Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRÓUN í verðmæti fiskiskipaflotans og aflans 1945-1997 (vísitala=
100 árið 1945). Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Er kvótakerf-
ið hagkvæmt?
I FYRSTU grein
minni af þremur fjall-
aði ég um hvemig hag-
kvæmni veiða í upp-
sjávarfiski hefur aukist
undir núverandi fisk-
veiðistjómunarkerfi. I
þessari grein og þeirri
þriðju mun ég hins veg-
ar fjalla um botnfisk-
veiðamar. Fyrst skul-
um við snúa okkur að
stærð fískisldpaflotans.
Verðgildi flotans
hefur aukist
Brúttórúmlestafjöldi
fslenska fiskiskipa-
stólsins hefur frá árinu
1945 vaxið um rúm 300%. Samhliða
því hafa gífurlegar tækninýjungar
verið í iðnaðinum og verðgildi flot-
ans hefur á sama tíma aukist um
1.600%. Þrátt fyrir þessa aukningu
fiskiskipaflotans hefur aflinn ekki
vaxið jafn hratt eða um tæp 400%.
Af þessu leiðir að fiskveiðar á Is-
landi hafa með tímanum orðið dýr-
ari. Þetta má sjá út úr mynd 2.1.
Stærri skip bætast við flotann
Myndin sýnir einnig að undir lok
níunda áratugarins stöðvaðist fjár-
Ágúst
Sæmundsson
magnsaukningin og eft-
ir það fór fjármagn í
geiranum að dragast
saman. Þetta kemur til
vegna þess að með nýju
fískveiðistjómunarkerfi
var ekki hægt að koma
með nýtt skip í útveg
nema annað skip væri
tekið úr umferð. A móti
kemur sú aukning sem
á sér stað í fjármuna-
eign á fískiskipum á ár-
unum 1984 til 1988 til af
þeirri tilhneigingu að
endumýja eldri gerðir
togara með stórum
vinnsluskipum þar sem
veiðar og vinnsla eiga
sér stað um borð. Að auki nota þessi
nýju skip nýjustu og afkastamestu
tækni sem völ er á í iðnaðinum.
Vandamál við mat á hagkvæmni
Það er að mörgu að hyggja þegar
botnfiskveiðamar era rannsakaðar
með hliðsjón af hagkvæmni. Nokkr-
ir þættir koma inn sem skekkju-
valdar og hindra það að við höfum
„hreint“ kerfi eins og í uppsjávar-
fiskveiðunum. Til að reyna að ná
þessum skekkjuvaldandi þáttum út
úr kerfinu verður að draga frá skip
á sóknarmarki árin 1984 til 1991,
afla og sókn smábáta og síðan hlut-
fall það sem er í vinnslu um borð í
íyrstitogurum.
Þessir þættir era skekkjuvaldandi
fyrir þær sakir að ef þeir eru teknir
með fæst ekki virkni kerfisins eins
og hún ætti að vera. Þama er verið
að tala um afla skipa á sóknardögum
íyrir 1991 og máttu veiða óheft
ákveðna daga á árinu. Veiðar smá-
báta undir 10 tonnum milli 1984 og
1991 síðan eftir það era bátar undir
Sóknarkvótar leiða til
>
þess, segir Agúst Sæ-
mundsson í þessari
annarri grein af þrem-
ur, að útgerðir fjölgi
skipunum í stað þess að
fækka þeim.
6 tonnum ekki innan kerfisins. Að
lokum verður að taka tillit til þess að
ekki er öll fjármunamyndunin komin
til vegna veiðanna heldur er varlega
metið að um 30% af brúttórúmlesta-
fjölda frystitogaranna í kerfinu sé sá
hluti sem fer í vinnslu um borð.
Fjöldi frystitogara hefur aukist á
undanfömum áram en árið 1983
vora þeir aðeins þrír, 1990 vora þeir
28 og 1997 voru þeir 54.
Sóknarmarkið
skekkir myndina
Fjárfesting í smábátum stendur
undir nærri því 15% af heildarfjár-
magnsaukningu fiskiflotans síðan
1984. Þrátt fyrir þetta vora það skip
á sóknarmarki, sem margir útgerð-
armenn kusu í stað aflamarks milli
áranna 1984-90, sem ollu mestu
traflununum á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu. Þetta kemur til af því að
sóknarkvótar leiða til þess að út-
gerðir fjölgi skipunum í stað þess að
fækka þeim. Sterkt samband sókn-
armarks og fjármagnsaukningar í
útgerð má glöggt sjá í mynd 2.1. er
fjármunaeign í fiskiskipum vex gíf-
urlega miðað við aflaverðmæti.
I næstu grein mun ég fjalla um
niðurstöður hagkvæmnirannsókn-
arinnar í botnfiskveiðunum.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Um sparnað og leiðir
til að örva hann
ÞÓTT flest sé nú
bjart og vænlegt í ís-
lensku efnahagslífi,
hafa menn af því
nokkrar áhyggjur að
þrátt fyrir góðærið
halda skuldir heimil-
anna áfram að aukast
og talsverður halli er á
viðskiptum við útlönd.
Með batnandi hag hins
opinbera beinist at-
hyglin að litlum sparn-
aði heimilanna. Spakar
nefndir hafa leitað
langtímum að spamað-
arhvata og fundið sitt-
hvað, en hætt er við að
meira þurfi.
Bætt aðgengi að lánsfé
Skorturinn á spamaði er vand-
skýrður. Nokkra veldur bætt að-
gengi almennings að lánsfé. Áður
fluttu menn inn á steininn en nú
kaupir fólk tilbúið og tekur lán. Því
fylgja kostir. Það er skynsamlegt að
húsasmiðir byggi hús og trúlega er
ódýrara að kaupa tilbúið ef reiknað
er með þreytu, sliti og álagi á heimil-
islíf. Svo er hreint ekki bannað að
byggja með gamla laginu. Fólk vill
það einfaldlega ekki, og frjálst val
ber að virða nema til vandræða horfi.
Hvatinn til að skulda
Hins vegar má benda á tvö opin-
ber lánakerfi sem beinlínis hvetja
fólk til að skulda. Hið fyrra er
námslánakerfið, sem
veitir löng lán á lágum
kjöram með löngum af-
borgunartíma. Vaxta-
niðurgreiðslur eru nú
minni en áður, en mikið
er útistandandi af verð-
tryggðum en vaxta-
lausum lánum. Svo eru
þau lán sem menn vita
að ekki verða greidd til
baka. Freistingin til að
draga endurgreiðslur
er enn meiri þar eð
skuldir lækka eigna-
skatta.
Hitt er vaxtabóta-
hlutinn af húsnæðis-
kerflnu. Þar er skuld-
setningin beinlínis skilyrði fyrir því
að fólk fái aðstoð við að afla húsnæð-
is og eignaskattsáhrifm era eins og í
námslánadæminu.
Framtíðarbyrðar og
kynslóðasamningar
Bæði kerfin og þó einkum vaxta-
bótakerfið, era með þeim ósköpum
gerð, að þar hafa stjómvöld skrifað
ávísanir fram í tímann um aðstoð
og niðurgreiðslur og varpað
ábyrgðinni á skattgreiðendur fram-
tíðarinnar. Engu að síður felst í
þessum kerfum eins konar kyn-
slóðasamningur. Það er ekki auð-
velt mál að tilkynna að þau niður-
greiðslukjör sem fyrri kynslóðir
hafa notið, standi ekki til boða, en
hins vegar sitji skattgreiðendur
Það er aldrei að vita
nema fólk sé til í að
spara, segir Markús
Möller, ef því er ekki
refsað fyrir það.
framtíðarinnar uppi með bakreikn-
inga.
Það kæmi hins vegar til greina
að fjölga þeim kostum sem fólki
standa til boða í þessum kerfum.
Eftirfarandi hugmyndir eru langt í
frá útfærðar en sennilega athugun-
ar virði. Hugsum okkur að skuldar-
ar gætu látið meta inneign sína hjá
framtíðinni í gegnum vaxtabætur
og námslán, m.a. með hliðsjón af
skattalegu hagræði. Setjum sem
svo að þeim væri gefinn kostur á að
breyta skuldum sínum við húsnæð-
is- og námslánakerfið í lægri lán á
markaðsvöxtum, sem þó væru jafn-
verðmæt fyrir ríkið og lánasjóðina
samanlagt og núverandi niður-
greiðsluskuldir. Ef rétt væri reikn-
að - og það er verkurinn - græddi
enginn beinlínis og enginn tapaði,
en hvatningin til að skulda hyrfi
eða snarminnkaði. Með hæfílegri
viðbót af fræðslu og upplýsingum,
er aldrei að vita nema fólk sé til í að
spara ef því er ekki refsað fyrir
það.
Höfundur er hagfræðingur.
Markús
Möller
Hellir og TR í Evr-
ópukeppni taflfélaga
um helgina
SKÁK
Narva, Eistiandi
EVRÓPUKEPPNI
TAFLFÉLAGA
I fyrsta skipti taka tvö íslensk lið
þátt í Evrópukeppni taflfélaga í
skák. Taflfélagið Hellir og Taflfé-
lag Reykjavíkur taka um helgina
þátt í sama riðli í undankeppninni.
TAFLFÉLAGIÐ Hellir og
Taflfélag Reykjavíkur taka nú
um helgina þátt í Evrópukeppni
taflfélaga í skák. Keppt er í átta
liða riðlum og svo óheppilega vill
til að Hellir og TR tefla í sama
riðli. Einungis sigurlið riðilsins
kemst áfram í úrslitakeppnina.
Teflt er í Narva í Eistlandi.
Taflfélagið Hellir tók þátt í
keppninni í fyrra og sigraði alla
andstæðinga sína og komst þar
með í úrslitakeppnina. Vegna
fjárskorts gat félagið hins vegar
ekki sent lið til að keppa í úrslit-
unum. Lið Hellis er þannig skip-
að:
1 Hannes Hlífar Stefánsson SM
2 Jón L. Árnason SM
3 Helgi Áss Grétarsson SM
4 Karl Þorsteins AM
5 Bragi Halldórsson
6 Kristján Eðvarðsson
Liðsstjóri: Hrannar Arnarsson
Helgi Ólafsson, stórmeistari,
gat ekki tekið þátt í keppninni
að þessu sinni þar sem hann
verður fararstjóri í heimsmeist-
arakeppni bama og unglinga,
sem fram fer á sama tíma.
I fyrstu umferð átti Hellir að
tefla við lið frá Portúgal, en nú
er orðið ljóst að það mun ekki
mæta til leiks. Hellir er þar
með kominn í undanúrslit riðils-
ins.
Taflfélag Reykjavíkur hefur
ekki nýtt sér rétt sinn til að
taka þátt í Evrópukeppninni
síðustu ár, en að þessu sinni
sendir félagið mjög sterkt lið.
Það er styrkt af tveimur erlend-
um stórmeisturam, en þannig
hefur TR einnig kosið að
styrkja lið sitt í Deildakeppn-
inni undanfarin ár:
1 Margeir Pétursson SM
2 Igors Rausis SM
3 Þröstur Þórhailsson SM
4 Mikhail Ivanov SM
5 Jón Viktor Gunnarsson
6 Björgvin Jónsson
Liðsstjóri: Ámi Á. Ámason
TR mætir enski-i sveit í fyrstu
umferð.
Haustmót TK 1998
hefst í dag
Haustmót Taflfélags Kópa-
vogs hefst fóstudaginn 23. októ-
ber kl. 19:30 og lýkur laugardag-
inn 24. október. Tefldar verða 7
umferðir eftir Monrad-kerfi.
Umhugsunartími er 30 mínútur.
Veitt era verðlaun fyi-ir efstu
sæti auk unglingaverðlauna.
Keppt er um titilinn Skákmeist-
ari TK 1998. Teflt verður sem
hér segir:
Föstudagur 23.10. kl. 19:30 1.-3. umf.
Laugardagur 24.10. kl. 14 4.-7. umf.
Verðlaun:
1. verðlaun: kr. 10.000
2. verðlaun: kr. 6.000
3. verðlaun: kr. 4.000
Þátttökugjald er 800 kr.
(1.000 kr. fyrir utanfélagsmenn)
fyrir fullorðna og 500 kr. (700
kr. fyrir utanfélagsmenn) fyrir
16 ára og yngri.
Hausthraðskákmót TK 1998
verður síðan haldið sunnudaginn
25. október kl. 14. Tefldar verða
5 mínútna skákir og góð verð-
laun era í boði.
Atkvöld á mánudag
Atkvöld verðrn- haldið hjá
Taflfélaginu Helli mánudaginn
26. október. Fyrst verða tefldar
3 hraðskákir þar sem hvor kepp-
andi hefur 5 mínútur til að ljúka
skákinni og síðan þrjár atskákir,
með tuttugu mínútna umhugs-
un.
Mótið fer fram í Hellisheimil-
inu í Þönglabakka 1 í Mjódd,
efstu hæð. Mótið hefst kl. 20.
Þátttökugjald er 300 kr. fýrir
félagsmenn Hellis (200 kr. fyrir
15 ára og yngri), en 500 kr. fyrir
aðra (300 kr. fyrir 15 ára og
yngri). Sigurvegarinn fær mál-
tíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þá
hefur einnig verið tekinn upp sá
siður að draga út af handahófi
annan keppanda, sem einnig
fær máltíð fyrir tvo hjá Pizza-
húsinu. Þar eiga allir jafna
möguleika, án tillits til árangurs
á mótinu.
Á síðasta atkvöldi, sem haldið
var í júlí sigraðu þeir Veturliði
Stefánsson og Kristján Eðvarðs-
son, hlutu 5V6 vinning af 6 mögu-
legum.
Keppni í landsliðsflokki
hefst á þriðjudag
Islandsmótið mun að þessu
sinni fara fram í Árborg dagana
27. október til 8. nóvember.
Mótið er í 4. styrkleikaflokki og
þarf því 7Vá vinning til að ná
áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli. Keppendalistinn lítur út
sem hér segir:
1 Hannes Hlífar Stefánsson SM 2535
Hellir
2 Þröstur Þórhallsson SM 2495 T.R.
3 Helgi Áss Grétarsson SM 2480 Hellir
4 Jón Viktor Gunnarsson AM 2445
TR
5 Jón Garðar Viðarsson FM 2375 S.A.
6 Róbert Harðarson FM 2325 Grand
7 Þorsteinn Þorsteinsson FM 2310 TR
8 Sævar Bjamason AM 2295 T.G.
9 Bragi Þorfmnsson 2235 Hellir
10 Bergsteinn Einarsson 2210 T.R.
11 Amar Gunnarsson 2180 T.R.
12 Davíð Kjartansson 2130 Hellir
Meistaramót Hellis
hefst á þriðjudag
Meistaramót Hellis 1998
hefst miðvikudaginn 28. októ-
ber klukkan 19:30. Mótið verð-
ur 7 umferða opið kappskák-
mót. Þetta er í 7. sinn sem mót-
ið fer fram, en núverandi skák-
meistari Hellis er Björn
Þorfinnsson.
Umhugsunartíminn verður
U/2 klst. á 36 leiki og 30 mínútur
til að ljúka skákinni. Mótið er
öllum opið.
Umferðir hefjast alltaf klukk-
an 19:30. Nánari grein verður
gerð fyrir mótinu í næsta skák-
þætti.
Daði Orn Jónsson
Margeir Pétursson
Tónlist og skákmót
á Grandrokk
GLEÐISVEITIN Geirfuglarnir
leikur á Grandrokk við Klapparstíg
föstudagskvöldið og á laugardegin-
um verður haldið skákmót.
Hljómsveitin Geirfuglarnir gaf í
sumar út sinn fyrsta geisladisk,
Drit. Hljómsveitin leikur bæði sína
eigin tónlist og annarra en sérhæf-
ir sig í rokki og gleðipoppi.
Á laugardag kl. 15 verður skák-
mót á Grandrokk en nýverið var
stofnað skákfélag á staðnum sem
hefur sótt um aðild að Skáksam-
bandi Islands og mun keppa í deild-
inni í vetur.
Næstkomandi miðvikudag verð-
ur svo þriðja skáldakvöldið á
þessu hausti þar sem kunnir rit-
höfundar lesa úr væntanlegum
bókum.