Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Garðabæjar Samningur við HR verði endurskoðaður HAFNFIRÐINGAR eiga Krísuvíkursvæðið. MAGNÚS Gunnarsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, og Ingimund- ui' Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, eru sammála um að samningur við Hitaveitu Reykja- víkur um kaup á heitu vatni verði endurskoðaður. „Við viljum vera þátttakendur í þeirri umræðu, sem er að hefjast og verður á næstu árum varðandi endurskipulagningu í orkumálum,“ sagði Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðarbæjar. „Ég er hér bæjarstjóri og er að reyna að gæta hagsmuna bæjarbúa og fá sem mest út úr því sem ég hef und- ir höndurn," sagði Magnús Gunn- arsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en bæjarfélögin hafa samið við Hitaveitu Suðurnesja um samvinnu í orku- og veitumálum. Skoða stöðuna Að sögn Ingimundar hefur ekki verið rætt við Hitaveitu Reykjavík- ur um riftun samningsins frá árinu 1973 en borgaryfírvöld hafa lýst því yfir að sennilega hefði ekki ver- ið farið út í átta milljarða fjárfest- ingu á Nesjavöllum ef ekki hefði verið fyrir hendi samningur um þjónustu við sveitarfélögin. „Þetta snýst um að skoða stöðu okkar almennt og hvaða leiðir við getum farið til að tryggja hags- muni okkar betur en í dag,“ sagði Ingimundur. „Við erum að horfa upp á stórauknar arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum og ef það er að verða drjúgur þáttur í tekjuöflun sveitarfélaga að hirða arð frá veitu- fyrirtækjunum þá þarf að meta stöðu bæjarfélagsins í því ljósi og meðal annars að skoða forsendur þessa samnings sveitarfélagsins við Hitaveitu Reykjavíkur.“ Breyttar aðstæður Sagði hann að enn hefði ekki verið rætt við borgaryfirvöld en verið væri að meta stöðuna og er meðal annars verið að meta lög- fræðilega hvort segja megi upp samningnum ef til þess kemur. „Samningurinn er ótímabundinn en hins vegar eru alltaf möguleikar að taka upp samninga og komast að samkomulagi um nýja niður- stöðu eða þá að rifta samningi á þeirri forsendu að aðstæður hafi breyst,“ sagði Ingimundur. „Þetta tengist ekki eingöngu Hitaveitu Reykjavíkur heldur al- hliða athugun á orkumálum, heitu vatni, rafmagni og þess vegna köldu vatni. Meiningin er að skoða þetta í samhengi við atvinnuupp- byggingu á þessu svæði. Aðalatriði er að vera þátttakandi í þeirri um- ræðu sem er að hefjast og verður miklu öflugri á næstu árum varð- andi endurskipun orkumála. Það er í undirbúningi að skipan orkumála verði breytt og við erum að undir- búa okkur undir þá umræðu og viljum vera virkir þátttakendur í því. Það sem hrekur okkur út í þetta eru þessar arðgreiðslur og þessi dulda skattheimta sem hefur verið við lýði og farið vaxandi. Við getum ekki setið hjá og látið þetta fram hjá okkur fara.“ Ný stefna mörkuð Magnús sagði að með samkomu- laginu við Hitaveitu Suðurnesja væri verið að marka nýja stefnu. „Þetta er eðlilegt," sagði hann. „Við horfum fram á miklar breyt- ingar í orkumálum landsmanna og þegar ákvörðun hefur verið tekin um að við viljum taka þátt í um- ræðunni koma íýrst upp þau há- hitasvæði sem við eigum, sem er Krísuvíkursvæðið með Trölla-' dyngju og Brennisteinsfjöll. Eftir að ljóst varð að við áttum raunhæf- an möguleika á samstarfi við ná- grannasveitarfélögin lá beinast við að kanna hvort grundvöllur væri fyrir viljayfirlýsingu um samstarf." Ekki eingöngu hitaveita Magnús sagði að fyrst og fremst væri verið að kanna möguleika á samstarfi. „Við settum ákveðin takmörk sem verið er að ræða,“ sagði hann. „Við erum að skoða stöðu okkar á öllum sviðum, ekki eingöngu hitaveituna, og erum ekki að taka ákvörðun um að hætta að kaupa vatn af Reykvík- ingum á morgun," sagði hann. „Við munum skoða alla okkar samninga sem eru orðnir gamlir en þessi hitaveitusamningur er frá 1973 og við viljum skoða hvaða gildi hann hefur.“ Engin forsenda fyrir Jarðgufufélagið Magnús sagði að sér þætti yfir- lýsing borgaryfirvalda um hitarétt- indi í Krísuvík sérkennileg. „Mér finnst merkilegt ef það er þannig að við erum að ganga á auðlind í Krísuvík, sem samkvæmt samningi frá 1973 á að vera fyrir Hitaveitu Reykjavíkur á sama tíma og borg- in, Hafnarfjörður og iðnaðarráðu- neytið standa að Jarðgufufélaginu, sem hefur verið að velta upp mögu- leika á orku fyrir stóriðju á sama svæði. Ég er reyndar ákveðinn í að hætta þátttöku í því félagi,“ sagði hann. „Með viljayfirlýsingunni liggur beint við að forsendur fyrir samstarfí við þessa aðila eru ekki til staðar, þar sem hagsmunir okk- ar sem að svæðinu standa skipta okkur meira máli.“ Arðgreiðslur hafa áhrif Magnús sagði að auðvitað hefðu arðgreiðslur hitaveitunnar áhrif á ákvörðun um endurskoðun. „Er það ekki spurningin um krónur og aura í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur?“ sagði hann. „Ég er hér bæjarstjóri og er að reyna að gæta hagsmuna bæjarbúa og fá sem mest út úr því sem ég hef und- ir höndum." Tillaga um að Hafnarfjörður hætti í Jarðgufufélaginu Akvörðunin hafi ekki áhrif á verkefni ÞÓRÐUR Friðjónsson, ráðuneyt- isstjóri í iðnaðarráðuneytinu, segir að mestu máli skipti að ákvörðun meirihluta bæjarráðs Hafnarfjarðar um að hætta þátt- töku í Jarðgufufélaginu muni ekki hafa áhrif á þau verkefni sem unnið hefur verið að. Ríkið er ásamt Hafnarfjarðar- bæ og Reykjavíkurborg aðili að Jarðgufufelaginu og sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- sfjóri að beðið hafi verið eftir af- stöðu nýrrar bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar en að engum yrði hald- ið nauðugum í félaginu. Á næstu dögum er að vænta niðurstöðu hagkvæmniathugunar bandarískra fjárfesta á að reisa pappírsverksmiðju í nágrenni Straumsvíkur. Áætlaður stofn- kostnaður verksmiðjunnar er 30-40 milljarðar. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi breyting verði með þeim hætti að verkefni sem unnið hef- ur verið að skaðist ekki,“ sagði Þórður Friðjónsson. „Þetta eru verkefni sem Jarðgufufélagið hefur unnið að á undanförnum misserum og varða einkum áhuga erlends aðila á að setja upp verksmiðju sem byggist á nýtingu jarðgufu. Mestu skiptir að tefla ekki því verkefni í tví- sýnu ef fullur áhugi er hjá við- komandi á að halda verkefninu áfram og að þessi ákvörðun hafi ekki áhrif til hins verra á hag- nýtingu jarðvarmans þegar til lengri tíma er litið.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist hafa átt fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar um miðjan ágúst, þar sem hún óskaði eftir afstöðu nýrrar bæj- arstjórnar til samstarfsins. „Mér hefur fundist þessi samvinna ganga heldur treglega,“ sagði hún. „Bæjarstjórinn sagði ekki tímabært að lýsa formlegri af- stöðu til málsins og óskaði eftir fresti fram í september til að móta afstöðu. Ég átti von á að óskað yrði eftir fundi en það hef- ur ekki verið gert og ég hef ekk- ert heyrt frá honum síðan.“ Horfa til annarra átta Borgarstjóri benti á að Jarð- gufufélagið hefði skuldbindingar gagnvart þriðja aðila. „Þetta snýr ekki eingöngu að okkur í Hafnarfirði og Reykjavfk," sagði hún. „Við erum með skuldbind- ingar gagnvart ríkinu í þessu samstarfi. Síðan höfum við sett af stað fyrirtækið Southern Pa- per Corporation, sem er að vinna hagkvæmniathugun á pappírs- verksmiðju. Þeir hafa væntan- lega gert ráð fyrir að við værum að vinna okkar heimavinnu þannig að ég veit ekki hvernig málin standa eftir þetta útspil en við verðum að fara yfir það. Það heldur þeim enginn nauðugum. Þá verðum við að horfa til ann- arra átta.“ Ur eru tollfrj HjtZ lírsiw/ðwMifi ' Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 • Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • 4 Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George 1/ Hannah, Keflavik • Guðmundur B. Hannah, Akranesi • Gilbert, Grindavík■ Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði • Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • AxeI Eiríksson, isafirði • Carl A- l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.