Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 51
AÐSENDAR GREINAR
Vill þjóðin hvalveiðar?
f MORGUNBLAÐSGREIN Ein-
ars K. Guðfinnssonar laugardaginn
3. október lýsir þingmaðurinn þeirri
skoðun sinni að hefja
skuli hvalveiðar hér við
land við fyrsta tækifæri
í samræmi við ummæli
aðalritara Sameinuðu
þjóðanna við hæstvirtan
utanríkisráðherra í fyrri
viku, þ.e. að þjóðir
heimsins ættu að hafa
óskorað vald til að nýta
auðlindir sínar með
sjálfbærum hætti.
Einar K. Guðfinnsson
og fleiri þingmenn hafa
ítrekað lagt til að hval-
veiðar skuh hefja hér
við land án tillits til
þeirra aðstæðna sem við
fslendingar höfum sjálf-
h' komið okkur í, þ.e. að
standa utan þein-a alþjóðlegu stofn-
ana sem um hvalveiðar og sölu af-
urða af veiðunum fjalla.
Síðastliðið vor fluttu nokkrir þing-
menn tillögu um að hvalveiðar yrðu
hafnar nú þegar á þessu sumri. í
greinargerð sem fylgdi þingsálykt-
unartillögunni er vísað í texta
Alþjóðahvalveiðiráðsins, viðauka þar
sem segir: „Hvalveiðar í atvinnu-
skyni skulu leyfðar á hvalastofnum,
sem eru í jafnvægi, og þær skulu
stundaðar í samræmi við tillögur vís-
indanefndarinnar."
Ég tel, eins og fram kemur í texta
Alþjóðahvalveiðiráðsins, að veiðarn-
ar verði að vera undir eftirliti
Alþjóðahvalveiðiráðsins og með
samþykki vísindanefndar þess.
NAMMCO er ekki alþjóðleg stofn-
un og því ekki rétt að vísa í ályktanir
ráðsins þegar rætt er um að hefja
skuli hvalveiðar.
I áðurnefndri greinargerð þing-
manna er fullyrt að þjóðin og alþing-
ismenn vilji hvalveiðar, samanber
skoðanakannanir á liðnum árum.
Hætt er við að þegar
spurt er hvort viðkom-
andi sé hlynntur hval-
veiðum eða ekki heyri
margir spuminguna:
„Ertu maður eða mús?“
Ef spuringin væri
sett fram á þann hátt
hvort hefja eigi hval-
veiðar í trássi við
alþjóðalög og þrátt fyr-
ir að ekki sé hægt að
selja afurðimar (sam-
anber niðurstöðu
stjómvalda í Noregi)
tel ég að niðurstaðan
verði allt önnur. Það
sama yrði upp á ten-
ingnum ef spurt yrði
hvort hefja ætti hval-
veiðar þrátt fyrir að þær hefðu
neikvæð áhrif á efnahagslífið.
Réttur fullvalda þjóðar
Ég er alfarið samþykkur þeirri
skoðun að íslendingar eigi að hafa
fullt og óskorað vald til að nýta
náttúraauðlindir sjávarins með sjálf-
Hvalaskoðun, segir
Ásbjörn Björgvinsson,
hefur umtalsverð áhrif
á íslenskt efnahagslíf.
bærum hætti. Staðreyndin er þó sú,
að ef íslendingar ætla að hefja hval-
veiðar verður það að gerast með
alþjóðlegri samvinnu og í sátt við
helstu viðskiptaríki okkar og
alþjóðastofnanir. Þannig er heimur-
inn í dag. Þjóðir heims hafa tak-
markað fullveldi sitt með alþjóða-
samningum til góða fyrir heildina.
Má í því sambandi minna á þær
kvaðir sem EES setur okkur.
í áðurnefndri greinargerð er sagt
að ekki hafi verið sýnt fram á að
hvalveiðar geti haft neikvæð áhrif á
útflutningsgreinamar eða
ferðaþjónustu. Vísað er í ummæli
Birgis Þorkelssonar, fulltrúa
Ferðamálaráðs, frá árinu 1991 þar
sem hann telur hvalveiðar jafnvel
geta haft jákvæð áhrif á
ferðaþjónustuna!
Árið 1997 sendi Ferðamálaráð ís-
lands frá sér ályktun um að ráðið
væri á móti hvalveiðum. Á sama ári
gerði Ferðamálaráð skoðanakönnun
meðal erlendra ferðamanna um af-
stöðu þeirra til hugsanlegra hval-
veiða Islendinga. Niðurstaðan kom
fáum á óvart þegar hún var birt 8.
janúar síðastliðinn. 53% erlendra
ferðamanna vom á þeirri skoðun að
hvalveiðar hefðu frekar eða mjög
neikvæð áhrif á ákvörðun þeirra um
að velja Island sem sumarleyfisstað.
Þá er vísað í reynslu Norðmanna
vegna hvalveiða og sagt að hvalveið-
ar Norðmanna gæfu ekki tilefni til
þess að reynslan yrði önnur hér-
lendis.
• Noregur mótmælti hvalveiði-
banninu á sínum tíma.
• Noregur er fullgildur meðlimur í
Alþjóðahvalveiðiráðinu.
• Fiskur er aðeins lítill hluti út-
flutningstekna Norðmanna.
• Ferðamenn sem koma til Noregs
eru yfir 2 milljónir.
• Við mótmæltum ekki hvalveiði-
banninu á sínum tíma.
• Island á ekki aðild að Alþjóða-
hvalveiðiráðinu.
Ásbjörn
Björgvinsson
'J-j'íJjA-AA
Allir haustlaukar með
50%
afslætti
á meðan birgðir endast
*Emt er Éasgt að Mtjetniður
íiamdauhana
• Verðmætustu útflutningsafurðir
okkar em að stómm hluta
merktar „Icelandic" fiskafurðir.
• Fjöldi erlendra ferðamanna sem
hingað kemur er um 200.000.
Þá má og benda á yfirlýsingar
stærstu fisksölusamtaka okkar um
að hvalveiðar komi til með að hafa
neikvæð áhrif á sölu fiskafurða í
helstu viðskiptalöndum okkar.
Mikilvæg
atvinnugrein
Hvalveiðar höfðu vissulega
jákvæð áhrif á atvinnulíf íslendinga
þegar þær stóðu sem hæst. Grund-
völlur þess að hægt sé að hefja hval-
veiðar að nýju hér við land hlýtur að
miðast við efnahagslegar forsendur.
Það þjónar litlum tilgangi að hefja
hvalveiðar ef ekki er hægt að selja
afurðirnar.
Ég bendi á að hvalastofnamir við
landið em nýttir. Nýtingin er nú
bundin við hvalaskoðun, sem er ört
vaxandi atvinnugrein bæði hérlend-
is og erlendis.
A þessu ári hafa tólf fyrirtæki
víðsvegar á landinu boðið
ferðamönnum upp á hvalaskoðunar-
ferðir. 1 sumar hafa rúmlega 30.000
ferðamenn farið í hvalaskoðunar-
ferðir hér við land. Hvalaskoðun er
því atvinnugrein sem verður að taka
með í reikninginn þegar hag-
kvæmni hvalveiða er metin. Marg-
feldisáhrif ferðaþjónustugreina em
mikil og því hefur hvalaskoðun um-*—*
talsverð áhrif á íslenskt efnahagslíf.
Niðurstaða
Niðurstaða mín er sú, að hversu
ósátt sem við kunnum að vera við
stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins
réttlætir það á engan hátt ákvörðun
okkar um að hefja hvalveiðar með
einhliða ákvörðun. Alþjóðahval-
veiðiráðið er eina alþjóðlega viður-
kennda stofnunin sem um hvalveið-
ar fjallar. Því verða íslensk stjórn-
völd íyrst að gera upp við sig hvort
ganga eigi í ráðið áður en ákvörðut^_
um hvalveiðar verður tekin.
Þingnefnd undir forystu Árna R.
Amasonar vann að skoðun á mögu-
leikum þess að hefja hvalveiðar á
síðasta ári. Ein af tillögum þing-
nefndarinnar var, að ti-yggt sé, „að
alþjóðlega viðurkennt eftirht sé
með veiðunum og að veiðamar verði
hafnar í samráði og sátt við helstu
viðskiptalönd okkar“. Að þessu ber
að vinna og hver veit þá hvenær við
hefjum hvalveiðar að nýju?
Höfundur er forstöðumaður Hvala-
miðstöðvarinnar á Húsavík.