Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Ert þú
EINMANA?
Við erum til staðar!
VINALÍNAN
vinur í raun
[BDaoog® yj Negro
■»-
Skólavörðustíg 21 a • 101 Reykjavík
Sími / Fax: 552 1220
Netfang: blanco@itn.is
Veffang: www.blanco.ehf.is
Kringlukast
Blússur frá Steilmann
verð kr. 3.900
áður kr.jw90O
Buxur frá Steilmann
verð kr. 4.400
áður kr. 5*900
Pils frá Lindon
verð kr. 3.900
áður kr. 5t90Ú
Skyrtur frá Lindon
verð kr. 4.900
áður kr. &Æ0
íþróttagallar frá lceblue
25% afsláttur
verð frá kr. 6.900
Tískuverslun«Kringlunni 8—12«Sfmi 5533300
Kringluh
t20%
as
20% afsláttur afTriumph-
naerfatnaði á Kringlukasti.
á Haust ‘08
-tDlym|=)ts
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kona í
fyrsta sæti
ÞAÐ hefur gengið erfið-
lega fyrir konur að komast
í fyrstu sætin á framboðs-
listum stjórnmálaflokk-
anna í Islandi, þrátt fyrir
öfluga jafnréttisbaráttu
síðustu ára. Ef til vill er
það að einhverju leyti kon-
um sjálfum að kenna, eða
formið henti betur körlum,
en einnig er sterk hefð
fyrir forystu karla. Nú
þegar fyrsta sætið er laust
á lista Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi er hins vegar
gott tækifæri fyrir sjálf-
stæðismenn að bijóta
þessa hefð.
Varaþingmaður Sunn-
lendinga Drífa Hjartar-
dóttir er afar sterkur kost-
ur. Hún hefur mjög mikla
félagsmálareynslu m.a.
sem formaður Kvenfélaga-
sambands íslands og Sí-
menntar. Eftir að hafa
starfað með Drífu innan-
lands og erlendis er það
skoðun mín að það væri
mikill fengur fyrir Alþingi
að fá jafnreynslumikinn,
víðsýnan, duglegan og
heiUandi einstakling tU
starfa. Nú er rétti tíminn
til að gefa konu tækifæri.
Sigurður Þorsteinsson.
Um ídýfingar við
altarisgöngur
23. JLJLI sl. var á þessum
stað beint fyrirspurn til
biskupsembættisins um of-
anritað. Þegar svar hafði
ekki borist 23. september
sl. var fyrirspurnin árétt-
uð. 27. september sl. birt-
ist hér óbeint svar biskups.
Fyrirspurnin var því árétt-
uð hér 1. okt. sl. og er
henni enn ósvarað. Enn er
því freistað að árétta
spurningarnar: 1. Hvenær
leyfði biskup ídýfingar-at-
ferlið? 2. Hver var sá bisk-
up? 3. Hverjir sátu þá í
helgisiðanefnd kirkjunnar?
4. Er þetta atferli (ídýfing)
tíðkað almennt í evang,-
lúth. kirkjum nágranna-
landa?
Jesús bauð, skv. ritning-
unni: „Gjörið þetta svo oft
sem þér drekkið í mína
minningu." Jafnvel við fá-
mennustu altarisgöngur
hér er nú ídýfingarformið
viðhaft. Er hér um vin-
sældir og tísku að ræða?
Einn úr söfnuðinum.
Orðsending til
Klassík FM 100,7
EG þakka fyrir margar
ánægjustundir við að
hlusta á hina ágætu tónlist
ykkar en eitt finnst mér
vanta. Það er örstutt kynn-
ing tónverkanna. Væri
ekki hægt að kynna jafnan
heiti verksins og nafn höf-
undar? Því þetta veit ég
ekki nærri alltaf eða man,
þótt ég kannist oft við
verkið. Slík kynning væri
því mikill ávinningur. Með
kveðju og þökk.
Kristinn Björnsson,
Espigerði 4.
Tapað/fundið
Þríhjól týndist
frá Reyrengi
BLÁTT og ljóst þríhjól
týndist fyrir nokkrum vik-
um síðan frá Reyrengi 41.
Þeir sem hafa orðið varir
við hjólið hafi samband í
síma 567 5343.
Lyklar i óskilum
LYKLAR fundust við
sjoppuna við Ofanleiti. Upp-
lýsingar í síma 553 1152.
Hálsfesti
týndist
HÁLSFESTI, úr hömruð-
um perlum, týndist laugar-
daginn 26. september ann-
aðhvort á Hótel Loftleið-
um eða á Flugvallarvegi
frá hótelinu. Hálsfestar-
innar er sárt saknað því
hún var lánsgripur og er
úr skartgripasetti. Skilvis
finnandi hafi samband í
síma 566 8193. Fundar-
laun.
Dýrahald
Bröndótt
Iæða týnd
BRÖNDÓTT 4ra mánaða
læða er búin að vera týnd í
hálfan mánuð frá Stórateig
í Mosfellsbæ. Þeir sem
hafa orðið hennar varir eða
vita hvar hún er, hafi vin-
samlega samband í síma
566 6465. Fundarlaun.
SKAK
Um.sjón Margeir
Pélursson
STAÐAN kom upji í síð-
ustu umferð á Ólympíu-
skákmótinu í Elista. A.
Fedorov (2.600), Hvíta-
Rússlandi, hafði hvítt og
átti leik gegn
Miguel II-
Iescas-Cor-
doba (2.605),
Spáni.
29. Hxg6+! -
Kxg6 30.
Dg3+ - Kh7
31. Hf4 - Be3
32. Hh4+ -
Bh6 33. Dd3+
- Kg7 34. Bf4
- Hh8 35.
Dg3+ - Kf8
36. Bd6+ og
svartur gafst
upp.
Skákþing
Kópavogs fer
fram um helgina í félags-
heimili TK, Hamraborg 5, 3.
hæð. Teflt er með atskák-
sniði. Mótið hefst í kvöld og
verður fram haldið á morg-
un kl. 14. Verðlaun: 10 þús.,
6 þús. og 4 þús.
I dag hefst í Narva í Eist-
landi undanrásariðiil í Evr-
ópukeppni taflfélaga. Tvö
íslensk lið keppa í Narva,
Islandsmeistarar Taflfélags
Reykjavíkur og Hellir.
og vinnur.
HVÍTUR leikur
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
A
IGREIN í Morgunblaðinu á
sunnudag var fjallað um olíuleit
við Grænland og Færeyjar og jafn-
vel sagt að olíuævintýri kynni að
vera handan við homið. Vissulega
myndi olíuvinnsla hafa mikil áhrif á
atvinnuppbyggingu í Færeyjum og
Grænlandi og báðar þjóðirnar
vantar trúlega fleiri undirstöður í
atvinnulífíð.
I báðum tilvikum eru samfélögin
þó lítil og viðkvæm og fínni olíu-
risamir vinnanlegar ohulindir mun
það hafa gífurleg áhrif á menningu
og mannlíf hjá grönnum okkar.
Víkverji vonar innilega að ráða-
menn í þessum löndum beri gæfu
til að fara að öllu með gát og glati
ekki uppmna sínum í ævintýra-
mennsku olíunnar.
xxx
JAPANIR hafa lengi verið miklir
áhugamenn um golfíþróttina og
þar í landi hefur lengi tíðkast að
menn í viðskiptalífi „taki einn
hring“ og ræði málin, en áður var
gjaman farið sömu erinda í hádeg-
isverð. Nýlega rakst skrifari á
grein í erlendu tímariti um að for-
ystumenn fyrirtækja í Japan teldu
þetta háttalag komið út í öfgar
enda tekur góður golfhringur varla
undir fímm klukkustundum með
tilheyrandi veitingum og spjalli að
leik loknum. Ekki er talinn með sá
tími sem fer í að komast til og frá
golfvelli og er vinnudagurinn þá í
raun liðinn.
Á sama tíma og Japönum fínnst
nóg komið af golfi í vinnutímanum
virðist eins og Evrópubúar séu að
auka þennan hátt viðskiptatengsla
og Islendingar íylgja að sjálfsögðu
með.
xxx
FÁHEYRÐ vinnubrögð verk-
taka í tækjaleit á vegum Ríkis-
útvarpsins hafa valdið hneykslan
meðal fólks eftir fréttir síðustu
daga. Að villa á sér heimildir með
því að kynna sig sem starfsmenn
Félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands og reyna að smygla sér inn
fyrir þröskuldinn hjá fólki undir
fölsku flaggi eru vinnubrögð sem
ekki eru sæmandi. Reyndar telur
innheimtustjóri RÚV að þau varði
við lög og haft var eftir honum í
Morgunblaðinu á miðvikudag að
aðferðir við leit að óskráðum tækj-
um væru til endurskoðunar. At-
burður eins og Morgunblaðið hafði
lýst deginum áður ætti ekki að
geta endurtekið sig.
Lesandi hafði samband við blað-
ið á miðvikudag og sagði að sér
fyndist allur málatilbúnaður út-
varpsins vægast sagt einkennileg-
ur. Fyrir um fjórum árum hefði
hún lent í svipuðu atviki, menn á
vegum RÚV hefðu villt á sér heim-
ildir og hún hefði brugðist við með
því að skrifa Ríkisútvarpinu form-
legt kvörtunarbréf. Það skyti því
skökku við að starfsmenn þessarar
ríkisstofnunar létu eins og þetta
væri einsdæmi, kæmu af fjöllum og
töluðu um að þetta mætti nú ekki
endurtaka sig.