Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vetur að ganga í garð og lögreglan hvetur ökumenn til aðgæslu „Viðkvæmasti tími ársinsu VETUR gengTir í garð á morg- un, iaugardaginn 24. október. Álirifa vetrar er þegar farið að gæta og fer færð senn að versna víða um land. Ekki er leyfilegt að aka á negldum börðum fyrr en 1. nóv- ember nema aðstæður leyfi og telur lögreglan að þær séu fyrir hendi þessa dagana víða um land og mun því leggja blessun sína yfir neglda barða. Þó eru sárafáir komnir á vetrarbarða, að sögn iögreglu, en fastlega má gera ráð fyrir að ökumenn taki nú snögglega við sér og skipti yfír á vetrarbarðana. „Þetta er viðkvæmasti tími ársins,“ sagði lögreglan á Blönduósi. „Ökumönnum bregð- ur nokkuð í fyrstu frostum og aka ofurvarlega á sumarhjól- börðunum. Siðan kemur þíðukafli og veggrip verður með besta móti, en þegar hálka myndast aftur í næsta kulda- kafla eru menn ekki eins ár- vökulir og þá er hætt við óhöpp- um.“ Kraftur að komast í starf hjól- barðaverkstæða Kraftur er að komast í starf- semi hjólbarðaverkstæðanna og má búast við venjubundinni ör- tröð þegar fyrstu snjókornin þekja hauður. í fyrra hófst sala á íslenskum harðkornabörðum, sem er einn kostur bifreiðaeig- enda fyrir vetrarakstur. I gúmmíinu eru örsmá granítkorn sem veita viðnám í hálku eins og naglarnir en hafa ekki eyðandi áhrif á snjólausar götur borgar- innar eins og oft vill verða að vetri til. Lögreglan vill minna öku- menn á að hafa rúður ávallt hreinar, athuga frostlög á vatns- kassa og setja ísvara í bens- íntankinn. Einnig má bera síli- kon á hurðargúmmí til að koma í veg fyrir að hurðir fijósi aftur og bera lásaolíu í skráargöt. Sekt fyrir líkamsárás TVEIR menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til 10 þús- und króna sektar hvor fyrii’ minniháttar líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Nelly’s Café, sem átti sér stað þann 28. febrúar sl. Þriðji maður- inn, sem var ákærður fyrir að- ild að árásinni var sýknaður. Sá sem ráðist var á handar- brotnaði auk þess sem kvarn- aðist út þremur tönnum hans. Hann var mjög ölvaður um- rætt kvöld og segir í niður- stöðu dómara að ekki sé unnt að líta svo á að ákærðu hafi gert atlögu að honum heldur verður að telja að þeir hafi lent í áflogum við hann hver í sínu lagi og að hann hafi að nokkru leyti átt upptökin að þeim með framferði sínu. Bílvelta á Krísuvíkur- vegi FIMM ítalir á bflaleigubfl óku útaf í hálku á Krísuvíkur- vegi við Yatnsskarðsnámur í gærmorgun kl. 10.50. Tveir þeirra voru fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra voru minniháttar. Bfllinn skemmdist hinsvegar talsvert og þurfti að flytja hann á brott með kranabifreið. Tveir farnir heim af sjúkrahúsi TVEIR sjúklingar af fjórum, sem slösuðust í hörðum þriggja bíla árekstri við mót Þrengslavegar og Suður- landsvegar á miðvikudags- kvöld, voru útskrifaðii- af Borgarspítalanum í gær. Þriðji sjúklingurinn verður útskrifaður á morgun, en sá fjórði mun þurfa að liggja nokkrar vikur enn til áfram- haldandi meðferðar, að sögn læknis á skurðdeild. Hann er þó ekki í lífshættu, heldur þurfa m.a. beinbrot, sem hann hlaut, tíma til að jafna sig. Morgunblaðið/Kristinn KRAFTUR er að komast í starfsemi hjólbarðaverkstæðanna og má búast við venjubundinni örtröð þegar fyrsti snjóinn þekur hauður. Dráttur á greiðslu ferliverka á St. Jósefsspítala í Hafnarfírði Andlát Læknar hætta bæklunaraðgerðum SÉRFRÆÐINGAR í bæklunar- lækningum á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eru hættir að annast aðgerðir á sjúklingum sem unnar eru sem ferliverk á spítalanum, þ.e. að vinna læknisverkin sem verktakar, þar sem þeim þykir greiðslur hafa dregist úr hömlu. Eftir að þjónustusamningur sjúkrahússins við heilbrigðisráðu- neytið kom til hætti Trygginga- stofnun ríkisins að greiða fyrir ferliverk en sjúkrahúsinu falið að greiða læknum fyrir þau með fjár- veitingu þjónustusamningsins. Hefur ekki verið gengið frá slíku samkomulagi lækna og spítalans. Ferliverk lækna hafa ýmist ver- ið unnin á læknastofum þeirra og læknastöðvum eða inni á sjúkra- húsunum og í báðum tilvikum hef- ur Tryggingastofnun ríkisins greitt læknunum fyrir þau. Hafi ferliverkin verið unnin á spítala greiða læknamir 40% í aðstöðu- gjald til spítalans og hefur það hlutfall verið miðað við kostnaðar- hlutfall ferliverka lækna á stofum þeirra. Með tilkomu þjónustu- samningsins hefur Trygginga- stofnun hins vegar hætt greiðslum fyrir ferliverk sem unnin eru af læknum inni á spítalanum. Óánægja meðal fleiri sérfræðinga Jens Kjartansson, yfirlæknir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, segir að ekki hafi enn verið samið um greiðslu spítalans fyrir ferliverk lækna sem unnin eru þar. Hafa reikningar lækna ekki verið greiddir frá því í júní nema hvað lítillega var greitt inn á reikningana nýlega, þó án þess að samningur lægi fyrir. Jens segir að mest óánægja hafi verið meðal bæklunarsérfræðinga en þó hafi aðrir sérfræðingar, sem unnið hafa ferliverk á spítalanum, einnig verið óánægðir en margir læknanna eru einungis í hluta- starfi á spítalanum. Ágúst Karlsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum, segir að meðan þetta ástand vari lengist biðlistar vegna bæklunaraðgerða. Læknar sem vinni ferliverk hafi hins vegar ekki tök á að sinna ferliverkum á spítalanum án þess að fá greitt fyrir þau og því ein- beiti þeir sér frekar að verkefnum á stofiim sínum. Ágúst segir kostn- aðarhlutfall hafa verið 40%, kannski orðið eitthvað hærra vegna nýlegra fjárfestinga í tækja- búnaði. Kostnaðarhlutfallið er mis- jafnt eftir einstökum aðgerðum og einstökum sérfræðigreinum. GUÐMUNDUR PÉTURSSON GUÐMUNDUR Pét- ursson vélstjóri og fyrr- verandi forseti Far- manna- og fiskimanna- sambands íslands er látinn, 85 ára að aldri. Guðmundur fæddist 29. nóvember árið 1912 í Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru Pétur Sveinsson hús- maður í Skáleyjum og Ástríður Jónsdóttir húsmóðir. Guðmundur lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1937 og járnsmíðanámi í Vélsmiðjunni Hamri hf. árið 1938, vélskólaprófi í Vélskólanum í Reykjavík árið 1940 og prófi frá raf- magnsdeild við sama skóla árið 1942. Að námi loknu var hann um tíma á Reykjaborginni og síðan vélstjóri á báti frá Akranesi. Hann var vél- stjóri á skipum Skipaútgerðar ríkis- ins á árunum 1942-56 en var þá falið eftirlit með viðhaldi og við- gerðum skipa félagsins. Hann var kennari í vél- fræðigreinum við meira mótomámskeið Fiski- félags íslands á árun- um 1962-1966 og við Vélskóla íslands frá ár- inu 1966-71. Hann var í stjórn Vélstjórafélags fslands frá 1947-1956 og frá 1960 fram yfir 1970 og formaður þess árin 1953-1955. Guð- mundur sat í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands ís- lands frá árinu 1964 og var forseti sambandsins árið 1969. Hann var skipaður í Siglingadóm árið 1965, í skólanefnd Vélskólans árið 1966 og starfaði að nefnd sem gerði lög um vélstjóra og atvinnu- réttindi vélstjóra. Hann var sæmd- ur heiðursmerki sjómannadagsráðs á sjómannadaginn árið 1990. Kona hans var Herdís Friðriks- dóttir en hún lést árið 1997. Þau áttu fjögur uppkomin böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.