Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Þorsteinn Pálsson um Kvótaþing og Verðlagsstofu I fullu samræmi við það sem lagt var af stað með Morgunblaðið/RAX SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasmabands Islands viðsetn-ingu 21. þings sambandsins. / „Andstaðan við Kvótaþing kem- ur ekki á óvart“ Sævar Gunnarsson formaður SSÍ segir það hjálpa til að ná utan um kvótabrask „ÉG TEL að Verðlagsstofa skipta- verðs muni hjálpa okkur verulega við að ná utan um verðmyndunina, sérstaklega bind ég vonir við gagnaöflun, svo og að tilkoma hennar verði til að gerðir verði verðsamningar við sjómenn. En stóra breytingin er tilkoma Kvóta- þings, þar kemur mér ekki á óvart andstaða útvegsmanna við Kvóta- þingið, einfaldlega vegna þess að þeir sjá að ef það virkar eins og til var ætlast, þá hjálpar það okkur til að ná utan um kvótabraskið að verulegu leyti,“ sagði Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannasam- bands Islands við upphaf 212. þings SSÍ í gær. Sævar fjallaði áfram um þessar nýju stofnanir og sagði: ,Að sjálf- sögðu verða einhverjir hnökrar á því til að byrja með eins og við má búast, en aðallega hafa þar verið nefnd tvö atriði, annars vegar jöfn skipti veiðiheimilda. Um það er það eitt að segja að á fískveiðiár- inu 1996-1997 voru jöfn skipti veiðiheimilda innan við 10% af til- færslum, og svarið við þessu er að það er ekkert auðveldara en að selja á Kvótaþingi þær tegundir sem menn ætla ekki að nota sjálfír, og kaupa síðan þær tegundir sem þá vantar í staðinn, en auðvitað er það rétt að það verður útgerðum mikið erfíðara að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupunum, við þessar aðstæður, en það var einmitt megintilgangur Kvóta- þingsins. Tvískinnungur Formaður LÍU hefur ítrekað haft í frammi ásakanir á sjómanna- forystuna fyrir það að hún stuðli að atvinnuleysi meðal sjómanna með stuðningi sínum við Kvótaþing. Þessi sami maður lagði fast að sjómannaforystunni í samninga- viðræðunum síðast liðinn vetur að sameinast LÍÚ um tillögur til stjórnvalda þess efnis að takmarka verði það magn sem skip geta flutt til sín, hann nefndi sérstaklega að ef til dæmis yrði sett sú regla að skip geti ekki flutt til sín nema þrefalt það magn sem á því er fyrir þá gæti útgerð með skip, sem hefði tvö til þrjú hundruð tonn, lifað af en skip sem aðeins hefðu veiðileyfi gætu ekki flutt til sín, og þar með væru þau ekki lengur á leigumark- aðnum. Var formaðurinn þar að hugsa um atvinnu þeirra sjó- manna, sem hann nú segist bera fyrir brjósti, eða þá útgerðarmenn sem undanfarið hafa verið að kaupa kvótalaus skip, og eða eru að selja kvóta af skipunum, og æpa síðan á sérstakar aðgerðir sér til handa? Þessi málflutningur formanns LIÚ er það sem kallað er tvískinn- ungur. Hlutaskiptakerfið vandamál? Á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva nýlega nefndi sjávar- útvegsráðherra að hann teldi hlutaskiptakerfí í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna visst vandamál og að það stæði í vegi fyrir bættum samskiptum sjó- manna og útvegsmanna og fyrir framþróun í útgerð. Ég velti því fyrir mér hvort ráð- herra hafi ekki meiri trú á þeim breytingum sem hann sjálfur beitti sér íyrir með lagasetningu í vetur en það að næsta verkefni sé að skipta sér með beinum hætti af kjarasamningum þessara aðila, og þá ganga lengra en oft undanfarin ár, þegar lög hafa verið sett á lög- lega boðaðar aðgerðir sjómanna, til að reyna að fá útvegsmenn til að fara að lögum og kjarasamning- um,“ sagði Sævar. Síldin ofveidd undir vísindalegu eftirliti Sævar fór einnig nokkrum orðum um stöðuna í sjávarútveginum í dag og sagði þá: „Það árar vel í sjávar- útveginum sem stendur. Verð á af- urðum hefur farið hækkandi að undanförnu, en því miður hefur sú verðhækkun þó ekki skilað sér til sjómanna að öllu leyti. Ástand helstu fískistofna á íslandsmiðum er nokkuð gott um þessar mundir. Til dæmis var þorskkvótinn á þessu fiskveiðiári aukinn um 32.000 tonn, að tillögu HAFRÓ. Ýsukvótinn var hins vegar minnkaður um 5.000 tonn, en í öðrum tegundum, að rækju og síld undanskildum, var óveruleg breyting. Fyrir liggur að vaxandi þorskstofn getur haft veru- leg áhrif á rækjuna, þar sem ung- þorskur lifir að stórum hluta á rækju. En ég hef meiri áhyggjur af síldinni. Þrátt fyrir góða mælingu á síldarstofninum 1997 skilaði hann sér ekki í veiðinni það ár, og því miður virðist sagan frá því í fyrra vera að endurtaka sig hvað varðar veiðina í ár. Margir sfldarsjómenn hafa lýst verulegum áhyggjum af því, og óttast að við séum þegar búnir að ofveiða síldina undir vís- indalegu eftirliti.“ „ÞAÐ er mikilvægt að menn hafi það í huga að lagasetningin um kvótaþing og Verðlagsstofu skipa- verðs er forsenda iriðar á vinnu- markaði, forsenda kjarasamninga og það verða þess vegna ekki gerð- ar neinar þær breytingar á þessari löggjöf sem aðilar að kjarasamn- ingum eru ekki ásáttir um. Það er líka mikilvægt að menn gefí nýrri löggjöf tíma. Allar breytingar hafa í för með sér ákveðið rask. Við verð- um að gefa nýrri löggjöf eðlilegan tíma til þess að menn geti lagað sig að nýjum aðstæðum. Það tekur tíma að átta sig á því hvemig hlut- imar ganga fyrir sig með nýjum hætti og menn þjálfast við að vinna við nýjar aðstæður. Þennan tíma verða menn að gefa sér,“ sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- hema, í ávarpi sínu við upphaf 21. þings Sjómannasambands Islands. Þorsteinn ræddi um þau átök sem áttu sér stað milli útgerðar- manna og sjómanna á síðastliðnum vetri og leiddu til verkfalla sjó- manna áður en samningar náðust. Honum varð tíðrætt um löggjöfina um Kvótaþing og Verðlagsstofu skiptaverðs, en þessar stofnanir hafa sætt töluverðri gagnrýni eftir að starfsemi þeirra hófst í haust. Þorsteinn sagði ennfremur: Lagabreytingar fólu þrennt í sér „Það má segja að þær lagabreyt- ingar, sem ákveðnar voru hafí falið þrennt í sér. I fyrsta lagi að koma á fót kvótaþingi, þar sem öll viðskipti með aflamark skyldu fara fram. Blind viðskipti þannig að með öllu verði útilokað að tengja saman við- skipti með hráefni og aflaheimildir. I annan stað að festa í sessi þann feril sem áður hafði verið mótaður með samkomulagi um sérstaka úr- skurðarnefnd. Það var gert með því að koma á fót Verðlagsstofu skiptaverðs, sem á að fylgjast með fiskverðssamningum og eftir atvik- um að senda ágreiningsmál til úr- skurðar hjá úrskurðarnefnd. Það er lykilatriði í þessu sambandi að menn vildu viðhalda í meginatrið- um því grundvallaratriði að verð- lag myndaðist á markaðnum og þar sem það gerist ekki með sölu yfir markað, koma beinir samningar Menn urðu að taka meiri hagsmuni fram yfír minni milli áhafna og útgerða einstakra skipa. Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með þróun þeirra og gera viðvart og gera ráð- stafanir ef í einstökum atriðum þeir samningar ganga á svig við al- menna þróun. Auknar takmarkanir á framsali Loks var í þriðja lagi horfið til þess ráðs að grípa til aukinna tak- markana á framsalsmöguleikum á aflamarki. Auðvitað var það svo að hvorugur samningsaðili var í einu og öllu sáttur við þessa niðurstöðu. Þessar hugmyndir gengu um margt gegn sjónarmiðum útvegsmanna og voru ekki í samræmi við hina upp- haflegu kröfu sjómanna. En vonir okkar stóðu til þess og standa enn til þess að þama hafi verið fundinn meðalvegur á milli þeirra sjónar- miða, sem uppi voru og byggja megi á í framtíðinni. Þátttaka sjómanna í kvótakaupum stöðvuð En aðalatriðið er þó það, að við sem að lagasetningunni stóðum og berum á henni ábyrgð, töldum að með þessu móti væri búið að stöðva það, sem mestum ágreiningi hafði valdið. Það er að segja óbeina þátt- töku sjómanna í kvótakaupum. Það var auðvitað á það bent, þeg- ar þessi lagasetning var ákveðin, að hún gæti haft hliðarverkanir í för með sér og það hlaut öllum að vera Ijóst frá upphafi að til hvaða ráða, sem gripið yrði í þeim tilgangi að koma til móts við meginkröfur sjó- manna, hlyti það að hafa einhver áhrif á rekstur þeirra, sem valdið höfðu mestum ágreiningi. Framhjá því var ekki hægt að komast ef menn ætluðu sér að finna lausn á deilunni og koma til móts við meg- insjónarmiðin. Á það var vissulega bent, að ráðstafanir eins og þessar gætu haft áhrif á útgerð margra báta sem hafa verið gerðir út með tiltölulega litlar aflaheimildir, gætu þrengt möguleika nýrra aðila á því að komast inn í atvinnugreinina. Við höfum orðið vör við það í um- ræðu síðustu vikna, þegar þessi lög komu til framkvæmda, að menn hafa dregið þessi sjónarmið fram og inn í umræðuna. En í því sam- bandi minni ég á að lagasetningin var sett til þess að leysa deilu, til að koma í veg fyrir tiltekið ástand og það hlaut að hafa í fór með sér ákveðnar hliðarverkanir. Menn urðu einfaldlega að gera það upp við sig hvaða hagsmunir voru mikil- vægastir í stöðunni, þegar úrlausn- in var fundin. Ég er sannfærður um að það var óhjákvæmilegt að líta til þeirra sjónarmiða, sem voru efst á blaði í þessari deilu og finna leiðir til að koma til móts við þau og búa þannig til sátt á milli sjómanna og útvegsmanna. Það gengur ekki í þessari atvinnugrein fremur en öðrum að launamenn og forystu- menn íýrirtækjanna séu í stöðug- um árekstrum. Svo ég ekki tali um áralöngum stórátökum. Þessir hagsmunir voru í húfi, menn urðu að taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga, þegar umræðan fer nú fram í ljósi þeirrar reynslu, sem af nýrri löggjöf fæst. Það er mjög mikilvægt að vel takist til um fram- kvæmd þessarar nýju löggjafar. Það er ástæða til þess að skora bæði á forystumenn sjómanna og útvegsmanna að leggja sitt af mörkum í þeim efnum. Ijóst að hverju menn stefndu Ég hef ekki orðið var við annað á íýrstu vikum þessa nýja skipulags en að fullur vilji sé til þess af hálfu beggja aðila að framkvæmdin geti orðið með þeim hætti að hún leiði til varanlegrar lausnar. Hitt þarf auð- vitað ekki að koma á óvart að ýmsir byrjunarörðugleikar komi upp, að ýmislegt komi fram, sem menn ekki höfðu séð fyrir. í öllum meginatrið- um vissu menn að hverju menn stefndu, vissu hvað menn voru að gera og það, sem hefur komið á daginn er í fullu samræmi við það, sem lagt var af stað með í þessari löggjöf síðastliðið vor. Ekkert af því þarf að koma mönnum á óvart,“ sagði Þorsteinn Pálsson. ÞINGFULLTRÚAR Sjómannasambandsins risu úr sætum og vottuðu þannig samúð sína vegna útfarar Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur, forsetafrúar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.