Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 11
FRÉTTIR
Sendiherra fslands svarar lesandabréfí bandarísks fræðimanns í Washington Post
Leifur heppni Kólumbus Jón Baldvin
Leifur heppni en
ekki Kólumbus
PETER H. Gibbon, sem vinnur
við rannsóknastörf við Harvard-
háskóla, skrifaði 12. október sl.
grein í bandaríska dagblaðið The
Washington Post þar sem hann
fjallar um Kristófer Kólumbus og
reynir að svara þeirri spurningu
hvers vegna rétt sé að dást að
þessum manni, sem þrátt fyrir
alla sína miklu galla hafl fundið
„land, sem enginn Evrópumaður
vissi um“.
Jón Baldvin Hannibaisson,
sendiherra íslands í Washington,
svaraði þessu í sama blaði 21.
þ.m. og segir, að engin ástæða sé
til að dást að Kólumbusi fyrir að
hafa orðið fyrstur Evrópumanna
til að finna Ameríku því að það
hafi hann ekki gert, heldur Is-
lendingurinn Leifur Eiríksson.
Kólumbusardagurinn er haldinn
hátíðlegur ár hvert í Ameríku en
á síðustu árum hafa indíánar,
frumbyggjar álfunnar, notað
hann til að minna á til hvers
landafundirnir leiddu, þræia-
halds, Qöldamorða og menning-
arlegrar upplausnar meðal þess
fólks, sem fyrir var í landinu.
Er þessi nýja söguskoðun til-
efni greinarinnar hjá Gibbon,
sem dregur vissulega enga fjöð-
ur yfir glæpaverk spænsku ný-
lenduherranna og nefnir meðal
annars, að það, sem fyrir Kól-
umbusi hafi vakað, hafi verið að
afla sér frægðar og frama. Hann
hafi viljað fá 10% ágóðans í sinn
hlut og aðalstitil að auki. Samt
hafi hann gert það, sem aðrir töl-
uðu bara um, siglt í vestur og
fundið nýtt land.
Gibbon segir, að það hafi kraf-
ist mikilla hæfíleika og þekking-
ar að voga sér út á Atlantshafíð á
þeim skipum, sem notuð voru á
tíma Kólumbusar, skömmu fyrir
1500, en það hafi hann gert og
fundið land, sem enginn Evrópu-
maður hafi vitað um. Vegna þess
sé engin ástæða til að biðjast af-
sökunar fyrir hans hönd.
Skráðar heimildir og fornleifar
Jón Baldvin segir í bréfi sínu,
að Gibbon geti sparað sér þann
rökstuðning, að rétt sé að dást að
Kólumbusi fyrir að hafa orðið
fyrstur Evrópumanna til að finna
Ameríku því að það hafi hann
einfaldlega ekki gert, heldur ís-
lenski landkönnuðurinn Leifur
Eiríkssons, sem hafi komið að
ströndum Norður-Ameríku 500
árum á undan Kólumbusi.
Frá ferð Leifs árið 1000 og
annarra Islendinga síðar sé sagt í
„Grænlendinga sögu“ og „Eiríks
sögu rauða“ og með fornleifa-
rannsóknum í L’Anse aux Mea-
dows hafi verið sýnt fram á sann-
leiksgildi frásagnanna.
Jón Baldvin minnir á, að 1964
hafi Bandaríkjaþing staðfest
þennan sannleika með því að
gera 9. október að „Degi Leifs
Eiríkssonar" og einnig, að stjórn-
völd í Bandaríkjunum og íslandi
ætli að standa saman að því að
minnast fundar Ameríku með
margvíslegum hætti árið 2000.
Það verði einnig gert á
Nýfundnalandi og þá hafi
Kanadíska menningarsafnið í
Ottawa ákveðið að reisa styttu af
Guðríði Þorbjarnardóttur, lík-
lega frægustu konu í hópi land-
könnuða fyrr og síðar og móður
fyrsta barnsins af evrópskum
uppruna, sem fæddist á megin-
landi Ameríku.
Jón Baldvin lýkur síðan bréfi
sínu með þessum orðum: „Að
þessi sagnfræðilegu sannindi
skuli vera hulin fræðimanni við
Harvard er meira en ég fæ skil-
ið.“
Kirkjuþing ákveður fasta fjárveitingu til prestsþjónustu erlendis
Drag’a þarf úr kostnaði
eða auka sértekjur
Samstarf Hvítasunnu-
kirkju og lögreglu
Forvarna-
herferð
meðal nema
HAFIN er forvarnaherferð gegn
eiturlyfjavandanum á vegum Hvíta-
sunnukirkjunnar í Reykjavík í sam-
vinnu við lögregluna. Hefur þegar
verið ákveðið samstarf með lögregl-
unni í Reykjavík og Kópavogi og
segir Vörður Traustason, forstöðu-
maður Hvítasunnukirkjunnar, að
ætlunin sé að heimsækja þrjá efstu
bekki grunnskóla með fræðslu í
þessu skyni.
Ætlunin er að lögreglumaður og
fulltrúi Hvítasunnukirkjunnar, pilt-
ur sem ánetjaðist eiturlyfjum en
losnaði undan þeim, heimsæki nem-
endur og sýnd verður mynd sem
norska Hvítasunnukirkjan hefur
gert um eiturlyfjavandann. Rætt
verður \rið unglingana og þeim bent
á skaðsemi eiturlyfjanotkunar.
Vörður Traustason segir að
ástæðan fyrir herferðinni nú sé m.a.
að Hvítasunnukirkjan komist oft í
snertingu við eiturlyfjaneytendur,
m.a. vegna starfs meðferðarheimilis
Samhjálpar sem Hvítasunnukirkjan
rekur, og hann hafi kynnst þessum
vanda vel bæði þegar hann starfaði
sem lögreglumaður og þegar hann
og kona hans unnu á meðferðar-
heimili í Noregi. Segir hann hug-
myndina um sérstaka forvarnaher-
ferð sprottna úr þessum jarðvegi.
Auk þess sem nemendur eru heim-
sóttir verður boðið uppá fundi með
foreldrum í skólunum á kvöldin.
Auk lögreglunnar hafa félags-
málayfir'völd sýnt málinu áhuga og
Vörður segir Hvítasunnukirkjuna
reiðubúna til samstarfs við lögi-eglu
og skóla sem víðast á landinu.
--------------------
Iðnaðarráðherra um
möguleika á olíu
BREYTINGAR kunna að vera
framundan á tilhögun prestsþjón-
ustu meðal íslendinga erlendis, en
á nýafstöðnu kirkjuþingi var bisk-
upi falið að ákveða hvar veita skuli
prestsþjónustu meðal íslendinga
erlendis. Hún má ekki kosta meira
en sem svarar þremur prestsemb-
ættum á íslandi, en kostnaður við
embætti íslensku prestanna í
Kaupmannahöfn og London er
hærri. Verður vart unnt að halda
þeim úti nema til komi frekari fjár-
veiting.
Til að kosta prestsembætti
kirkjunnar erlendis er biskupi
heimilað að nýta sértekjur og and-
virði þriggja prestsembætta af
þeim 138 sem ríkið greiðir laun fyr-
ir að meðtöldum embættiskostnaði
við þrjú prestsembætti á íslandi.
Heildarkostnaður við prests-
embætti á Islandi er 4-4,5 milljónir
króna en embættin erlendis kosta
talsvert meira. Er því ljóst að með
fjárveitingunni sem kirkjuþing
heimilar verður ekki unnt að
greiða fyrir nema hálft annað til
tvö embætti á erlendri grund nema
til komi sértekjur. Bent er á að ná
mætti slíkum sértekjum með
samningum til dæmis við Trygg-
ingastofnun, ráðuneyti, erlend
kirkjuleg stjómvöld og íslenska
söfnuði erlendis.
Tvö prestsembætti eru nú starf-
rækt erlendis, þ.e. í Kaupmanna-
höfn, sem séra Birgir Asgeirsson
gegnir og hefur samning til fimm
ára, og í London, en þar situr séra
Jón Aðalsteinn Baldvinsson í
ótímabundinni stöðu. Þá starfar ís-
lenskur prestur í Osló, séra Sigrún
Oskarsdóttir, en það embætti er
kostað af íslenska söfnuðinum og
norsku kirkjunni, og séra Flóki
Kristinsson gegnir svo prestsstarfi
á meginlandinu. Sérstök tímabund-
in fjárveiting til þess verður upp
urin í septemberlok á næsta ári.
Samningum sagt upp
Eins og iyrr segir fól kirkjuþing
biskupi að ákveða hvar veita skuli
prestsþjónustu meðal íslendinga
erlendis með áðurgreindum skil-
yrðum um fjárveitingu. Þá var sam-
þykkt að gildandi samningum og
samkomulagi við íslenska presta
erlendis, sem þiggja laun frá þjóð-
kirkjunni, þ.e. prestunum í Kaup-
mannahöfn og London, skuli sagt
upp með löglegum fyrirvara og
gengið til nýrra samninga.
I starfsreglum fyrir íslensku
þjóðkirkjuna erlendis er gert ráð
fyrir að biskupsstofa hafí með
höndum umsjón með þjónustu,
starfrækslu og fjárreiðum þeirra
embætta sem biskup semur um og
aðstoði við öflun fjár til starfsem-
innar og undirbúning samninga þar
að lútandi. Séra Þorvaldur Karl
Helgason biskupsritari segir ljóst
að ekki verði unnt að halda úti þeim
þremur embættum sem verið hafa
síðustu árin, þ.e. í Kaupmannahöfn,
London og á meginlandinu, hvað þá
að auka þjónustu kirkjunnar er-
lendis, nema með meiri sértekjum.
Við umræður á kirkjuþingi um
tillögu á prestakallaskipan í ísa-
fjarðarprófastsdæmi og tillögu um
að sameina Desjarmýrarprestakall
og Eiðaprestakall var samþykkt að
vísa báðum málunum til umsagnar
viðkomandi héraðsfunda. Var
einnig samþykkt að Eiðaprestakall
verði auglýst með fyrirvara um
breytingu á prestakallinu þegar
það verður auglýst, en enginn
prestur situr hins vegar í Desjar-
mýrarprestakalli um þessar mund-
ir.
Þá var tillögu um störf biskupa
og breytingar á biskupsdæmum
vísað til löggjafarnefndar og henni
falið að fjalla áfram um málið og
leggja í samráði við biskup tillögur
um málið fyrir næsta kirkjuþing.
Biskup íslands, Karl Sigur-
björnsson, mun á sunnudag setja
séra Birgi Ásgeirsson í embætti
prests í Kaupmannahöfn, sem hann
var nýlega ráðinn til í fimm ár.
Jafnframt mun biskup sitja nor-
rænan biskupafund í Uppsölum eft-
ir helgina.
Framhald
ákveðið
fljótlega
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra segir að hann muni á næstu
dögum gera grein fyrir hvernig
staðið verður að framhaldi á vinnu
starfshóps sem rannsakað hefur
möguleika á vinnslu olíu hér við
land.
í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá því að sérfræðingur norska olíu-
félagsins Statoil teldi að minnsta
kosti 12% líkur á að olía eða gas
fyndist í vinnanlegu magni í setlög-
unum fyrir norðan land.
Finnm- sagði að starfshópurinn
hefði skilað af sér skýrslu til hans
og hann myndi á næstu dögum gera
niðurstöðu hennar opinbera og þá
um leið með hvaða hætti staðið yrði
að framhaldinu.
Bjóðum enn betur
20%
afsláttur
Clf'
armbands-
úrum
til 31. október