Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Mávahlátur á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld „Verði minn vilji“ KIDDA í kjallaranum (Hanna María Karlsdóttir) tottar pípu sfna í rólegheitum meðan Freyja úðar í sig góðmetinu. Mávahlátur í leikgerð Jóns Hjartarsonar eftir skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleik- hússins í kvöld. Mar- grét Sveinbjörnsddttir fylgdist með æfíngu í vikunni og átti spjall við höfunda skáldsög- unnar og leikgerðarinn- ar en aðalleikkonan vildi sem allra minnst segja um hina dular- fullu Freyju. ÞAÐ fer bókstaflega allt á annan endann í annars friðsælu sjávar- þorpinu þegar glæsikvendið Freyja birtist þar skyndilega á páskadags- morgun eftir sjö ára fjarveru og sest upp á heimili frænku sinnar. Hún kemur alla leið frá Ameríku, þar sem hún var gift offísér, en nú er hann dauður, eins og hún orðar það sjálf. Brátt fara válegir atburðir að gerast og lífið í þorpinu fer allt úr skorðum fyrir tilstilli þessarar dul- arfullu konu með rauðu varimar, ís- bláu augun og svarta hárið sem nær alla leið niður á mjaðmir. Sagan gerist á fyrri hluta sjötta áratugarins. „Á þeim tíma stendur karlaveldið í íslensku samfélagi og ekki síst í sjávarplássinu nokkuð föstum fótum, en þama er skyggnst inn í heim kvennanna. Og þegar grannt er skoðað er veldi þeirra ær- ið, kannski sérstaklega í sjómanns- fjölskyldunum þar sem húsmóðirin er heima og stjómar öllu eins og herforingi," segir Jón Hjartarson, höfundur leikgerðarinnar. Hefur einhvern djúpan skilning á kvenþjóðinni Kristín Marja Baldursdóttir, höf- undur Mávahláturs, tók strax vel í það þegar Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri kom að máli við hana og bað um að fá að gera leikgerð af sögunni. Hún veitti leyfið - með því skilyrði að Þórhildur leikstýrði verkinu. „Mér hefur alltaf fundist hún svo framleg og fær leikstjóri. Ég hef fylgst með Þórhildi og hlust- að á viðhorf hennar og skoðanir og þau era bara svo svipuð mínum. Ég vissi að ef einhver gæti komið þessu verki til skila þá væri það hún,“ seg- ir Kristín Marja, sem hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Ég er al- veg gífurlega ánægð og það hefur verið mjög skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvemig hún vinnur." Hún er ekki síður ánægð með leikgerð Jóns Hjartarsonar. „Jón er alveg rétti maðurinn - hann hefur einhvem djúpan skilning á kvenþjóðinni. Þeg- ar ég var búin að lesa fyrstu tvær blaðsíðumar af leikgerðinni þá vissi ég að þama var réttur maður á rétt- um stað,“ segir hún. Höfundur leikmyndar er Sigurjón Jóhannsson og Una Collins er bún- ingahöfundur. Tónlistin er eftir Pét- ur Grétarsson, lýsing er í höndum Lárusar Björnssonar, Öm Guð- mundsson er danshöfundur og Bald- ur Már Amgrímsson sér um hljóð. Stekkur ekki í burtu frá sögunni „Ég stekk náttúrulega ekkert í burtu frá þessari sögu. Hins vegar er hún hlaðin af ýmsum áþreifanleg- um hlutum á borð við snjókomu, fannfergi og önnur náttúrufyrir- brigði, sem era skemmtilegur þáttur af sögunni og við afgreiðum allt öðruvísi í leikhúsinu og leggjum ekki eins mikla áherslu á og bókin. Það sem ég reyndi að gera í þessari leikgerð var aðallega að skila þess- um margbreytilegu og skemmtilegu persónum sögunnar og svo þeirri dramatík sem vissulega er í sögunni en verður áþreifanlegri á sviðinu. Annað sem er nokkuð ríkur þáttur í sögunni er pólitík og verkalýðsbar- átta, sem tengist aðallega heimilis- fóðumum á alþýðuheimilinu þar sem sagan gerist að miklu leyti. Ég sleppi því meira og minna en legg áherslu á andrúmsloftið í kringum Freyju,“ segir Jón þegar hann er spurður hvað hann hafi haft að leið- arijósi þegar hann vann leikgerðina. Én hver er hún þessi valkyrja, Freyja Gestsdóttir? „Ég held að fólk hljóti að geta samsamað hana ýmsum þeim persónum sem þekktar eru í þjóðtrú og trú og jafnvel fom- sögunum. Mér finnst það hinsvegar ókurteisi við áhorfandann að vera að setja á hana afgerandi stimpil, en hún á klárlega margt sameiginlegt með Hallgerði langbrók, jafnvel Guðrúnu Osvífursdóttur ef því er að skipta," segir Jón og bætir við að hún sé líka skyld Ursúlu ensku, fyr- irmynd Uu i Kristnihaldinu. „Og hún hefur ákveðin tengsl við þjóðtrú og nær dularfullu valdi á fólki. Þeg- ar hún sest að í þessu kvennasamfé- lagi kemst rót á þessa litlu veröld sjávarþorpsins. Hún setur ný viðmið þegar hún kemur margefld úr sjö ára útlegð, sinni eyðimerkurgöngu. Viðbrögð kvennanna era kapítuli út af fyrir sig, en það er ekki síður merkilegt hvemig karlveldið og yfir- stéttin í þessu litla samfélagi bregst við,“ segir Jón. Gerir það sem þarf að gera „Ég skil hana alveg. Hún er svo- lítið klikkuð, svolítið veruleikafirrt. Hún gerir það sem þarf að gera og býr til sínar eigin reglur,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, sem leik- ur Freyju. „Annars vil ég helst ekki segja meira - þessi kona er bara leyndarmál,“ segir hún svo - og læt- ur ekki toga meira upp úr sér um persónuleika hinnar dulúðugu Freyju sem allt verkið hverfist um. Einskonar sögumaður í verkinu er táningsstelpan Agga. Hún er for- Drumi Pakki *2 Skrifborö 160x80 crn Skrrfbord 140x64 cm Hornbarð 80x64 crn 4rs skúffuskápur á hjófum Útdrajjsptata fyrír fyktaborð 3 skápar 190x80 crn 1 moú hurðuin 2 opmr m. .5 hilíum i Skrrf.'.r r >iu * >u f ijí H ir r Árrriúla 20 Sio»iS33SM0 * Morgunblaðið/Ásdís „VERÐI minn vilji... svo á jörðu... sem í freistni..." Meira að segja fað- irvorið hefur Freyja (Halldóra Geirharðsdóttir) lagað að sínum eigin forsendum. Við fætur hennar kijúpa apótekarasonurinn Hilli (Halldór Gylfason) og æskuvinkonan Dísa (Rósa Guðný Þórsdóttir). vitin og hnýsin - bæjarins besti spæjari og ekki nóg með það heldur „líka bæjarins mesti lygari“ eins og hún sjálf kemst að orði. Hún lítur gjarnan inn á stöð hjá Magnúsi lög- regluþjóni (Jóhanni G. Jóhanns- syni), teflir við hann og spyr snögg upp á lagið hvort það sitji margir inni. Vinkona Öggu er apótekara- dóttirin Emilía (Inga María Valdi- marsdóttir) og þær koma oft með nýja sýn á gang mála. Með hlutverk Öggu fer Hildigunnur Þráinsdóttir. Heimili ömmu hennar og afa er að- alvettvangur atburðarásarinnar en þar býr Freyja fyrst um sinn eftir heimkomuna. A heimilinu ræður ríkjum Júlíana, amma Öggu, sem Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- ur, og afinn Lúther, sem er krati og karlremba. Með hlutverk hans fer Pétur Einarsson. Afinn er sjómaður og fær litlu ráðið á heimilinu sökum langra fjarvista og þá sjaldan hann er í landi einbeitir hann sér að heit- um fundahöldum í verkalýðs- og sjó- mannafélaginu. Á heimilinu era einnig dætur þeirra tvær, Dódó (Edda Björg Eyjólfsdóttir) og Ninna (Sóley Elíasdóttir), og í kjall- aranum býr Kidda, systir Lúthers, sem kaupir íhaldsblaðið og agnúast sífellt út í erkikratann, bróður sinn. Með hlutverk Kiddu fer Hanna María Karlsdóttir. Allir verða að bregðast við Freyju Bjöm Ingi Hilmarsson leikur Bjöm Theódór, verkfræðinginn unga og læknissoninn úr fína hús- inu, sem er trúlofaður sýslumanns- dótturinni Birnu, sem er alger and- stæða Freyju, Ijós yfirlitum, hnellin og náttúruleg og dansar eins og engill á skautum, enda fimleika- kennari. Með hennar hlutverk fer Sigrún Edda Björnsdóttir. Freyja er auðvitað ekki lengi að klófesta erfðaprinsinn Bjöm Theódór og upp úr því hefst mikil valdabarátta sem ekki verður rakin hér, aðeins minnst á þau gömlu sannindi að „hefnist þeim er svíkur sína huldumey" - það fær Björn Theódór að reyna. „Hann og Birna hefðu kannski passað bet- ur saman, það hefði að mörgu leyti verið þægilegra, því það er vissulega óþægilegt fyrir yfirstéttina að fá Freyju inn í þetta samfélag," segir Halldóra. Karlmenn kikna í hnjáliðunum í návist Freyju, háir jafnt sem lágir. Rónamir Jói Betu (Jón Hjartarson), Gaui sígrenjandi (Þórhallur Gunn- arsson) og Tobbi spritt (Theodór Júlíusson), falla að fótum henni, ekki síst vegna þess hve örlát hún reynist á spírann þar sem hún afgreiðir í ap- ótekinu. Ósvífin klisja að konur séu konum verstar í verkinu era ótal litríkar persón- ur, sem ekki er rúm til að gera öllum skil hér. Og sem fyrr segir era kon- ur í miklum meirihluta. „Það sem er svo heillandi við þessa sögu er hvað hún er rík af skemmtilegum per- sónulýsingum,“ segir Jón. En sú sem allt snýst um er Freyja, dóttir þorpsins, sem var strítt í skóla og uppnefnd freðýsa, en fór svo til Am- eríku með sínum offísér, snýr aftur eftir sjö ára útlegð og leggur plássið að fótum sér. „Hún spilar á alla strengi þessa litla samfélags, og það verða allir að bregðast við henni, hennar vilji og framganga öll er það afgerandi. Þetta er merkileg kven- lýsing, hún er mögnuð dul og ein- hverju yfimáttúralegu en samt sem áður alveg dauðajarðnesk. Hún er ósympatísk í aðra röndina en samt getur maður ekki annað en haft samúð með henni. Það er ekki hægt að segja að hún sé góð manneskja, en maður skilur hana á vissan hátt,“ segir Jón. „Freyja er mjög óvenju- leg og nýstárleg persóna í íslenskum bókmenntum og sennilega hefði það ekki hvarflað að karlmanni að skrifa svona sögu. Mér finnst það heillandi hvað Kristín er skemmtilega ósvíf- in.“ Sjálf segist Kristín hafa verið orð- in langþreytt á þeirri klisju að konur séu konum verstar. Líka þeirri klisju að konur séu alltaf fórnar- lömb. „Ég var alveg harðákveðin í því að hnekkja þessu. Konur era konum ekkert verri en karlar era körlum. Þetta er eitthvert vopn sem er notað á konur. Þegar á reynir standa konur saman, þær skilja að það þarf að standa vörð um heimili og börn og alltaf þegar einhverjir erfiðleikar steðja að, þá era það kon- umar sem tjasla manni saman. Þess vegna er þetta ósvífin klisja - og ör- ugglega ekki uppfundin af konu,“ segir Kristín Marja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.