Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
\ Norska ríkið styrkir leikna kvikmynd um Smuguveiðamar.
ÞAÐ kom engnm á óvart að sægreifarnir okkar myndu slá í gegn og yrðu eftirsöttir af
erlendum kvikmyndaframleiðendum í skúrkahlutverkin.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Framkvæmdir við Bláa lónið á áætlun
Grindavík. Morgunblaðið
FRAMKVÆMDIR við Bláa Lónið
ganga samkvæmt áætlun. Grímur
Sæmundsen, framkvæmdastóri
Bláa Lónsins h/f, segir að enn sé
of snemmt að segja til hvenær
opnað verður.
„Við horfum til mánaðarmót-
anna apríl - maí næsta vor og það
væri mjög skemmtilegt ef það
yrði sumardagurinn fyrsti,“ segir
Grímur. Fyrirtækið LAVA ann-
ast byggingaframkvæmdir.
HOMIG
spagetti
Madibic
Frigg
Glerhreinsir
500
þeytirjomi
ml
Elbow
530
makkaronur
Campell
500
kjuklin
asupa
Campell
sveppasupa
Macarow
I |LM
NSour
Vilko
kaffi
Diletto
vöffluduft
LAND ALLT
Ráðstefna um jaðarhópa samfélagsins
Fólki hjálpað
út í samfélagið
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborg-
ar, Félagsvísinda-
deild Háskóla Islands og
Rauði kross Islands efna
til ráðstefnu undir yfir-
skriftinni A jaðrinum í
Súlnasal Hótels Sögu frá
kl. 9 til 17 í dag.
Lára Bjömsdóttir, fé-
lagsmálastjóri, segir að
ráðstefnan sé haldin fyrir
áeggjan Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur-
borgar. Félagsmálastofn-
un hafi ómælda reynslu
af því að veita fólki á
svokölluðum jaðri, þ.e.
ófært um að lifa lífinu án
stuðnings samfélagsins,
nauðsynlega aðstoð. „Við
höfum lengi velt því fyrir
okkur hvernig hægt sé að
stuðla að betri skilningi á að-
stöðu þessara hópa úti í þjóðfé-
laginu. Aðalvandinn hefur falist
í því hversu umræðan hefur
verið tilviljunarkennd og gjam-
an snúist um ákveðna atburði
fremur en almennt ástand. Fólk
er ýmist gert að dýriingum eða
djöflum og talað í upphrópunar-
stfl.
Við viljum bæta úr þessu með
því að efna til faglegrar og mál-
efnalegrar umræðu og voram
svo heppin að fá til liðs við okk-
ur Félagsvísmdadeild Háskóla
Islands og Rauða kross ís-
lands.“
- Sækið þið íyrirlesara til
annarra landa?
„Já, við voram svo heppin að
geta sótt í smiðju þriggja er-
lendra sérfræðinga. Ian Gough,
prófessor við háskólann í Bath í
Englandi og höfundur bókar-
innar Kenning um mannlegar
þarfir (Theory of Human
Need), heldur fyrirlestur undir
yfirskriftinni „Þarfir, réttindi
og félagsþjónusta“. Kirsten
Rytter, verkefnisstjóri á gæða-
og atvinnumálaskrifstofu Osló-
borgar, segir frá þróunarvinnu í
tengslum við hvernig hægt er
að koma fólki aftur út í samfé-
lagið eftir að hafa verið á bótum
árum saman. Börje Mattsson,
verkefnisstjóri innflytjenda-
þjónustu í borginni Karja í
Finnlandi, ætlar svo að fjalla
um nýjar leiðir til að skapa at-
vinnu.“
- Hvaða innlendir sérfræð-
ingar flytja erindi?
„Sigríður Jónsdóttir, yfir-
maður rannsóknar- og þróunar-
sviðs Félagsmálastofnunar,
segir frá rannsókn ----------
sinni á aðstæðum og
líðan fólks sem fær
fjárhagsaðstoð til
langs tíma í Reykja- __
vík. Við vinnuna var
stuðst við nýlega sambærilega
rannsókn á högum sama hóps
fólks annars staðar á Norður-
löndunum. Við bíðum auðvitað
spennt eftir að heyra í Sigríði
enda hefur hún ekkert gefið
fyrr upp um niðurstöðurnar.
Kristján Sturluson, skrif-
stofustjóri innanlandsdeildar
Rauða kross íslands, heldur er-
indi um samstarf Rauða kross-
ins, Félags einstæðra foreldra,
Öryrkjabandalagsins og Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar. Rann-
veig Traustadóttir, dósent við
Háskóla íslands, heldur erindi
um þrjá hópa kvenna á jaðrin-
um, m.a. innflytjendur og fatl-
aðar konur. Karl Sigurðsson,
Lára Björnsdóttir
► Lára Björnsdóttir, félags-
málastjóri í Reykjavík, er fædd
25. október árið 1943 á Stöðv-
arfirði. Hún varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
árið 1963, félagsráðgjafi frá
Kaupmannahafnarháskóla árið
1968 og lauk MA-gráðu í fé-
lags- og samfélagsfræði frá
Bradfordháskóla í Englandi ár-
ið 1986. Eftir að hafa unnið
lengi að málefnum fatlaðra
varð Lára félagsmálastjóri í
Reykjavík árið 1984 og hefúr
gegnt því starfi síðan.
Eiginmaður Láru er Ingólfur
Hjartarson, hæstaréttarlög-
maður. Lára á þijú börn og eitt
barnabarn.
Ekki duga
alltaf hefð-
bundnar leiðir
sérfræðingur á Félagsvísinda-
stofnun Háskólans, gerir grein
fyrir niðurstöðum sínum og
Stefáns Ólafssonar í tengslum
við samnoraæna rannsókn á fá-
tækt.
Þar með held ég að allir fyrir-
lesararnir séu upptaldir. Sér-
stakir verndarar ráðstefnunnar
eru svo Ingibjörg Sólrán Gísla-
dóttir, borgarstjóri, Páli Skúla-
son, rektor HI, og Anna Þráður
Þorkelsdóttir, foiTnaður Rauða
kross íslands, og munu þau
flytja okkur sinn boðskap."
- Hefur verið nægilega mikið
gert til að hjálpa langtíma skjól-
stæðingum Félagsmálastofnun-
ar aftur út í samfélagið?
„Nei enda höfum við ekki
alltaf vitað hvernig best er að
fara að. Núna ætlum við að efna
til átaksverkefna til að leysa
vandann og eflaust kemur inn-
leggið frá ráðstefnunni þar að
góðum notum enda duga ekki
alltaf hefðbundnar leiðir þegar
-------- þessi hópur á í hlut.
Ekki er nóg að setjast
niður með fólki og
segja: „Þú átt að fara
að vinna?“ Hópastarf
í tengslum við sjálfs-
styrkingu hefur verið reynt og
verður haldið áfram með öðrum
leiðum.“
- Fyrir hverja er ráðstefnan?
„Ráðstefnan er öllum opin.
Hins vegar er þvi ekki að leyna
að aðalmarkhópurinn eru
starfsmenn úr félagsþjónust-
unni. Af öðrum get ég sérstak-
lega nefnt áhugamenn, fræði-
menn og fulltráa hagsmuna-
samtaka.
Yfir 20 hagsmunasamtök á
borð við Öryrkjabandalagið,
Þroskahjálp, Styrktarfélag van-
gefinna og Alnæmissamtökin,
Samtökin 78 og Hjálparstofnun
kirkjunnar eru með kynningu á
sinni starfsemi í hliðarsal.“