Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 45
AÐSENDAR GREINAR
margir pöntuðu sér rauðvín með
matnum en einn úr hópnum hrópaði
upp að hann vildi bara tvöfaldan
asna með lambinu og gott ef annar
svolgraði ekki vodka í kók. Kannsld
sötra sannir karlmenn ekki léttvín,
a.m.k. gáfust flestir upp á gutlinu
eftir matinn og fengu sér eitthvað
sterkara. Síðan upphófust þessi
vanalegu vandræði sem allir
þekkja; þeir sem missa stjórn á
drykkjunni missa um leið stjórn á
hegðun sinni og úr verður ástand
sem getur sveiflast frá leiðindum til
lífsháska.
Ég er afar ánægður með það að
vinur minn skuli ekki vera alkó-
hólisti og hann geti nú notið þess að
reka tunguna í rauðvínstár og
horfast í augu við elskuna sína yfir
kertaloga með snarkandi arineld og
ljúfa tónlist í bakgrunni. Ég er líka
sannfærður um að margir geti bætt
drykkjusiði sína. Til eru kenningar
um að ofdrykkja sé lært atferli sem
hægt sé að aflæra, m.ö.o. það sé
hægt að kenna fólki að fara betur
með vín. Ekki þó alkóhólistum. Við
verðum að gera greinarmun á sjúk-
legri fíkn og slæmum ávana. Óæski-
lega hegðun má bæta en vinur minn
(og e.t.v. meginþorri þjóðarinnar)
virðist telja það mjög eftirsóknar-
vert að neyta áfengis, nánast nauð-
synlegt. Þótt fráleitt kunni að virð-
ast þá er til líf án áfengis og það líf
er ekki litað af eymd og volæði, eft-
irsjá eða öfund.
Víst er erfitt að halda slíkum
skoðunum fram í þjóðfélagi áfengis-
tískunnar þar sem fullorðna fólkið,
fyrirmynd æskunnar, blótar
Bakkus opinberlega eða á laun, af
áfergju, fíkn, vana, nautn, eða bara
til að vera með. Mér finnst ég hins
vegar hafa þær skyldur gagnvart
börnum mínum og nemendum að
benda á þá einföldu staðreynd að
við eigum val og það geti líka haft
marga kosti í för með sér að láta
vínið eiga sig. Þessu viðhorfi mætti
að skaðlausu hampa.
Valfrelsið er til staðar. En frelsið
er ekki taumleysi, það krefst sjálf-
saga. Sá sem kemst að því að hann
þarf ekki að nota áfengi er frjáls.
Andstæðumar eru ekki þær að ann-
aðhvort hangi maður edrú heima í
fýlu eða drekki sig fullan og skemmti
sér með félögunum. Það er ekki ein-
ungis hægt að lifa án áfengis, það er
líka hægt að skemmta sér án þess,
meira að segja leikur einn að njóta
matarins án þess að hafa rautt eða
hvítt í staupi þótt Skapti hafí frekar
mælt með víni en ropvatni með mat.
Barnavagnar
Rauðarárstíg 16,
sími 561 0120.
Ég á mér ósk um heill og ham-
ingju æsku landsins til handa og að
unglingarnir okkar átti sig á því að
það er ekkert hallærislegt að lifa líf-
inu allsgáður. Bakkus er hverfull
vinur og það gerir lífíð á margan
hátt þægilegra að láta hann eiga
sig. Heilbrigt lífemi er eftirsóknar-
vert, þar er ekki rúm fyrir vímuefni
og vonandi skilur fólk, hvort sem
það dreypir á víni eður ei, þann
sjálfsagða rétt einstaklingsins að
feta aðra slóð en fjöldinn. Við meg-
um alveg neita sé okkur boðið vín
og við eigum ekki að þurfa að sitja
undir yfirheyrslurn eða áköfum
þrýstingi. Nei, við höfum val og um-
fram allt eigum við að styrkja æsk-
una á fordómalausan hátt í því að
velja sér heilbrigðan lífsstíl þar sem
sjálfstæði, hófsemi, skynsemi og
lífsgleði eru veigamikil áhersluat-
riði. Þetta er viðhorf sem felur í sér
raunverulegar forvarnir.
Höfundur er íslenskukeimari og
forvarnafulltníi í Menntaskólanum
á Akureyri.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleit
.mbl.is/fasteignir
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
NÝTTUÞÉR
DREIFINGARSTYRK
IHORGUNRIADSINS
Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með
Morgunblaðinu. Með innskoti er hægt að ná til mikils fjölda fólks
í einu á öruggan og hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk
Morgunblaðsins um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt
að stinga inn í blaðið og jafnframt er hægt að velja það
dreifingarsvæði sem hentar hverju sinni.
Morgunblaðið er mest lesna dagblað á íslandi og samkvæmt
fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að
meðaltali á hverjum degi og 71% íbúa
höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið er eina dagblaðið
í Upplagseftirliti og samkvæmt síðustu mælingu er
meðaltalssalan á dag 53.198 eintök.
Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111
og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til
boða með innskoti í Morgunblaðið.
AUGLYSINGADEILD
Símii 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
V-