Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
KARL Sigurbjörnsson, biskup íslands, jarðsöng og flutti minningarorð. Til vinstri sitja forseti íslands og nánasta fjölskylda forsetafrúarinnar. Til hægri sitja þjóðhöfðingjar Norðurlandanna.
FORSETAFRÚIN KVÖDD
/ S
I HALLGRIMSKIRKJU
ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þor-
bergsdóttur forsetafrúar var gerð
frá Hallgrímskirkju í gær að við-
stöddu fjölmenni. Karl Sigur-
bjömsson biskup íslands jarðsöng.
Athöfninni var sjónvarpað og út-
varpað um allt land.
Lögreglumenn úr Hafnarfírði
báru kistu Guðrúnar Katrínar úr
Bessastaðakirkju snemma í gær-
morgun, en þar hafði hún verið frá
því hún kom til landsins sl. laugar-
dag. Lögreglumenn úr Reykjavík
báru kistuna í Hallgrímskirkju.
Kirkjan var opnuð fyrir kirkjugest-
um kl. 10 og hafði þá þegar mynd-
ast röð fyrir utan hana. Laust eftir
kl. 10:30 höfðu allir fengið sér sæti,
en talið er að um 900 manns hafi
verið viðstaddir útförina.
Fjölmenn útför
Fremst í kirkjunni sátu ráð-
herrar í ríkisstjórn Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti ísiands, frú Halldóra
Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú,
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, Pétur Kr. Hafstein, forseti
Hæstaréttar, makar ráðherra,
þingforseta og forseta Hæstarétt-
ar. Þá komu hæstaréttardómarar
og makar þeirra, fyrrverandi bisk-
upar íslands, embættismenn,
borgarstjórinn í Reykjavík og
sendimenn erlendra ríkja. Þar fyr-
ir aftan sátu alþingismenn og
makar þeirra. Fremst í kirkjunni
sátu einnig vinir og samherjar for-
setans og forystumenn BSRB,
sem störfuðu lengi með forseta-
frúnni. Aftast í kirkjunni og í hlið-
arsal voru sæti fyrir aðra þá sem
komu til að fylgja forsetafrúnni til
grafar.
Norrænir þjóðhöfðingjar
viðstaddir
Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna
komu til Hallgrímskirkju um kl.
10:45 og stuttu seinna kom Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Islands,
til kirkju ásamt dætrum sínum,
Guðrúnu Tinnu og Svanhildi Döllu.
Heilsuðu þau þjóðhöfðingjunum í
hliðarsal kirkjunnar.
Um kl. 10:50 gengu þjóðhöfðin-
gjarnir inn kirkjuskipið. Fremst
fór Margrét II Danadrottning og
Henrik prins, þá Karl XVI Gústaf
Svíakonungur og Haraldur V Nor-
egskonungur og síðust komu
Martti Ahtisaari, forseti Finn-
lands, og frú Eeva Ahtisaari.
Kirkjugestir risu úr sætum þegar
þeir gengu inn kii'kjugólfið og
stuttu seinna kom forseti íslands
og dætur hans.
Karl Sigurbjörnsson biskup Is-
lands jarðsöng, en vígslubiskup-
amir sátu með honum í kómum.
Eftir að biskup íslands hafði far-
ið með minningarorð um Guðrúnu
Katrínu og beðið fyrir henni og
fjöiskyldu hennar var þjóðsöngur
Islands sunginn.
Ráðherrar í ríkisstjórn Islands
báru kistu Guðrúnar Katrínar frá
altari, en lögreglumenn úr Reykja-
vík bám hana í líkbílinn. A eftir
kistunni gengu forseti Islands og
dætur hans. Á eftir þeim komu
Morgunblaðið/Ásdís
SKÁTAR mynduðu fánaborg þegar kistu Guðrúnar Katrínar Þor-
bergsdóttur var ekið frá Hallgrímskirkju.
eldri dætur Guðrúnar Katrínar,
Erla Þórarinsdóttir og Þóra Þórar-
insdóttir. Eiginmaður Þóra, Oddur
Þorbergur Hermannsson, gekk
með börn þeirra, Guðránu Katrínu
og Gunnar Kára. Þá komu biskup
Islands og þjóðhöfðingjar Norður-
landanna. Á eftir þeim komu systk-
ini Guðránar Katrínar, Auður Þor-
bergsdóttir, Þór Þorbergsson og
Þorbergur Þorbergsson og annað
skyldfólk.
Skátar stóðu heiðursvörð um
verndara sinn
Hátíðleg kyrrð var á Hallgríms-
torgi þegar kista Guðránar Katrín-
ar var borin úr kirkju. Fáeinir tug-
ir manna höfðu safnast fyrir á
torginu til að fylgjast með líkfylgd-
inni fara frá Hallgrímskirkju.
Fjörutíu skátar úr Bandalagi ís-
lenskra skáta höfðu myndað fána-
borg frá Eiríksgötu upp á Hall-
grímstorg og eitt hundrað skátar
til viðbótar á aldrinum 8 til 45 ára
stóðu heiðursvörð meðfram Eiríks-
götu í keðju, sem tákn um alheims-
bræðralag skáta, en frú Guðrún
Katrín hafði verið verndari ís-
lensku skátahreyfíngarinnar.
LQdylgdin lagði af stað frá Hall-
gi-ímskirkju fáeinum mínútum eftir
tólf og hélt beina leið til Fossvog-
skapellu þar sem fram fór stutt
kveðjuathöfn fyrir forsetann og
nánustu ættingja forsetafráarinn-
ar. Fjórtán lögreglumenn, sem
staðið höfðu heiðursvörð framan
við kirkjuna er kistan var borin út,
marseraðu út af Hallgrímstorgi og