Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 23
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks F fasteignalelt
Myndlistar-
sýning frá
Rtísslandi
SENDIHERRA Rússlands á ís-
landi, Anatolí Zaitsv, opnar mál-
verkasýningu þriggja myndlistar-
manna frá borginni Voronezh í Rúss-
landi verður opnuð í sýningarsal
MIR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 24.
október kl. 15.
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru Svetlana Kalashnik,
fædd í Voronezh 1975 og lauk námi
við myndlistaskóla í borginni árið
1995. Hún hafði þá þegar árið áður
haldið fyrstu einkasýningu sína þar í
borg, en síðan hefur listakonan átt
verk á nokkrum samsýningum og
sett upp einkasýningar, m.a. í
Moskvu. A sýningu í Kaupmanna-
höfn fyrr á þessu ári voru verk Svet-
lönu í fyrsta sinn sýnd utan heima-
landsins og nú í haust voru verk
hennar til sýnis í Berlín, eins og verk
hinna tveggja sýnendanna á Vatns-
stíg, segir í fréttatilkynningu.
Júrí Ponomarjov fæddist í Voro-
nezh 1969 og lauk námi frá listaskóla
í borginni. Hann er félagi í Sambandi
myndlistarmanna í Moskvu og al-
þjóðlegum samtökum listamanna,
sem starfa innan UNESCO, Menn-
ingar- og fræðslustofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Júrí hefur tekið þátt í
myndlistarsýningum frá árinu 1990,
bæði haldið einkasýningar og átt
verk á samsýningum í Voronezh og
víðar í Rússlandi, en einnig utan
heimalandsins, í Sviss, Danmörku og
Þýskalandi.
Aleksandr Poplavsky er fæddur í
Kalats í Voronezh-héraði 1959. Hann
stundaði nám við myndlistaskólann í
Bútúrlinoskí og síðar Vorobjovka, en
býr nú og starfar í Voronezh-borg.
Poplavsky er félagi í Sambandi rúss-
neskra myndlistarmanna og hefur
haldið margar einkasýningar heima
og erlendis og tekið þátt í samsýn-
ingum. Myndir hans hafa verið
keyptar m.a. af söfnum í Rússlandi,
Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Sviss.
Svetlana Kalasknik er ein rúss-
nesku listamannanna sem hingað
koma í tilefni sýningarinnar.
Sýningin stendur til 1. nóvember
og er opin daglega frá kl. 14-18.
LISTIR
LISTAMENNIRNIR Hafdís Ólafsdóttir, Magdalena Margrét Kjartans-
dóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir.
Sýna í Norðurlandahúsinu
í NORÐURLANDAHÚSINU í lenu Margrétar Kjartansdóttur. Á
Færeyjum verður opnuð sýning á sýningunni eru yfir 25 verk unnin
verkum þriggja listamanna, á pappír á sl. tveimur árum.
þeirra Aðalheiðar Valgeirsdóttur, Listamennirnir eru allir staddir í
Hafdísar Ólafsdóttur og Magda- Færeyjum og verða við opnunina.
HLUTI af verki eftir Jón Axel
Björnsson.
Jón Axel sýnir
í SPRON
MYNDLISTARSÝNING Jóns Ax-
els Björnssonar verður opnuð í af-
greiðslusal Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis í Mjódd, sunnudaginn
25. október kl. 14.
Jón Axel fæddist í Reykjavík 1956
og stundaði listnám við Myndlista-
og handíðaskóla Islands á árunum
1975 til 1979. Hann hefur haldið
fjölda einkasýninga bæði innanlands
og utan svo og tekið þátt í samsýn-
ingum allt frá árinu 1982, segir í
fréttatilkynningu.
Sýning Jóns Axels stendur til 19.
febrúar á næsta ári og er opin á af-
greiðslutíma útibúsins.
Kvennakór Reykjavíkur
Léttsveitin til
Vestfjarða
LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykja-
víkur heldur tvenna tónleika á Vest-
fjörðum og verða þeir fyrri í Isa-
fjarðarkirkju föstudaginn 23. októ-
ber kl. 20.30. Seinni tónleikamir
verða í Iþróttahúsi Bolungarvíkur
laugardaginn 24. október kl. 17.
Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jó-
hanna V. Þórhallsdóttir. Hljóðfæra-
leikarar eru Aðalheiður Þorsteins-
dóttir á píanó, Wilma Young á fiðlu
og Tómas R. Einarsson á bassa.
A efnisskrá eru m.a. innlend og er-
lend þjóðlög. Gestir á tónleikunum
eru Kvennakór Bolungarvíkur,
stjórnandi Margrét Gunnarsdóttir
og píanóleikari Guðrún Bjarnveig
Magnúsdóttir. Kórarnir munu einnig
syngja saman nokkur lög.
LANCÖME
Rouge
Haust- og vetrarlitirnir ’98 - ’99
Komið, sjáið og prófíð...
www.lancome.com
...glimmer, mattir, blautir og þurrir.
Ailt er fáanlegt og allt er leyfilegt.
Kynning í dag.
Boðið er upp á förðun og að sjálfsögðu
fá viðskiptavinir okkar kaupauka.
HÁALEITISAPÓTEK
Háaleitisbraut 68, sími 581 2101