Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 23 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks F fasteignalelt Myndlistar- sýning frá Rtísslandi SENDIHERRA Rússlands á ís- landi, Anatolí Zaitsv, opnar mál- verkasýningu þriggja myndlistar- manna frá borginni Voronezh í Rúss- landi verður opnuð í sýningarsal MIR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 24. október kl. 15. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Svetlana Kalashnik, fædd í Voronezh 1975 og lauk námi við myndlistaskóla í borginni árið 1995. Hún hafði þá þegar árið áður haldið fyrstu einkasýningu sína þar í borg, en síðan hefur listakonan átt verk á nokkrum samsýningum og sett upp einkasýningar, m.a. í Moskvu. A sýningu í Kaupmanna- höfn fyrr á þessu ári voru verk Svet- lönu í fyrsta sinn sýnd utan heima- landsins og nú í haust voru verk hennar til sýnis í Berlín, eins og verk hinna tveggja sýnendanna á Vatns- stíg, segir í fréttatilkynningu. Júrí Ponomarjov fæddist í Voro- nezh 1969 og lauk námi frá listaskóla í borginni. Hann er félagi í Sambandi myndlistarmanna í Moskvu og al- þjóðlegum samtökum listamanna, sem starfa innan UNESCO, Menn- ingar- og fræðslustofnunar Samein- uðu þjóðanna. Júrí hefur tekið þátt í myndlistarsýningum frá árinu 1990, bæði haldið einkasýningar og átt verk á samsýningum í Voronezh og víðar í Rússlandi, en einnig utan heimalandsins, í Sviss, Danmörku og Þýskalandi. Aleksandr Poplavsky er fæddur í Kalats í Voronezh-héraði 1959. Hann stundaði nám við myndlistaskólann í Bútúrlinoskí og síðar Vorobjovka, en býr nú og starfar í Voronezh-borg. Poplavsky er félagi í Sambandi rúss- neskra myndlistarmanna og hefur haldið margar einkasýningar heima og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum. Myndir hans hafa verið keyptar m.a. af söfnum í Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss. Svetlana Kalasknik er ein rúss- nesku listamannanna sem hingað koma í tilefni sýningarinnar. Sýningin stendur til 1. nóvember og er opin daglega frá kl. 14-18. LISTIR LISTAMENNIRNIR Hafdís Ólafsdóttir, Magdalena Margrét Kjartans- dóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir. Sýna í Norðurlandahúsinu í NORÐURLANDAHÚSINU í lenu Margrétar Kjartansdóttur. Á Færeyjum verður opnuð sýning á sýningunni eru yfir 25 verk unnin verkum þriggja listamanna, á pappír á sl. tveimur árum. þeirra Aðalheiðar Valgeirsdóttur, Listamennirnir eru allir staddir í Hafdísar Ólafsdóttur og Magda- Færeyjum og verða við opnunina. HLUTI af verki eftir Jón Axel Björnsson. Jón Axel sýnir í SPRON MYNDLISTARSÝNING Jóns Ax- els Björnssonar verður opnuð í af- greiðslusal Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í Mjódd, sunnudaginn 25. október kl. 14. Jón Axel fæddist í Reykjavík 1956 og stundaði listnám við Myndlista- og handíðaskóla Islands á árunum 1975 til 1979. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga bæði innanlands og utan svo og tekið þátt í samsýn- ingum allt frá árinu 1982, segir í fréttatilkynningu. Sýning Jóns Axels stendur til 19. febrúar á næsta ári og er opin á af- greiðslutíma útibúsins. Kvennakór Reykjavíkur Léttsveitin til Vestfjarða LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykja- víkur heldur tvenna tónleika á Vest- fjörðum og verða þeir fyrri í Isa- fjarðarkirkju föstudaginn 23. októ- ber kl. 20.30. Seinni tónleikamir verða í Iþróttahúsi Bolungarvíkur laugardaginn 24. október kl. 17. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir. Hljóðfæra- leikarar eru Aðalheiður Þorsteins- dóttir á píanó, Wilma Young á fiðlu og Tómas R. Einarsson á bassa. A efnisskrá eru m.a. innlend og er- lend þjóðlög. Gestir á tónleikunum eru Kvennakór Bolungarvíkur, stjórnandi Margrét Gunnarsdóttir og píanóleikari Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir. Kórarnir munu einnig syngja saman nokkur lög. LANCÖME Rouge Haust- og vetrarlitirnir ’98 - ’99 Komið, sjáið og prófíð... www.lancome.com ...glimmer, mattir, blautir og þurrir. Ailt er fáanlegt og allt er leyfilegt. Kynning í dag. Boðið er upp á förðun og að sjálfsögðu fá viðskiptavinir okkar kaupauka. HÁALEITISAPÓTEK Háaleitisbraut 68, sími 581 2101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.