Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 39
LISTIR
SVERRIR Pálsson, fyrrverandi
skólastjóri á Akureyri, hefur ný-
lega gefið út ljóðabókina Töðu-
gjöld. Flest eru ljóðin frumsamin,
en þó eru fáein þýdd úr erlendum
tungumálum. Þetta er önnur ljóða-
bók höfundar, en hin fyrri, Slægj-
ur, kom út árið 1994 og er löngu
uppseld. Auk ljóðabókanna liggja
eftir Sverri nokkrar lausamáls-
bækur, einkum um söguleg efni,
svo og þýðingar.
„Heiti bókanna gefa það eflaust
tO kynna að ég er mikið náttúru-
barn og á miklar rætur í sveitinni,"
sagði Sverrir, sem fæddur er og
alinn upp á Suðurbrekkunni á
Akureyri og hefur aldrei átt heim-
ilisfesti annars staðar. Unglingur
var hann í sveit á Mýri í Bárðar-
dal. Þær slóðir eru honum mjög
kærar og í bókinni er kvæðaflokk-
ur um þær. „Við Ellen kona mín
förum þangað pílagrímsferð á
hverju sumri,“ sagði Sverrir. Hann
fékk eitt sinn haustgimbur upp í
kaup sitt í sveitinni og skilaði hún
tveimur lömbum, en þar með lauk
búskap Sverris, sem helgaði sig
síðar störfum að skólamálum. Þau
hjónin hafa þó síðustu 12 ár haft á
leigu reit við Stokkahlaðir í Eyja-
fjarðarsveit þar sem þau stunda
skógrækt á tveimur hekturum
lands. „Þetta er ekki aðeins unaðs-
reitur, heldur einnig líkamsrækt-
arstöð," sagði Sverrir.
Ljóðin í bókinni hefur Sverrir að
mestu ort eftir að hann gaf fyrri
ljóðabók sína út eða eftir 1994.
Þýðingu á Þýskri messu við tónlist
eftir Schubert gerði hann þó árið
1982, en hann sagðist lengi hafa
fengist dálítið við þýðingar þótt lít-
ið hafi birst opinberlega. Ymissa
grasa kennir í bókinni. Auk
kvæðaflokksins „Sunnan við byggð
í Bárðardal" og þýðinga má þar
finna söguleg kvæði, hugleiðingar
af ýmsu tagi, náttúrulýsingar, trú-
arljóð, kveðjur og gamankvæði.
„Kveðskapur
hefur lengi
loðað við mig“
„Kveðskapur hefur
lengi loðað við mig,“
sagði Sverrir. „Eg
hafði ekki tíma til að
sinna honum að marki
fyrr en ég hætti störf-
um mínum við skólann.
Þá fór ég að ráða tíma
mínum betur sjátfur og
gat þá farið að fást við
ýmislegt það sem mig
hafði lengi langað að
gera.“ Sverrir sagði
yrkisefnin koma að
sér, „þau kvikna, leita
á mig og láta mig ekki í
friði fyrr en ég er bú-
inn að gera þeim skil“.
Sverrir yrkir að mestu
undir bragarháttum, hefðbundið,
það sagði hann vera þann hátt sem
hann kysi helst, en hann væri þó
enginn einstrengingsmaður, gæti
ef svo bæri undir brugðið fyrir sig
frjálslegra formi. „Oftast þykir
mér efninu ekki fullgert fyrr en ég
hef búið því það ytra snið sem mér
þykir best við hæfi og ég kann
vandaðast. Ef ég er sáttur við ár-
angurinn þá skiptir mig engu þótt
öðrum finnist eitthvað annað. Eg
geri enga kröfu til þess að öllum
finnist þetta vera réttu tökin. Það
verður hver að leita þess forms
sem honum fellur best til að tjá
hugsun sína og hugsýn þannig að
hún komist til skila til
annarra," sagði Sverr-
ir.
„Mannlegt mál er
ekki aðeins tæki til að
flytja hugsun eða vit-
neskju frá einum
manni til annars, ein-
um stað til annars eða
einum tíma til annars.
Það er jafnframt efni-
viður í listaverk, vand-
aðan og góðan texta.
Islensk tunga hefur á
öllum öldum verið - og
er enn - úrvalssmíða-
Sverrir viður, þjál, skýr, fjöl-
Pálsson breytileg og öllum til-
tæk sem beita vilja
tálguhnífnum. Vitanlega fer það
líka eftir smiðnum, hvernig fer um
smíðina, en ekki er við tunguna að
sakast, ef miður tekst til,“ sagði
Sverrir að lokum.
EYÐIBYLIÐ
Túnið gamla hylur nú þykkur sinuþófi,
þó er ær á beit,
leitar inn í skuggann í skældu kofahrófi,
skíni sól of heit.
Mosavaxinn bátur hér grotnar nú í nausti,
næstum orðinn flak,
Sólarbreyskja vorsins og hregg á svölu
hausti
herða fúans tak.
Útihurðin þrútin og urgar hátt við karmi,
ískrar ryðguð löm.
Eldur löngu dauður í bæjarhússins barmi,
bær á heljarþröm.
Fiskiflugan hringsólar ein um borð og
bekki,
blá í morgunsól.
Enginn sporar gólfið, og síminn svarar
samt er brak í stól.
ekki,
Bráðum úrsvalt haustið með regn á glugga
rúður
ryðst um burst og þök,
síðan kemur vetur og blæs í langan lúður,
lokar hverri vök.
Myrkur grúfir yfir. Það miskunn engum
sýnir,
magnar óttans völd.
Starir þöglum augum og inn um gluggann
rýnir
ásýnd fól og köld.
Strandlengjan
fram til 2001
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram-
lengja sýningu Myndhöggvarafé-
lagsins í Reykjavík, Strandlengj-
una, til 1. janúar 2001. Sýningin
var opnuð snemma á liðnu sumri,
en þá var komið fyrir útilistaverk-
um eftir 24 myndhöggvara með-
fram göngustígnum frá Sörlaskjóli
í vestri að Fossvogsbotni í austri.
Bi'ynhildur Þorgeirsdóttir
myndhöggvari, sem á sæti í sýn-
ingarnefnd, segir að aðsókn að
sýningunni hafi verið gífurlega
mikil og undirtektir rnjög jákvæð-
ar.
Ekki gátu þó allir séð verkin í
friði og voru nokkur þeirra
skemmd í sumar. Nú hafa sex
þeirra verið fjarlægö. Tvö þeirra
eru gerónýt, að sögn Brynhildar,
tvö borgar sig ekki að gera við og
tvö munu ekki standast veturinn en
verða að öllum líkindum sett upp
aftur næsta sumar.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
STÖKKBRETTI fyrir lúna fugla eftir Jóninu Guðnadóttur, eitt verk-
anna á Strandlengjunni, sýningu Myndhöggvarafélagsins i Reykjavík.
IC|'dy&'
jy ’*'
Veruleg verðlækkun á fæðubótarefnum
• •,
VERÐDÆMI
Mikið úrval af æfingatækjum fyrir heimili,
stofnanir, fyrirtæki og æfingastöðvar
Hlaupabrautir
þrekhjól
þrekstigar
æfingastöðvar
handlóð o.fl.
Twinlap Aminofuel liquid 16 oz kr. 1.250,-!
■
Twinlap Aminofuel liquid 32 oz kr. 1.990,-;
met-RX, 20 bréf kr. 4.190,-J
Designer protein 908 gr. kr. 3.990,-!
Weider Megamass 4000 - 4kg.kr. 3.990,-;
EAS Phosphagen HP 900 gr. kr. 2.590,-*
EAS Myoplex Plus 20 bréf kr. 4.790,-!
Metaform Creatine 400 gr. kr. 2.990,^
Metaform 20 bréf kr. 4.190,-!
QnO/n kynningaraislánur af American
ÖU /0 bodybuilding fæðuaukum!
velkomin í stærstu
æfingatækjaverslun
landsins
HREYSTI
—sportvöKunus
Fosshálsi 1 - S. 577-5858
Ráðgjöfá staðnum
HREYSTI .
sportvónunus
Fosshálsi 1 - S. 577-5858