Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 9 Ríkið sýknað af kröfu um endurgreiðslu j öfnunargj alds HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkui- hef- ur sýknað íslenska ríkið af kröfu Daníels Ólafssonar ehf. sem krafðist endurgreiðslu jöfnunargjalds, sem stefnandi taldi sig hafa ofgreitt af innfluttum frystum og forsteiktum frönskum kartöflum frá 1988-1992. Stefnandi reisti ki-öfu sina á því að álagning bæði 190% og síðar 120% jöfnunargjalds, samkvæmt reglu- gerð nr. 109/1988 og nr. 335/1989, hafi skort lagastoð og því verið ólög- mæt og brotið gegn 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Landbúnaðar- ráðherra hafi við ákvörðun jöfnunar- gjaldsins brotið gegn ákvæðum laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem giltu. Stefndi, íslenska ríkið, reisti sýknukröfu sína m.a. á því að með framlögðum gögnum hafi sér tekist að sanna og skýra að álagning jöfn- unargjalds hafí verið innan þeirra mai-ka, sem löggjafinn setti land- búnaðai’ráðherra og því verið lög- mæt. Einnig var sýknuki-afan á því byggð að með vísan til 5. töluliðs 3. gi-. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra ki-öfuréttinda, sbr. 1. og 11. gr. sömu laga, sé krafa stefnanda til endurgreiðslu á jöfnun- argjaldi að öllu leyti fallin niður fyr- ir fyrningu. Þá séu ekki skilyrði til greiðslu di’áttarvaxta af þeim kröf- um, sem fallnai’ séu niður fyrir fyrn- ingu, auk þess sem ki-öfur til greiðslu vaxta lúti sama fyrningar- fresti, sbr. 2. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905. Sýknudóminn kvað upp Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari. ----------------- 55 tilboð í eyðijörð MARGIR hafa hug á þvi að eignast eyðijörðina Laugaból við Isafjörð. Laugaból er ríkisjörð og auglýsti Ríkiskaup hana til sölu í lok septem- ber og byrjun október. 55 tilboð bár- ust í jörðina. Að sögn Guðmundar I. Guð- mundssonar, skrifstofustjóra hjá Ríkiskaupum, var æðarvarp á jörð- inni. Hæsta tilboðið var um 5,5 milij- ónir kr. Samkvæmt upplýsingum frá land- búnaðaiTáðuneytinu eru engin heil hús á jörðinni en einkum hafa þau not verið af henni að þar var eitt sinn æðrvarp. Það er þó ekki talið í góðu ástandi núna. Frotté - frotté Mikið úrvai af frottésloppum, þunnir og þykkir. Margir litir, margar gerðir. Iympía_ Krinqlunni 8-12. sími 553 3600 buxnasending st. 36—48 Opíö mánud.-föstud. frá 11-18, laufiard. 11-14. <jl(LL Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069. Vegakirkjur með dag- skrá fyrir ferðamenn FRÆÐSLU- og þjónustudeild kirkjunnar hefur nýlega kynnt fyr- ir próföstum landsins hugmynd um vegakirkju. Með því er átt við að kirkjur í þjóðbraut eða þar sem ferðamenn koma gjarnan við verði opnar og bjóði reglulega upp á fyr- irfram auglýsta dagskrá, andakt, tónleika eða annað slíkt. Málið verður tekið til umræðu á prófasta- fundi á næsta ári. Séra Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri kirkjunnar, skrifaði próföstum fyrir nokkru en hug- myndin var rædd á kirkjuþingi í íyrra. Stakk hann upp á því að pró- fastar ræddu málið við presta og sóknarnefndir og skipuðu til dæm- is þriggja manna nefnd prests, sóknarnefndarmanns og ferða- málafulltrúa til að fjalla um málið. Séra Örn Bárður segir hugmynd- ina m.a. sótta til Noregs, þar sem séu margar vegakirkjur. Vegakirkju er að sögn sr. Arnar Bárðar einkum ætlað að ná til ferðamanna, bjóða reglulega dag- skrá, sem geti verið boðun í margs konar formi, og verði atburðir vel kynntir fyrirfram. Þá verði einnig unnt að bjóða gestum og gangandi veitingar og salernisaðstöðu. Hann segir að koma verði í ljós á pró- fastafundi í mars næstkomandi hvernig undirtektir hugmyndin hafi fengið heima í hémðum. I framhaldi af því verði afráðið hvort og hvernig vegakirkjan, fáar eða margar, verði sameiginlega kynnt. Ný sendine a f garni og blöðum Gallery anny blatt Ásvallagötu 52, s. 698 1615. Opið fímmtud. kl. 13-17, miðvikud. kl. 20-22. Ný sending Samkvæmisjakkar, víðar samkvæmisbuxur og pallíettublússur h/á~Qý€faftihiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Bamakuldaskór Mjög vandaðir, margar gerðir Olíuborið leður, stamur sóli Litir blár - grænn - rauður 31-40 verð kr. 4.990 Þykkt olíuborið leður, grófur og stamur sóli Litur: Svartir 31-35 verð kr. 4.990 36-40 verð kr. 5.990 SKÓUERSLUN KÓPAUOGS Póstsendum samdægurs 5% staðgr.afsláttur HAMRABDRG 3 • SlMI 95A 1754 Glæsilegar loðhúfur og -treflar ÚTIVISTARBÚDIN L E I G A N ■ við Umferðarmiðstöðina Símar 551 9800 og 551 3072. Heimasíða: www.mmedia.is/sportleigan F R Á B Æ R FAT N AÐ U R Á GÓÐU V ERÐ I 5.767 Nýkomin sending af þessum vönduðu karlmannaúlpum t stærðum S-XXL, litir blátt, brúnt og drapp. Strekking neðst og í mittið. Vasar innan á báðum megin auk símavasa innan á. Létt og lipur flík. Grandagarði 2, Rvík, laugaidaga 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.