Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 25

Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 25 því næst marseruðu fánaberandi skátar út af torginu. Erlendu þjóðhöfðingjarnir héldu til Bessastaða þar sem þeir þáðu hádegisverð í boði forsetans, en er- lendir sendimenn héldu til móttöku í Ráðherrabústaðnum í Tjarnar- götu að lokinni útfórinni. Flestar opinberar stofnanir voru lokaðar fyrir hádegi í gær vegna útfararinnar og fánar blöktu í hálfa stöng um allt land. Margir blómakransar bárust Fjöldi blómakransa barst forset- anum og fjölskyldu hans. Meðal þeirra sem sendu krans var ríkis- stjórn Islands, Alþingi Islendinga, Margrét Danadrottning og Henrik prins, Karl XVI Gústaf konungur Svíþjóðar, Haraldur V Noregskon- ungur, Martti og Eeva Ahtisaari forsetahjón Finnlands, Bill Clinton forseti Bandaríkjanna, ríkisstjórn Danmerkur, ríkisstjórn Noregs, ríkisstjóm Svíþjóðai', landsstjórn Færeyja, forsætisnefnd danska þingsins, Háskóli Islands, stúdent- ar við Háskóla Islands, nemendur í MR, Póstmannafélag íslands, Náttúrufræðistofnun Islands, Minjar og saga, Kristnihátíðar- nefnd, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Islendingafé- lagið í Seattle, Islendingafélagið í Utah, miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagið. Eftir útförina vom kransamir fluttur úr Hallgríms- kirkju í Bessastaðakirkju. , Morgunblaðið/Ásdís MARGRET II Danadrottning, Hinrik prins, Karl XVI Gústaf Svíakonungur, Haraldur V Noregskonungur, Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, og Eeva Ahtisaari vottuðu forsetafrúnni virðingu sína. Móttaka á Bessa- stöðum PJÓÐHÖFÐINGJAR Norður- landa fóru til Bessastaða að lokinni útför Guðrúnar Katrín- ar Þorbergsdóttur þai- sem framreiddur var hádegisverður í boði forseta íslands. Við- staddir voru m.a. ráðherrar í ríkisstjórn Islands og nánasta fjölskylda Guðrúnar Katrínar. Sendiherrum og öðrum full- trúum erlendra ríkja, sem vom viðstaddir útfórina, var boðið til móttöku í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu eftir útfór- ina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, bauð þeim síð- an til Bessastaða eftir að hann hafði kvatt norrænu þjóðhöfð- ingjana. Síðdegis bauð forseti íslands vinum, samstarfsmönnum og ýmsum samferðamönnum Guð- rúnar Katrínar til Bessastaða. Norrænir þjóðhöfðingjar við utíorma ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norður- landanna vom viðstaddir útför Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur forsetafrúar. Þeir fóru af landi brott síðdegis í gær eftir að hafa vottað Ólafi Ragn- ari Grímssyni og fjölskyldu hans samúð sína í boði á Bessa- stöðum. Flugvél Karls XVI Gústafs Svíakonungs lenti á Keflavík- urflugvelli á tíunda tímanum í gær. Skömmu síðar lenti flug- vél Margrétar II Danadrottn- ingar og Hinriks prins. Flugvél Haraldar V Noregskonungs lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kl. 10. Martti Ahtisa- ari, forseti Finnlands, og Eeva Ahtisaai'i, komu til landsins í fyrrakvöld. Þjóðhöfðingjarnir héldu allir af landi brott síð- degis í gær eftir að hafa setið hádegisverðarboð forseta ís- lands og ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum. Morgunblaðið/Kristinn LÖGREGLUMENN frá Reykjavík báru kistuna úr kirkju. Forsetinn og fjölskykla hans fylgdu á eftir. m '' ' m ttn Rjjt mmmmm Islensk tónlist flutt í kirkjunni EINGÖNGU íslensk tónlist var flutt við útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar líkt og við athöfnina á Keflavíkur- flugvelli sl. laugardag þegar kista hennar var flutt heim frá Seattle í Bandarikjum. Tveir kór- ar sungu í kirkjunni, Vox fem- inae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Schoja cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Loftur Erlingsson sungu einsöng. Um orgelleik sá Hörður Áskelsson organisti í Hallgrímskirkju. Tveir kórar sungfu Fyrir athöfnina var fluttur sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nor- dal. Schola cantorum flutti „Heyr, himna smiður“ eftir Kol- bein Tumason við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Vox feminae flutti „Maístjörnuna" eftir Hall- dór Kiljan Laxness við lag Jóns Ásgeirssonar. Loftur Erlingsson söng lagið „Þó þú langförull legðir“ eftir Stephan G. Stephansson við lag Sigvalda Kaldalóns. Söfuðurinn söng „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“ eftir Hallgrím Pétursson við lag Páls Isólfssonar. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng „Sjá, dagar koma, ár og aldir líða“ eftir Da- víð Stefánsson við lag Sigurðar Þórðarsonar. Schola cantorum flutti „Vertu, Guð faðir, faðir minn“ eftir Hallgrím Pétursson við lag Jakobs Tryggvasonar. Eftir moldun söng söfnuður- inn jarðarfararsálminn „Allt eins og blómstrið eina“ eftir Hallgrím Pétursson. Að síðustu var þjóðsöngur Matthíasar Jochumsonar og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar fiuttur. Eftir- spil var „Lamb Guðs“ úr orgel- verkinu „Dýrð Krists" eftir Jónas Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.