Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ \ Norska ríkið styrkir leikna kvikmynd um Smuguveiðamar. ÞAÐ kom engnm á óvart að sægreifarnir okkar myndu slá í gegn og yrðu eftirsöttir af erlendum kvikmyndaframleiðendum í skúrkahlutverkin. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Framkvæmdir við Bláa lónið á áætlun Grindavík. Morgunblaðið FRAMKVÆMDIR við Bláa Lónið ganga samkvæmt áætlun. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastóri Bláa Lónsins h/f, segir að enn sé of snemmt að segja til hvenær opnað verður. „Við horfum til mánaðarmót- anna apríl - maí næsta vor og það væri mjög skemmtilegt ef það yrði sumardagurinn fyrsti,“ segir Grímur. Fyrirtækið LAVA ann- ast byggingaframkvæmdir. HOMIG spagetti Madibic Frigg Glerhreinsir 500 þeytirjomi ml Elbow 530 makkaronur Campell 500 kjuklin asupa Campell sveppasupa Macarow I |LM NSour Vilko kaffi Diletto vöffluduft LAND ALLT Ráðstefna um jaðarhópa samfélagsins Fólki hjálpað út í samfélagið Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar, Félagsvísinda- deild Háskóla Islands og Rauði kross Islands efna til ráðstefnu undir yfir- skriftinni A jaðrinum í Súlnasal Hótels Sögu frá kl. 9 til 17 í dag. Lára Bjömsdóttir, fé- lagsmálastjóri, segir að ráðstefnan sé haldin fyrir áeggjan Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur- borgar. Félagsmálastofn- un hafi ómælda reynslu af því að veita fólki á svokölluðum jaðri, þ.e. ófært um að lifa lífinu án stuðnings samfélagsins, nauðsynlega aðstoð. „Við höfum lengi velt því fyrir okkur hvernig hægt sé að stuðla að betri skilningi á að- stöðu þessara hópa úti í þjóðfé- laginu. Aðalvandinn hefur falist í því hversu umræðan hefur verið tilviljunarkennd og gjam- an snúist um ákveðna atburði fremur en almennt ástand. Fólk er ýmist gert að dýriingum eða djöflum og talað í upphrópunar- stfl. Við viljum bæta úr þessu með því að efna til faglegrar og mál- efnalegrar umræðu og voram svo heppin að fá til liðs við okk- ur Félagsvísmdadeild Háskóla Islands og Rauða kross ís- lands.“ - Sækið þið íyrirlesara til annarra landa? „Já, við voram svo heppin að geta sótt í smiðju þriggja er- lendra sérfræðinga. Ian Gough, prófessor við háskólann í Bath í Englandi og höfundur bókar- innar Kenning um mannlegar þarfir (Theory of Human Need), heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Þarfir, réttindi og félagsþjónusta“. Kirsten Rytter, verkefnisstjóri á gæða- og atvinnumálaskrifstofu Osló- borgar, segir frá þróunarvinnu í tengslum við hvernig hægt er að koma fólki aftur út í samfé- lagið eftir að hafa verið á bótum árum saman. Börje Mattsson, verkefnisstjóri innflytjenda- þjónustu í borginni Karja í Finnlandi, ætlar svo að fjalla um nýjar leiðir til að skapa at- vinnu.“ - Hvaða innlendir sérfræð- ingar flytja erindi? „Sigríður Jónsdóttir, yfir- maður rannsóknar- og þróunar- sviðs Félagsmálastofnunar, segir frá rannsókn ---------- sinni á aðstæðum og líðan fólks sem fær fjárhagsaðstoð til langs tíma í Reykja- __ vík. Við vinnuna var stuðst við nýlega sambærilega rannsókn á högum sama hóps fólks annars staðar á Norður- löndunum. Við bíðum auðvitað spennt eftir að heyra í Sigríði enda hefur hún ekkert gefið fyrr upp um niðurstöðurnar. Kristján Sturluson, skrif- stofustjóri innanlandsdeildar Rauða kross íslands, heldur er- indi um samstarf Rauða kross- ins, Félags einstæðra foreldra, Öryrkjabandalagsins og Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Rann- veig Traustadóttir, dósent við Háskóla íslands, heldur erindi um þrjá hópa kvenna á jaðrin- um, m.a. innflytjendur og fatl- aðar konur. Karl Sigurðsson, Lára Björnsdóttir ► Lára Björnsdóttir, félags- málastjóri í Reykjavík, er fædd 25. október árið 1943 á Stöðv- arfirði. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1963, félagsráðgjafi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1968 og lauk MA-gráðu í fé- lags- og samfélagsfræði frá Bradfordháskóla í Englandi ár- ið 1986. Eftir að hafa unnið lengi að málefnum fatlaðra varð Lára félagsmálastjóri í Reykjavík árið 1984 og hefúr gegnt því starfi síðan. Eiginmaður Láru er Ingólfur Hjartarson, hæstaréttarlög- maður. Lára á þijú börn og eitt barnabarn. Ekki duga alltaf hefð- bundnar leiðir sérfræðingur á Félagsvísinda- stofnun Háskólans, gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og Stefáns Ólafssonar í tengslum við samnoraæna rannsókn á fá- tækt. Þar með held ég að allir fyrir- lesararnir séu upptaldir. Sér- stakir verndarar ráðstefnunnar eru svo Ingibjörg Sólrán Gísla- dóttir, borgarstjóri, Páli Skúla- son, rektor HI, og Anna Þráður Þorkelsdóttir, foiTnaður Rauða kross íslands, og munu þau flytja okkur sinn boðskap." - Hefur verið nægilega mikið gert til að hjálpa langtíma skjól- stæðingum Félagsmálastofnun- ar aftur út í samfélagið? „Nei enda höfum við ekki alltaf vitað hvernig best er að fara að. Núna ætlum við að efna til átaksverkefna til að leysa vandann og eflaust kemur inn- leggið frá ráðstefnunni þar að góðum notum enda duga ekki alltaf hefðbundnar leiðir þegar -------- þessi hópur á í hlut. Ekki er nóg að setjast niður með fólki og segja: „Þú átt að fara að vinna?“ Hópastarf í tengslum við sjálfs- styrkingu hefur verið reynt og verður haldið áfram með öðrum leiðum.“ - Fyrir hverja er ráðstefnan? „Ráðstefnan er öllum opin. Hins vegar er þvi ekki að leyna að aðalmarkhópurinn eru starfsmenn úr félagsþjónust- unni. Af öðrum get ég sérstak- lega nefnt áhugamenn, fræði- menn og fulltráa hagsmuna- samtaka. Yfir 20 hagsmunasamtök á borð við Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp, Styrktarfélag van- gefinna og Alnæmissamtökin, Samtökin 78 og Hjálparstofnun kirkjunnar eru með kynningu á sinni starfsemi í hliðarsal.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.