Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FLJÓTIÐ stjórnlausa fellur niður veggi Gerhart- Hauptmann-Schule að utanverðu. SKÓLASTOFA Gerhart-Hauptmann-Schule, á Documenta 9 í Kassel, 1992, sem hluti af skipan Rebeccu Horn Máninn, barnið og fljótið stjórnlausa. Valkyrja eða nútímanorn REBECCA Horn klórar báða veggi samtfmis. Úr kvikmyndinni Berlin Exercises, frá 1974-75. MYIVDLIST Gallerí BLÖNDUÐ TÆKNI REBECCA HORN MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um þýska myndlist á undanfórnum áratugum, einkum eftir að ný-ex- pressjónisminn ruddi brautina fyrir heila kynslóð listmálara sem týnst hafði á 7. og 8. áratugnum, en fékk svo snögglega uppreisn æru um 1980. Allt í einu hlotnaðist heilli legío af þýskum listamönnum af stríðsára- kynslóðinni heimsfrægð eftir nær- fellt tveggja áratuga baráttu við sinnuleysið. En þó svo Georg Baselitz, A.R. Penck, Markus Liipertz og Jörg Immendorff, svo aðeins örfáir séu nefndir, hafí lagt undh- sig heiminn á öndverðum 9. áratugnum með tröllauknum málverkum sínum og hrjúfum höggmyndum hafa þeir mátt hopa allnokkuð í seinni tíð fyrir gustmiklum valkyrjum á borð við Rebeccu Hom (f. 1944), Rosemarie Trockel (f. 1952), Katharinu Fritsch (f. 1956) og Mariu Eichhorn (f. 1962). Þessar fjórar starfssystur eru dæmi- gerðar fyrir kvenlegt andsvar við því sem kalla mætti yfirdrifna jötnalist starfsbræðra þeirra. Um leið hafa þær opnað spánnýja leið fyrir konur, sem svo lengi hafa talið sig standa í skugga kollega sinna af karlkyni. Gegn hráum, frumstæðum og þunglamalegum tjáningarmáta karl- anna fjögurra tefldu valkyrjurnar fínlegri, fágaðri og úthugsuðri tækni. Rebecca Horn - sú elsta þeirra og þar af leiðandi sjálfkjörið viðfangs- efni þessa greinarstúfs - er svo víð- feðm að hún er í senn myndlistar- maður, ljóðskáld og kvikmyndagerð- arkona. Buster’s Bedroom, frá 1990, með Geraldine Chaplin og Donald Sutherland í aðalhlutverkum, hlaut einróma lof gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd í tengslum við stórsýn- inguna „Metropolis" í Berlín sama ár. I’ar minntist listakonan Busters Keatons, meistara þöglu myndanna og eins af helstu áhrifavöldunum í stílmótun hennar. Myndin gerist einmitt á og kring- um heilsuhælið „Nirvana House“, suður af Santa Barbara í Kaliforníu. í ævisögu Busters Keatons kemur einmitt fram að leikarinn hafi dvalið á slíku hæli vegna krónískrar drykkjusýki, og jafnvel orðið að dúsa þar í spennitreyju líkt og Micha Morgan - leikin af Amöndu Ooms - ein aðalsöguhetjan í mynd Horn. Keaton tókst að flýja af hælinu með aðstoð hjúkrunarkonu sem hann síð- ar kvæntist. Það sem Horn á sameiginlegt með Keaton er brennandi áhugi á vélbún- aði og vélrænu atferli. Spænski leik- stjórinn Luis Bunuel benti á það í skrifum sínum um Keaton að þessi spaugilega alvarlegi meistari þöglu myndanna næði fullkomnum véltakti í myndum sínum og umgengist meira að segja sjálfan sig og um- hverfíð með óborganlegum, vélræn- um hætti. Sem nútímaleg norn, með öll nýjustu vélabrögð á hreinu, var það einmitt eitt af megineinkennum Rebeccu Horn hvernig hún fram- lengdi líkamann í fjölmörgum gjörn- ingum sínum á 7. og 8. áratugnum eins og væri hún vélmenni eða gang- andi vélvirki. Þessar áherslur eru nú fyrir löngu komnar út fyrir svið gjörninganna og yfir í þann heim sem sumir kalla innsetningu - installation - en ég kýs einfaldlega að kalla skipan. Þar hik- ar Rebecca Horn ekki við að um- turna heilu sölunum með „töfra- sprota" sínum, eins og hún gerði til dæmis í Kassel, árið 1992, á 9. Documenta-sýningunni þar í borg. Gautaborg. Morgunblaðið. SÆNSK-íslenska félagið í Gauta- borg hélt upp á að 50 ár eru liðin frá stofnun þess, laugar- daginn 24 október s.l. Frá há- degi var opið hús með hátíðar- dagskrá í húsnæði félagsins við Linnégötu 21 og bauð félagið ásamt Landssambandi íslendinga gestum sínum upp á veitingar. Þá heiðraði Jenna Jensdóttir fé- lagið með komu sinni og sögum. Hún las upp úr nýútkominni bók sjnni Svipur daganna og sagan Ásta Sólilja var flutt af þrem röddum, með Þorbjörgu Karls- dóttur, bókasafnsfræðingi og Bjarneyju Gunnarsdóttur, í hlut- verki móður og dóttur, ásamt höfundinum sem sögumanni. Heimafólk sá um önnur skemmti- atriði síðdegis, meðal annars sungu félagar úr íslenska kórn- um í Gautaborg, eða Víkinga- sveitin svonefnda. Peter Hallberg prófessor og þýðandi var einn af stofnendum Sænsk-islenska félagsins árið 1948 og fyrsti formaður þess. Seinna tók Magnús Gíslaon þjóð- háttafræðingur og skólastjóri Norræna lýðháskólans í Kungalv við formennskunni og siðan Verkið hét Der Mond, das Kind, und der anarchistische FluB - Máninn, barnið og fljótið stjórnlausa - og byggði eins og flest önnur verk lista- konunnar á hrífandi og tilfínninga- þrungnu ljóði sem hún samdi í Barcelona fyrr um árið og heitir E1 rio de la luna, eða „Mánafljótið". I einni skólastofu Gerhart-Haupt- mann-Schule, í miðri Kassel, sneri Horn öllu við svo púlt og bekkir nemenda héngu á hvolfi niður úr ekkja hans Britta Gíslason. Að sögn Ingvars Gunnarssonar, ann- ars ritsljóra Islandspósts, blaðs Landsambands íslendinga í Sví- þjóð, mun blaðið senda út afmæl- isrit með sögulegu efni áður en árið er úti. I ýmsum ræðum var dregin upp mynd af félagsstarfi Islend- inga í borginni, annars vegar því sem fer fram á vegum Sænsk-ís- lenska félagsins, svo sem út- varpssendingar úr eigin stúdfói einu sinni í viku, undir stjórn Gfsla Hjaltasonar ásamt fleiri, starfsemi eldri og yngri borgara í húsnæðinu ofl. Og hinsvegar starfscmi fslenska safnaðarins f Gautaborg svo og íslenska kórs- ins, en seinasta afrek hans var átta daga söngferðalag um ís- land f sumar sem leið. Kristinn Jóhannesson, lektor í íslenskum fræðum, sem sljómar kórnum ásamt Tuula Johannesson, er loftinu. Plastslöngur og blýpípur fléttuðu sig eins og tágar úr blek- byttum, umvöfðu borð og stóla og héngu svo annaðhvort yfir trektum og flöskum á gólfi stofunnar ellegar undu sig eins og vafningsjurtir niður útveggi skólans. Ur þeim lak blek og kvikasilfur eins og blóð. Hvort var þetta táknmynd um frjálsan anda sem skólastofunni tekst ekki að kæfa, eða dæmisaga um það hvernig kerfið sýgur blóðið úr nemendum? einnig formaður sóknarnefndar. Hann sagði frá starfí safnaðarins sem var stofnaður fyrir nokkrum ámm þegar komið var á fót prestsembætti í sambandi við líf- færaflutninga á íslendingum sem framkvæmdir voru við Sahl- grenska sjúkrahúsið. Eftir að líf- færaflutningarnir vom færðir til Kaupmannahafnar hefur séra Birgir Ásgeirsson sjúkrahús- prestur þar, einnig þjónað Sví- þjóð, en hann hefur nú tekið við embætti sendiráðsprests í Kaup- mannahöfn. Verða því íslending- ar í Svíþjóð að una við óvígða predikara í haustmyrkrinu en það stendur vonandi til bóta með hækkandi sól. Hápunktur kvölddagskrárinn- ar var þegar rithöfundar ofan af ísiandi birtust og heiðruðu af- mælisbamið og félaga þess nær og fjær með því að lesa úr verk- um sínum. Þar voru á ferðinni Því ljóstar Rebecca Horn ekki upp. Hún lætur sér nægja að snúa innhverfunni út, eins og de Sade markgreifi manaði Marat að gera í leikriti Peters Weiss, og fá okkur til að hugleiða ólgandi tilfinningaspilið sem hún ber á borð fyrir okkur. Meir en nokkur þýskur málari er þessi hugmyndaríka galdrakind sannur arftaki expressjónískrar tjáningar. Halldór Björn Runólfsson Árni Bergmann, Hallgrímur Helgason, Jenna Jensdóttir, Matthías Johannessen og Ólafur Gunnarsson. Að af slíkri heim- sókn gat orðið mun Anna Einars- dóttir framkvæmdasljóri fyrir hönd íslenskra útgefenda á bóka- stefnunni, sem þá stóð yfir, hafa átt drjúgan þátt í, og hún var einnig gestur félagsins það kvöld. „Það var mjög skemmtilegt að hlusta á höfundana og að geta boðið upp á íslenska menningu," sagði núverandi formaður félagsins Einar Guðbjartsson, þegar fréttaritari sló á þráðinn í vikunni. „Menningarkvöld em nokkuð stopul hjá okkur, meira en ár síðan haldið var bók- menntakvöld, þá með ljóðskáld- um búsettum í Gautaborg og Lundi. Þetta var góð afmælis- gjöf. Og dagurinn vel heppnaður í heild, hátíðardagskránni lauk á tólfta tímanum. Að félagið hafi starfað í fimmtíu ár hlýtur að tákna að það sé mikils virði fyrir íslendinga og Islandsvini á staðn- um. Þetta em áhugasamtök, og aldurinn segir meira en mörg orð.“ Sænsk-íslenska félagið fimmtíu ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.