Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jost Stollmann gagnrýnir væntanlega ríkisstjórn SPD og Græningja Segir Lafontaine hafa haft miðjustefnu Schröders undir Bonn. Reuters. JOST Stollmann, sem hafnaði boði um að taka við embætti efnahags- málaráðherra í nýrri ríkisstjóm Þýzkalands eftir að hafa beðið lægri hlut í valdatogstreitu við Oskar Lafontaine, formann Jafnaðar- mannaflokksins SPD, gagnrýndi hinn verðandi fjármálaráðherra harkalega í blaðaviðtali í gær. Einnig varð hinn nýi stjómarsáttmáli SPD og Græningja fyrir mikilli gagnrýni úr ýmsum áttum. Stollmann sagði í viðtali við Stidd- eutsche Zeitung að það eina sem ræki Lafontaine áfram í stjórnmál- um væri valdagræðgi. I hrópandi mótsögn við fullyrðingar Gerhards Schröders, sem ætlað er að taki formlega við kanzlaraembættinu 27. október, sagði Stollmann að metnað- ur Schröders til að standa fyrir hina „nýju miðju“ þýzkra stjórnmála hefði þurft að láta í minni pokann fyrir stefnu Lafontaines, sem sé meira í ætt við hefðbundinn sósíal- isma. Stollmann, sem er óflokksbundinn at- hafnamaður og starfar í tölvugeiranum, var teflt fram af Schröder sem ráðherraefni í kosn- ingabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síð- asta mánuði, ekki sízt til að höfða til kjósenda á hinni pólitísku núðju. í viðtalinu gerði Stoll- mann lítið úr hugmynd- um Lafontaines um að- gerðir til að hamla gegn skaðlegum gengissveifl- um milli helztu gjald- miðla heims. ,Ásamt mörgum sérfræðingum tel ég að þessar tillögur séu hreinasta fjarstæða," sagði hann. Schröder hefur reynt að gera sem minnst úr því að Stollmann skyldi óvænt falla úr leik með því að hafna ráðherradómi sl. mánudag og segir að stefna hinnar „nýju miðju“ lifi enn góðu lífi. En Stollmann sagði að málið varpaði ljósi á þann hugmynda- fræðilega klofning sem sé innan SPD á milli nútímalegra endurnýj- unarsinna eins og Schröders og hefðbund- inna vinstrimanna á borð við Lafontaine. Efasemdir um skattbreytingaáform Stollmann sagði einnig að þær breyting- ar á skattkerfinu sem SPD og Græningjai- hafi samið um í stjórn- arsáttmálanum myndu verka íþyngj- andi fyrir lítil og meðalstór fyrir- tæki, stoðvirki þýzks efnahags. Þær myndu frekar vera til þess fallnar að hindra frekar en ýta undir sköpun nýrra starfa í því skyni að fækka at- vinnulausum, sem nú eru yfir fjórar milljónir í landinu. Sex helztu stofnanir Þýzkalands, sem gefa reglulega út efnahagsspár, gefa skattbreytingaáformunum heldur ekki háa einkunn. Þær skattalækkanir sem fyrirhugaðar væru dygðu ekki tii að ýta nægilega undh' atvinnusköpun. A þriðjudag sá Sehröder sig knú- inn til að viðurkenna, að sennilega þyrfti að gera meira fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en fulltrúar Græningja andmæltu þessu tafar- laust. I forystugreinum þýzku dagblað- anna bar einnig mikið á efasemdum um að skattbreytingaáformin stæðu undir væntingum. Jafnvel vinstrisinnuð blöð, hliðholl hinu nýja stjórnarsamstarfi, voru efins um að þær aðgerðir sem boðaðar væru í hinum „rauð-græna“ stjórn- arsáttmála dygðu til að leysa þau vandamál á efnahagssviðinu sem brýnast væri að finna lausnir á, at- vinnuleysisvandann þar fyrst og fremst. Stollmann Reuters 'fTm VÍ & " " s”’ ' t V ' f Wái #1 Fulltrúar Kóreuríkja ræðast við FULLTRÚAR Norður- og Suður- Kóreu settust að samningaborði í Genf í gær í von um að ijúfa þann vítahring, sem friðarvið- ræður ríkjanna hafa verið í. Eiga fulltrúar Kínverja og Bandaríkja- manna einnig aðild að viðræðun- um en fáir gera sér miklar vonir um árangur. Strandar einkum á þeirri kröfu N-Kóreustjómar, að bandaríska herliðið í S-Kóreu, 37.000 manns, verði flutt burt en um það eru sijórnvöld í S-Kóreu og Bandaríkjunum ekki til við- ræðu. Myndin var tekin við upp- haf viðræðnanna í gær. Ystur til vinstri er kim Gye Gwan, aðstoð- arutanríkisráðherra N-Kóreu; þá Charles Kartman sendiherra og fulitrúi Bandaríkjasljórnar í Kóreu; Qian Yongnian, sendi- herra Kína, og Park Kun-woo, sendiherra S-Kóreu. Ný ríkisstjórn ftalíu, sú 56. eftir stríð, komin á laggirnar Marxistar ráð- herrar sinn í Róm. Reuters. MASSIMO D’Alema, fyrrverandi kommúnisti og núverandi leiðtogi stærsta vinstriflokksins á ítalska þinginu, tilkynnti í gær að hann hefði myndað 56. ríkisstjóm Ítalíu frá lok- um síðari heimsstyrjaldar. Þykir tíð- indum sæta að meðal ráðherra í nýju stjóminni em marxistar, í fyrsta sinn í hálfa öld. D’Alema sór í gær embættiseið fyrir Osear Luigi Scalfaro forseta og kynnti honum ráðherralista sinn. Það eina sem þar með er eftir að gera til að ganga frá stjómai'skipt- um er að neðri deild Italíuþings sam- þykki stjóm D’AIemas, sem tekur við af stjórn Romanos Prodis sem missti naumlega meirihluta sinn á þinginu 9. október sl. Brotið var blað í sögu ítalskra stjómmála eftir stríð, sem einkennd- i fyrsta 50 ár ust í hálfa öld af því að kristilegir demókratar héldu sovéthollum kommúnistum frá völdum, með því að Oliviero Diliberto og Katia Bellillo urðu fyrstu marxistarnir til að komast í ríkisstjórn frá því íyrsta stjórn landsins eftir stríð var mynd- uð, árið 1947. „Við höfum beðið í hálfa öld eftir þessu augnabliki," tjáði Diliberto fréttamönnum. Á ráðherralistanum er að finna þrjá fyrrverandi forsætisráðherra, sex konur og nokkra yngri menn. Evrópumálaráðherrann, Enrico Letta, er 32 ára. Carlo Azeglio Ciampi, einn af áhrifamestu mönnunum í Prodi- stjórninni, heldur embætti sínu sem fjárlagaráðherra, en hann er einn af sjö ráðherrum sem halda stólum sín- Reuters MASSIMO D’Alema, nýr forsætisráðherra Ítalíu, brosir breitt í hópi nýrra ráðherra í sljórn sinni, auk Oscars Luigis Scalfaros forseta (t.h.). um. Vincenzo Visco verður áfram fjármálaráðherra og Lamberto Dini utanríkisráðherra. Nýja stjórnin er einstök að því leytinu, að í henni sitja bæði fyrrver- andi kommúnistar og yfirlýstir marxistar og félagar í miðflokknum UDR, sem að nokkru leyti er arftaki Kristilega demókrataflokksins, sem leystur var upp. Stefnt að staðfestingn þings á morgun Francesco Cossiga, sem gegndi sem kristilegur demókrati embættum forsætisráðherra og forseta og er einn af mestu áhrifamönnum ítalskra stjómmála síðustu ára, fagnaði myndun D’Alema-stjómarinnar og sagði hana skýrt merki um að nú væri kalda stríðið á Italíu sannarlega liðið. D’Alema kallaði nýju stjórnina til fyrsta ríkisstjórnarfundarins strax eftir embættiseiðinn. Hann hyggst ávarpa neðri deild þingsins í dag í því skyni að koma af stað því ferli sem lýkur með atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á stjórnina. Sú at- kvæðagreiðsla gæti jafnvel farið fram strax á morgun, föstudag, en þar með gæti D’Alema og aðrir ráð- herrar tekið þátt í óformlegum leið- togafundi Evrópusambandsins, sem fram fer í Austurríki um helgina. Heilsufar Jeltsíns „eðlilegt“ EINN af talsmönnum Borís Jeltsín, forseta Rússlands, sagði í gær, að hann væri við eðlilega heilsu og vísaði á bug fréttum um, að henni hefði hrakað. Voru teknar röntgen- myndir af Jeltsín á sjúkra- húsi í Moskvu í gær en dr. Rob Niven, breskur sérfræð- ingur í brjóstholssjúkdómum, segist furða sig á því sé það rétt, að hann sé aðeins með berkjukvef. Það komi illa fram á slíkum myndum en hins vegar geti þær sýnt hvort um sé að ræða lungna- bólgu eða krabbamein. Full- trúar IMF, Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, áttu í gær viðræð- ur við rússneska embættis- menn um heilsufarið í efna- hagslífmu en þeir vilja ganga úr skugga um, að rússneska stjórnin vinni að því að lækka útgjöld ríkisins og auka tekj- urnar. Vellukkað Ariane-skot EVRÓPSKA geimferðastofn- unin skaut í gær á loft í Frönsku Guiana nýrri Ariane- 5-eldflaug með eftirlíkingu af fjarskiptahnetti um borð. Var skotið fyrst og fremst til að prófa eldflaugina, sem er af þriðju kynslóð Ariane-eld- flauga, og til að sýna fram á getu hennar til að koma á braut gervihnöttum. Var þessi nýja eldflaugartegund fyrst prófuð í júní 1996 en þá sprakk flaugin skömmu eftir flugtak. Betur gekk í október í fyrra en þó ekki alveg áfalla- laust en nú fór allt eins og ætlað var. Tyrkir og Sýrlendingar semja TYRKIR og Sýrlendingar hafa komist að samkomulagi í deilunni um meintan stuðning þeirra síðamefndu við kúrdíska uppreisnarmenn í Tyi'klandi. Stjórnin í Ankara áskilur sér þó rétt til að beita valdi verði ekki við samning- inn staðið. Héldu Tyrkir því fram, að Kúrdíski verka- mannaflokkurinn væri með bækistöðvar í Sýrlandi en Sýrlendingar hafa nú ítrekað, að hann sé ólöglegur í land- inu. Settust að í sendiráði Mexíkó UM 10 grímuklæddir menn lögðu undir sig sendiráð Mexíkó í Ósló í gær og kröfð- ust þess, að pólitískir fangar í Chiapas-héraði yrðu látnir lausir. Að sögn lögreglunnar eru mennirnir félagar í vinstrisinnuðum samtökum, svokölluðum Blitz-hópi. Eru þeir óvopnaðir og þeir fjórir sendiráðsstarfsmenn, sem voru fyrir í húsinu er þá bar að garði, eru frjálsir ferða sinna. Mótmælendumir neit- uðu hins vegar að yfirgefa húsið fyrr en orðið hefði verið við kröfum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.