Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ IjjJJjjk HÆST ÁVÖXTUN sambœrílegra sjóða Skammtíma- Langtíma- Eignaskatt- Hlutabréfa- Séreignalíf- sjóðir sjóðir frjálsir sjóðir sjóðir eyrissjóðir Ávöjctun m.v 12 mánuði Búnaðarbankinn Verðbréf Samkeppnisaðilar * Samanburður á ársnafnávöxtun sjóða Búnaðarbankans Verðbréfa og sambœrilegra sjóða samkeppnisaðila á markaðnum síðustu tvö ár miðað við 1. nóvember 1998. Við hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum fögnum nú tveggja ára afmæli okkar. Á þessum tveimur árum höfum við náð hæstu ávöxtun sambærilegra sjóða á íslandi og er það auðvitað besta afmælisgjöfin sem við getum gefið viðskiptavinum okkar. Við höldum vitaskuld áfram á sömu braut og munum einnig,kynna nýjar og arðvænlegar fjárfestingarleiðir á næstunni. Hafðu samband og tryggðu þér sneið af afmæliskökunni okkar! BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti sími 525 6060 • netfang verdbref@bi.is ERLENT Mál Rons Davies veldur deilum um friðhelgi einkalífsins Flokkar og Qölmiðlar í standandi vandræðum London. Reuters, The Daily Telegraph. STJÓRN Verkamannaflokksins, for- ystumenn Ihaldsflokksins og fjöl- miðlar í Bretlandi virðast eiga í mestu erfíðleikum með að gera upp við sig hvernig taka eigi á máli Rons Davies, fyrsta ráðherrans í stjórn Tonys Blairs sem sagt hefur af sér vegna hneykslismáls. Mál Davies hefur valdið stjórninni vandræðum frá því það komst í há- mæli fyrir rúmri viku og henni hefur ekki enn tekist að koma því af forsíð- um bresku dagblaðanna. Davies, sem fór með málefni Wales í stjórn- inni, segist hafa verið rændur eftir að hafa slegist í fór með ókunnum manni þegar hann var á kvöldgöngu í skemmtigarði í London, sem er sagður fjölsóttur af hommum og eit- urlyfjasölum. Hann kvaðst hafa gerst sekur um ófyrirgefanlegt dóm- greindarleysi en neitaði að upplýsa hvers vegna hann fór í skemmtigarð- inn. Hann vísaði því hins vegar á bug að hann hefði verið að sækjast eftir kynmökum eða eiturlyfjum. Davies segist ekki hafa þekkt manninn, sem hann hitti í skemmti- garðinum, en lögreglan hefur þó ekki enn hafnað vísbendingum um að þeir hafi kynnst áður en þeir hittust í garðinum. Lögreglan rannsakar nú einnig orðróm meðal breskra stjóm- málamanna um að reynt hafi verið að kúga fé af Davies áður en hann sagði af sér. Lögreglan hefur handtekið alls sex manns vegna ránsins. Einn hefur þegar verið leiddui' fyrir rétt og fjór- ir hafa verið leystir úr haldi gegn tryggingu. Sjötti maðurinn var handtekinn í fyrradag. Deilan um atferli ráðherrans fyrr- verandi magnaðist aftur á mánudag, viku eftir afsögnina, þegar hann ávarpaði þingið og gagnrýndi bresku fjölmiðlana harðlega, sakaði þá um að birta „kjaftasögur og lygar“ og Peter Mandelson skoraði á þá að virða friðhelgi einka- lífsins. Davies veitti einnig sjónvarpsvið- tal þar sem fram kom að faðir hans beitti hann ofbeldi í æsku en reiði ráðherrans fyrrverandi beindist þó einkum að „bullinu“ sem bresku blöðin hafa birt um einkalíf hans. BBC bannar umfjöllun um einkalff Mandelsons Ráðherrar, sem tengjast ekki máli Davies, hafa einnig dregist inn í deil- una. Matthew Parris, blaðamaður og fyrrverandi þingmaður Ihaldsflokks- ins, lét t.a.m. þau orð falla í umræðu- þætti BBC-sjónvarpsins á dögunum að Peter Mandelson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, væri „örugglega hommi“ og fram kom að Chrís Smith menningarmálaráðherra væri einnig samkynhneigður. Smith viðurkenndi samkynhneigð sína fyrir nokkrum árum en Mandelson hefur tekið þá afstöðu að kynhneigð sín sé mál sem engum öðrum komi við. Sjálfur er Parris samkynhneigður. Stjómarformaður BBC og stjórn- Ron Davies andi þáttarins hafa sent Mandelson afsökunarbeiðni vegna ummælanna. Þau m-ðu einnig til þess að einn af yfirmönnum BBC gaf fréttamönnum fyrirmæli um að fjalla ekki um einkalíf Mandelsons á öldum ljós- vakans. Fréttamenn BBC urðu ókvæða við þessi fyrirmæli og ráð- herrann lýsti þeim sem yfirsjón af hálfu yfirmannsins. Mo Mowlam, sem fer með málefni Norður-írlands í bresku stjórninni, er sögð hafa orðið „öskureið“ þegar henni var skýrt frá fyrirmælunum áður en hún tók þátt í umræðuþætti BBC á dögunum. Þingmenn íhalds- flokksins hafa sakað BBC um að reyna að kveða niður umræðu um einkalíf Mandelsons og krafist svara við því hvort fleiri stjórnmálamenn njóti sérstakrar vemdar. íhaldsmenn gagnrýna skrif Tebbits Umræðan um einkalíf Mandelsons varð til þess að Tebbit lávarður, fyrr- verandi formaður Ihaldsflokksins, skrifaði bréf til birtingar í The Daily Telegraph þar sem hann hélt því fram að meina bæri hommum að gegna mikilvægustu ráðherraemb- ættunum, svo sem embætti innanrík- isráðherra, þar sem þeir ættu ekki að „vera í aðstöðu til að gera hver öðr- um greiða“ og vísaði í þvi sambandi til umræðu um stjómmálaþátttöku frímúrara fyiir skömmu. Hann bætti þó við að þetta ætti ekki við um emb- ætti viðskipta- og iðnaðarráðherra. Leiðtogar íhaldsflokksins gagn- rýndu þessi skrif Tebbits, sem er fylg- ismaður Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra. Talsmaður flokksins sagði að Tebbit væri „úr tengslum“ við nútímaleg viðhorf flokksins. Fulltrúar Williams Hagues, leiðtoga flokksins, lögðu einnig áherslu á að hann væri algjörlega andvígur því að banna hommum að gegna mikil- vægum ráðherraembættum. Fjölbreyttari fjöl- skyldumyndir London. Daily Telegraph. KOMIN er fram ný ómsjá, sem gefur verðandi mæðrum skýra mynd af barninu, sem þær bera undir belti. Var hún kynnt á ráðstefnu fæðingar- lækna 1 Edinborg um helgina. Nýja ómsjáin, sem hefur verið í þróun sl. fimm ár, á eftir að hjálpa læknum við að finna hugsanlega fósturgalla og uppskurðir, sem stundum eru gerðir á ófæddum börn- um, verða miklu auðveldari og hættuminni en nú er. Með hjálp ómsjárinnar verð- ur unnt að prenta út skýra mynd af fóstrinu, til dæmis andlitinu, og getur það orðið til þess, að dómi sumra lækna, að foreldrar bindist baminu sterk- um tilfinningaböndum á meðan það er enn í móðurkviði. Á hinn bóginn er líka trúlegt, að myndimar verði notaðar sem vopn í baráttu þeirra, sem berj- ast gegn fóstureyðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.