Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 35
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 35 Sala á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins stendur yfir... ...en af hverju að fjárfesta í FBA einmitt núna? Þú getur keypt fyrir hvaða upphæð sem er í útboðinu geturðu valið hvaða upphæð þú kaupir. Hvort sem þú vilt kaupa fyrir 5.000, 10.000 eða 15.000 krónur - eða fimmhundruð þúsund, milljón eða fimmtán hundruð þúsund. Það er hins vegar ekki hægt að kaupa fyrir meira en þrjár milljónir að nafnverði. Þú getur nýtt hlutabréf FBA til skattfrádráttar fyrir þetta ár Einstaklingar og hjón geta dregið kaupverð hlutabréfa í FBA frá tekjuskattsstofni þessa árs að ákveðnu hámarki. Á næsta ári fæst þannig tekjuskattsfrádráttur vegna hlutabréfakaupanna. Miðað við núgildandi lög mega hjón draga 40% af 266.000 krónum, eða um 106.000 krónur frá tekjukattsstofni. Fjármálaráðherra hefur boðað lagabreytingu vegna þessa. Sölugengi í útboðinu er 1,4 Markmið ríkissjóðs er að gera sem flestum kleift að kaupa hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Þetta er stærsta sala ríkiseignar sem fram hefur farið á íslandi, og verð á bankanum var ákveðið þannig að kaupin gætu talist áhuga- verður kostur fyrir almenning. I tilboðssölunni sem kemur á eftir er 1,4 lágmarksgengið. Þú nýtur töluverðrar áhættudreifingar Eignir FBA eru samsettar úr lánum til hundruða fyrirtækja og stofnana, stórra og smárra. Þau starfa í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Hluthafar í FBA njóta því í raun meiri áhættudreifingar en alla jafna þegar fjárfest er í einu fyrirtæki því eignir hankans endurspegla að verulegu leyti íslenskt efnahagslíf. Spurðu þjónustufulltrúann þinn Sala á hlutabréfum ríkissjóðs í FBA fer fram hjá öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrir- tækjum landsins, og starfsfólk þeirra veitir allar nánari upplýsingar. Söluaðilar eru: Búnaðarbanki íslands h£, Fjár- vangur h£, Handsal h£, Islandsbanki h£, tslenskir fjárfestar h£, Kaupþing h£, Kaupþing Norður- lands h£, Landsbanki íslands h£, Landsbréf h£, Sparisjóðirnir, Verðbréfastofan 'hf., VÍB hf. € Þú getur nálgast skráningarlýsingu og skráð þig fyrir hlut í útboðinu: hjá öllum bönkum og verðbréfafyrirtækjum á internetinu: WWW.fba.is hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík ÁRMÚLI 13a 108 Reykjavík Sími: 580 50 00 Fax: 580 50 99 www.fba.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.