Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 35
Byggðastefnu í stað
veiðileyfagjalds
FYRIR rúmum
þremur mánuðum var
tekin ákvörðun á auka-
landsfundi Alþýðu-
bandalagsins um sam-
eiginlegt framboð með
Alþýðuflokki og
Kvennalista íyrir
næstu Alþingiskosn-
ingar. Sú ákvörðun
leiddi þegar í stað til
úrsagna úr Alþýðu-
bandalaginu og allstór
hópur yfirgaf flokkinn,
þar á meðal tveir al-
þingismenn hans og sá
þriðji batt enda á sam-
starf við hann. Þetta
varð dapurleg niður-
staða og ég leyni því ekki að ég
taldi ekki farsælt að kljúfa Alþýðu-
bandalagið til þess að taka upp
samstarf við Alþýðufiokkinn.
Einn flokkur í stað samstarfs
Akvörðun aukalandsfundarins
um sameiginlegt framboð án þess
að málefnagrundvöllur lægi fyrir
leiddi af sér að eðlisbreyting varð á
umræðunni um samfylkingu
stjórnarandstöðuflokkanna, í stað
þess að vera samstarf flokkanna til
sóknar í næstu Alþingiskosningum
varð markmiðið að
sameiginlegt framboð
leiddi til stofnunar nýs
flokks í stað hinna
þriggja og klofningur í
Alþýðubandalagi og
Kvennalista var skil-
greindur sem fórnar-
kostnaður sem yi’ði að
reiða fram nú en
myndi skila sér í góð-
um kosningaúrslitum í
þamæstu Alþingis-
kosningum árið 2003
undir fána hins nýja
flokks.
Mikill ágreiningur
er um þessa ákvörðun
innan Alþýðubanda-
lagsins og ljóst að hún mun sundra
liðsveit flokksmanna og kjósenda
umfram það sem nú þegar hefur
komið fram.
Ég hef ekki viljað lýsa yfír
stuðningi við framboðið af þessum
sökum en ákvað að bíða þess að
fyrir lægi málefnalegur grundvöll-
ur framboðsins og gerði mér vonir
um að þar væri að finna
betrumbætur sem gæfu færi á að
fylkja liðinu saman á nýjan leik.
Nú liggur sá grundvöllur fyrir í
öllum meginatriðum eftir að mál-
Alvarlegast, segir
Kristinn H.
Gunnarsson, er þó
viðhorfið til
byggðamála.
efnaskrá flokkanna var kynnt á
dögunum og því hægt að taka af-
stöðu til málsins á þeim forsendum.
Þar er að finna ýmis góð fyrirheit
en alla efnahagslega undirstöðu
vantar í stefnuna og ef henni yrði
hrint í framkvæmd leiddi hún til
óstöðugleika og verðbólgu. Þar er
um of haldið í gildandi reglur um
þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði
og kostnað við heilbrigðisþjónustu
og fráleitt er að mínu mati að huga
að aðild að Evrópusambandinu.
10.000 manns suður?
Þörfín er hvað mest á djarfhuga
og róttækum aðgerðum til þess að
styrkja byggð um landið og stöðva
fólksflutningana suður. Árlega
flytjast um 2.000 manns suður af
landsbyggðinni með tilheyrandi
þjóðfélagslegum kostnaði og erfið-
leikum fjölda manna.I stað skiln-
ings og stuðnings á þessu vanda-
Kristinn H.
Gunnarsson
sama og erfiða úriausnarefni er
meginbaráttumál sameiginlega
framboðsins að efna til sérstakrar
skattlagningar um milljarða króna
árlega á aðalatvinnuveg lands-
byggðarinnar, sjávarútveginn.
Þennan skatt munu sjómenn og
aðrir launamenn í atvinnugreininni
að lokum greiða með lægri launum
sínum. Þessi viðhorf styð ég ekki
og hef ítrekað gert kröfu um að
þeim verði breytt. Ljóst er nú að
ekki verður orðið við þeim kröfum,
þvert á móti er það járnsleginn vilji
forystumanna Alþýðuflokks og
Kvennahsta að halda óbreyttu
striki og afla drjúgra tekna með
þessum hætti. Þessi stefna mun
ekki verða landsbyggðinni til
gagns, heldur mun hún^ frekar
auka á strauminn suður. A næsta
kjörtímabili gætu 10.000 manns
flutt suður umfram þá sem flytja út
á land með þessai’i stefnu. Nýir
skattar af þessu tagi efla ekki
byggð á Vestfjörðum.
Ég treysti mér ekki til þess að
standa að framboði á þessum
grundvelli og mun ekki styðja sam-
eiginlegt framboð Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Kvennalista.
í aðdraganda næstu Alþingis-
kosninga munu þingflokkar þeirra
flokka sem standa að sameiginlegu
framboði af augljósum ástæðum
leitast við að samræma afstöðu
sína og þeir þingmenn sem hyggja
á endurkjör verða að miða mál-
flutning sinn við það. I sumum mál-
um, svo sem varðandi veiðileyfa-
gjald í sjávarútvegi, mun ég óhjá-
kvæmilega lenda í andstöðu við þá
sem fylgja sameiginlegu framboði.
Ég tel ekki rétt að efna til slíkra
árekstra og trufla málflutning sam-
fylkingarinnar innan frá. Ég tel
eðlilegast að stíga úr röðum þeirr-
ar fylkingar og tala fyrir mínum
sjónarmiðum á eigin forsendum,
enda hef ég fullan hug á því að
leggja störf mín og áherslur í dóm
kjósenda í næstu Alþingiskosning-
um. Að vandlega athugðu máli hef
ég ákveðið að segja mig úr þing-
flokki Alþýðubandalagsins og í
framhaldi af því úr Alþýðubanda-
laginu. Ég vil fæi'a samstarfs-
mönnum mínum innan þingflokks-
ins og Alþýðubandalagsins þakkir
fyrir samstarfið á undanförnum ár-
um og árna þeim velfarnaðar á
þeim vettvangi sem þeir velja sér
og læt í ljós þá ósk að störf þeirra
megi verða landi og þjóð til heilla.
Höfimdur er alþingismaður.
"slim-line"
dömubuxur frá
gardeur
Uáuntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
KOMDU FLJOTT E F ÞU VILT SPARA ÞÚSUNDIR
kaup
Nú er tími til að spara!
fyrir 12 manns, 2 hitastig
(55/65 gráður)
vatnsöryggi, 4 þvottakerfi
Verð áður kr.
49.900.
.
VJ
w
Verð nú kr.
34.900.-
Þú sparar kr. A
15.000
Þellipurrharl
Verð nú kr.
39.900.-
Þúspararkr. _
13.000
Þéttiþurrkari '
(notar ekki barka)
Tekur 6 kg. af þvotti,
2 hitastillingar, 120 min. klukka
krumpuvörn, veltir í báöar áttir,
stáltromla.
Þvottavél 1200 sn.
Þú sparar kr. J
15.000-
1200 sn. þvottavél.
Tekur 5 kg. og er búin öllu
því besta sem þrýöir góða þvottavél.
M.a. innb.vigt sem styrir vatnsmagni eftir
þvottamagni, ullarvöggu, flýtiþvottakerfi o.fl. o.fl
Wð erum i eæsta husi v/ð
VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
lieimsendngaitojónusta þjónusta vögeröarþijónusta
RflFTffKMPERHUN ÍSLflNDS Ff
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776