Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn KARL Sigurbjörnsson, biskup íslands, jarðsöng og flutti minningarorð. Til vinstri sitja forseti íslands og nánasta fjölskylda forsetafrúarinnar. Til hægri sitja þjóðhöfðingjar Norðurlandanna. FORSETAFRÚIN KVÖDD / S I HALLGRIMSKIRKJU ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur forsetafrúar var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að við- stöddu fjölmenni. Karl Sigur- bjömsson biskup íslands jarðsöng. Athöfninni var sjónvarpað og út- varpað um allt land. Lögreglumenn úr Hafnarfírði báru kistu Guðrúnar Katrínar úr Bessastaðakirkju snemma í gær- morgun, en þar hafði hún verið frá því hún kom til landsins sl. laugar- dag. Lögreglumenn úr Reykjavík báru kistuna í Hallgrímskirkju. Kirkjan var opnuð fyrir kirkjugest- um kl. 10 og hafði þá þegar mynd- ast röð fyrir utan hana. Laust eftir kl. 10:30 höfðu allir fengið sér sæti, en talið er að um 900 manns hafi verið viðstaddir útförina. Fjölmenn útför Fremst í kirkjunni sátu ráð- herrar í ríkisstjórn Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti ísiands, frú Halldóra Eldjárn, fyrrverandi forsetafrú, Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, Pétur Kr. Hafstein, forseti Hæstaréttar, makar ráðherra, þingforseta og forseta Hæstarétt- ar. Þá komu hæstaréttardómarar og makar þeirra, fyrrverandi bisk- upar íslands, embættismenn, borgarstjórinn í Reykjavík og sendimenn erlendra ríkja. Þar fyr- ir aftan sátu alþingismenn og makar þeirra. Fremst í kirkjunni sátu einnig vinir og samherjar for- setans og forystumenn BSRB, sem störfuðu lengi með forseta- frúnni. Aftast í kirkjunni og í hlið- arsal voru sæti fyrir aðra þá sem komu til að fylgja forsetafrúnni til grafar. Norrænir þjóðhöfðingjar viðstaddir Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna komu til Hallgrímskirkju um kl. 10:45 og stuttu seinna kom Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, til kirkju ásamt dætrum sínum, Guðrúnu Tinnu og Svanhildi Döllu. Heilsuðu þau þjóðhöfðingjunum í hliðarsal kirkjunnar. Um kl. 10:50 gengu þjóðhöfðin- gjarnir inn kirkjuskipið. Fremst fór Margrét II Danadrottning og Henrik prins, þá Karl XVI Gústaf Svíakonungur og Haraldur V Nor- egskonungur og síðust komu Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, og frú Eeva Ahtisaari. Kirkjugestir risu úr sætum þegar þeir gengu inn kii'kjugólfið og stuttu seinna kom forseti íslands og dætur hans. Karl Sigurbjörnsson biskup Is- lands jarðsöng, en vígslubiskup- amir sátu með honum í kómum. Eftir að biskup íslands hafði far- ið með minningarorð um Guðrúnu Katrínu og beðið fyrir henni og fjöiskyldu hennar var þjóðsöngur Islands sunginn. Ráðherrar í ríkisstjórn Islands báru kistu Guðrúnar Katrínar frá altari, en lögreglumenn úr Reykja- vík bám hana í líkbílinn. A eftir kistunni gengu forseti Islands og dætur hans. Á eftir þeim komu Morgunblaðið/Ásdís SKÁTAR mynduðu fánaborg þegar kistu Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur var ekið frá Hallgrímskirkju. eldri dætur Guðrúnar Katrínar, Erla Þórarinsdóttir og Þóra Þórar- insdóttir. Eiginmaður Þóra, Oddur Þorbergur Hermannsson, gekk með börn þeirra, Guðránu Katrínu og Gunnar Kára. Þá komu biskup Islands og þjóðhöfðingjar Norður- landanna. Á eftir þeim komu systk- ini Guðránar Katrínar, Auður Þor- bergsdóttir, Þór Þorbergsson og Þorbergur Þorbergsson og annað skyldfólk. Skátar stóðu heiðursvörð um verndara sinn Hátíðleg kyrrð var á Hallgríms- torgi þegar kista Guðránar Katrín- ar var borin úr kirkju. Fáeinir tug- ir manna höfðu safnast fyrir á torginu til að fylgjast með líkfylgd- inni fara frá Hallgrímskirkju. Fjörutíu skátar úr Bandalagi ís- lenskra skáta höfðu myndað fána- borg frá Eiríksgötu upp á Hall- grímstorg og eitt hundrað skátar til viðbótar á aldrinum 8 til 45 ára stóðu heiðursvörð meðfram Eiríks- götu í keðju, sem tákn um alheims- bræðralag skáta, en frú Guðrún Katrín hafði verið verndari ís- lensku skátahreyfíngarinnar. LQdylgdin lagði af stað frá Hall- gi-ímskirkju fáeinum mínútum eftir tólf og hélt beina leið til Fossvog- skapellu þar sem fram fór stutt kveðjuathöfn fyrir forsetann og nánustu ættingja forsetafráarinn- ar. Fjórtán lögreglumenn, sem staðið höfðu heiðursvörð framan við kirkjuna er kistan var borin út, marseraðu út af Hallgrímstorgi og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.