Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 65
í DAG
Árnað heilla
A /AÁRA afmæli. í dag,
a U fimmtudaginn 22.
október, verður fertugur
Bragi V. Bergmann, kynn-
ingarfulltrúi og knatt-
spyrnudómari, Möðru-
vallastræti 6, Akureyri.
Sambýliskona hans er Dóra
Hartmannsdóttir. Þeir sem
vilja samgleðjast Braga á
þessum tímamótum eru vel-
komnn- í Gamla-Lund við
Eiðsvöll á Akureyri, laugai’-
daginn 24. október næst-
komandi, milli 16 og 18.
Ljósmyndastofa Sigr. Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 8. ágúst í Háteigs-
kirkju af sr. Árna Bergi Sig-
urbjörnssyni Ágústa María
Árnadóttir og Hjörleifur
Valsson. Heimili þeÚTa er í
Noregi.
Ljósmynd: Héðinn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. júlí sl. í Keldna-
kirkju, Rangárvöllum, af sr.
Sigurði Jónssyni, Þórunn
Óskarsdóttir og Friðrik
Sölvi Þórarinsson. Heimili
þein-a er að Smáratúni 20,
Selfossi.
Hlutavelta
ÞESSI duglega stúlka
safnaði kr. 5.221 kr.
með hlutaveltu til
styrktar Barnaspítala
Hringsins. Hún heitir
Katrín Gunnarsdóttir
og er 8 ára.
r fkÁRA afmæli. í dag,
O U fimmtudaginn 22.
október, verður fimmtug
Ólöf Jónsdóttir, skrif-
stofumaður, Smyrlahrauni
41, Hafnarfirði. Eiginmað-
ur hennar er Gísli Karlsson,
framkvæindastjóri. Þau
hjónin dvelja í sumarhúsi á
Spáni og senda bestu kveðj-
ur þaðan.
r/AÁRA afmæli. í dag,
O V/miðvikudaginn 21.
október, verður fimmtugui'
Guðmundur Sigurjónsson
málaramcistari, Sjávar-
grund 13b, Garðabæ. Eig-
inkona hans er Ragnhildur
Jóhannsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur. Þau taka á móti
gestum í Stjörnuheimilinu
Asgarði í Garðabæ, fóstu-
daginn 23. október kl. 20.
HÖGNI HREKKVÍSI
svartur gafst upp, því hann
sá fram á óverjandi mát: 30.
- Hxg7 31. Hd8+ - Hg8 32.
Bxe5+ - Df6 33. Bxf6 mát!
llnisjún Margeir
Pétursson
STAÐAN kom
upp á Ólympíu-
skákmótinu í
Elista um daginn í
viðureign tveggja
skákmanna frá
fyrrum Sovétríkj-
um: A. Guseinov
(2.510) hafði hvítt
og átti leik gegn A.
Fedorov (2.600).
Svartur iék síðast
29. - Dd6-c6 í
tapaðri stöðu.
30. Dxg7+! og HVITUR mátar í fjórða leik.
SKÁK
BRIPS
lIiiiNjón Guðmundur
Páll Arnarson
Eftir hindrun á hindrun
ofan, endar suður sem sagn-
hafi í fimm laufum. Enginn
doblar, en vinningslíkur eru
ekki mjög miklar.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
* 872
V Á7642
* Á73
* 85
Vestur Austur
AÁG96 6 KD43
VGIO V KD983
♦ 9642 ♦ DG8
* 1043 *K
Suður
A 105
V 5
♦ K105
* ÁDG9762
VesUir Norður AusUir Suðui’
1 hjarta
3 lauf Pass 4 lauf
Dobl 5 lauf Pass
Pass Pass
Dobl austurs á fjórum lauf-
mn var til úttektar og það
hefði verið skynsamlegt að
leyfa AV að spila fjóra spaða,
en suður ákvað að ,Tóma“ í
fimm lauf. Spiiið kom upp í
keppni á Spáni fyrir
nokkrum ái-um, og þar byrj-
aði vestur á því að taka fyrstu
tvo slagina á ÁG í spaða, en
skipti síðan yfii- í tígul. Vih
lesandinn nú taka við.
Það er vissulega betra að
sjá allar hendur, en sagn-
hafi dró réttar ályktanir af
sögnum. Hann taldi víst að
austm- ætti í mesta lagi eitt
lauf, svo hann tók slaginn
heima á tígulkóng og lagði
niður laufás. Þegar kóngur-
inn kom, leit spilið betur út.
Sagnhafi tók því næst fimm
slagi í viðbót á tromp og
hélt eftir í blindum tígulás
blönkum og ás þriðja í
hjarta. Austur réð ekld við
þrýstinginn af síðasta lauf-
inu, því hann varð annað
hvort að fara niður á tvö
hjörtu eða blanka
tíguldrottningu. Ef hann
hendir hjarta, tekur sagn-
hafi hjartaás og trompar
hjarta og fær úrslitaslaginn
á fríhjarta. En austur kaus
að henda tígli, en þá tók
sagnhafi á ásinn og felldi
drottninguna. Hann fékk þá
ellefta slaginn á tígultíu.
STJ ÖRMJSPÁ
cftir Franccs llrakc
VOG
Afmælisbarn dagsins: Pú
ert gæddur foringjahæfi-
leikum en skalt gæta þess
að ganga ekki oflangt í
stjórnseminni.
Hrútur
(21. mars -19. apríl) "jF*
Leggðu áherslu á jákvæð
samskipti við fólk því það
auðveldar allt samstai'f. Ef
einhverjar breytingar þarf
að gera, þurfa þær að vera í
allra þágu.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Hertu nú upp hugann og
drífðu í að framkvæma það
sem þú ætlar þér. Þér verð-
ur ekkert ágengt ef þú
aðeins taiar um verkin.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) nA
Þú munt hitta einhvern sem
er á sömu bylgjulengd og þú
sjálfm-. Gefðu þér tíma til að
spjalla þvi þú hittir ekki
slíkt fólk á hverjum degi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
fc.'ÍiP
Fjárhagslegt öryggi er efst í
huga þér nú sem endranær.
Það er í lagi að gera fram-
tíðaráætlanir ef þú reynir
líka að njóta augnabliksins.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú skalt ekki halda að þú
sért minni maður þótt þú
eigir ekki alla hluti. Kröfur
manna eru mismunandi og
aðalatriðið er að vera sáttur
við sjálfan sig.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <C(L
Þú átt erfitt með að fyrir-
gefa það sem gert var á þinn
hlut. Leitaðu til einhvers
sem getur hjálpað þér með
því að miðla af reynslu sinni.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Nú eru skilyrði hagstæð til
þess að þú framkvæmir hlut
sem þú hefur lengi ætlað
þér. Yttu öllu öðru til hliðar
á meðan..
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú veist af erfiðleikum inn-
an fjöiskyldunnar og þarft
að gæta þín sérstaldega vel
svo að umhyggjusemi þín
verði ekki misskilin.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) 46
Leitaðu réttar þíns og farðu
fram á það sem þú átt skilið.
Tíminn hefur unnið með þér
svo allt reynist þetta
auðveldara en þú bjóst við.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú þarft að tala þínu máli og
veist að enginn getur gert
það fyrir þig. Hertu upp
hugann þvi nú er til mikils
að vinna.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Þú hefur tekið ákvörðun og
skalt halda henni til streitu
þótt ekki sé hún til að afla
þér vinsælda. Þá sérðu hverj-
ir eru vinir og hverjir ekki.
Fiskar m
(19. febrúar - 20. mars)
Þú ert hreinskiptinn að eðl-
isfari og getur sagt hlutina
afdráttariaust. Farðu því
ekki að snúa út úr einföldum
spurningum þótt þú sért illa
upplagður.
Stjörnusijána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig með kveðjum, heimsóknum og
gjöfum á sjötugs afinœli mínu.
Með kærri kveðju,
Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir,
Rjúpufelli 31,
Reykjavík.
Aðeins örfáir tímar
lausir í nóvember.
Ef bamið þitt er eldri með lcvef eða
inflúensu notaðu þá tækifærið núna.
Myndataka, þar sem þú ræður hve
stórar og hve margar myndir þú
færð, innifalið ein stækkun 30 x 40
cm I ramma.
kr. 5.000,oo
Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum
af bamunum, eftirfarandi stærðir
færðu með 60 % afslætti frá gildandi
verðskrá ef þú pantar þær strax
endanlegt verð er þá.
13 x 18 cm í möppu kr. 1.200,00
20 x 25 cm í möppu kr. 1.720,00
30 x 40 cm í ramma kr. 2.560,00
Gerðu þinn eigin verð samanburð, hringdu á aðrar ljósmyndastofur og
kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu.
Ljósmyndastofa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd
sími: 554 30 20 sími: 565 42 07
Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga.
Fyrir
árshátíðina
Vorum að taka upp
meiriháttar síðkjóla
í miklu úrvali.
Laugavegi 54, sími 5525201
Ný sending
Yfirhafnir
- Stuttkápur
- Loden-jakkar
- Ulpur
\
I
i
www.mbl.is