Morgunblaðið - 22.10.1998, Blaðsíða 76
SS.Lausnir
Nýherja fyrir
Lotus Notes
Premíum Partnor
www.nyhBrji.is
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
m
HEWLETT
PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Samevrópsk
rannsókn
Einelti
og ofbeldi
í skólum
kannað
BANDALAG íslenskra sérskóla-
nema, Iðnnemasamband íslands og
Félag framhaldsskólanema eru
þátttakendur í alþjóðlegu rannsókn-
arverkefni um félagslegt umhverfi í
skólum á framhaldsskólastigi. I
rannsókninni felst meðal annars
rannsókn á orsökum ofbeldis og ein-
eltis, og hefur Menntaskólinn í
Kópavogi verið valinn til þátttöku í
rannsókninni.
Stefnt er að því að gera könnun
með það að markmiði að greina fé-
lagslega stöðu nemenda á Islandi í
dag, kanna hvaða vandamál eru til
staðar og hvaða tillögur nemendur
hafa til úrbóta. í því felst meðal
annars að kanna hvað veldur ofbeldi
og einelti.
Orsaka ofbeldis og
eineltis Ieitað
Að sögn Jóhanns Kristins Jó-
hannessonar, ritara Bandalags ís-
lenskra sérskólanema og umsjónar-
manns verkefnisins, er verkefnið
unnið á vegum evrópsku náms-
mannasamtakanna Obissu, og er ís-
land eitt fimm tilraunalanda í rann-
sókninni, en önnur lönd eru Dan-
mörk, Noregur, Spánn og Austur-
ríki. Fyrsti samráðsfundur um
framvindu verkefnisins þar sem
fulltrúar allra landa verða viðstadd-
ir, verður haldinn 11. desember nk.
í Danmörku.
Að sögn Jóhanns hefur ekki áður
farið fram rannsókn á ofbeldi og
einelti í skólum á framhaldsskóla-
stigi á Islandi. Segir hann jafnframt
að Menntaskólinn í Kópavogi hafi
verið valinn til þátttöku í verkefninu
þar sem hann sé menntaskóli sem
býður upp á iðnnám.
Morgunblaðið/Golli
Niðurstöður olíuleitarsérfræðings norska fyrirtækisins Statoil
Telur 12% líkur á olíu eða
gasi í setlögum nyrðra
SÉ RFRÆÐINGUR norska olíufé-
lagsins Statoil í olíuleit telur að að
minnsta kosti 12% líkur séu á að olía
eða gas finnist í vinnanlegu magni í
setlögunum norðan við landið en tel-
ur jafnframt litlar líkur á að mögu-
leikarnir veki áhuga stórra alþjóð-
legra olíufélaga. Leggur hann til að
gerðar verði frekari rannsóknir á
svæðinu og telur ekki útilokað að
með því verði hægt að endurskoða
þetta mat til hækkunar.
Við boranir og jarðhitarannsóknir
íslenskra vísindamanna, meðal annars
í Oxarfirði, hefur fundist vottur af gasi
eða olíu. Vitað er að 3-4 kílómetra
þykk setlög eru fyrir norðan Öxar-
fjörð, Skjálfandaflóa og Byjaijörð.
Nýlegar rannsóknir Orkustofnunar
staðfesta að gasið er olíugas en ekki
mýrargas eins og einnig gat verið.
Að tillögu Guðmundar Hallvarðs-
sonar og fleiri alþingismanna ályktaði
Alþingi að fela iðnaðarráðherra að
setja á fót starfshóp til að meta
möguleika á olíuvinnslu hér á landi.
Formaður starfshópsins, Sveinbjöm
Bjömsson, fyrrverandi háskólarekt-
or, segh' að íslendingar eigi mögu-
leika á olíuleit á þremur svæðum.
Nefnir hann fyrst setlögin við
norðurströndina, þá við Jan Mayen
samkvæmt samningum sem á sínum
tíma voru gerðir við Norðmenn og í
þriðja lagi hugsanleg ítök á Hatton-
Rockall svæðinu. Norðmenn hafa
gert rannsóknir við Jan Mayen en
olíufélögin hafa lítinn áhuga sýnt því
svæði enn sem komið er en Svein-
björn telur að sá áhugi geti vaknað
síðar.
Ekki nóg til að vekja áhuga
Sveinbjöm segir greinilegt að
möguleikar séu á að olía finnist í set-
lögunum norðan við landið. Starfs-
hópurinn ákvað að fá óháðan sér-
fræðing til að fara yfir þau gögn sem
íslenskir vísindamenn hafa safnað
um málið og til verksins var fenginn
breskur starfsmaður norska olíufé-
lagsins Statoil, yfirmaður olíuleitar
þess félags á hafsvæðinu í kringum
Bretland og við Færeyjar.
í skýrslu Bretans kemur fram að
þokkalegar líkur eru taldar á að olía
eða gas geti myndast á svæðinu,
miðlungslíkur á að olían geti safnast
upp í berginu en minni líkur á að
bergið geti geymt hana. Síðasttalda
atriðið helgast af því að hugsanleg
olía er á virku jarðskjálftasvæði.
Að þessu öllu metnu telur hann
12% líkur á að olía eða gas finnist á
svæðinu og það sé verulega miklu
minni líkur en olíufélög þurfi til þess
að hefja olíuleit. Telur hann að allt
að helmingslíkur þurfi til að vekja
áhuga stórra alþjóðlegra olíufélaga.
Bretinn lagði tO að gerðar yrðu við-
bótarrannsóknir til að treysta mat
sitt og taldi ekki útilokað að við þær
myndu reiknaðar líkur á olíu aukast,
ekki síst ef einhver ummerki fyndust
um olíu eða gas á hafsbotninum.
Telur Sveinbjörn að þessar rann-
sóknir þurfi ekki að vera dýrar en
með þeim sé hugsanlegt að fá lítið ol-
íufélag til samstarfs um frekari
rannsóknir, í þeirri von að stórt félag
fái síðar áhuga. Olíustai'fshópurinn
hefur skýrt iðnaðan'áðherra frá
þessum niðurstöðum með formleg-
um hætti og bíður ákvai'ðana hans.
Sveitarfélögin í Öxai-firði og ná-
grenni og fleiri aðilar undirbúa bor-
un rannsóknarholu á háhitasvæðinu í
Öxarfirði. Borunin er hönnuð með
jarðhitarannsóknir í huga en þó mið-
ast undirbúningur við að hægt verði
að bregðast við hugsanlegum gas-
þrýstingi.
Skuggarnir
lengjast
HAUSTLITIR náttúrunnar hafa
náð hámarki þetta árið og falla
síðustu laufblöðin til jarðar þessa
dagana. Sólargangur styttist með
hverjum deginum og skuggarnir
lengjast. Haustbirtan sem fylgir
lægri sól getur verið einstaklega
falleg, eins og ljósmyndari Morg-
unblaðsins fangar svo skemmti-
lega á þessari mynd.
Verslunin Sautján
Ekki með í
Smáralind
TÍSKUVERSLUNIN Sautján hefur
ásamt systurverslunum dregið sig út
úr samningaviðræðum við verslunar-
miðstöðina Smáralind sem verið er
að reisa í Kópavogi.
í gær gengu eigendur Sautján frá
samningi við Eignarhaldsfélag
Kringlunnar, um langtímaleigu á 700
fermetra rými á annarri hæð Kringl-
unnar. Sautján er nú í um 300 fer-
metra húsnæði í Kringlunni og með
flutningnum tvöfaldar hún því versl-
unarrými sitt þar og vel það.
■ Tvöfaldar verslunarrýmið/Cl
Morgunblaðið/Kristján
Steypt í
snjoíjuki
Akureyri. Morgunblaðið.
FRAMKVÆMDIR við byggingu
stórhýsis á lóðinni sunnan Bún-
aðarbankans í miðbæ Akureyrar
eru komnar í fullan gang. I hús-
inu verður rými fyrir verslanir,
skrifstofur og íbúðir. Starfsmenn
SS Byggis voru í steypuvinnu í
grunni nýbyggingarinnar í gær
og létu snjókomuna ekki hafa
nein áhrif á vinnu sína.
------------------
Farsíminn
fannst í
seinni leit
BIRGIR Leó Ólafsson á Selfossi
týndi farsíma sínum við leitir á
Landmannaafrétti 20. september
síðastliðinn. Tveimur vikum seinna
fann Sigurjón Eiríksson farsímann
við eftirleitir í úfnu landi í Valafelli
og reyndist enn vera rafmagn á raf-
hlöðum hans.
Birgir Leó hafði gert sér ferð til
að leita símans skömmu efth' að
hann uppgötvaði að hann hefði týnt
honum við leitir. Þá fannst hvorki
tangur né tetur af símanum enda
mjög erfitt að leita á svæðinu.