Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 53
EINAR
SIGURJÓNSSON
+ Einar Sigur-
jónsson fæddist
í Vestmannaeyjum
7. janúar 1920.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
14. október síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 20.
október.
Það má segja að
Seljaland hafi verið
fjölbýlishús þess
tíma, en það er mikill
fjöldi fólks sem hefur búið að
Seljalandi um lengri eða skemmri
tíma. Fjölskylda Einars fluttist að
Hólum og síðar að Höfðabrekku,
en að því kom að faðir Einars fór
að byggja við Vestmannabraut.
Einar byrjaði 9 ára í skóla, en
höfnin, bátar og sjósókn átti hug
hans allan svo að við lá að lær-
dómurinn sæti á hakanum. Einar
skráði hjá sér nöfn bátanna og var
með yfir hundrað á skrá hjá sér.
Æskufélagar Einars voru Bergur
og Karl Vilmundarsynir, Óskar í
Hólum og Ólafur Erlendsson.
A sumrin var verið í íþróttum í
Brimhólalautinni og í Dalnum en
þegar Einar var milli 10 og 12 ára
var hann farinn að reyna fyrir sér
með færi.
Einar fór ekki í unglinganám
þrátt fyrir hvatningu frá Þor-
steini Þ. Víglundssyni. Honum
fannst vera þörf fyrir sig við sjáv-
arsíðuna og þegar hann var 13 til
14 ára gerðist hann netamaður á
Lundanum, en Einar hafði farið á
námskeið hjá Jóni föður Reykdals
netagerðarmeistara. Seinna tóku
þeir félagar Óskar í Hólum að sér
saman bátana Lunda og Happa-
sæl, Einar með netin og Óskar í
aðgerðina.
A þessum tíma voru notuð
hampnet sem entust illa, en það
þurfti að fella 2 til 3 hundruð net
fyrir hvorn bát. Tveimur árum
seinna fór Einar til sjós með Jóni
í Mandal á Mýrdælingi með
dragnót að vori til. Þegar hér var
komið fór Einar á mótoristaskóla
og að því loknu gerðist hann
beitumaður og 2. mótoristi hjá
Þorgeiri Jóelssyni frá Sælundi á
Lundanum. Einar var 10-11 ár til
sjós, þar af 4 ár með Þorgeiri,
sem fyrr er nefndur. Einar var
með fiskimannapróf.
Það var ríkt í Einari að komast
í einhver ævintýri og komst hann
þá á síld með Ai’manni Friðriks-
syni á Isleifí og síðar með Óskari
Gíslasyni á Garðari, sem vélstjóri,
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyi'ir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna sldlafrests.
síðar Skógafoss.
Þetta var á sfld og
fiskaðist vel eða um
14.000 mál. Þess skal
getið að Garðar var
norskbyggður furu-
bátur 60-70 tonn,
svajgur og lekur.
A síldinni kynntist
Einar eftirlifandi
konu sinni, Hrefnu
Sigurðardóttur frá
Siglufírði, en móðir
hennar, Ólöf As-
grímsdóttir, var ætt-
uð úr Fljótum, en fað-
ir hennar, Sigurður
Sigurðsson, var ættaður frá Ólafs-
firði.
Hugur Einars stóð til þess að
komast í útgerð. Svo fór að hann
keypti Snorra goða af Gunnari
Ólafssyni við þriðja mann.
Báturinn fékk nafnið Sigurfari.
Að vísu var vélin talin ónýt, en
þrátt fyrir það gekk vel, m.a.
fengu þeir félagar það verkefni að
þjónusta setuliðið í Hvalfirði og
vélin hékk saman.
í desember 1943 gengu þau Hr-
efna og Einar í hjónaband, en þau
byrjuðu að búa í einu herbergi í
húsi foreldra hans, en 1945 byrja
þau að byggja við Heiðarveg, við
litla hrifningu krakkanna í hverf-
inu. Þarna voru sleðabrautirnar
okkar á Mangatúninu.
A þessum tíma vildu margir
flytja frá Eyjum og svo fór að
meðeigendur Einars fluttu báðir
burt. Þá gekk eitthvert Reykja-
víkurfár yfir byggðina. Þeir félag-
ar vildu fá Einar með. Einar var
tregur til og enn síður vildi Hr-
efna flytja. Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri lagðist gegn því að
þau flyttu og þau fluttu ekki neitt.
Nú gerðist það að Óskar Ólafs-
son kom inn í útgerðina með Ein-
ari og er skemmst frá því að segja
að þeirra samstarf varð farsælt og
stóð yfír 20 ár.
Einar fór að verka aflann, en
það kunni hann vel, enda hafði
hann lært af föður sínum, sem
kunni að verka hágæða vöru.
14. apríl 1951 sökk Sigurfari
skammt frá Eyjum. Nú voru góð
ráð dýr því að það var ekki hlaup-
ið að því að útvega bát. Allt
skammtað og leyfi þurfti fyrir
öllu, en Jóhann Þ. Jósepsson
þingmaður gekk í málið og 14.
ágúst var allt klappað og klárt að
fara til Danmerkur til að sækja
nýjan Sigurfara. 14. september
var byrjað á reknetum.
Það var ríkt í Einari að prófa
eitthvað nýtt og færa út kvíarnar,
en það var tekið dræmt í það í
bankanum og sagt að hér væri
nóg af frystihúsum á heljar-
þröminni.
Svo kemur að því að ísfélag
Vestmannaeyja komst í þrot og
bankinn tók þeim fagnandi sem
vildu spreyta sig á að koma því á
lappirnar. 8 útgerðir með 10 báta
ábyrgðust kr. 150 þúsund á bát,
en skuldirnar urðu nú að 3 millj-
ónum, því bankinn hafði ekki
skýrt rétt frá stöðunni meðan ver-
ið var að hengja Isfélagið á nýja
eigendur.
I Eyjum hefur það ævinlega
viðgengist að menn hafa gengið í
öll verk þegar þörf krefur, en það
vantaði framkvæmdastjóra og
eini maðurinn sem var á lausu var
Einar Sigurjónsson. Hann skellti
sér í framkvæmdastjórastólinn
með enga menntun eða reynslu til
að sinna svo ábyrgðarmiklu starfi.
Hann kunni að vísu að verka salt-
fisk, en lítið á frystingu, en það
kom ekki að sök. Sigurjón Auð-
unsson sá um það mál.
ísfélagið var afskaplega illa í
stakk búið að taka við öllum þeim
fiski, sem þessir bátar báru að
landi auk Austfjarðabáta, en það
er skemmst frá því að segja að nú
fór í hönd mikill uppgangstími hjá
ísfélaginu undir forystu Einars.
Flökunai'vélar voru' keyptar og
hús voru byggð, sem yrði of langt
að tíunda hér.
Þegar fór að líða að því að Ein-
ar myndi draga sig í hlé var hann
ákveðinn í að vera í 30 ár, en svo
vildi til að hann lenti á spítala og
var sagt upp á meðan hann var að
jafna sig. Þetta mislíkaði honum,
en átti eftir að verða sáttur við
sinn hlut síðar.
Nú fór hann að stunda sund og
göngur og svo átti hann „hobby“,
en það var að smíða líkön af bát-
unum sem hann hafði átt og gert
út. Svo horfði hann á sjónvarp og
tók nokkurn þátt í starfi eldri
borgara.
Nú er hann Einar, gamli góði
sundfélaginn, horfinn og snaginn
hans auður í búningsklefanum.
Nú mætir manni ekki lengur hans
hlýja viðmót, en aldrei var hann
svo upptekinn að hann mætti ekki
vera að því að kinka kolli, veifa
eða kasta á mann kveðju. Það var
nú ekki hávaðinn í honum Einari,
en hann komst það sem hann ætl-
aði sér. Það sást best á hraðri
uppbyggingu Isfélags Vest-
mannaeyja undir hans forystu.
Ég vil að lokum senda Hrefnu,
Óskari, Ólafi og öðrum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Bjarni Jónasson.
Einar var Vestmannaeyingur,
fæddur þar og uppalinn og bjó
þar alla sína ævi. Hann hóf ungur
störf við sjómennsku og var lengi
vélstjóri á bátum frá Eyjum.
Hann hafði sérstakan áhuga á vél-
um og öllu sem viðkom vélbúnaði,
hugsaði mikið um þau mál og
hafði á þeim yfirgripsmikla þekk-
ingu.
Einar hóf snemma þátttöku í
útgerð og eignaðist með fleirum
vélbátinn Sigurfara VE. Hann
stóð fyrir saltfískverkun af bátn-
um og jafnframt vann hann við
þurrkhúsið hér í Vestmannaeyj-
um.
En starfa Einars hér í Vest-
mannaeyjum verður fyrst og
fremst minnst fyrir afskipti hans
af málefnum Isfélags Vestmanna-
eyja hf., sem hefur áratugum
saman verið eitt af lykiifyrirtækj-
um í atvinnulífi Eyjamanna.
Einar tók sæti í stjórn Isfélags-
ins árið 1956 og varð þá jafnframt
framkvæmdastjóri þess. Árin þar
á undan hafði starfsemin verið í
lægð en þetta breyttist verulega
með Einari og félögum hans. Þeir
rifu félagið upp, útveguðu nýjar
vélar, bætti húsakost og juku
framleiðsluna verulega. í höndum
Einars varð Isfélagið fljótlega
eitthvert best rekna frystihús á
landinu.
Einar var vakinn og sofinn fyrir
velferð Isfélagsins, hvað betur
mætti fara í rekstrinum og hvað
hægt væri að bæta. Það var ekki
hávaði eða læti í Einari en hann
fylgdi hlutunum eftir af skynsemi
og þekkingu á aðstæðum og þær
lausnir, sem hann kom með voru
raunhæfar og skiluðu árangri.
Einar var forstjóri ísfélagsins í
rúmlega 30 ár og lét af störfum
árið 1987. Eins og alltaf í sjávar-
útvegi, hafa skipst á skin og skúr-
ir en þegar litið er yfir þetta 30
ára tímabil í 95 ára sögu Isfélags-
ins, má segja að það sé það far-
sælasta í sögu þess.
Einar verður öllum eftirminni-
legur sem kynntust honum, hann
var fróður, vildi kynna sér hlutina
vel og tók ekkert gefið, sem við
hann var sagt heldur vildi mynda
sér skoðanir á því sjálfur. Hann
var duglegur og vildi þeim mönn-
um vel sem unnu hjá ísfélaginu
og hag þeirra sem bestan.
Að leiðarlokum sendi ég fyrir
mína hönd og ísfélagsins eftirlif-
andi eiginkonu, Hrefnu, og ætt-
ingjum Einars innilegar samúðar-
kveðjur og bið þeim guðs blessun-
ar.
Sigurður Einarsson.
GRÍMA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Gríma Ólafs-
dóttir fæddist
að Brú í Biskups-
tungum 18. janúar
1924. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 13. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Vilborg
Loftsdóttir, frá
Stóra-Kollabæ
Fljótshlíð, f. 8.8.
1894, d. 16.4. 1966
og Ólafur Guðna-
son frá Brú í Bisk-
upstungum, f. 23.6.
1887, d. 18.9. 1965. Gríma var
þriðja í röðinni af sjö systrum.
Systur hennar voru: 1) Aldís
(Iátin), 2) Sigurlaug Halla. 3)
Sigríður (látin). 4) Þórdís Erla.
5) Þóra Björk. 6) Hulda. Gríma
var tvígift. Hún eignaðist þrjá
syni, þeir eru: Ólafur Jakobs-
son, f. 17.9. 1947, giftur Sæ-
björgu Guðbjartsdóttur, f. 2.8.
1946. Synir Sæbjargar eru:
Pétur Fannar Hreinsson, f.
23.5. 1965 og Helgi Sævar
Hreinsson, f. 12.10. 1966. Pétur
Fannar er giftur Kristbjörgu
Sveinsdóttur f. 21.5. 1965 og
eiga þau þrjú börn, Hrein, f.
1.5. 1985, Sæþór Ólaf, f. 3.8.
1988 og Aðalheiði Maggý, f.
10.9. 1994. Helgi Sævar á tvö
börn, þau eru Sæ-
björg, f. 20.11. 1986
og Sara Líf, f. 4.9.
1994. Annar sonur
Grímu er Sigurður
Ársælsson, f. 5.12.
1950 hann er giftur
Önnu Dóru Guð-
inundsdóttur, f.
5.12. 1952 og eiga
þau tvö börn, Al-
dísi, f. 17.8. 1973 og
Brynjar, f. 2.6.
1978. Aldís á eina
dóttur, Önnu Dóru,
f. 9.12. 1996. Dóttir
Sigurðar, Hlín, f.
27.12. 1974. Yngsti sonur
Grímu er Róbert G. Róberts-
son, f. 14.10. 1964, sambýlis-
maður Árni Kristinn Einarsson,
f. 1.3. 1959. Sonur Árna, Hákon
Örn, f. 5.6. 1986.
Gríma fluttist sem barn með
foreldrum sínum til Reykjavík-
ur þar hóf hún snemma störf,
var í vist og starfaði við fisk-
vinnslu. Alla sína starfsævi
þótti Gríma hörkudugleg og
starfaði hún bæði til sjós og
lands. Lengst af stundaði hún
framreiðslustörf og starfaði
Iengi í Þjóðleikhúskjallaranum.
Gríma var lengi kokkur á sand-
dæluskipinu Sandey.
Utför Grímu fór fram í kyrr-
þey, að ósk hinnar látnu.
Elsku mamma mín. Þá er stóra
stundin runnin upp, stund sem þú
varst farin að þrá svo ósköp mikið.
En það er svo skrítið í þessu lííl að
þó maður telji sig undir það búinn
að sjá á eftir manneskju sem stend-
ur manni svo nálægt, þá er maður
það bara alls ekki þegar að því loks
kemur. Síðastliðna daga hafa rifjast
upp fyrir mér liðnu stundirnar sem
við áttum saman, bæði góðar og
slæmar. En þegar upp er staðið eru
góðu stundimar fleiri. Minnist ég nú
helst allra veislnanna sem haldnar
voru á stórhátíðum, sérstaklega jóla
og áramóta. Undirbúningurinn hófst
1 október ár hvert. Það þurfti að
þrífa allt og alla, búa til sfldarrétt-
ina, rauðbeðm- og svínasultuna, sem
þið pabbi gerðuð saman. Smáköku-
deildin var alveg okkar, þar naust
þú þín. Meðan á öllu þessu stóð voru
jólalögin sungin, að sjálfsögðu.
Þegar andlát móður minnar bar
að, hringdi ég í eina af hennar bestu
vinkonum. Byrjaði hún þá að rifja
upp allar gleðistundirnar sem þær
deildu saman. Margar þeirra man
ég meira að segja. Mamma þín ætl-
aði eitt sinn að kenna mér að taka
slátur, en ég lærði aðeins að sauma
vambir. Mamma gat aldrei farið eft-
ir neinum uppskriftum, allt eftir til-
finningunni. Er það eitt af mörgu
sem ég hef lært af mömmu. Mamma
var í mínum huga ósérhlíf-in og yfir-
leitt gleðimanneskja og stutt í hlát-
urinn. Og var svo fram á síðustu
stundu.
Henni er sennilega best lýst í vís-
um sem ein af vinkonum hennar
færði hennar að gjöf.
Gríma góð, er gullið fljóð.
Granna gleður sína.
Megi æ á hennar slóð
gefa gæfu frna.
Hún er glöð á góðri stund
af gæðum gefur hald og sprund.
Fari ég á hennar fund
fæ ég ávallt gleðistund.
(Vava sumarið 67)
Mamma var mér ávallt innan
handar, hvort sem það var með ráð-
gjöf eða á annan hátt. Mun ég ávallt
minnast hennar fyrir það að hafa
hvatt mig og stutt til að taka þátt í
lífinu af fullum krafti og bera mína
ábyrgð. Veit ég að margir aðrir
geta sagt það sama um hana.
Elsku mamma mín, á kveðju-
stund hafðu þökk fyrir allt sem þú
varst mér og mínum.
Þinn sonur
Róbert.
Kæra frænka.
Þótt ljóst hafi verið í nokkurn
tíma að hverju stefndi brá mér
þegar ég fékk tíðindin að þú værir
látin, en þá var ég stödd erlendis.
Ég hafði verið hjá þér tveimur
dögum áður og þá sem ávallt tókst
þú vel á móti okkur og fagnaðir
sérstaklega Höllu Björk dóttur
minni.
Þegar litið er til baka er margs
að minnast. Þú sem ein af „systr-
unum sex“ komst sterkt inn í líf
mitt. Þið systurnar voruð alltaf
mjög samhentar og höfðu mikið
samband, enda var oft eins og ég
ætti sex mömmur og fjölda systk-
ina þar sem systkinabörnin voru.
Nú eruð þið tvær fallnar frá sem
er stórt skarð í systrahópinn. Ég
ætla ekki að rekja æviferil þinn, en
þú reyndir margt og áttir þínar
gleði- og erfiðleikastundir. Það
sem einkenndi þig alla tíð var mik-
ill dugnaður og kraftur.
Ein af fyrstu æskuminningum
mínum eru jóla- og áramótaboðin
hjá þér og fjölskyldu þinni. Þá var
alltaf glatt á hjalla, farið í leiki,
sungið og skemmt sér og veislu-
borðið svignaði undan kræsingum.
Þó að boðin hafi tekið á sig breytta
mynd þegar börnin þín og við
systkinabörnin uxum úr grasi var
alltaf gaman að koma í matarboð
til þín og þau voru ófá. Þér var
sérstaklega lagið að töfra fram
veisluborð og þér fannst aldrei
taka því að halda matarboð nema
kæmu minnst 10-15 manns.
Það sem er efst í huga mínum
núna eru tengslin milli þín og dótt-
ur minnar. Þú tókst miklu ástfóstri
við hana og var hrifningin gagn-
kvæm. Þegar þú bjóst hjá Dúu
systur þinni síðasta árið þá var það
alltaf fyrsta verk Höllu Bjarkar
þegar hún kom í heimsókr. að fara
inn í herbergið til þín til að heilsa
upp á þig og leika við þig. Ef þú
hafðir ekki orku til að leika við
hana fannst henni gott að kúra upp
í hjá þér. Ég mun seint gleyma því
að þegar við komum heim eftir
fimm daga fjarveru fyrr á þessu
ári og þú og mamma höfðuð búið
hjá okkur á meðan til að passa
Höllu Björk að þú hafðir kennt
henni 10-15 bókstafi. Mér hefði
ekki hugkvæmst að byrja að kenna
henni það strax, enda hún bara
tveggja og hálfs árs. Þú munt
alltaf eiga sess í hjarta okkar og
eitt er alveg á hreinu hjá þeirri
litlu að G er stafurinn hennar
Grímu.
Vilborg Lofts.