Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Jón Kristjánsson fískifræðingur krefst svara við umsókn um rannsóknaleyfí
Hefur leitað til um-
boðsmanns Alþingis
JÓN Kristjánsson fiskifræðingur vill að sér verði gert kleift að stunda
rannsóknir á sama grundvelli og Hafrannsóknastofnun og á þar við t.d.
notkun veiðarfæra, veiðar til rannsókna utan kvóta og meðferð afla.
JÓN Kristjánsson fiskifræðingur
hefur leitað til umboðsmanns
Alþingis til að fá svör um umsókn
sína til sjávarútvegsráðuneytisins
um leyfi til fiskifræðilegra
rannsókna. Jón segir bagalegt að fá
ekki svör þar sem hann hafi atvinnu
af því að stunda rannsóknir og
ráðgjöf tengda fiskveiðum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sjávarút-
vegsráðuneytinu hefur dregist að
svai-a umsókninni vegna þess að ekki
eru fordæmi fyrir því að farið sé
fram á að sá fiskur sem veiðist í til-
raunum standi undir kostnaði
rannsóknarinnai'.
I desember á síðasta ári fór Jón
þess á leit við sjávarútvegsráðuneyt-
ið að honum yrði veitt leyfi til að
stunda rannsóknir á fiski og öðrum
dýrum í fiskveiðilandhelgi Islands í
samræmi við þær reglur sem ráðu-
neytið kynni að setja. Vildi Jón að
sér yrði gert kleift að stunda
rannsóknir á sama grundvelli og
Hafrannsóknastofnun hvað varðar
hluti eins og notkun veiðaifæra,
veiðar til rannsókna utan kvóta og
meðferð afla.
I svari sjávarútvegsráðuneytisins
við umleitan Jóns var áréttað að
aðeins eru veitt tímabundin leyfi sem
jafnframt era veitt til tiltekinna
rannsókna. Var því óskað efth’ upp-
lýsingum um að hverju rannsókn
Jóns beindist og hvernig hún yrði
framkvæmd. Var í bréfinu tekið
fram að þegar þessi gögn lægju fyrir
myndi ráðuneytið taka afstöðu til
þess með hvaða skilyrðum leyfið yrði
veijtt.
I júní sl. sótti Jón um rannsókna-
leyfi fyrir ákveðið verkefni og sendi
ráðuneytinu gögn um hvaða verkefni
var að ræða og greinargerð um til-
gang þess. Verkefnið átti að vinna í
samvinnu við Háskóla Islands.
Sjávarútvegsráðuneytið ki'afði þá
Jón um nákvæmari útfærslu á
rannsókninni. Má þar nefna hversu
mikið þarf að veiða í rannsókninni,
hvenær tilraunirnar fara fram, hve
langan tíma þær taka, hvaða veið-
arfæri verði notuð og hvaða skip
komi til með að stunda tilraunirnar.
Vil aðeins fá svör
Jón sendi umbeðnar upplýsingar
til ráðuneytisins í júlí en fékk engin
svör. Hann segist í tvígang hafa sent
ítrekun um svar, síðast í september.
Þegar engin svör hafi enn borist í
október hafi hann því leitað til um-
boðsmanns Alþingis til að ki’efja
ráðuneytið um svör. „Mér fínnst ein-
kennilegt að fá engin svör um hvort
ég megi stunda atvinnu mína eða
ekki. Eg get ekki boðið aðilum upp á
rannsóknir eða ráðgjöf ef ég hef ekki
leyfi til þess að rannsaka. Ég vil fá
að vinna á jafnréttisgrundvelli við
aðra og fá rannsóknaleyfi með sömu
skilyrðum og aðrh'. Ég vil því aðeins
fá svör um hvort ég fæ leyfið eða
ekki,“ segir Jón.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
sjávarútvegsráðuneytisins, segir for-
dæmi fyrir því að utanaðkomandi
aðilum séu veittar heimildir til
rannsókna innan fiskveiðilögsögunn-
ar með þeim skilyrðum að Haf-
rannsóknastofnun veiti umsögn og
fylgist með rannsóknunum og hafi
aðgang að þeim gögnum sem fram
kunni að koma. Hins vegar séu ekki
fordæmi fyrir því að beðið sé um jafn
umfangsmikla heimild til rannsókna
á mörgum þeim atriðum sem Haf-
rannsóknastofnunin fæst við í sínu
starfi. Eins hafi ekki verið áður farið
fram á að sá fiskur sem veiðist í til-
raununum standi undh' rekstri
rannsóknarinnar. Ekki hafi verið
mótuð afstaða til slíkra umsókna.
„Fiskur og kvóti eru eftirsótt gæði
og við höfum verið að fjalla um
hvernig beri að taka á málum sem
þessum. Meðal annars þess vegna
hefur dregist að svara umsókninni,"
segir Jón.
Hafrannsóknastofnun hefur fjallað
um umsóknina og segir Jón að búast
megi við svari á allra næstu dögum.
Hugsanlegar tekjur landeigenda af sölu koltvisýringskvóta
2-5.000 kr.
árstekjur
á hektara
MIÐAÐ við áætlanh- um það hvert
verði markaðsverð á losunai’kvóta á
tonni af koltvísýringi efth’ að Kyoto-
bókunin um losun gróðurhúsaloft-
tegunda kemst í framkvæmd, má
gera ráð fyrir að landeigendur gætu
haft 2-5.000 króna tekjur árlega af
hverjum hektara sem þeir ræktuðu
upp ef ákveðið verður að gefa við-
skipti á kvótanum frjáls.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hafa Nýsjálendingai-
og Ástralir mótað þá stefnu að bind-
ingarkvótinn skuli vera eign landeig-
anda en ekki ríkis.
„Slík viðskipti verða alltaf með
samþykki stjórnvalda, og samkvæmt
leikreglum sem þau setja og það er
töluvert langt í að þær liggi fyrir,“
segir Halldór Þorgeirsson, deildar-
stjóri alþjóðadeildar í umhverfis-
ráðuneytinu.
Fyrsta þing aðildarríkja Kyoto-
bókunarinnar um losun gróðurhúsa-
lofttegunda verður haldið í Buenos
Aires í Argentínu í nóvember og seg-
ir Halldór að þá muni þessi mál
koma til umræðu.
Tonnið af koltvísýringi
á þúsund krónur
Rannsóknir sýna að hægt er að
binda árlega 2-5 tonn af koltvísýr-
ingi með hverjum hektara ræktaðs
lands. Halldór segir að áætlað hafi
verið að verðmæti bindingarkvóta
upp á eitt tonn geti verið um eitt
þúsund krónur. Ef kvótinn verður
talinn eign landeiganda gætu til
dæmis íslenskir bændur haft 2-5
þúsund króna tekjur af því að rækta
einn hektara skóglendis.
„Það er ekki ólíklegt að þetta
verði mögulegt, en það er spurning
1 hektari graslendis (100x100 metrarjtekur
til sín 2 til 5 tonn af koltvíildi (CO2) á ári.
Ef bóndi ræktar upp land í viðbót við tún sín,
þá getur hann selt þennan kvóta til þess
sem rekur framleiðslu þar sem m.a.
verður til koltvíildi.
hvort binding á íslandi verði sam-
keppnisfær við bindingu annai’s
staðai’. Reyndar er binding í
skógi’ækt á Islandi mjög sambærileg
við það sem gerist í öðrum löndum.
Vöxtur trjánna er ekki það eina sem
skipth máli. Koltvísýringurinn binst
ekki aðeins í þeim heldur líka í jarð-
veginum. íslenskur eldfjallajarðveg-
ur er sérstakur að því leyti að hann
safnar í sig töluverðu af kolefni við
ræktun."
Halldór segir að líklega verði fyrst
hægt að hafa tekjur af sölu kvóta
þegar fyrsta skuldbindingartímabil
Kyoto-bókunarinnar hefst, árið 2008.
Hugsanlega verði þó kvóti seldur
fram í tímann.
„Þetta er enginn skyndigi’óði en
getur haft áhrif á hagkvæmni fjár-
festingar í skógi’ækt. Ég er þó á því
að meiri tekjumöguleikar verði í því
að vinna að landgræðslu og
skógrækt í því augnamiði að standa
við skuldbindingar Islands í þessum
málum,“ segir Halldór.
Iðnaðarráðherra um orð utanríkisráðherra um möguleika í virkjanamálum
Yon á 500
Irum um
helgina
FIMM hundruð írar eru væntan-
legir liingað til lands á föstudag.
írarnir koma liingað með
leiguflugi á vegum Samvinnu-
ferða-Landsýn og dvelja í fjóra
daga. Að sögn Helga Jóhannsson-
ar framkvæmdastjóra Samvinnu-
ferða-Landsýn er þetta Iíklega í
fyrsta sinn sem svo stór þota full
af írskum ferðamönnum kemur
hingað til lands.
„Segja má að við séum nú að
uppskera það sem við höfum sáð,
en við höfum lagt út í heilmikla
kynningarstarfsemi í gegnum
tíðina á ferðum til Islands meðal
Ira. Við gerum ráð fyrir því að eitt
þúsund Irar komi til Islands í
október og nóvember," segir
Helgi, en von er á annarri 500
manna þotu í növember.
Samvinnuferðir-Landsýn eru
einnig að flytja íslendinga til ír-
lands, en um 1.000 manns fara
með leiguflugi til Dublin um helg-
ina. Helgi segir að langt sé síðan
uppselt hafi orðið í þær ferðir, en
markmið ferðaskrifstofunnar sé að
það fari jafnmargir íslendingar til
Irlands, og það fari margir Irar til
Islands.
ísland fýsilegt
til verslunar
Mikilvægt innleg’g* í umræðu
um nýtingu náttúruauðlinda
FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnað-
aiTáðhen-a, segir að ræða Halldórs Ásgrímssonar,
utamíkisráðherra, á fundi með framsóknarmönn-
um í síðustu viku, þar sem Halldór kvaðst hlynnt-
ur Eyjabakkalóni, en ekki komi til greina að íórna
Þjórsárverum eða eyðileggja Dettifoss með virkj-
unum, sé mjög mikilvægt innlegg í þá umræðu
sem fara þurfi fram um nýtingu náttúruauðlinda
annai’s vegar og umhverfissjónanniða hins vegar,
en þessi sjónarmið þurfi að sætta.
Finnur sagði að áherslur í þessum efnum
hefðu mikið breyst frá árinu 1995 þegar mönnum
hefði þótt sjálfsagt að virkja sem mest í þeim til-
gangi að skapa atvinnu í landinu og auka
verðmætasköpun til hagsældar fyrir þjóðina.
Núna byggjum við hins vegar við næga atvinnu
og meiri velmegun en í mjög langan tíma og þá
kæmu upp þau sjónarmið að menn séu kannski
komnir dálítið of langt í þessuni efnum.
„Það er hins vegar ekki þar með sagt að við
getum ekki aftur lent í svipaðri kreppu og við
vorum í hér fyrir 1995. Ef fjárfestingarnar drag-
ast saman hjá okkur, sem gerist, þá dregur úr
hagvextinum og þá er hætt við að við getum upp-
lifað svipaða tíma með minnkandi kaupmætti og
vaxandi atvinnuleysi," sagði Finnur.
Hann sagði hins vegar að ganga yrði fram af
mikilli nærgætni við náttúruna þegar horft væri
til þessara framkvæmda í virkjanamálum og það
væri reyndar það sem gert hefði verið. Lausn
myndi hins vegar ekki finnast á málinu með því
að öfgasjónarmiðin á báða bóga næðu fram að
ganga, hvorki þeirra sem vildu virkja allt sem
hægt væri að virkja né hinna sem vildu friða allt.
Þurfum einhveiju að fórna
„Við þurfum auðvitað einhverju að fórna til
þess að nýta náttúruauðlindirnar. Það er hlut-
verk okkar stjórnmáiamannanna að leiða saman
þessi ólíku sjónarmið til sátta um það að nýta
með skynsamlegum hætti náttúruauðlindir okk-
ar, en um leið að gæta ýtrustu varfærni í um-
gengni við náttúruna og bera fulla virðingu fyrir
henni. Þetta verður hinn vandrataði gullni meðal-
vegur sem menn þurfa að fara hér og ná sátt og
samkomulagi um á næstu árum og fyrir því mun-
um við verða að beita okkur. Ræða utanríkis-
ráðherra er mjög mikilvægt innlegg í þessa um-
ræðu sem núna þarf að fara fram um þessa sátt-
argjörð sem verður að verða á milli atvinnu-
sköpunarinnar, nýtingar náttúruauðlindanna og
umhverfissjónarmiðanna, því að í ósnertri
náttúru felast líka alveg gríðarleg verðmæti, það
er enginn vafi,“ sagði Finnur.
Hann sagði að það væri mikilvægt að menn
nálguðust þessi viðfangsefni með þeim hætti að
ailir aðilar væru tilbúnir, til að gefa eitthvað eftir,
þannig að hægt sé að sætta sjónarmiðin um það
sem gera þarf, en öfgasjónarmiðin á báða bóga
víki.
Hjá Samvinnuferðum-Landsýn
hafa íslandsferðir verið markaðs-
settar sem stórborgarferðir í bland
við náttúruupplifun. „frarnir eru að
koma hingað til að skemmta sér og
ferðast um landið. Við förum vænt-
anlega með þá á Gullfoss og Geysi,
til Vestmannaeyja og í jeppaferð.
Þetta er stórborgarferð þar sem
náttúran er rétt við þröskuldinn.
Ef við náum að skila þessum hópum
ánægðum heim, þá er aldrei að vita
hverju við eigum von á næst,“ segir
Helgi, og bendir á að ferðirnar séu
mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna á
íslandi þai’ sem vanalega sé lítið
um ferðamenn á þessum tíma.
Helgi segir jafnframt að kynn-
ingarstarf hafi gengið vel. „Fljót-
lega verður sýndur klukkustundar
langur þáttur í Irlandi um ísland.
Það er mjög mikilvæg kynning, og
við erum ánægð með að frændur
okkar frar séu farnir að átta sig á
því að ísland hefur upp á ýmislegt
að bjóða. Til að mynda er verslun á
Islandi fýsileg fyrir þá þar sem þeir
fá afslátt af virðisauka rétt eins og
Islendingar sem versla í írlandi."