Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 61 Athugasemd við frétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Náms- gagnastofnun: „Vegna fréttar Ríkissjónvarpsins 18. október sl. þar sem staðhæft var að námsefni til tölvukennslu í grunn- skólum væri af skomum skammti vill Námsgagnastofnun koma eftir- farandi á framfæri. Námsgagnastofnun hefur nú á boðstólum 90 kennsluforrit í ýmsum námsgreinum og stöðugt bætast fleh-i við. Forritin er öll á íslensku nema að sjálfsögðu þau sem ætluð eru til tungumálakennslu. í ofan- nefndri frétt mátti hins vegar sjá nemendur vinna við forrit þar sem allar valmyndir vora á ensku. Forait þau sem gefin eru út af Námsgagna- stofnun eru samin eða valin með til- liti til þess að þau séu í samræmi við kröfur íslenskrar námskrár og falli vel að öðra efni sem notað er til kennslu í grunnskólum. Hlutverk Námsgagnastofnunar er að hafa á boðstólum heildstætt námsefni þar sem hver miðill er notaður til þess sem hann hentar best. Því gefur stofnunin út bækur, myndbönd, hljómbönd, geisladiska og forrit, allt eftir því hvað þjónar efninu best. Framundan er átak í útgáfu kennsluhugbúnaðar til að fylgja eftir tillögum menntamálaráðuneytisins sem fram koma í ritinu í krafti upp- lýsinga. Sem dæmi um nýjar útgáfur má nefna að í næsta mánuði koma út tveir nýir margmiðlunardiskar hjá Námsgagnastofnun. Annar heitir Leikskólinn, lærðu og leiktu og þjálf- ar hann hæfileikana til að hlusta, skilja, sjá, snerta, heyra og fínna. Hinn er ætlaður til enskukennslu og heitir The A-files.“ --------------- Staða kvenna í háskólasam- félaginu ÞORGERÐUR Einarsdóttir verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum fimmtudaginn 29. október. Kynntar verða niðurstöður könn- unar á stöðu kvenna meðal fræði- manna og háskólakennara á Norður- löndum. Könnunin bendh- til þess að jafnréttismálum miði hægt innan háskólasamfélagsins og jafnvel hæg- ar en annars staðar í þjóðfélaginu. Könnunin sýnir ennfremur að við Is- lendingar skipum okkur í hópinn sem rekur lestina. Rabbið er á vegum Rannsóknar- stofu í kvennafræðum við Háskóla Islands í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Súrefmsvörur Kai'Én Herzog • vinna gegn öldrunareinkennuin • enduruppbyggja húðina • vinna á appelsínulnið og sliti • vinna á uiigUngabóiuiii • viðlialda ferskleika lniðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Apótekinu, Smiðjuvegi, í dag kl. 14-18 Kynriingarafsláttur FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Myndverk afhent Alþingi að gjöf NÝLEGA var haldin í Reykjavík ráðstefna um samvinnu norrænna mannréttindastofnana á Netinu. Mannréttindaskrifstofa íslands hefur frá stofnun 1994 verið aðili að samstarfi norrænu mannréttindastofnananna. Árið 1995 samþykkti Norður- landaráð að styrkja upplýsinga- samstarf á sviði mannréttinda. Með tilkomu Netsins hafa hug- myndir fólks um slíka samvinnu tekið algjörum stakkaskiptum. Nú þegar 50 ár eru liðin frá samþykkt Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna telja mannréttindastofnanirnar að koma þurfí starfi sínu á fram- færi á Netinu. Olafur G. Einarsson, forseti Alþingis, setti ráðstefnuna og gerði grein fyrir framlagi Alþingis til aukinna upplýsinga á Netinu. Ragnar Aðalsteinsson, formaður sjjórnar Mannréttinda- skrifstofu íslands, og Klaus Slavinsky, forstöðumaður upp- lýsingadeildar Mannréttinda- skrifstofu Danmerkur, færðu Alþingi áritað verk danska myndlistarmannsins Niels Wittens sem hann málaði í tilefni afmælis Mannréttindayfírlýsing- arinnar. Einstök tilboð sem gilda til 15. nóv. Ferðatöskusett sem flýgur út á niðurpökkuðu verði! Fjórar vandaðar töskur fyrir fjölskyldur sem hafa mikið til að bera! Verð kr. 9.795- Tilboðsverð aðeins kr. 7.935- Flugtaska á „fríhafnarprís!” Flugtaska með áfastri grind á hjólum. Upplögð fyrir ferðaglaða! Verð kr. 3.285- Tilboðsverð aðeins kr.1.995- r Útsölustaðir: Akranes Húsavík Bókav. Andrésar Nielssonar Bókav, Þórarins Stefánssonar 1 Reykjavlk: Bókabúðin Hlemmi Drangey Laugavegi 58 Penninn Austurstræti Penninn Kringlunni Penninn Hallarmúla Bókabúðin I Mjódd Hafnarfjörður: Bókabúð Böðvars Penninn Strandgötu Keflavík Bókabúð Keflavíkur Borgarnes KB Vöruhús Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur Skagfirðingabúð, Árlorgi Akureyri Bókval Selfoss K.Á. Selfossi Egilsstaðir i Kaupfélag Héraðsbúa , Isafjörður Bókav. Jónasar Tómassonar 1 I Vestmannaeyjar | Bókabúðin Heiðarvegi chhhr-í % Motmæla vínveitingum á íþróttakappleikjum „FRAMKVÆMDANEFND Stór- stúku íslands, IOGT, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun borgaiyf- irvalda að heimila vínveitingar í íþróttahúsum og í tengslum við íþróttakappleiki," segir í ályktun frá framkvæmdanefndinni.. „Framkvæmdanefnd Stór- stúkunnar hvetur ráðamenn veit- ingaleyfa og forystumenn íþrótta- hryefingarinnar að stemma stigu við áfengisveitingum í íþróttahúsum og telur að áfengi og íþróttir fari alls ekki saman. Framkvæmdanefndin styður ein- dregið átak íþróttahreyfingarinanr sem fjöldahreyfingar allra aldurs- hópa með heilbrigðan lífsstíl að markmiði. Ennfremur samþykkti fram- kvæmdanefndin að mótmæla nýleg- um dómi þar sem áfengisauglýsing- ar voru taldar heimilar. Fram- kvæmdanefndin hvetur dómsmál- aráðherra til að setja nýja reglu- gerð sem tekur af öll tvímæli um bann við áfengisauglýsingum." Kringlukast í Kringlunni KRINGLUKAST hófst í gær í verslunum og flestum þjónustufyr- irtækjum í Kringlunni. Á Kringlu- kasti eru fyrirtækin í verslunar- miðstöðinni með sérstök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur þannig að ekki er um útsölu að ræða, segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „í hveri'i verslun eru nokkrar vörutegundir á sérstöku tilboði eða einn eða tveir vöraflokkar og gilda þessi tilboð einungis á meðan Kringlukastið stendur yfir. Algengast er að veitt- ur sé 20-40% afsláttur af þeim vör- um sem eru á tilboði en í sumum til- vikum er afslátturinn enn meiri. Kringlukastið stendur í fjóra daga frá miðvikudegi til laugardags. Afgreiðslutíma Kringlunnar var ný- lega breytt. Nú er opið til kl. 18 á laugardögum, til kl. 19 á föstudög- umen til kl. 18.30 aðra virka daga. Á 3. hæð í Norðurhúsi Kringlunn- ar er barnagæsla. Barnagæslan er opin virka daga frá kl. 14-18.30 og laugardaga kl. 10-18. Skíðaveisla Heimsferða til Austurríkis Heimsferðir bjóða nú glæsilegt úr- val skfðaferða til bestu skíðastaða Austurríkis með beinu flugi til Múnchen, vikulega frá 30. janúar 1999. Við höfum valið Zell am See og Saalbach-Hinterglemm sem okkar aðal áfangastaði. Þeir sam- eina stórkostlegt úrval skíða- brekkna við allra hæfi, afbragðs gististaði og síðast en ekki síst feiknarlega skemmtilegt mannlíf á kvöldin, mikið úrval góðra veit- inga- og skemmtistaða. Hér getur þú valið um yfir 60 lyftur á hverju svæði, snjóbrettasvæði og yftr 100 km af skíðagöngubrautum. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tfmann. Verð kr. 29.630 Flugsæti á mann til Miinchen m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Verð kr. 48.930 Flug, hótel og flugvallarskattar m.v. hjón m. 2 börn, vika, 30. janúar, Pinzgauer Hof. Verð kr. 56.960 Flug, hótel og flugvallarskattur m.v. 2 í herbergi, 30. janúar. 20.000 kr. afsláflur (yrir fiölskylduna 5.000.- kr. afsláttur á martn, fyrstu 200 sætin Beinl morgunflug til Miinchen Brottför kl. 8.30 á laugardögum 30.janúar 6. febrúar 13. febrúar 20. febrúar 27. febrúar 6. mars HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.