Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yfir sjö hundruð manns létust í „olíuleiðsluvitinu“ í Nígeríu Hundruð illa haldin vegna brunasára * Barn sem fannst í Osló Foreldranna leitað Ósló. Morgunblaðið. EKKI hefur tekist að hafa uppi á foreldrum hvítvoðungsins, sem fannst í piastpoka fyrir utan íbúða- blokk í Ósló á þriðjudagsmorgni. Drengnum hafa hins vegar borist margar gjafir á sjúkrahúsið þar sem hann er nú og ófáir hafa boðist til að ættleiða hann. Ekkert amaði að baminu þegar það fannst en ljóst er, að það var borið út strax eftir fæðingu. Hafði því hvorki verið þvegið né gengið frá naflastrengnum. Takist ekki að hafa uppi á móður bamsins eða foreldrunum báðum næstu daga munu bamavemdaryfir- völd sjá um að koma því í fóstur, að minnsta kosti til bráðabirgða. Blöð og sjónvarp hafa ekki fengið leyfi til að birta myndir af drengnum en það verður hugsanlega gert í von um, að móðirin segi þá frekar til sín. Reuters FLÓÐIN miklu í Bangladesh kostuðu um 1.500 manns lífið og milljónir manna misstu heimili sitt. Nú eru þau um garð gengin en sjónin, sem við blasir, er víða skelfileg. Þar sem áður var frjósamt akurlendi eru nú sand- og aurflákar svo langt sem aug- að eygir. Mun það ekki auðvelda landsmönnum lffsbaráttuna auk þess sem heita má, að stórflóð séu orðin árviss í Iandinu. Warri. Reuters. HJÁLPARSTARFSFÓLK reyndi í gær að lina þjáningar fólks sem skaðbrenndist í „olíuleiðsluvítinu" sem olli dauða að minnsta kosti 700 manns í Nígeríu á sunnudag. Var fjölmennt lið hjálparstarfsmanna frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Rauða krossinum og Al- þjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO), sem send voru sérstaklega til Níger- íu vegna eldanna, til aðstoðar á sjúkrahúsum í nágrenni Warri en þar liggja enn hundruð illa særðra Nigeríubúa. Sagði Stella Goingf, yfirmaður heilbrigðisdeildar UNICEF í Níger- íu, að fólkinu stafaði nú mest hætta af því að sýking kæmist í sár þeirra. A mánudag og þriðjudag voru yfir þrjú hundruð óþekkjanleg lík grafin í jörðu nærri staðnum þar sem um 2000 íbúar þorpsins Apawor reyndu á sunnudag að verða sér úti um ókeypis eldsneyti, eftir að olíuleiðsla hafði brostið, en urðu í staðinn fóm- arlömb „olíuleiðsluvítis" þegar eldur barst í olíuna með þeim afleiðingum að stórbruni var leystur úr læðingi á svipstundu. Ættingjar margra þeirra sem njóta aðhlynningar á sjúkrahúsum vegna brunasára virðast óttast að yfirvöld sæki þá til saka fyrir að hafa gert tilraun til að tryggja sér hluta af olíunni sem gaus úr olíu- leiðslunni sem brast og hafa því margir sjúklinganna haldið heim til sín þótt fulltrúar sjúkrahúsanna segi að heilsa þeirra sé í mörgum til- fellum með þeim hætti að þeir ættu að halda kyrru fyrir í sjúkrahúsun- um. Halda fulltrúar Rauða krossins og UNICEF því hins vegar fram að fregnir í þessa veru séu töluvert ýktar. Lofar að greiða sjúkrahús- reikninga slasaðra Abdusalam Abubakar, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, sagðist á þriðjudag hafa fýrirskipað rannsókn á tildrögum slyssins en fulltrúar hins ríkisrekna olíufélags kenndu skemmdarvörgum um eyði- leggingu olíuleiðslunnar. Sögðu þeir æ algengara að unnin væru skemmdarverk á olíuleiðslunum annaðhvort af þjófum eða íbúum suðausturhluta Nígeríu, þar sem mesta olíuna er að finna, sem telja sig ekki hljóta eðlilegan skerf af auð- æfunum sem dælt er úr jörðu þeirra. Hét Abubakar því einnig, er hann heimsótti vettvang hamfaranna, að ríkið myndi greiða sjúkrareikninga þeirra sem lifðu slysið af. Timo Hakulinen, prófessor við farsóttadeild háskólans í Helsinki FINNAR hafa góða reynslu af gagnagrunnum á heilbrigðissviði en brýnt er að eftirlit sé haft með notk- un upplýsinganna, að sögn Timo Hakulinens, prófessors við farsótta- deild Helsinki-háskóla. Hann var hér í heimsókn í boði Krabbameins- félags Islands í hðinni viku. Hakulinen er tölfræðingur að mennt og annast m.a. kennslu nem- enda í doktorsnámi auk þess að stunda rannsóknir. Hann segir til- lögur íslenskra stjómvalda að mið- lægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði víða hafa vakið athygh. „Vandinn er meðal annars sá að mjög erfitt er að halda upplýsing- um í svo umfangsmiklum grunni við og uppfæra þær jafnóðum. Það er auðveldara þar sem um er að ræða takmarkaðan grunn með starfsliði sem helgar sig einu sviði upplýsinga. Hjá finnsku krabba- meinsskránni t.d. starfar sérhæft fólk sem getur gefið vísindamönn- um ráð um notkun slíkra gagna. Við erum með marga gagna- grunna í Finnlandi og þeir eru á vissan hátt aðskildir. Um er að ræða heilbrigðisgögn, ættfræði- gögn og fleira en þess er gætt að safna ekki of umfangsmiklum upp- lýsingum um sjúkling í hvem grunn. Við teljum betra að tengja upplýsingar úr grunnum en að hafa þær allar á einum stað. Auk þess er auðveldara að fylgj- ast með notkuninni og ábyrgðin á örygginu er ekki öll hjá einum að- ila.“ Að sögn Hakulinens eru helstu bankamir yfir heilbrigðisupplýs- ingar undir stjórn heilbrigðisráðu- neytisins finnska og sérstakrar, op- inberrar tölvugagnastofnunar sem hefur á sinni könnu öryggi í tengsl- um við heiibrigðis- og félagsvís- indalegar rannsóknir. Sum gagna- söfnin em notuð við stjómun, önn- ur í vísindaskyni. Þegar gögnin era notuð við vís- indarannsóknir verður að leggja fram umsókn til áðumefndrar stofnunar og einnig til ráðuneytis- Margþætt eftir- lit með fínnskum gagnagrunnum Tölfræðiprófessorinn Timo Hakulinen leggur í samtali við Kristján Jónsson áherslu á að öryggi í fínnskum gagnagrunn- um sé tryggt með því að vandlega sé fylgst með því hver fái þar upplýsingar, hvert markmiðið sé og hvað verði um upplýs- ingarnar þegar búið sé að nota þær. ins ef vísindamaður- inn þarf að nota upp- lýsingar úr stærsta grunninum sem sam- anstendur af Sjúkra- skýrslum um aðgerðir eða aðra aðhlynningu á spítölum landsins. Hægt að tengja við kennitölur „Sé um spítalagögn að ræða verður siða- nefnd spítalans einnig að leggja blessun sína yfir umsóknina. Hver sjúkrastofnun fyrir sig verður að sam- þykkja umsókn um notkun upplýsinga og yfir hverjum grunni er stjómandi sem verður að samþykkja umsóknina. Eftirlitið er því margþætt," segir Hakulinen. ,Avallt þarf að tilgreina einstak- iing, lækni eða einhvem annan, sem er persónulega ábyrgur fyrir notkun gagnanna og verður að svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis. Ennfremur er það hlutverk áður- nefndrar eftirhts- stofnunar að tryggja að ekki sé um tví- verknað að ræða í vís- indalegum skilningi. Ekkert er því til fyrir- stöðu að fá gögn úr fleiri en einum grunni og tengja þau saman ef umsóknin stenst sett skilyrði. Geti vís- indamaðurinn rök- stutt að nauðsynlegt sé að tengja gögnin við kennitölur er hægt að leyfa slíkt. Yfirleitt era upplýsingar, t.d. í krabbameinsgranninum, tengdar við kennitölur en sá sem fær að nota upplýsingarnar kemst ekki í beint samband við gagnagranninn eða grannana heldur fær hann að- eins þær afmörkuðu upplýsingar sem hann hefur beinlínis beðið um. Vísindamaður getur t.d. viljað kanna tölfræðilega tíðni ákveðinn- ar aðgerðar á stofnununum og þá fær hann þær upplýsingar en ekki skýrslu um aðgerðir á tilgreindum einstaklingi. Umsóknin verði að vera vandlega skilgreind og orðuð þannig að ekkert fari á milli mála um ástæðurnar. Þar er tekið fram hve lengi umrædd gögn verði not- uð og hvað verði um þau eftir að búið er að fullnýta þau. Ekki er um að ræða fyrirfram samþykki sjúklings þegar veitt er leyfi til að nota gögnin. í Finnlandi er annars vegar notast við lög um almenna vernd persónuupplýsinga og nýrri lög um sérstaka vernd heilbrigðisupplýsinga. Við teljum að í grandvallaratriðum sé það svo að sérhver borgari geti nú fengið upplýsingar um það hvernig verið sé að nota upplýsingar um hann. Það hafa verið umræður um að Timo Hakulinen krefjast svonefnds upplýsts sam- þykkis sjúklings áður en leyft sé að nota gögnin. Reynslan af gagna- grannunum hefur hins vegar verið góð í Finnlandi og ég held að það sé ástæðan fýrir því að ekki hefur verið hreyfing í þessa átt. Almenn- ingur veit að mikill árangur hefur náðst með þessari tilhögun og er því sáttur við hana.“ Hann segir að áratuga reynsla bendi heldur ekki til þess að stjórn- völd hafi misnotað aðstöðu sína til að afla upplýsinga um einstaklinga með aðstoð gagnagrunnanna. Misnotkun í hagnaðai-skyni Að sögn Hakulinens er ekki leyfilegt að umsækjandi veiti öðr- um aðgang að upplýsingunum en nefndir era í umsókninni eða selji þær í hagnaðarskyni „og ég hef ekki enn kynnst óheiðarlegum vís- indamanni í Finnlandi“. Auk þess sé tilgreint í lögum hve mörg ár gögn megi vera í vörslu umrædds vísindamanns. Tryggingafyrirtæki hafi beðið um upplýsingar en verið hafnað og einkafýrirtæki fái ekki einu sinni aðgang þótt sjúklingur hafi veitt samþykki sitt. Tölvuvarnir eða eld- veggir hafi reynst nægilega öflugir til að koma í veg fyrir að tölvu- þrjótar komist inn í grunnana. Hakulinen segir að ekki sé í finnskum lögum útilokað að vís- indamaður geti fengið fjárhagslega aðstoð og styrki hjá einkafyrir- tækjum við rannsóknir sem bygg- ist á upplýsingum úr gagnagrunn- um. Hann er spurður hvort ekki sé hugsanlegt að vísindamaður geti búið til afrit af þeim upplýsingum sem hann kemst yfir, komið sér upp eigin upplýsingagrunni með samkeyrslu við aðrar upplýsingar og selt síðan gi-unninn á markaði. Hann segir að það sé stranglega bannað og tilgreind viðurlög við slíku hátterni. „En fræðilega er ekki hægt að útiloka að þetta geti gerst“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.