Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 9
Ríkið sýknað
af kröfu um
endurgreiðslu
j öfnunargj alds
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkui- hef-
ur sýknað íslenska ríkið af kröfu
Daníels Ólafssonar ehf. sem krafðist
endurgreiðslu jöfnunargjalds, sem
stefnandi taldi sig hafa ofgreitt af
innfluttum frystum og forsteiktum
frönskum kartöflum frá 1988-1992.
Stefnandi reisti ki-öfu sina á því að
álagning bæði 190% og síðar 120%
jöfnunargjalds, samkvæmt reglu-
gerð nr. 109/1988 og nr. 335/1989,
hafi skort lagastoð og því verið ólög-
mæt og brotið gegn 40. gr. og 77. gr.
stjórnarskrárinnar. Landbúnaðar-
ráðherra hafi við ákvörðun jöfnunar-
gjaldsins brotið gegn ákvæðum laga
um framleiðslu, verðlagningu og sölu
á búvörum, sem giltu.
Stefndi, íslenska ríkið, reisti
sýknukröfu sína m.a. á því að með
framlögðum gögnum hafi sér tekist
að sanna og skýra að álagning jöfn-
unargjalds hafí verið innan þeirra
mai-ka, sem löggjafinn setti land-
búnaðai’ráðherra og því verið lög-
mæt. Einnig var sýknuki-afan á því
byggð að með vísan til 5. töluliðs 3.
gi-. laga nr. 14/1905 um fyrning
skulda og annarra ki-öfuréttinda,
sbr. 1. og 11. gr. sömu laga, sé krafa
stefnanda til endurgreiðslu á jöfnun-
argjaldi að öllu leyti fallin niður fyr-
ir fyrningu. Þá séu ekki skilyrði til
greiðslu di’áttarvaxta af þeim kröf-
um, sem fallnai’ séu niður fyrir fyrn-
ingu, auk þess sem ki-öfur til
greiðslu vaxta lúti sama fyrningar-
fresti, sbr. 2. tölulið 3. gr. laga nr.
14/1905.
Sýknudóminn kvað upp Sigurður
Hallur Stefánsson héraðsdómari.
-----------------
55 tilboð í
eyðijörð
MARGIR hafa hug á þvi að eignast
eyðijörðina Laugaból við Isafjörð.
Laugaból er ríkisjörð og auglýsti
Ríkiskaup hana til sölu í lok septem-
ber og byrjun október. 55 tilboð bár-
ust í jörðina.
Að sögn Guðmundar I. Guð-
mundssonar, skrifstofustjóra hjá
Ríkiskaupum, var æðarvarp á jörð-
inni. Hæsta tilboðið var um 5,5 milij-
ónir kr.
Samkvæmt upplýsingum frá land-
búnaðaiTáðuneytinu eru engin heil
hús á jörðinni en einkum hafa þau
not verið af henni að þar var eitt sinn
æðrvarp. Það er þó ekki talið í góðu
ástandi núna.
Frotté -
frotté
Mikið úrvai af
frottésloppum,
þunnir og þykkir.
Margir litir,
margar gerðir.
Iympía_
Krinqlunni 8-12. sími 553 3600
buxnasending
st. 36—48
Opíö mánud.-föstud.
frá 11-18,
laufiard. 11-14.
<jl(LL
Skólavörðustíg 4a,
sími 551 3069.
Vegakirkjur með dag-
skrá fyrir ferðamenn
FRÆÐSLU- og þjónustudeild
kirkjunnar hefur nýlega kynnt fyr-
ir próföstum landsins hugmynd um
vegakirkju. Með því er átt við að
kirkjur í þjóðbraut eða þar sem
ferðamenn koma gjarnan við verði
opnar og bjóði reglulega upp á fyr-
irfram auglýsta dagskrá, andakt,
tónleika eða annað slíkt. Málið
verður tekið til umræðu á prófasta-
fundi á næsta ári.
Séra Örn Bárður Jónsson,
fræðslustjóri kirkjunnar, skrifaði
próföstum fyrir nokkru en hug-
myndin var rædd á kirkjuþingi í
íyrra. Stakk hann upp á því að pró-
fastar ræddu málið við presta og
sóknarnefndir og skipuðu til dæm-
is þriggja manna nefnd prests,
sóknarnefndarmanns og ferða-
málafulltrúa til að fjalla um málið.
Séra Örn Bárður segir hugmynd-
ina m.a. sótta til Noregs, þar sem
séu margar vegakirkjur.
Vegakirkju er að sögn sr. Arnar
Bárðar einkum ætlað að ná til
ferðamanna, bjóða reglulega dag-
skrá, sem geti verið boðun í margs
konar formi, og verði atburðir vel
kynntir fyrirfram. Þá verði einnig
unnt að bjóða gestum og gangandi
veitingar og salernisaðstöðu. Hann
segir að koma verði í ljós á pró-
fastafundi í mars næstkomandi
hvernig undirtektir hugmyndin
hafi fengið heima í hémðum. I
framhaldi af því verði afráðið
hvort og hvernig vegakirkjan, fáar
eða margar, verði sameiginlega
kynnt.
Ný sendine a f
garni og blöðum
Gallery anny blatt Ásvallagötu 52, s. 698 1615. Opið fímmtud. kl. 13-17, miðvikud. kl. 20-22.
Ný sending Samkvæmisjakkar,
víðar samkvæmisbuxur
og pallíettublússur
h/á~Qý€faftihiMi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Bamakuldaskór
Mjög vandaðir, margar gerðir
Olíuborið leður, stamur sóli
Litir blár - grænn - rauður
31-40 verð kr. 4.990
Þykkt olíuborið leður,
grófur og stamur sóli
Litur: Svartir
31-35 verð kr. 4.990
36-40 verð kr. 5.990
SKÓUERSLUN
KÓPAUOGS
Póstsendum samdægurs
5% staðgr.afsláttur
HAMRABDRG 3 • SlMI 95A 1754
Glæsilegar loðhúfur
og -treflar
ÚTIVISTARBÚDIN
L E I G A N ■ við Umferðarmiðstöðina
Símar 551 9800 og 551 3072. Heimasíða: www.mmedia.is/sportleigan
F R Á B Æ R FAT N AÐ U R Á GÓÐU V ERÐ I
5.767
Nýkomin sending af þessum vönduðu karlmannaúlpum t stærðum
S-XXL, litir blátt, brúnt og drapp. Strekking neðst og í mittið. Vasar
innan á báðum megin auk símavasa innan á. Létt og lipur flík.
Grandagarði 2, Rvík,
laugaidaga 10-14.