Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SVAR TIL FORMANNS MS-FÉLAGS ÍSLANDS VIÐTAL sem birtist fyrir nokkru við mig í DV hefur vakið upp hörð viðbrögð for- svarsmanna MS-sjúk- linga. Eg er ekki undr- andi á því. Nauðsyn- legt er að ég skýri nokkuð hvað ég var í rauninni að segja. Fyrirsagnir og áhersl- ur í viðtalinu eru ekki frá mér og þeim hefði ég vafalaust reynt að breyta ef viðtalið hefði verið borið undir mig áður en það var birt. Það sem ég var í raun að reyna að segja var einfaldlega þetta: Mitt í allri um- ræðunni um niðurskurð í heilbrigð- isþjónustunni og tilraunum stjórn- valda til að „þvinga“ stjórnendur . — heilhrip-ðisstnfnana til hagræðing- ar, sést mönnum oft mjög yfír hversu gæði íslensku heilbrigðis- þjónustunnar eru mikil og hve Is- lendingar bregðast skjótt við nýj- ungum. A ýmsum sviðum ganga Is- lendingar lengra en þjóðirnar í kringum okkur. Nær allar þjóðir Evrópu freista þess að halda kostn- aði við heilbrigðisþjónustu í skefj- um. Frá hinum ríku frændum okk- ar, Norðmönnum, sem sumir segja að verði búnir að greiða allar er- lendar skuldir sínar innan fárra ára, berast fréttir af löngum biðlist- íyrir sjúkrahús, að staðallinn væri eitt slíkt tæki á hverja milljón íbúa. Nú eru tvö í landinu og um- ræða um að kaupa það þriðja enda biðlisti eftir að komast í bæði hin. Auðvitað hefur orðið mikil þróun í þessum málum en spurningin vakir um hversu mikið skuli ráðast í af dýrum rannsóknum. I lok síðasta árs tók- um við ABBA-tækið í notkun, tæki sem veld- ur þáttaskilum í með- ferð og lækningu á brjóstakrabbameini. Þá var aðeins eitt slíkt tæki í notkun á Norður- löndum, svo fljót vorum við til með góðri hjálp velunnara Landspítal- ans. Þá komum við að þeim orðum mínum sem sárindi hafa vakið. Stöðugt koma ný tæki og ný lyf á í heilbrigðiskerfinu geta ýmsar ákvarðanir orkað tvímælis, segir Guðmundur G. Þórar- insson, ekki sízt þegar kemur að rannsóknum, Guðmundur G. Þórarinsson -n Fyrir nokkru urðu verulegar um- ræður um biðlista eftir hjartaað- gerðum, einkum eftir hjartaþræð- ingum og kransæðavíkkunum. Samanburður milli landa leiddi í ljós að Islendingar gera mun meira af þessum aðgerðum en nágranna- þjóðh'nar. Nýjar tölur koma seint fram en þær nýjustu sem ég hafði voru frá 1995 og ýmislegt bendir til að staðan hafí orðið okkur hagstæð- ari síðan. Samkvæmt þessum tölum er tíðni kransæðavíkkana 4,3 sinn- um meiri hér en í Danmörku, 3,6 sinnum meiri en í Finnlandi, 2,3 sinnum meiri en í Svíþjóð og við gerum 80% fleiri slíkar aðgerðir en Norðmenn. Sjálfsagt vekja þessar tölur margar spurningar. Hjartalæknar okkar benda á að dánartíðni hér á landi af völdum hjartasjúkdóma sé lág og í þessu efni stöndum við vel miðað við nágrannalöndin. Þetta staðfestir þá skoðun okkar að heil- brigðisþjónusta á Islandi er með því besta sem þekkist. I virtu læknatímariti birtist ný- lega ritstjórnargrein þar sem fjall- að er um árangur hjartaþræðinga og þeirri spurningu varpað fram í alvöru hvort Bandaríkjamenn geri of mikið á þessu sviði. Þar er bent á ð Bandaríkjamenn geri tvöfalt eiri hjartaþræðingar en t.d. Kanadamenn og það virðist ekki hafa áhrif á tíðni dauðsfalla. I þessu sambandi má nefna að ný hjarta- og æðarannsóknastofa á Landspítala, þar sem saman fara rannsóknir og aðgerðir, er með því besta sem þekkist í heiminum. Mér er tjáð að ekki sé vitað um neina slíka aðstöðu sem sé betri. Erlendir sérfræðingar sem hing- að hafa komið og íslenskir læknar sem utan hafa farið segja okkur að óvíða í heiminum sé aðstaða á skurðstofum og gjörgæsla betri en á Landspítalanum. Annað dæmi sem ég nefndi var tækjakaup. Þrátt fyrir of lítið fé til tækjakaupa eru þó dæmi um annað. Þegar við keyptum segulómtækið á Landspít- alanum, tækið var reyndar gjöf rík- isstjómarinnar á aftnæli sjúkra- hússins, var okkur sagt af norræn- ' um ráðgjöfum varðandi tælgakaup tækjakaupum og lyfjakaupum. markaðinn og velja þarf hvað kaupa skal. Ný lyf og nýjungar í tækjabúnaði eru mjög dýr. Þróun- artími er langur og fjárfestingar að baki miklar. Stundum er uppi ágreiningur um gagnsemi nýrra tækja og lyfja. Ekkert þjóðfélag hefur efni á að greiða öll ný lyf íyrir alla sjúklinga sem vilja fá þau, því þarf að velja og hafna. Það sem ég var að reyna að segja var að Islendingar hafa oft á tíðum gengið lengra en nágrannaþjóðirn- ar í kaupum á nýjum lyfjum í von um að hjálpa og lækna. Á alþjóðleg- um ráðstefnum ræða menn eðlilega mikið um þennan þátt í meðferð og kostnaði heilbrigðisstofnana. Oft eru nefnd ný lyf gegn krabbameini og eyðni og inn í þessa umræðu koma ný lyf gegn MS-sjúkdómnum. Því er oft haldið fram í mín eyru að ný dýr lyf gegn krabbameini hafi ekki skilað betri árangri en eldri lyf og ódýrari. Menn hafi einfaldlega elt vonina langt með ærnum kostn- aði. Svipað má segja um fleiri lyf. Því koma löndin sér upp sjálfstæð- um nefndum sem freista þess að taka skynsamlegar ákvarðanir um hvaða ný lyf skuli kaupa, hver ný skref skuli stíga hverju sinni. Hér er um tvennt að ræða. Annars veg- ar eru menn ekki vissir um árangur lyfjanna og hins vegar er oft um gríðarlegan kostnað að ræða. Þegar ég greip GSM símann mitt í önnum dagsins og svaraði blaða- manninum var áherslan í mínum huga þessi: Við ræðum um niður- skurð og þrengingar í heilbrigðis- kerfínu en á ýmsum sviðum teygj- um við okkur langt og lengra en aðrar þjóðir, okkur ríkari, telja sér fært. Evrópulöndin hafa farið mun hægar en við t.d. í greiðslum fyrir þetta nýja MS-lyf. Samkvæmt mín- um upplýsingum völdu Danir í byrj- un 17 sjúklinga sem fengu þetta lyf. Við völdum fljótlega um 80. Norð- menn fóru enn hægar í sakirnar en líklega hafa þeir veitt heimildir til greiðslu á lyfinu nú, þó hvergi nærri í sama mæli og við. Mér er tjáð að t.d. Bretar greiði ekki þetta lyf fyrir sjúklinga. Mér er tjáð að fá Evrópu- lönd hafi gengið jafn langt og Is- lendingar í þessu máli. Enn verða menn að hafa í huga í hvaða samhengi orð mín falla. Þrátt fyrir alla umræðuna um niðurskurð og sparnað erum við að ganga lengra á ýmsum sviðum en ná- grannalöndin. Varðandi kostnað vegna nýrra lyfja lét ég þau orð falla að árs- skammtur af þessu lyfi gæti kostað um 2 mkr. Þessu hefðu auðvitað þurft að fylgja nánari skýringar. Samkvæmt mínum upplýsingum kostaði ársskammtur um 1 m kr áð- ur en afgreiðslan hófst á Landspít- alanum. Eg var hins vegar með það í huga að mér er tjáð að nauðsyn- legt sé að tvöfalda skammtinn til þess að ná betri árangri. Þannig er talan til komin sem ég lét mér um munn fara. Réttilega kom fram hjá formanni MS-félags íslands að kostnaðurinn er nú eftir að Land- spítalinn fór að annast afgreiðslu lyfsins um 700 þ.kr. Það getur þýtt að eftir tvöfóldun skammtsins verð- ur kostnaður innan við 1,5 mkr. Formaður lætur að því liggja að Landspítalinn fái mikinn hluta af smásöluálagningunni. Hið rétta er að Landspítalinn fær 1500 kr fyrir afgreiðslu lyfjaskammts, þ.e. fýrir þjónustu, lagerhald, fjárfestingu í birgðum, rýmun o.s.frv. Hygg ég að það sé talsvert undir kostnaði spítalans af þessari þjónustu en ekki er ástæða til að ræða það hér. Þegar þetta lyf var fyrst keypt leit ég svo á að um tilraunalyf væri að ræða. Hygg ég að ráða megi af viðbrögðum annarra þjóða að sú hafi verið ástæðan fyrir því hve hægt þær hafa farið í sakirnar. Margir telja að ný lyf séu í eðli sínu tilraunalyf fyrstu árin vegna óvissu um áhrif verkana og aukaverkana. Sérfræðingar segja mér hins vegar að meðferð með þessu lyfi lofi í mörgum tilvikum góðu. Það er von mín að það reynist rétt og vissulega er þetta lyf sólargeisli í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þau mál sem hér um ræðir eru viðkvæm. Eg tel að það hafi verið ógætilegt hjá mér að nefna sérstak- lega þetta lyf í hópi þeirra nýju lyfja sem lyfjanefndir fjalla um. Áhersla mín var hins vegar á því að við erum að bregðast fijótar við en margar aðrar þjóðir, en eftir því góða er ekki tekið í allri umræðunni um niðurskurð. Fár bregður hinu betra ef veit hið verra. Orð mín hafa valdið hrapallegum misskiln- ingi ef menn líta á þau sem árás á MS-sjúklinga. Ekkert er mér fjær. Hafi menn skilið orð mín á þann veg biðst ég afsökunar á að hafa orðað hugsun mína ónákvæmt. Orð um bruðl eru ekki frá mér komin. Þau eru blaðamannsins. Það kemur beint fram í viðtalinu að ég tek ekki undir það orð. Skrifað stendur: Allt orkar tvímælis þá gert er. I heilbrigðiskerfinu geta ýmsar ákvarðanir orkað tvímælis, ekki síst þegar kemur að rannsókn- um, tækja- og lyfjakaupum. Ein- hvers staðar las ég að Svíar telja að bara það hvort blóðþrýstilyfjum er beitt við neðri mörk 90 eða 95 muni um 400 m kr á ári hjá þeim. Að lokum færi ég MS-félaginu og skjólstæðingum þess mínar bestu kveðjur og óskir um árangur í þeirra erfiðu baráttu. Á Landspítal- anum eru uppi áform um að efla taugadeildina, fjölga sérfræðing- um. Vonandi njóta Ms-sjúklingar þess í framtíðinni. Höfundur er formaður stjrírnar- nefndar Rfkisspftala. BRIDS Umsjón Arnór (I. Ilagnarssnn Magnús E. íslandsmeist- ari í þriðja sinn ÍSLANDSMEISTARI í ein- menningi 1998 varð Magnús E. Magnússon með 1948 stig eftir mjög jafna og spennandi keppni. Röð efstu manna: 2. Kristján Blöndal 1920 3. Brynjar Jónsson 1886 4. Kristinn Kristinsson 1870 5. Eria Sigurjónsdóttir 1866 Þetta er í þriðja sinn sem Magn- ús verður Islandsmeistari í ein- menningi. Meistaraflokkur Því miður varð ekki næg þátt- taka í fyrirhugaðri mótaröð á veg- um BSI fyrir okkar sterkustu spil- ara. Mótaröðinni hefur því verið af- lýst. Félag eldri borgara í Kópavogi Það spiluðu 28 pör þriðjudaginn 13. okt og röð efstu para varð þessi: N/S Pórarinn Amas. - Þorleifur Pórarinss. 391 AsthOdur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 387 Eysteinn Einarss. - Láms Hermannss. 365 A/V Bent Jónss. - Valdimar Láruss. 378 Stígur Herlufsen - Guðm. Guðmundss. 354 þngiríður Jónsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 349 Á föstudag þann 16. spiluðu 26 pör og þá urðu úrslitin þessi: N/S Stígur Herlufsen - Guðm. Guðmundss. 363 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 353 Hörður Davíðss. - Einar Einarss. 347 A/V Magnús Halldórss. - VOhjálmur Sigurðss. 363 Einar Markúss. - Steindór Árnas. 348 Ernst Backman - Jón Andréss. 342 Bridsdeild FEB Fimmtudaginn 8. október spil- uðu 28 pör Mitchell-tvímenning í Ásgarði, Glæsibæ. Efstu pör voru: N-S Olafur Ingvarsson - Rafn Kristjánsson 384 Oddur Halldórsson - Haukur Guðmundsson 350 Fróði Pálsson - Þórarinn Arnason 328 A-V Halldór Kristinsson - Sigurður Kristjánsson 371 Hannes Ingibergsson - Anton Sigurðsson 369 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 369 Láras Hermannsson - Eysteinn Einarsson 349 Meðalskor var 312. Mánudaginn 12. október spiluðu einnig 30 pör Mitchell-tvímenning. Árangur efstu para. N-S Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 524 Eyjólfúr Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson476 Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 438 A-V Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmundsson 530 Sigurleifur Guðjónsson - Oliver Kristófersson476 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson475 Meðalskor var 420. Bridsfélag Hafnarfjarðar ÞRIÐJA og síðasta umferðin í minningarmóti Kristmundar Þor- steinssonar og Þórarins Andrews- sonar var spiluð mánudaginn 19. október. Hæstu skor það kvöld náðu eftirtalin pör. N-S Olafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 262 Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss.250 Njáll G. Sigurðsson - Bjami Oli Sigursveinss. 230 A-V Ásgeir Ásbjörnsson - Dröfn Guðmundsd. 240 Björn Höskuldsson - Sigrún Arnórsdóttir 239 Guðm Svo sem sjá má var keppnin mjög spennandi og ekki síður í N-S riðlinum þótt lokastaðan gefi annað til kynna en þar skiptust 3 pör á um að hafa forystuna. Ekki var keppnin um efsta sætið í heildina minna spennandi og mátti keppnisstjóri prísa sig sælan að þurfa ekki að leggja út í flókinn útreikning til úrskurðar um sæti. En heildarúrslitin urðu þessi: Njáll G. Sigurðss. - Bjarni Oli Sigursveinss. 721 Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss.720 Ásgeir Ásbjömsson - Dröfn Guðmundsdóttir 717 Gísli Hafliðason - Jón Gíslason 684 Guðmundur Magnúss. - Ólafur Þór Jóhannss. 682 Næsta mánudagskvöld, 26. októ- ber, hefst svo aðaltvímenningur fé- lagsins, sem spilaður verður með Barometersniði og mun standa í 4 kvöld. Spilamennska hefst kl. 9.30 og er spilað í Hraunholti, Dalshrauni 15. Bridsfélag Austurlands Austurlandsmót í hraðsveita- keppni fór fram á Seyðisfirði 17. október sl. með þátttöku 10 sveita. Efstar urðu: Herðir, BF 951 Hótel Bláfell, B. Suðurfj. 874 Sveit KHM, BF 849 Hjörtur Unnarss., B. Seyðisf. 824 Magnús Guðmundss., B. Seyðisf. 818 Austurlandsmót í einmenningi fór fram daginn eftir með þátttöku 20 spilara: Efstir urðu: Einar Guðmundss., B. Seyðisf. 267 Vilhelm Adolfsson, B. Seyðisf. 258 Jóhanna Gíslad., BRE 256 Pálmi Kristmannsson, BF 249 Svavar Björnsson, BRE 247 Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Nú er lokið þriggja kvölda Butler-tvímenningi með sigri Hall- dórs Aspar/Magnúsar Magnússon- ar og Sigurjóns Jónssonar. Keppn- in var ansi jöfn og sveiflur urðu hjá nokkrum pörum. Urslit urðu eftir- farandi: Sigurjón Jónsson - Halldór Aspar/ Magnús Magnússon 187 Ævar Jónasson - Jón Gíslason 186 Trausti Þórðarson - Ingimar Sumarliðason 184 Heiðar Sigurjónsson - Vignir Sigursveinsson/Randver Ragnarsson 180 Sigurður Albertsson - Jóhann Benediktsson 173 Sl. miðvikudag, 21. október, var spilaður eins kvölds tvímenningur, vanir/óvanir. Bridsfélag Suðurnesja Gunnlaugur Sævarsson og Karl G. Karlsson sigruðu í hausttvímenn- ingnum, sem lauk sl. mánudags- kvöld. Þeir áttu hæstu skorina í 3 kvöld af fjórum en lokastaðan varð þessi: Karl Karlsson - Gunnlaugur sævarsson 68 Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 57 Garðar Garðarsson - Heiðar Sigurjónsson 47 Svala Pálsd. - Guðjón Svavar Jenssen 23 Meðalþáttakan var 12 pör og meðalskor 0. Næst hefst sveitakeppni. Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund á mánudagskvöldum og hefst spila- mennskan kl. 19.45. Bridsfélag Hreyfils Ragnar Björnsson og Daníel Hall- dórsson sigruðu í hausttvímenningi félagsins sem nýlega er lokið. 36 pör tóku þátt í mótinu og varð lokastaða efstu para þessi: Ragnar Björnsson - Daníel Halldórsson 962 Friðbjörn Guðmundss. - Björn Stefánss. 945 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 916 Skafti Björnsson - Jón Sigtryggsson 905 BirgirJýjaransson - Arni Kristjánsson 896 Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafsson 878 Þá er aðalsveitakeppni vetrarins hafín með þátttöku 14 sveita. Tveim leikjum er lokið og er sveit Sigurðar Seingrímssonar í forystu með 41 stig. Sveit Önnu G. Nielsen er önnur með 40 og Vinirnir eru með 39. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit .mbl.is/fasteignir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.