Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 54
' 54 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð ekki betra FÓLK í FRÉTTUM - K & * 84% ALOE VERA HAND- OG LÍKAMSÁBURÐUR JASOIM Útsölustaðir: Blómaval Reykjavík og Akureyri, Hagkaup, apótekin, verslanir K.Á. o.fl. Dreifing: NIKO ehf • simi 568 0945 KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Háskólabíó sýna kvikmyndina Trumanþáttinn, The Truman Show, _____með Jim Carrey í aðalhlutverkinu. Myndin fjallar um mann sem hefur frá fæðingu verið_ aðalpersónan í vinsælum sjónvarpsþætti án þess að hafa hugmynd um það. Að komast úr hlutverkinu Frumsýning TRUMAN Burbank (Jim Car- rey) hefur það á tilfinning- unni að það sé fylgst með honum og þar hittir hann svo sann- arlega naglann á höfuðið. Hverja einustu sekúndu sérhvern dag, allt frá þeirri stundu er hann fæddist fyrir þrjátíu árum, hefur Truman óafvitandi verið stjaman í lífseig- asta og vinsælasta sjónvarpsþætti sem gerður hefur verið. Hinn snyrtilegi smábær, Seaside, sem hann kallar heimabæ sinn, er í raun og veru gríðarstór leikmynd. Vinir Trumans og fjölskylda, og reyndar allir sem á vegi hans verða, eru leik- arar. Og þúsundir falinna sjón- varpsmyndavéla fylgjast með hverri hreyfingu Trumans öllum stundum. Þegar hann svo loks gerir sér grein fyrir því hvernig allt er í pottinn búið kemst Truman að þeirri niður- Tea Tree olía... unnin úr náttúrulegri lækningajurt Tea Tree húðsnyrtivörurnar frá Australian Bodycare eru sýkladrepandi og jafnframt græðandi Tea Tree húðkrem (Antiseptic Lotion) Gott fyrir þurra húS, exem, fótasveppi og eftir rakstur. Tea Tree hú&sápa (Anfiseptic Skin Wash) Hreinsar vel fitu og far&a af húS, varnar fílapensla- og bólu- myndun. GóS hand- sápa fyrir heimiliS. Tea Tree andiitskrem (Active Face Cream) Einstaklega gott fyrir bólótta og ofnæmisgjarna hú8. Sölustaðir: Apótekin Dreifing: NIKO ehf. l TRUMAN [ Burbank (Jim 1 Carrey) hefur ekki hugmynd um að hann er stjarnan í vinsælasta sjónvarpsþætt- n 1 HINN valdamikh Christof (Ed Harris) hefur frá upphafi framleitt og leikstýrt Trumanþáttunum. •jj.; stöðu að hann verði að komast í burtu frá Seaheaven hvað sem það kostar. Honum er hins vegar ekki kunnugt um það vald sem hug- myndasmiðurinn á bakvið sjón- varpsþáttinn býr yfir, en það er Christof (Ed Harris), sem frá upp- hafi hefur framleitt og leikstýrt þættin- um. Þá hefur Trum- an heldur ekki horfst í augu við það sem hann ótt- ast helst í lífínu, en það gæti jafnvel enn frekar en hinn valdamikli Chri- stof orðið til þess að halda Truman föngnum í Sea- heaven. Leikstjóri The Truman Show er ástralski leik- stjórinn Peter Weir en hand- rit myndar- innar er eftir Nýsjálend- inginn Andrew Niceol. Hann skrifaði handritið áður en hann sneri sér sjálfur að leikstjórn og er fyrsta mynd hans sem hann leikstýrði Gattaca með þeim Ethan Hawke, Uma Thurman og Alan Arkin í aðalhlutverkum, en myndina gerði Niccol eftir eigin handriti. Peter Weir er íyrir löngu búinn að skapa sér nafn sem einn af at- hyglisverðustu leikstjórum sam- tímans. Hann gerði sína fyrstu kvikmynd árið 1974, en það var myndin Picnic at Hanging Rock, sem fjallaði um dularfullt hvarf skólastúlkna á ferðalagi á helgistað frumbyggja í Ástralíu. Dulfræði frumbyggjanna var honum aftur yrkisefni í kvikmyndinni The Last Wave sem hann gerði 1977. Gallipoli sem hann gerði 1981 sópaði svo til sín verðlaunum Aströlsku kvik- Jersey-, krep- os flónels- rúmfatasett Póstsendum Skólavörðustíg 21a, Reykjavík, sími 551 4050. ÞEGAR Truman gerir sér grein fyrir því hvernig allt er í pottinn búið vill hann yfirgefa heimabæinn. myndastofnunarinnar og hlaut myndin geysilega aðsókn um allan heim. Tveimur árum síðar gerði Weir svo myndina The Year of Liv- ing Dangerously með Mel Gibson, Sigourney Weaver og Lindu Hunt í aðalhlutverkum, og fékk Linda óskarsveðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Næst á dagskrá varð svo Witness árið 1985 með Harrison Ford í aðalhlutverki og var sú mynd tilnefnd til átta óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd ársins. Næst gerði Weir The Mosquito Coast eftir skáldsögu Paul Theroux, og því næst kom Dead Poets Soci- ety sem Weir fékk hin eftirsóttu BAFTA verðlaun fyrir auk tilnefn- ingar til óskarsverðlauna fyrir besta handrit. Árið 1991 gerði hann svo The Green Card með Gerard Depardieu og Andie McDowell í aðalhlutverkum, en fyrir handrit sitt að myndinni var Weir einnig til- nefndur til óskarsverðlaunanna. Síðasta myndin sem Weir gerði á undan The Truman Show var Fe- arless með þeim Jeff Bridges, Rosie Perez, Isabellu Rosseiini og John Turturro í aðalhlutverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.