Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppsagnir meínatækna á rannsöknarstofum Landspftalans ( blóðmeina- og meinefnafiræði. EKKI benda á mig, segir heilbrigðisráðherra, ég var að dansa línudans. Ekki benda á mig, segir fjármálaráðherra, ég var að telja gdðærisgróðann. Ekki benda á mig, segir forsætisráðherra, ég var að búa til gdðærið. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður um hugmyndir vinstrihreyfíngarinnar græns framboðs Kvóti aðeins framseldur á viðurkenndum markaði STEINGRÍMUR J. Sigfússon al- þingismaður sagði á kynningarfundi vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs á sunnudag að hreyfingin vildi beita þeim úrræðum sem dygðu til þess að ná utan um „óeðlilegan gróða sem kynni að myndast vegna núgildandi fiskveiðistjórnunarkerf- is.“ Það væri annars vegar hægt að gera með breytingum á lögum um stjóm fiskveiða og hins vegar með aðgerðum í skattkerfinu. I samtali við Morgunblaðið segir Steingrímur að hugmyndin um að breyta lögum um stjórn fiskveiða í fyrrgreindum tilgangi gangi m.a. út á að breyta reglunum um framsalið á veiðiréttinum. Aflahlutdeild verði til að mynda aðeins framseld á við- urkenndum markaði eða kaupþingi er lúti reglum er settar séu að höfðu samráði við sjávarútvegsráðherra. „Varðandi viðskipti með varan- legar veiðiheimildir eða aflahlut- deild er um það að ræða að það verði hægt að skattleggja sérstak- lega þann hagnað sem kann að verða vegna viðskipta með slíkar heimildir og beita þar allt öðrum og strangari ákvæðum heldur en gert er við venjulegan söluhagnað." Hagnaður gerður upptækur „Ég hef séð þetta þannig fyrir mér,“ segir Steingrímur „að til þess að ná utan um málið þarf að skylda menn til að eiga fyrrnefnd viðskipti í gegnum viðurkenndan markað eða einhvers konai' kaupþing. Þar með eru komnar upplýsingar eða grunn- ur til þess að skattleggja þann hagnað sem kann að verða hjá ein- stökum aðilum í slíkum viðskiptum, hvort sem þeir eru að hætta í út- gerð eða bara selja eitthvað frá sér. Að mínu mati eru öll rök fyrir því að gera slíkan hagnað upptækan vegna þess að hann á enginn að vera. Til- gangur fiskveiðistjómunarkerfisins er ekki að búa til einhvern sérstak- an gróða fyrir menn út af kerfinu sem slíku.“ Steingrímur segir að til þess að skattleggja umræddan hagnað þurfi fyrst og fremst að gera breytingar á lögum um tekju- skatt og eignarskatt, en hugsanlega þurfi að gera breytingar á fleiri lög- um eins og lögum um ársreikninga, því nauðsynlegt gæti verið að skylda fyrirtækin til að gefa meiri upplýsingar í ársreikningum sínum. Hann bendir á að á síðasta lög- gjafarþingi hafi hann lagt fram frumvarp til laga um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum sem hafi gengið út á svipaðar hugmyndir. „Eg hef hugsað mér að endurflytja það frumvarp á þessu þingi en vonast til þess að geta betrambætt það og náð betur utan um þetta mál því að sumu leyti er það skattalega mjög flókið." Könnun á heilbrigði og lífskjörum Heilsa tengist atvinnuástandi RÚNAR Vilhjálmsson prófessor stendur nú fyrir nýrri könnun á heilbrigði og lífskjörum hér á landi. Starfið verður í tveim hlutum, fyrst verður unnið með skrifleg svör frá 3.000 einstaklingum á aldr- inum 18-75 ára en síðan verður notað undirúrtak, að líkindum 1.200 manns, úr fyrri hópnum. I fyrri þættinum verður einkum hugað að skoðun á undir- hópum, sem dæmi má nefna að kannaðir verða áhættuþættir milli kynja innan búsetusvæða. Helstu viðfangsefhin verða félagsleg útbreiðsla álagsþátta og hollustu- og áhættuhegðunar, félagsleg útbreiðsla sjúkdóma/veik- inda og loks félagsleg dreifing notkunar á heilbrigðisþjónustu og mat á því í hve miklum mæli notkun í ýmsum hópum er í sam- ræmi við áætlaða þörf þeirra fyr- ir þjónustuna. Er þá m.a. notast við erlenda staðla til að meta notkunina og þörfina hjá fólki með ákveðna sjúkdóma eða sjúk- dómseinkenni. „Ég fékk styrki úr Vísindasjóði og Rannsóknasjóði Háskólans vegna verkefnisins og gefin verð- ur út heildarskýrsla um niður- stöður ýmissa þátta eftir áramót- in um ýmsar kvartanir, lifnaðar- hætti, aðstæður og notkun á heil- brigðisþjónustunni,“ segir Rún- ar. „Með mér starfa í þessu Ólaf- ur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor og Tryggvi Þór Her- bertsson lektor. Þátttakendum er skipt eftir aldri, kyni, menntun, búsetu og jafnvel fleiri atriðum. Síðan verð- ur unnið nánar úr niðurstöðunum næstu misserin. Að þessu sinni er kannaður kostnaðurinn við að nýta sér þjónustuna sem ekki var gert í gömlu könnuninni 1987. Aherslan var þá meira á heilsu- farið og aðstæðurnar, úrtakið er einnig stærra hjá okkur núna. Markmiðið er að afla heildstæðra upplýsinga um heilbrigðisástand íslendinga á landinu öllu og að- stæður og lifnaðarhætti sem tengjast heilsufarinu. Þjónustunotkunin er einnig mikilvæg. Við höfum nú þegar vísbendingar um að hægt sé að tala um eins konar aðgangstak- markanir að notkuninni. Þær lúta að kostnaði sérstaklega, þjón- ustugjöld hafa aukist töluvert í heilbrigðiskerfinu." - Hvað með áhiif mataræðis og líkamshreyfingar? „Umhverfi og aðstæður í víð- um skilningi og erfðirnar skipta auðvitað miklu um heilbrigðið en lifnaðarhættimir eru oft undir- staðan. Margir krónískir sjúkdómar eru oft kallaðir atferl- issjúkdómar, svo mik- inn þátt á hegðun okk- ar í þeim. Við skoðum áfengisvenjur, reykingar, kaffi- drykkju og ekki síst mataræði, hvenær dagsins fólk borðar og hvað það lætur ofan í sig. Einnig spyrjum við um svefnvenjur, þyngd miðað við hæð og líkam- lega hreyfingu.“ - Er vitað hvernig streita hefur áhrif á heilbrigðið? „Það er Ijóst að andlegt álag hefur mikil áhrif á heilbrigðið, líkamlegt sem andlegt. Mikilvæg- ustu þættirnir sem geta valdið álagi eru vinnan, heimilið og fjár- málin. Það má segja að alvarleg- ustu tilfellin sem tengjast vinnu- Rúnar Vilhjálmsson ► RÚNAR Vilhjálmsson pró- fessor er fæddur í Reykjavík 1958 og lauk BA-prófi í félags- fræði við Háskóla íslands 1982. Meistaraprófi í greininni Iauk hann við Wisconsin-háskóla í Madison árið 1984 og doktors- prófi frá sama skóla 1993. Við- fangsefnið í doktorsritgerðinni var heilsufélagsfræði. Hann varð lektor í félagsfræði við hjúkrunarfræðibraut Háskóla íslands 1986, varð dósent 1991 og hefur verið prófessor frá 1996. Fyrir rúmum áratug gerði Rúnar fræðilega könnun á heil- brigði og tengslum þess við lífs- kjör íbúa á höfuðborgarsvæð- inu. Eiginkona Rúnars er Guðrún Kristjánsdóttir dósent og eiga þau þrjá syni. Þjónustugjöld takmarka notkun umhverfi lúti að uppsögnum og brottrekstri úr starfi og yfirleitt alvarlegri misklíð á vinnustað, hún getur birst sem einelti. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að heilbrigðisástand versnar þar sem atvinnuleysi hefur vaxið. Valdleysi yfir eigin vinnuferli er mjög slæmt og veldur oft álagi. Starfsmenn sem bera mikla ábyrgð og gegna vandasömu starfi undir ströngu eftirliti eru oft í hættu. Einkum á þetta við ef þeir hafa jafnframt lítil bein áhrif eða þá að óljóst er til hvers er ætlast af þeim, ágreiningur ríkir um hlutverkið.“ - Sumir læknar eru taldir of ákafír að nota tæki og lyf, stunda oflækningar. Erum við hin stund- um að ofnota þjónustuna? „Það er alveg rétt að lögsaga lækninga hefur stækkað og margir telja að hún sé of stór, læknar séu að fást við viðfangs- efni sem ýmsar aðrar stéttir geti með góðu móti fengist við. Að sumu leyti stafar þetta af því að læknisfræðin hefur virkað betur en aðrar nálganir til að leysa ýmis mannleg vanda- mál. Þetta er því ekki eingöngu spuming um vald lækna eða oftrú á þeim en spurningin er stór og við reynum ekki að svara henni í þessari könnun. Einnig er spurt að hve miklu leyti fólk reyni sjálft að fínna lausnir á heilbrigðisvanda sínum. Leitar fólk strax til læknis, mælir það sig og leggst í rúmið eða ger- ir það ekkert í málinu? Við reyn- um að skoða hið fjölþætta mynst- ur veikindaviðbragða, athafnir einstaklingsins, með eða án sam- ráðs við vandamenn sína en einnig þá þjónustu sem hann fær í formlega kerfinu."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.