Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Bankaþj ónusta fyrir alla I UMRÆÐUNNI um hagræðingu og sparnað í bankakerfinu nefna stjórnmálamenn, og nú í seinni tíð einnig eigend- ur bankanna, helst dýrt og óhagkvæmt þjónustu- net, það er útibúanet banka og sparisjóða. Mælikvarðinn sem not- aður er, og hver sér- fræðingurinn á eftir öðr- um étur upp, er að 1500 íbúar séu um hvert útibú á Islandi á meðan 2200 Danir deili hverju útibúi í Danmörku. Þessi mæli- kvarði, sem röksemd fyrir óhagkvæmni, er alveg furðulegur í ljósi þess að við búum í stóru dreifbýlu landi, en viljum eftir bestu getu veita öllum íbúum landsins sambærilega þjón- Auðvitað er hægt að sameina alla banka og sparisjóði í eitt eða tvö fyrirtæki og fækka þannig, segir Friðbert Traustason, en hvar er þá samkeppnin og aðhaldið? ustu, hvar sem þeir búa. Það tekst því miður ekki á öllum sviðum, t.d. ekki í skóla- og heilbrigðisþjónustu, og síðan eru samgöngur sérstakur kagítuli. A Islandi eru færri íbúar um hvern grunnskóla, hvert pósthús, hverja heilsugæslustöð, hverja höfn, heldur en í Danmörku. Síðast en ekki síst eru einungis fjögur þúsund íbúar um hvem þingmann á Islandi en 24 þúsund í Danmörku. Erum við ekki sammála um að svona saman- burður skilar okkur engu og er í raun fáránlegur þar sem við viljum öll búa í sátt og samlyndi í okkar dreifbýla landi, og fámennið kostar sitt? Afgreiðslustaðh- banka og spari- sjóða eru 180 hér á landi, 130 í eigu viðskiptabankanna þriggja og fimm- tíu í eigu þrjátíu sparisjóða. 65 af- greiðslustaðir eru á höfuðborgar- svæðinu, en 115 í kaupstöðum, kaup- túnum og sveitum landsins. I mjög mörgum þessara afgreiðslustaða vinna tveir til fimm starfsmenn og sinna allri almennri bankaþjónustu, þannig að öllum landsmönnum er tryggð sambærileg þjónusta. Spurning mín er einfold: Hvar ætla stjórnendur að loka afgreiðsl- um? Hver ætlar að setja reglur um hámarksfjölda útibúa? Samkeppnin er mest á höfuðborg- arsvæðinu þannig að ólíklegt er að útibúum þai- verði fækkað. Vilja stjórnmálamenn af landsbyggðinni að þjónustan við íbúa í dreifbýlinu verði skert, þannig að viðskiptavinir fái misgóða bankaþjónustu eftir því hvar á landinu þeir búa ? Svarið er auðvitað nei, það má ekki minnka þjónustuna við mig og mína, en það má kannski hagræða hjá hinum. Auðvitað er hægt að sameina alla banka og sparisjóði í eitt eða tvö fyr- irtæki og fækka þannig, en hvar er þá samkeppnin og aðhaldið? Við höfum komið upp öflugu og skilvirku þjónustuneti banka og sparisjóða, þar.sem saman fer mikil fagleg þekking og frábær þjónusta hjá starfsmönnum þessara fyrir- tækja. Greiðslumiðlun og umfang bankaþjónustu á íslandi er einhver sú albesta sem þekkist í heiminum, og vonandi verður svo um alla fram- tíð - fyrir alla íbúa íslands. Árið 1992 voru 3350 afgreiðslu- staðir banka og sparisjóða í Dan- mörku, þrátt fyrir mikla hrinu sam- eininga árin þar á undan, þar sem fjöldi sjálfstaeðra bankastofnana fór úr 300 í 220. í dag eru bankastofnan- ir 200 í Danmörku, en útibúin hins vegar 2400. Þar sem þessar tölur eru Friðbert Traustason notaðar sem viðmiðun þegar rætt er um fjölda útibúa á íslandi er nauðsynlegt að skýra frá einni meginástæðu þess að útibúum í Dan- mörku hefur fækkað. Það er ekki bara vegna þess að nauðsyn- leg hagræðing hafi kall- að á þessa fækkun, heldur vegna bankarána. A árunum 1992 til ársins 1997 voru framin rúmlega 700 bankarán í Danmörku. Þau voru flestöll framin í fámennum útibúum í litlum bæjarfélögum. Öryggi starfsmanna var ekki tryggt og þess vegna voru þeir fluttir til og útibúum lokað, þrátt fyr- ir mikil mótmæli viðskiptavina. Þegar litið er á heildarfjölda starfsmanna banka og sparisjóða í Danmörku sést að þrátt fyrir mikla fækkun útibúa og þár af leiðandi vem þjónustu á ýmsum stöðum, hef- ur starfsmönnum ekki fækkað mikið. Ái'ið 1992 voru þeir 48.000 en eru nú 44.500. Vonandi komumst við hér á Ís- landi sem lengst hjá því að upplifa óáran bankarána, þannig að starfs- menn banka og sparisjóða fái áfram að sinna sínum mikilvægu þjónustu- störfum, sem eru ein af undirstöðum nútíma samfélags. Höfundur er formaður Sam- bands íslenskra bankamanna. Hlustaðu á mig ALGENGASTA spurningin sem ég er spurður varðandi stam er hversu margir það eru sem stama. Stam er talið vera vandamál hjá ná- lægt 1% allra fullorðinna samkvæmt erlendum rannsóknum og þrír fjórðu hlutar þeirra ei'u karlmenn. Það má þvi búast við því að á þriðja þúsund íslendinga stami. Sumum þykir þetta ótiúlega há tala, en það er líklega vegna þess hve leynt margir fara með vandamálið. Með því að þegja stama ég ekki, en það minnkar ekki vandamálið. Stam er líka mjög einstaklingsbundið og því misjafnt hversu mikið vandamál það er. Gleymdu því ekki að stam getur verið mikið vandamál hjá einhverj- um sem þú heyrir nánast aldrei stama. Þetta kann að hljóma undar- lega, en svona er það nú samt. Það er erfitt að lýsa því fyrir þeim sem ekki stamar hvernig það er að stama. Algengt er að staminu sé líkt við ísjaka, þar sem einn tíundi hluti þess er hið sýnilega stam sem þú sérð og heyrir. Hinir níu hlutarnir eru þær tilfinningar sem stamið veldur, ótti, skömm, vanmáttar- kennd og margt fleira. Fæstir þeirra sem ekki stama gera sér grein fyrir þessu og átta sig því ekki á hinu raunverulega eðli vandamálsins. Afleiðingarnar geta verið miklar fyrir þann sem stamar, ekki síst fé- lagslegar, þar sem staminu fylgir oft tilhneiging til einangrunar. Hvers vegna? Jú, ein leið til þess að stama ekki er að tala ekki og draga sig út úr samskiptum við annað fólk. Þessi einangrun elur enn frekar á þeim tilfinningum sem stamið veldur. Önnur algeng spurning er: Hvernig á ég að koma fram við mann sem stamar? Við þessu er eitt ofureinfalt svar. Nákvæmlega eins og þú átt að koma fram við alla aðra. Hlustaðu og gefðu honum tíma til að segja það sem hann vill segja. Það er nú ekki flóknara en það. Hvað er til ráða fyrir þann sem stamar? Meðferð við stami hjá sérfræðingum stendur til boða og hún ber í flestum tilvikum árang- ur. Hún krefst vinnu af hálfu þess sem stamar, en sú vinna skilar sér margfalt til baka. Foreldrar ættu ekki að hika Það er oft, segir Bene- dikt Benediktsson, tal- að um stam sem félags- Benedikt Benediktsson lega fötlun. við að leita aðstoðar strax og vart verður við stam hjá barni. Oftast er hægt að greina hvort um er að ræða stam eða eðlilegar truflanir í tali. Ef um stam er að ræða næst yfirleitt betri árangur eftir því sem fyrr er byrjað að meðhöndla það. Málbjörg hefur á undanförnum árum unnið að fræðslu, bæði í fjöl- miðlum og með fræðslufundum um stam. Við teljum okkur fínna breyt- ingu á viðhorfum gagnvart stami al- mennt. Það eru fleiri sem þora að tala um stam, bæði við okkur og aðra, og það virðast vera fleiri sem leita séi aðstoðar en áður. En það er margt sem á eftir að breytast. Víða eru leifar af gamla tím- anum sem við getum ekki lifað við. Það vant- ar meiri umfjöllun um stam í menntun kenn- ara á öllum stigum. Skólar taka mjög mis- jafnlega á málum nem- enda sem stama, en með því að grípa nógu snemma inn í með að- stoð er hægt að koma í veg fyrir að stamið verði að raunverulegu vanda- máli. Enn eru einkunnir í lestri víða metnar eftir hraða, sem getur verið mikil niðurlæging fyi-ir barn sem er fluglæst en stamar og fær því lága einkunn. Aðstoð við börn sem stama er víða skammarlega lítil og jafnvel engin. Fólk sem stamar einangrast eftir slæma reynslu í samskiptum við annað fólk og svona mætti lengi telja. Það er því margt óunnið. 22. októ- ber er alþjóðlegur kynningardagur um stam. Ég vil biðja þig, næst þeg- ar þú talar við einhvern sem stam- ar, að hlusta vel og gefa honum tíma til að klára það sem hann ætlar að segja. Ef þig hefur lengi langað til að spyrja hann út í stamið, láttu spurninguna flakka og ég er viss um að ykkur líður báðum betur á eftir. Það MÁ tala um stam. Höfundur er formaður Málbjargar, félags um stam. Er kvótakerf- ið hagkvæmt? ISLENDINGAR þurfa á góðu og skil- virku fískveiðistjómun- arkerfi að halda. Þannig getum við búið í haginn fyrir áframhaldandi nýtingu sjávar. I þessu sambandi getur maður velt því fyrir sér hvort kerfi framseljanlegra aflaheimilda, kvóta, eins og við búum við í dag hafi leitt af sér ákveðna hagkvæmni í íslenskri útgerð. Til þess að fá niður- stöðu varðandi hag- kvæmni í íslenskri út- gerð verður að skoða Ágúst Sæmundsson árangursríkt. Frá 1984 til 1997 hefur síldarafli vaxið nærri sexfalt, þar af fjórfalt frá 1991. Þar munar mest um veiðar á Íslandssíld frá 1994. Eftir að veiðar á henni hófust, eftir 27 ára veiðibann, hefur verð- mæti síldaraflans rúm- lega tvöfaldast. Um leið hefur fjöldi báta sem stunda síldveiðarnar fækkað úr 65 árið 1975 niður í 30 til 35 báta á undanfömum árum. Af- kastageta þeirra báta sem stunda veiðarnar hefur aukist mikið á ÞRÓUN í sfldveiðum 1984 til 1997 (vísitala = 100 árið 1984) Heimild: Fiskifélag Islands. söguleg gögn um sókn, afla og verð- mæti aflans. I þessari og næstu tveimur greinum mínum ætla ég að fjalla um þessa hagkvæmni og skoða hana út frá tveimur helstu nytjafisktegundunum: uppsjávar- fisk og botnfisk. Vaxandi hagkvæmni og aukinn afli Þægilegt er að athuga hag- kvæmni í uppsjávarfiskveiðum fyrir þær sakir að þær hafa lengur verið bundnar kvótum en botnfiskveið- arnar. Bátarnir sem stunda veið- arnar eru flestir af álíka stærð og nota svipuð veiðarfæri. Þess vegna er fjöldi báta góður mælikvarði á sóknina. Framseljanlegir kvótar í síldveiðum hafa verið viðvarandi síðan 1979. Frá þeim tíma hefur hagkvæmni í veiðunum verið vax: andi og aflinn aukist jafnhliða. I kjölfar góðrar fiskveiðistjórnunar hefur hrygningarstofn síldarstofna farið vaxandi og hefur á undanförn- um árum verið einn sá mesti síðan mælingar hófust. Árangursríkt stjórn- kerfi síldveiða Eins og sjá má á mynd 1 hefur stjórnkerfi síldveiðanna verið mjög undanförnum fimmtán til tuttugu árum og sést það á mynd 1.1. Hrygningarstofn síldar hefur vaxið í kjölfar góðrar fískveiðistjórn- unar, segir Ágúst Sæmundsson í þessari fyrstu grein af þremur, og hann er nú einn sá stærsti síðan mælingar hófust. Þannig að rentan sem annars hefði farið í súginn vegna of mikillar sóknar hefur náðst úr veiðunum. Batamerki í loðniiveiðunuin Taka verður tillit til annarra þátta þegar loðnuveiðar eru skoðað- ar en þær hafa verið bundnar fram- seljanlegum kvóta frá 1986. Vegna þess hve skammlíf loðnan er getur stofnstærðin verið mjög breytileg. En á undanförnum árum hefur loðnustofninn á Islandsmiðunum farið vaxandi aftur eftir slæmt ÞRÓUN í loðnuveiðum árin 1984-1997 (vísitala = 100 árið 1984) Heimild: Fiskifélag Islands. ástand milli 1989-91. Hins vegar hefur loðnuflotinn farið hratt minnkandi, en fjöldi báta hefur farið úr 68 árið 1979 niður í 42 báta árið 1997, sem samsvarar um 38% lækk- un. Aflaaukningin og fækkun skip- anna eru skýr merki um að í loðnu- veiðum felist hagkvæmni eftir að kvótar í veiðunum voru settir á. Þróun veiðanna, með hliðsjón af fjölda báta annars vegar og afla hins vegar, sést á mynd 1.2. A með- an loðnuafli hefur verið breytilegur er sveiflan einna helst upp á við, eins og sést á myndinni. Á sama tíma hefur sóknin ekki aukist að ráði þannig að rentu af veiðunum er ekki sóað með þeim hætti. I næstu tveimur greinum mínum ætla ég að fjalla um hagkvæmnina í botnfiskveiðunum. Höfundur er BA (stjórnnuílafrieði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.