Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 27

Morgunblaðið - 22.10.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 27 alþjóð. Framkoma hennar, viðmót, glæsileiki, gáfur og listfengi og lif- andi áhugi hennar á fólki, högum þess og kjörum, það hreif almenn- ing í þessu landi. Hún vakti athygli hvarvetna innanlands sem utan fyrir fágun og persónutöfra. Hún var afar fjölþættum gáfum gædd og áhugasvið hennar vítt eins og hér hefur komið fram. Listelsk var hún og listfeng, frjór og skapandi listamaður. Hún hafði mikinn áhuga á að styrkja listsköpun ungs fólks eins og öllu því sem verður til að efla og styrkja hina ungu gegn því sem eyðir og brýtur niður. Bar- átta hennar gegn vímuefnum vakti þjóðarathygli og það hve vel hún sinnti hinum ýmsu samtökum í þágu sjúkra. Guð blessi þau mál- efni öll sem henni voru hugstæð og hjartfólgin. Fyrir um ári var hún slegin skelfilegum sjúkdómi. Það var okk- ur öllum reiðarslag sú fregn. Is- land allt hafði eina sál og einn huga í samstöðunni með henni og fjöl- skyldu hennar í fyrirbænum og bataóskum. Og eins og við höfðum til þessa dáðst að henni í'vrir göfgi og glæsimennsku í virðingarstöðu hrifumst við af henni í því hlut- skipti sem hún tókst nú á við. Guð- rún Katrín var kvödd í hóp hins hljóða hetjuhers, sem gengur um á meðal okkar með lotningu, eins og það beri boð frá konungi. En leyndardómurinn sem það ber hef- ur heiti sem vekur okkur hinum ógn og ótta og við svo vanmegna og óttaslegin gagnvart þessum ægi- lega leyndardómi, við sem einatt viljum forðast þjáninguna og sárs- aukann og finnst sem það séu hin æðstu gæði að flýja það, fela og gleyma, við hljótum að undrast og hrífast af þeim þroska og vexti hins innra manns sem við verðum vitni að meðal hinna þjáðu: Æðruleysi, trúarstyrk og von andspænis of- urefli. Hvað vitum við um glímuna, um átökin hið innra milli ótta og von- ar? Hvað vitum við um kvöl end- urtekinna rannsókna, læknismeð- ferða? Hvað vitum við um biðina löngu eftir niðurstöðu og fegin- leikann við góðu fréttunum, von- brigðin og angistina þegar þær slæmu berast? Við vitum minnst af því. En lífsþrótturinn sem við verðum vitni að, æðruleysið og kjarkurinn og umhyggjan verður okkur undur og kraftaverk og þannig kom Guðrún Katrín okkur fyrir sjónir. Sú stilling og reisn sem hún sýndi í stríðinu stranga lét engan ósnortinn. Né heldur samstaðan, sem eiginmaður henn- ar sýndi henni, og fjölskyldan sem umvafði hana til hinstu stundar. Þetta allt var þeim, sem svipaða harmabraut feta, og okkur öllum ómetanleg fyrirmynd, styrkur og uppörvun. Guð launi það og blessi. Einlæg var virðing og tiltrú og þakklæti Guðrúnar Katrínar og fjölskyldu hennar í garð lækna og hjúkrunarliðs sem annaðist hana bæði hér heima og vestan hafs. Hér skal í hennar nafni og fjöl- skyldunnar þakka þeim öllum sem lögðu fram hug og hönd til líknar og hjálpar. Svo lagðist hauströkkrið yfir og hretið harða, hinsta. Voru bænirn- ar allar til einskis? Trúin og vonin fánýt? Nei, segir trúin og vonin og kærleikurinn taka undir í dýpstu sálar innum, og hlustaðu eftir því. Engill Drottins kom. Stundin var komin. Fæðingarhríðar á enda, lausnin fengin. Engill Drottins kom og tók sál hennar á arma sína og bar inn í ljósið bjarta upprisu- dagsins og lífsins eiMfa hjá Kristi. „Ég mun sjá yður aftur,“ segir Kristur um þá stund. „Ég mun sjá yður aftur og hjarta yðar mun fagna og enginn tekur fógnuð yðar frá yður að eilífu.“ I þeirri trú og von kveðjum við. I ljóma hennar er þökkin tjáð og hvflan hinsta signd og myndir minninganna. Og héðan haldið veginn fram í bjartri von endurfunda í frelsarans Jesú nafni. Honum sé dýrð og þökk að eilífu. Amen. Innlausná spariskírteinum ríkissjóös 1993/2.Í1.D-S ár 1993 2.fl.D 5 ár s% s< k' • i 9 ....... vjád Skiptu á skírteinum 10. október var lokagjalddagi á spariskírteinum ríkissjóðs 1993 2.Í1.D-5 ár. Eigendum þessara skírteina er boðið að.skipta yfir í ný spariskírteini í markflokkum með daglegum markaðskjörum. Þessi kjör eru í boði til föstudagsins 23. október. Það borgar sig að tryggja sér áfram örugga ávöxtun og skipta strax yfir í ný. Komdu með gömlu skírteinin í Lánasýslu ríkisins og við aðstoðum á allan hátt við skiptin. Örugg ákvörðun - Örugg ávöxtun! Tryggðu þér ný spariskírteini í 1994/1 .fl.D-10 ár LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • sími: 562 6040 • fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.