Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Með breskum brag Bretinn Julian Lloyd Webber verður ein- leikari í Sellókonsert Edwards Elgars á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson tók hann tali en kórinn Vox Feminae kemur einnig fram á tónleikunum. Morgunblaðið/Kristinn JULIAN Lloyd Webber á æfingu með Sinfóníuhljónisveit Is- lands. Hann er bróðir söngleikjahöfundarins kunna, Andrews Lloyds Webbers. AÐ VERÐUR breskur bragur á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld. Flutt verða verk eftir tvö af dáðustu tónskáldum Breta, Edward Elgar og Gustav Holst, og sellóleikarinn Juli- an Lloyd Webber, einn sá fremsti í heiminum í dag, mun leika einleik. Edward Elgar skrifaði sellókonsert sinn í skugga fyrri heimsstyrjaldar - lauk við hann árið 1919 - og þykir hann með því besta sem tónskáldið sendi frá sér. Varð konsertinn jafnframt síðasta stóra verk Elgars því eftir að hann missti eiginkonu sína ári síðar lét hann að mestu af tónsmíðum. Að áliti Julians Lloyds Webbers er verkið ein af perlum sellóbókmenntanna - frábærlega skrifað fyrir hljóðfærið. „Sellóið fær að njóta sín til fulls í þessu verki, hljómsveitin skyggir aldrei á það. Verkið er líka afar persónulegt og án efa eitt af mínum uppáhaldsverkum - ég er alltaf að finna eitthvað nýtt í því.“ Lloyd Webber kveðst oft vera beðinn um að flytja Sellókonsert Elgars, líkt og á tón- leikunum nú, og önnur verk sem fallnir meist- arar skrifuðu fyrir hljóðfærið. Hann er þó ekki síður þekktur fyrir tryggð sína við tónskáld tuttugustu aldarinnar og hefur frumflutt á sjötta tug tónverka á ferlinum. „Nú er það svo að sellóbókmenntimar em ekkert sérstaklega miklar að vöxtum. Pess vegna gegna nýjar tónsmíðar svo veigamiklu hlutverki. Ég hef því alla tíð gefið mér góðan tíma til að kynna mér það nýjasta hverju sinni og fjölmörg tónverk hafa verið skrifuð fyrir mig.“ Framtíðin Iiggur í nýsköpun Og áfram heldur sellóleikarinn, í víðara samhengi: „Ég er þess sinnis að framtíð sí- gildrar tónlistar liggi í nýsköpun - samningu nýrra tónverka. Tónlistin er í eðli sínu lifandi fyrirbæri, ekki safngripur, þannig getur hún aldrei þrif- ist. Ekki svo að skilja að gleyma eigi gömlu meistur- unum, síðui' en svo, en þeir mega aftur á móti ekki standa nútímatónskáldum fyrir þrifum. Að mínu mati er best að blanda þessu saman, gömlu og nýju. Svo framar- lega sem tónlist er góð á hún rétt á sér!“ Lloyd Webber segir hag sellósins hafa vænkast veru- lega á þessari öld, fá einleiks- verk hafi verið til um síðustu aldamót en úr því hafi flest helstu tónskáld aldarinnar bætt. „Sellóið hefur svo sann- arlega haslað sér völl sem einleikshljóðfæri. Nú keppast menn við að skrifa fyrir hljóðfærið, og fyrir vikið er af miklu meiru að taka nú en áð- ur. Sellóbókmenntimar eru stöðugt að þrútna." Julian Lloyd Webber stundaði nám við Royal Academy of Music í Lundún- um og síðar hjá sellósnillingnum Pierre Fo- umier. Hann hefur starfað sem einleikari í 27 ár, eða frá því hann var tvítugur, og ferðast vítt og breitt um heiminn. Þar fyrir utan kem- ur hann annað veifið fram með kammerhóp- um, auk þess sem hann hefur gegnt prófess- orsstöðu við Guildhall School of Music and Drama í tvo áratugi. Lloyd Webber er af miklu tónlistarfólki kominn. Móðir hans var píanókennari og faðir hans organisti og tónskáld. Þá er bróðir hans í hópi fremstu söngleikjahöfunda aldarinnar, Andrew Lloyd Webber. „Tónlistin var snar þáttur í uppeldi okkar bræðranna og ekki skrýtið að við skyldum leggja hana fyrir okkur. Auðvitað höfðu for- eldrar okkar mest áhrif á okkur en tónlist- arfólk sem dvaldist á heimilinu í lengri eða skemmri tíma lagði líka sitt af mörkum. Andrew, sem er þremur árum eldri en ég, fékk snemma áhuga á tónsmíðum og sýningum og því lá beint við að hann legði út á braut söng- leiksins. Ég hef alltaf verið meira túlkandi listamaður, flutningur er mitt fag.“ Faðir þeirra bræðra lagði, sem fyrr segir, stund á tónsmíðar en gaf þá iðju upp á bátinn á sjötta áratugnum, þar sem verk hans virtust ekki höfða til almennings. „Eftir það talaði hann lítið um tónsmíðar sínar og það var ekki fyrr en eftir að hann dó, árið 1982, að ég fékk tækifæri til að skoða þær að einhverju ráði. Komst ég þá að raun um að þær væru margar hverjar mjög góðar. Hef ég reynt að halda þeim á lofti og fyrr á þessu ári komu út þrjár geislaplötur með verkum fóður míns. Lítil reynsla er komin á útgáfuna en fyrstu viðbrögð hafa verið góð. Verkin hafa vakið at- hygli." Þegar Lloyd Webber er spurður hvort blýanturinn og nótnaheftið hafi aldrei höfðað til hans brosir hann og hristir höfuðið. „Ekki get ég sagt það. Um dagana hef ég aðeins samið eitt tónverk, svo heitið geti, vögguvísu handa syni mínum, enda hefur metnaður minn legið á öðru sviði. Tónsmíðar verða að spretta af þörf, ástríðu, og hana hef ég ekki haft. Þó er ég ekki frá því að einhver þörf sé farin að krauma í mér í seinni tíð, þannig að maður ætti aldrei að segja aldrei." Þar sem náttúran ríkir Lloyd Webber kveðst hlakka mikið til að leika með Sinfóníuhljómsveit Islands, hann hafi heyrt hennar getið að góðu einu og geislaplötur hennar séu í háum gæðaflokki. Þó þetta sé í fyrsta sinn sem sellóleikarinn kemur fram hér á landi hefur hann sótt okkur heim áður, árið 1981. „Þá kom ég hingað í vikufrí, tók mér bílaleigubíl og ók vítt og breitt um landið. Mig hafði lengi langað að gera þetta enda hefur ísland alltaf heillað mig. Það er eitthvað við staði þar sem náttúran ríkir!“ Annir koma í veg fyrir að Lloyd Webber geti skoðað sig um að ráði að þessu sinni en hann fer utan strax í fyrramálið. Dag einn hyggst hann þó snúa aftur sem ferðamaður og skoða það sem hann fór á mis við síðast. „Því lofa ég!“ Hitt verkið sem flutt verður á tónleikunum er Pláneturnar eftir Gustav Holst. Verkið var frumflutt árið 1920 og markaði sá flutningur tímamót á ferli Holst. Plánetunum var geysi- vel tekið og hafa æ síðan notið mikilla vinsælda. Þykja Pláneturnar eitt af glæsileg- ustu hljómsveitarverkum aldarinnar. Kórinn Vox Feminae mun taka þátt í flutn- ingi Plánetanna. Hann var stofnaður árið 1993 og hefur haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis. Aðalstjórnandi og þjálfari kórsins er Margrét Pálmadóttir. Hljómsveitarstjóri kvöldsins verður Rico Saccani, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Landslag, þrívíddarljós- myndir og tannlæknatryllir BJARGEY Ólafsdóttir vinnur á skemmtilegan hátt með kvikmyndir og Hollywood-bransann á sýningu sinni. MYJVDLIST IVýlistasafnið BLÖNDUÐ TÆKNI BRJARGEY ÓLAFSDÓTTIR, NATHALIE VAN DER BURG OG A. WILENIUS Opið 14 til 18. Sýningin stendur til 8. nóvember. Á EFRI hæðum Nýlistasafnsins sýna nú þrír listamenn frá jafn- mörgum löndum, Bjargey Ólafs- dóttir frá íslandi, Nathalie van den Burg frá Hollandi og A. Wilenius frá Finnlandi. Það er ekki aðeins að bakgrunnur þeirra þriggja sé ólík- ur, heldur eru verk þeirra einnig næsta ólík og öll nálgun þeirra við listina að því er virðist. Bjargey sýnir í Bjarta sal og Svarta sal á miðhæð safnsins. I Bjarta salnum sýnir hún ljósmyndir en í myrkrinu í Svarta sal vídeóband sem er lítil bíómynd, framleidd og leikin í anda Hollywood-tryllanna, með flóknu ástarsambandi í söguþræðinum, sjúklegum ástríðum og morði. Ljósmyndirnar tengjast einnig Hoilywood-stemmningunni og bera keim af stjörnubransanum kringum bíómyndirnar. Þær minna á myndröðina sem Cindy Sherman vann í anda kvikmyndanna þar sem hún líkir eftir ljósmyndunum sem notaðar eru til kynningar á kvik- myndum - þær sem maður sá áður undir gleri í kössum utan á bíóhús- unum. Framlag Bjargeyjar er i raun meira í ætt við kvikmynda- gerð en myndlist, þótt það sé á eng- an hátt henni til vansa. Óhjákvæmi- lega veltir maður því samt fyrir sér hvernig samhengi hlutanna sé háttað, hvernig eins konar tilraun á sviði kvikmyndagerðar komi út þegar hún er sett fram í myndlist- arsamhengi eða sem myndlist. Þeir sem fylgjast með þróun myndlistar- innar þekkja vel að á síðustu árum hafa ólíklegustu hlutir verið settir fram sem myndlist og í ólíklegasta samhengi. Allt er það eðlilegt fram- hald af þeim pælingum sem mynd- listarmenn hafa staðið í frá því snemma á öldinni og enginn kippir sér lengur upp við að sjá til að mynda muni úr byggingarvöru- verslun á myndlistarsýningum. Kvikmyndalistin er hins vegar svo nærri myndiistinni að það myndast öðruvísi spenna þegar henni er beitt svo kinnroðalaust á myndlist- arsýningu, tilvísanirnar verða tvíræðari og upplifunin öll meira spennandi. Nathalie van der Burg veltir í SÚM-sal fyrir sér eðli ljómyndar- innar og hefur komist að þeirri nið- urstöðu að hún sé fyrst og fremst bara pappírsörk. Að því gefnu tek- ur hún ljósmyndir og brýtur þær saman í þrívíð form - eins konar ljósmyndaorigamí. Þetta er athygl- isverð tilraun og verkin eru falleg og umhugsunarverð, en þó er eins og hugmyndin nái ekki aiveg í gegn. Við getum auðveldlega neitað að horfa á ljósmynd - eða þess vegna málverk, teikningu eða höggmynd - sem eftirmynd ein- hvers og ákveðið að umgangast hana í staðinn sem hvern annan hlut, eða sem hverja aðra pappír- sörk. Tilraunir af þessu tagi hafa verið gerðar með málverk og ýmiss konar aðrar myndir frá því snemma á öldinni og menn hafa lengi áttað sig á að allar myndir eru að þessu leyti tvíræðar - þær eru hlutir eins og hvað annað en eru jafnframt „myndir af‘ ein- hverjum öðrum hlut. Hugmynda- fræðin að baki þessum verkum Nathalie van der Burg er þannig vel þekkt og ekki á neinn hátt nýstárleg. En verk hennar standa hins vegar fyliilega undir sér þótt við gerum ekki þá kröfu að þau séu að opinbera okkur einhvern nýjan heimspekilegan sannleik. Þau eru einfaidlega falleg og bera vott um næmt formskyn og góða tilfinningu fyrir samhengi myndar og forma. Framlag Finnans Wileniusar eru athyglisverðar útfærslur á landslagi og veðri og á sýningunni setur hann hugmyndir sínar fram í þremur mismunandi útfærslum: Sem tvívíða mynd á vegg, sem skúlptúr eða módel, og sem myndband. Vegg- myndirnar eru ótrúlega heillandi í einfaldleik sínum. Við fyrstu sýn virðist aðeins vera um að ræða hvíta gljáandi ferninga en þegar betur er að gáð sést mannvera einhvers staðar djúpt inni í myndinni. Áhrifin eru nákvæmlega eins og þegar gengið er í blindbyl og maður sér einhverjum bregða fyrir í fjarska. Sýnin er horfin á augnabliki og NATHALIE van der Burg brýt- ur ljósmyndir saman svo úr verða þrívíð form. maður veit ekki alveg fyrir vist hvort hún er aðeins blekking. Myndbandið er önnur útfærsla á sömu hugmynd, en þar sér maður fólk ganga framhjá í fjarska á heiði þar sem engin greinileg kennileiti er að sjá. Fólkið er aðeins eins og skuggar sem líða framhjá og hverfa svo. Það er skýjað og skyggni frem- ur slæmt svo maður er ekki fullkom- lega viss um hvað það er sem maður sér, allt er eins og í móðu. Verkin fanga ákaflega vel náttúruupplifun norðui'slóðanna og áhorfandinn skil- ur það sem Grikkirnir gömlu lýstu, að himinn og sjór rennar saman og verða að einni móðu, vatn, jörð og loft blandast, frumefnin renna sam- an og venjulegar skilgreiningar gilda ekki lengur. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.