Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 29 HESTAR Niðurstöður ráðstefnu um lands- mdtið árið 2000 munu nýtast vel UNDIRBÚNINGUR undir næsta landsmót, sem haldið verður í Reykjavík árið 2000, er hafmn af fullum krafti og komu ýmsir aðilar sem tengjast landsmótinu saman á ráðstefnu fyrir skömmu til skrafs og ráðagerða. í fyrsta sinn frá upp- hafi landsmótanna líða nú aðeins tvö ár á milli móta, en hingað til hafa þau verið haldin á fjögurra ára fresti. I sumar stofnuðu Landssamband hestamannafélaga og 16 hesta- mannafélög frá Lómagnúpi í Hval- fjarðarbotn ásamt Hrossaræktar- samtökum Suðurlands hlutafélag um landsmótshaldið, Landsmót 2000 ehf. Stjórn félagsins boðaði til ráð- stefnunnar og var tilefni hennar að leita fanga hjá ýmsum aðilum sem með einum eða öðrum hætti tengjast mótinu og umhverfi þess. Ráðstefnan hófst með því að Jón Ólafur Sigfússon framkvæmdastjóri Landsmóts 1998 á Melgerðismelum gerði grein fyrir undirbúningi og framkvæmdum vegna mótsins og benti á ýmis atriði sem betur hefðu mátt fara. Þátttakendum í ráðstefn- unni var síðan skipt í hópa, markaðs- og kynningarhóp, dómarahóp, kyn- bótahóp, gæðingahóp, áhorfenda- og fjölmiðlahóp og umhverfís- og svæð- ishóp. Einnig átti að skipa í knapa- hóp, en enginn þeirra knapa sem boðaðir voru til ráðstefnunnar mætti. Að sögn Haraldar Haraldssonar formanns stjórnar Landsmóts 2000 ehf. varð hann fyrir miklum von- brigðum að svo skyldi hafa farið, þar sem knapar væru kröfuharðir og gott hefði verið að heyra kröfur þeirra og áherslur fyrirfram. Annars sagðist Haraldur vera mjög ánægður með hvað hóparnir skiluðu skeleggum og jákvæðum niðurstöðum sem síðan voru ræddar ítarlega. Hann sagði það hafa verið athyglisvert hvað þátttakendur voru almennt sammála um það sem betur mætti fara á mótum sem þessum. Ymsar mikilvægar upplýs- ingar hefðu komið fram í umræð- unni, til dæmis að fjöldi keppnis- valla á landinu er ekki í neinu sam- ræmi við lög Um þá sem í gildi eru og hafa verið samþykkt af lands- þingi Landssambands hestamanna- félaga. Þetta eigi eftir að hafa mikið að segja fyrir hönnuði og lands- mótshaldara vegna þess að enn á eftir að byggja nýjan gæðinga- keppnisvöll á Víðivöllum, félags- svæði Hestamannafélagsins Fáks, þar sem mótið fer fram. Haraldur sagðist ekki vera í vafa um að niðurstöður ráðstefnunar ættu eftir að hafa mikið að segja við undirbúning landsmótsins og hjálpa þeim sem að því standa við að gera sem flestum sem að því koma til hæfís. Þrátt fyrir að menn hafi misjafnar skoðanir á því að halda landsmót í Reykjavík en ekki úti í sveit segist Haraldur fínna í auknum mæli hvað fólk er að verða jákvæðara fyrir því. Hann segir deginum ljósara að slíkt mót verði með öðru sniði, en það geti verið alveg jafn skemmtilegt og gott. Aðstaðan á Víðivöllum er eins og best verður á kosið og er sífellt að batna. Reykjavíkurborg styður Hestamannaífélagið Fák og leggur fé í framkvæmdir fyrir landsmótið sem á eftir að nýtast Fáksfélögum til framtíðar. Fulltrúar frá garðyrkjustjóra, skipulagsstjóra og borgarverkfræð- ingi mættu til ráðstefnunnar eftir hádegi og tóku þátt í umræðum um mótssvæðið og umhverfí þess. Þar kynnti hönnuður svæðisins, Reynir Vilhjálmsson, svæðið og fyrirhugað- ar framkvæmdir. Haraldur sagði að það hefði mikið að segja að fá þetta fólk til umræðunnar þannig að ekki ætti að fara á milli mála hvað þarf að gera og hvernig á að standa að því. Framkvæmdir í fullum gangi Framkvæmdir við breytingar á svæðinu er þegar hafnar og hefur 70 mUljónum króna þegar verið varið í þær. Hafíst verður handa við að gera nýjan gæðingakeppnisvöll strax næsta vor, en 100 mUþónir króna eru inni á framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár. Einnig verður lokið við bUastæði bæði við Reiðhöllina og annars staðar. Svæðið verður snyrt og þökulagt og tré gróðursett. Miklar framkvæmdir standa einnig yfir í Reiðhöllinni, sem í raun- inni hefur aldrei verið lokið við. Nú er verið að flísaleggja anddyri og breyta snyrtiaðstöðu og lokið er við að klæða húsið að innan. Ymislegt fleira þarf að gera og verða 50 millj- ónir króna veittar til verkefnisins auk 5 milljóna til viðhalds. Tólf fyrirtæki með Reykjavíkur- borg eru stuðningsaðUar landsmóts- ins og hafa lofað fjárframlögum. Haraldur sagði að þetta gerði það að verkum að hægt væri að setja kraft í ýmsan undirbúning svo sem mark- aðssetningu og fleira. Hluti af dagskrá menningar- borgar Evrópu árið 2000 Landsmótið árið 2000 verður hluti af dagskrá Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu árið 2000 og verður því hluti af markaðssetningu þess verkefnis einnig. Þórunn Sigurðar- dóttir framkvæmdastjóri Reykjavík- ur menningarborgar Evrópu lýsti á ráðstefnunni ánægju sinni með að Reykjavík skyldi fyrst menningar- borga Evrópu geta boðið upp á hestamót sem haldið væri innan borgarmarkanna. Hún sagði að reynt yrði að tengja landsmótið við ýmsa menningarviðburði sem boðið yrði upp á og komu fram hugmyndir um að tengja saman landsmótið og sýningu í Arbæjarsafni. Haraldur sagði að stjóm Lands- móts 2000 ehf. væri bjartsýn og teldi að allt að 15.000 manns kæmi á mót- ið á hverjum degi. Venjulega hefur þurft að borga aðgangseyri fyrir alla landsmótsdagana, en nú hefur verið ákveðið að greitt verði fyrir einn dag í einu, en mótið mun standa yfir í 6 daga. Hann sagði að þetta ætti eftir að hafa mikið að segja fyrir aðsókn- ina að mótinu. Fyrirhugað er að halda aðra ráð- stefnu á vordögum árið 2000 áður en lokaundirbúningur íyrir landsmótið hefst. Asdís Haraldsdóttir Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson OFT HAFA þau sjónarmið komið fram að tíu hestar í úrslitum hafi þótt of mikið fyrir dómara að vinna úr svo vel fari og eru nú konmar fram tvær tillögur sem báðar gera ráð fyrir fækkun. Myndin er af tíu verðlauna- höfum í barnaflokki á landsmótinu á Melgerðismelum í sumar. 49. ársþing LH * ------------ A fímmta tug til- lagna lagðar fram TILLÖGUR sem lagðar verða fyrir ársþing Landsambands hestamanna- félaga sem haldið verður á Akureyri um aðra helgi hafa nú verið sendar út. Nýjar tillögur eru 39 talsins, þar af koma átta tillögur frá Dómarafé- lagi LH en einnig verða lagðar fyrir þingið sjö gamlar tillögur sem ekki tókst að afgreiða á síðasta þingi. Alls verða þetta fjörutíu og sex tillögur sem að langstærstum hluta fjalla um breytingar keppnisreglum og má ætla að þingfulltrúar hafi ærinn starfa þá tvo daga sem þingið stend- ur yfir. Að vísu má gera ráð fyrir að nokkrar tillagnanna sem fjalla um sama eða svipað efni verði sameinað- ar. Áð öllum líkindum er hér um met í fjölda mála að ræða á einu þingi. í tveimur tillögum er lagt til að tekin verði upp einkunnagjöf í úrslit- um gæðingakeppninnar og ein til- laga gerir ráð fyrir að felldar verði út hæsta og lægsta einkunn þar sem fimm dómarar dæma eins og tíðkast hefur lengst af í íþróttakeppni. Blæ- brigðamunur er á tillögunum um einkunnagjöf í úrslitum, í annarri er gert ráð fyrir að einkunnir verði gefnar eftir hverja gangtegund en í hinni að einungis verði gefnar upp einkunnir í lok keppninnar eins og gert er nú með röðunina. í einni tillögu er lagt til að fækkað verði úr tíu í átta hesta í úrslitum landsmóta en í annarri tillögu er lagt til að keppt verði í A- og B-úrslitum og sigurvegari B-úrslitanna vinni sér sæti í A-úrslitum eins og tíðkast í hringvallargreinum íþróttakeppn- innar. Verði þá fimm keppendur í B- úrslitum en sex í A-úrslitum. Þá leggur stjórn samtakanna til að tímarit samtakanna Hesturinn okkar verði sameinaður tímaritinu Eiðfaxa. Reyndar verður samningur þar um undirritaður í dag á skrif- stofu LH en hann er með þeim fyrir- vara að þingið samþykki tillögu stjórnarinnar. í tillögu stjórnarinn- ar er gert ráð fyrir að LH eignist hlut í Eiðfaxa ehf. að markaðsvirði 700 þúsund krónur. LH hafi rétt á 16 síðum í blaðinu árlega þ.m.t. ensku og þýsku útgáfunni fyrir efni frá samtökunum. Þá fái LH tvær auglýsingasíður á ári til auglýsinga á starsemi sinni en um leið afsali LH sér útgáfurétti, nafni og áskriftar- skrá Hestsins okkar. Þá leggur stjórnin til að LH haldi landsþing á tveggja ára fresti og stungið upp á formannafundum árin á milli. Þetta er gömul tillaga sem margsinnis er búið leggja fyrir þing undanfarinna ára en alltaf verið felld. Ef tillagan verður samþykkt gerir hún ráð fyrir að síðasta ársþing verði haldið 1999 en næsta þing þar á eftir sem þá kallast landsþing verði haldið árið 2001. Fleiri tillögur verða kynntar í hestaþætti á þriðjudag. Valdimar Kristinsson Auglýsing um starfsleyfistillögur Dagana 23. október til 20. nóvember næstkomandi munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrirtækja í Reykjavík, skv. gr. 70 í mengunarvamareglugerð nr. 48/1994, með síðari breytingum liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni í Ráð- húsi Reykjavíkur. Fyrirtæki/gildistími starfsleyfís í árum Bílaleiga Flugleiða/Hertz, bifreiðaverkstæði/8 Efnalaug Árbæjar, efnalaug/8 Efnalaugin Grímsbær, efnalaug/8 Haghús ehf., einingaverksmiðja/10 Hringrás ehf., endurvinnsla brotamálms/5 Kjörverk ehf., trésmíðaverkstæði/8 Landsbanki íslands hf., prentsmiðja/8 Sjóklæðagerðin hf., silkiprentun/8 Snögg ehf., efnalaug/8 Heimilisfang Við Flugvallarveg, 101 Rvík Hraunbæ 102, 110 Rvík Efstalandi 26, 108 Rvík Esjumelum 9, 270 Mos. Klettagörðum 9, 104 Rvík Borgartúni 25, 105 Rvík Höfðatúni 6, 105 Rvík Skúlagötu 51, 101 Rvík Stigahlíð 45—47, 105 Rvík Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 4. desember nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Fosshótel Lind Reykjavík I tilefni af opnun nýrrar skrifstofu og bókunar- miðstöðvar Fosshótels að Skipholti 50c bjóðum við sérstakt opnunartilboð á Fosshótel Lind i Reykjavík, Verð tra kr. 2.5UU.- a mann í 2ja manna herbergi. liorgunverðarhlaðborð innifalið. 15% afsláttur fyrir hótelgesti á Carpe Diem Bistro. X/erið velkomin Afþreying þín - okkar ánægja FOSSHOIEL Skipholti 50c Sími:562 4000 • Fax: 562 4001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.