð
með stuðlinum 19,745. Útkoman,
án aukastafa, skal gilda sem vísi-
tala fyrir næsta mánuð á eftir, í
fyrsta sinn fyrir apríl 1995, gagn-
vart fjárskuldbindingum sem
samið hefur verið um fyrir 1. apríl
1995 og eru með ákvæðum um
lánskjaravísitölu þá sem Seðla-
banki Islands reiknaði og birti
mánaðarlega samkvæmt heimild í
39. gr. laga nr. 13/1979 um stjóm
efnahagsmála o.fl., sbr. reglugerð
nr. 18/1989.“
Ragnar Hafliðason, forstöðu-
maður bankaeftirlits Seðlabanka
Islands, sagði aðspurður hvort
ákvæðið í skuldabréfum stangaðist
ekki á við þessa grein vaxtalag-
anna að þetta mál hefði ekki verið
til skoðunar hjá eftirlitinu alla
vega síðustu ár, en sjálfsagt væri
að skoða það af þessu tilefni og
koma á framfæri ábendingum ef
niðurstaðan yrði sú að þeir teldu
að ákvæðið stangaðist á við lög.
Matvæladagur MNI
Matur o g
umhverfi
Grímur Ólafsson
ATVÆLA-
næringarfræð-
ingafélag Islands
efnir til árlegs Matvæla-
dags síns laugardaginn 24.
október næstkomandi. Að
venju er haldið upp á dag-
inn með daglangri ráð-
stefnu. Yfirskrift ráðstefn-
unnar er Matur og um-
hverfi. Ráðstefnan er hald-
in á Fosshótel KEA og er
öllum opin. Fundarstjóri
er Guðbrandur Sigurðsspn
framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa.
Grímur Ólafsson, mat-
vælafræðingur hjá Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðar-
ins á Akureyri, segir að
matvæla- og næringar-
fræðingar á Akureyri hafi
tekið að sér að halda ráðstefnuna
og sjá um útgáfu fréttabréfsins
Matur er manns megin í tengsl-
um við Matvæladaginn. „Við
skipuðum annars vegar undir-
búningshóp fyrir ráðstefnuna og
hins vegar ritnefnd fyrir blaðið.
Ráðstefnan hefur aldrei áður
verið haldin úti á landi. Okkur er
því auðvitað sérstaklega í mun að
vel takist til núna.“
- Hversu oft hefur Matvæla-
og næringarfræðingafélagið
haldið upp á sérstakan Matvæla-
dag?
„Matvæla- og næringarfræð-
ingafélagið hefur efnt til ráð-
stefnu í tilefni af Matvæladegin-
um á hverju ári frá árinu 1993.
Þemun hafa verið nokkuð fjöl-
breytt, t.d. gæði, manneldi,
menntun, vöruþróun og verð-
mætaskoðun. Fyrir ári var yfir-
skriftin MatvæU á nýni öld og
var þar fjallað um nýfæði, t.d.
erfðabreytt matvæli. Núna hefur
verið valið þemað matvæli og um-
hverfi. Fjallað verður um þemað í
víðum skilningi, t.d. áhrif mat-
vælaiðnaðar á umhverfið, lífræna
ræktun grænmetis, kjöts og
áfram væri hægt að telja.“
Mér er sagt að algengt sé að
bjóða einum erlendum fyrirles-
ara til ráðstefnunnar.
„Jú, mikið rétt. Erlendi gest-
urinn á ráðstefnunni verður Gun-
illa Jönsson prófessor í flutn-
ingafræði við Tækniháskólann í
Lundi. Gunilla er sérfræðingur í
umbúðum og umhverfismálum
og hefur m.a. unnið talsvert fyrir
sænska pappírsiðnaðinn.
Af öðrum áhugaverðum erind-
um get ég nefnt að Steindór Sig-
urgeirsson, sjávarátvegsfræð-
ingur í Fiskiðjusamlagi Húsavík-
ur, greinir frá reynslu fyrirtæk-
isins við að afla umhverfisvottun-
ar. Fyrirtækið er að
vinna að því að fá ISO
14.000 vottun. Lúðvík
Gústafsson, jarðfræð-
ingur hjá Hollustu-
vemd ríkisins, fjallar
um meðferð heimil-
issorps, þ.e. annars
vegar lífræna úrgangsins og svo
umbúða, og áfram væri lengi
hægt að telja.“
- Hversu duglegur er almenn-
ingur að flokka og skiki inn um-
búðum til endurvinnslu?
„Ég held að fólk sé alveg tilbú-
ið að flokka og ganga frá umbúð-
um til endurvinnslu. Eini gallinn
hefur verið hversu oft hefur ver-
ið langt að fara í endurvinnsluna.
Fólk veigrar sér auðvitað við því
að keyra bæinn þveran og endi-
langan með umbúðumar. Spurn-
ingin er svo auðvitað hversu um-
► Grímur Ólafsson er fæddur
20. júní árið 1960 í Reykjavík.
Grímur útskrifaðist úr mat-
vælafræði frá Háskóla Islands
árið 1987. Eftir námið starfaði
hann í nokkur ár á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins og hóf
að því búnu framhaldsnám í
matvælafræði í Svíþjóð. Hann
lauk doktorsprófi í matvæla-
fræði frá háskólanum í Lundi
árið 1995. Grímur flutti til ís-
Iands og starfaði í tengslum við
markaðssetningu á ferskum
fiski í neytendaumbúðum á er-
lendan markað í tvö ár. Hann
hefúr hefur verið í hálfri lekt-
orsstöðu við Háskólann á Akur-
eyri og starfað við Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins á Akur-
eyri í eitt og hálft ár.
Eiginkona Gríms er Þorbjörg
Guðlaugsdóttir, sjúkraþjálfari,
og á hann fímm börn.
hverfisvænt sé að keyra svona
langar leiðir þó svo tilgangurinn
sé góður. í framtíðinni hlýtur að
þurfa að leysa þann vanda með
því að koma upp þéttu neti af
söfnunargámum.
Ég bjó lengi í Svíþjóð og þar
var hægt að skila inn áldósum og
fá kvittun fyrir ákveðinni
greiðslu í tæki við nánast hverja
einustu matvöruverslun. Krakk-
arnir mínir fengu venjulega að
kaupa nammi fyrir andvirði
dósanna á nammidögum á laug-
ardögum. Að eiga svona auðvelt
með að skila dósunum skiptir
auðvitað gífurlegu máli og eykur
skilin enda held ég að skilin á
áldósunum í Svíþjóð séu nánast
90%.“
- Hvers konar verðlaun eru
Fjöreggið?
„Á ráðstefnunni veitir Mat-
væla- og næringarfræðingafé-
lagið fyrirtæki verð;
launin Fjöregg MNI
fyrir gott framtak á
matvælasviðinu.
Nokkur fyrirtæki hafa
fengið Fjöreggið til
þessa, t.d. Sláturfélag
Suðurlands fyrir vöru-
þróun, Manneldisráð fyrir starf
að manneldismálum, Emmessís-
gerðin fyrir ísnálina, Mjólkur-
samsamsalan fyrir Fjörmjólkina
og Lýsi fékk verðlaunin fyrir
Krakkalýsið í fyrra.“
- Fyrir hverja er ráðstefnan?
„Við höfum lagt áherslu á að
kynna ráðstefnuna í skólanum.
Auðvitað væri svo æskilegt að fá
sem flesta úr matvælaiðnaðinum
til að koma. Áhugasamir geta
skráð sig í gegnum skiptiborð
Háskólans á Akureyri í 463-
0900.“
Fólk er tilbúið
til að flokka
og ganga frá
umbúðum til
endurvinnslu