Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 41
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FIIAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SIGUR DEMOKRATA
ÞRÁTT fyrir að Repúblikanaflokkurinn haldi meirihluta
sínum í jafnt fulltrúadeild sem öldungadeild Bandaríkja-
þings eru það demókratar sem hafa ástæðu til að fagna sigri í
kjölfar þingkosninganna á þriðjudag.
Demókratar bættu við sig þingsætum í fulltrúadeildinni og
hlutföllin í öldungadeildinni eru óbreytt. Að auki hrepptu
demókratar ríkisstjóraembættið í Kaliforníu í fyrsta skipti í
sextán ár, en það er eitthvert mikilvægasta pólitíska embætt-
ið í Bandaríkjunum. Þar við bætist að þeir héldu stöðu sinni í
mörgum ríkjum, þar sem þeim hafði verið spáð ósigri, og
staða þeirra styrktist til muna í Suðurríkjunum, þrátt fyrir
sigur Jebs Bush í ríkisstjórakosningunum á Flórída.
Það hefur verið pólitískt lögmál í Bandaríkjunum, að sá
flokkur sem fer með forsetaembættið tapar fylgi í þingkosn-
ingum, þegar ekki er kosið um embætti forseta. Er þetta í
fyrsta skipti frá árinu 1934, að flokkurinn sem ræður Hvíta
húsinu bætir við sig fylgi í þingkosningum á milli forseta-
kosninga. Þetta er ekki síður markvert í ljósi þess að fátt
annað hefur komist að í pólitískri umræðu í Bandaríkjunum á
þessu ári en samband Bill Clintons við Monicu Lewinsky og
rannsókn saksóknarans Kenneths Starrs á forsetanum.
Talið var víst framan af ári að demókrötum yrði refsað í
kosningunum vegna Lewinsky-málsins og að repúblikanar
myndu styrkja stöðu sína á þinginu verulega. Repúblikanar
reyndu að nýta sér málið til hins ýtrasta pólitískt og keyrðu í
gegnum fulltrúadeildina ákvörðun um að hefja þingrannsókn
á forsetanum með það að markmiði að komast að niðurstöðu
um það, hvort ástæða væri til að höfða mál til embættismissis
á hendur honum. Einungis eitt dæmi er um slíka rannsókn á
þessari öld og lyktaði henni með afsögn Richards Nixons.
Hvað eftir annað hafa kannanir hins vegar sýnt að þau
sjónarmið er ráða ríkjum í þingílokki repúblikana í Lewin-
sky-málinu eru á skjön við skoðanir kjósenda. Svo virðist sem
flestir Bandaríkjamenn telji Lewinsky-málið of léttvægt til
að það kalli á umræður um afsögn forsetans. Flestir kjósend-
ur segjast ánægðir með störf forsetans þótt þeir fordæmi
framferði hans í einkalífinu og upp til hópa virðist fólk vera
búið að fá sig fullsatt á umræðum um málið. Efnahagur
Bandaríkjanna stendur jafnframt í blóma, sem styrkir stöðu
forsetans, og sú afstaða demókrata að leggja áherslu á mál er
tengjast beinum hagsmunum kjósenda, s.s. menntamál, í stað
þess að vera í vörn fyrir Clinton, virðist hafa skilað sér.
Repúblikanar virðast hins vegar hafa treyst alfarið á að
óánægja með forsetann myndi skila þeim sigri og vanræktu
að móta einhvern raunverulegan stefnugrundvöll fyrir kosn-
ingarnar.
Þingyfirheyrslur vegna Lewinsky-málsins munu eftir sem
áður hefjast síðar í mánuðinum en þessa stundina eru það lík-
lega repúblikanar sem hafa meiri áhyggjur af þeim en
demókratar. Það verður erfitt að túlka vilja bandarísku þjóð-
arinnar sem svo að hún hafi veitt repúblikönum umboð til að
keyra málið áfram af fullum krafti þó svo að þeir hafi til þess
þingmeirihluta. Þeir geta ekki snúið við blaðinu en eiga erfitt
með að halda áfram. Að auki má búast við að innan flokksins
komi upp kröfur um að stokkað verði upp í forystuliði flokks-
ins á þingi.
Niðurstaða kosninganna virðist því sú, að sá flokkur sem
er í minnihluta á þinginu hefur fengið aukið sjálfstraust en sá
er hélt meirihluta sínum er í sárum.
HONDURAS
ÞÆR fréttir er berast af náttúruhamförunum í Mið-Amer-
íku eru skelfilegar. Svo virðist sem tugir þúsunda hafi lát-
ið lífið í flóðum og aurskriðum af völdum fellibylsins Mitch og
milljónir hafa misst heimili sín. Eflaust munu líða dagar og
vikur áður en hægt verður að meta afleiðingar hamfaranna til
fulls. Það liggur hins vegar þegar fyrir að nokkrar þjóðir Mið-
Ameríku eru í sárum, ekki síst Hondúras þar sem stór hluti
landsins er nú undir vatni. Ríki Mið-Ameríku hafa orðið að
þola mikinn mótbyr á síðustu árum, jafnt efnahagslegan sem
pólitískan. Rétt í þann mund er þau virtust vera farin að rétta
úr kútnum skella þessar hamfarir yfir. Mannslíf verða aldrei
bætt og það mun taka mörg ár og kosta mikið fé að byggja
það upp á ný er eyðilagst hefur á undanförnum dögum.
Heimsbyggðinni ber skylda til að rétta þessum þjóðum
hjálparhönd. íslendingar eru þar engin undantekning. Við
þekkjum vel hversu miskunnarlaus náttúran getur verið og
hversu mikilvægur stuðningur og hlýhugur annarra þjóða er
á slíkum stundum. Islenska þjóðin, ríkið, og einstaklingar
jafnt sem líknarsamtök verða að leggja sitt af mörkum til að
aðstoða íbúa Mið-Ameríku, ekki síst íbúana í Hondúras. Og
sú hjálp þarf að berast sem fyrst.
Samkomulag sjö helztu iðnríkja heims um aðgerðir gegn alþjóðlefflim efnahagssamdrætti
Öndinni varpað léttar
á fjármálamörkuðum
Ráðamenn sjö helztu
iðnríkja heims kynntu
fyrir helgina áætlun sem
þeir komust að sam-
komulagi um með það að
markmiði að hindra
frekari útbreiðslu hinnar
alþjóðlegu fjár-
málakreppu sem menn
hafa haft áhyggjur af að
gæti jafnvel leitt til alls-
herjar heimskreppu.
Kauphallarviðskipti tóku
kipp við þessi tíðindi, og
að sögn Auðuns Arnórs-
sonar eru vonir bundnar
við að þær aðgerðir sem
boðaðar eru í áætluninni
hjálpi meðal annars til
að afstýra efnahagshruni
í Brasilíu.
Verðbréfamiðlarar og aðr-
ir sem hafa dagleg af-
skipti af fjármálamörk-
uðum heimsins hafa und-
anfama daga varpað
öndinni léttar eftir að G7-hópurinn
svokallaði, samtök sjö helztu iðnríkja
heims, kom sér saman um áætlun og
aðgerðir til að hamla gegn meinum
hins alþjóðlega fjármálakerfis.
Að vísu er áætlunin sjálf - sem er
innihaldsrík að hugmyndum en fáorð-
ari um framkvæmdaleg smáatriði -
ekki sjálf álitin marka straumhvörf,
þar sem uppsveiflan á mörkuðunum
var þegar farin af stað áður en áætl-
unin kom til. Mikilvægi hennar felst
hins vegar ekki sízt í því, að hún gefur
fjárfestum greinilegt merki um það
hve mikið G7-hópurinn lætur sig
ástandið varða.
En „einungis hugrakkur maður
mjmdi lýsa því yfir að heimsfjár-
málakreppa ársins 1998 væri liðin
hjá,“ skrifar Finnnchú Times. Fjár-
málasérfræðingar segja að til lengri
tíma litið beri enn á kvíða og ugg um
framhaldið. Nýjasta „bjartsýniskast"
kauphaliarfjárfesta þykir ekki sann-
færandi merki um að samdráttarskeið
undanfarinna mánaða sé endanlega á
enda, samkvæmt upplýsingum
Reuters.
Mikilvægt skref
Gordon Brovvn, fjármálaráðherra
Bretlands, kynnti G7-samkomulagið á
blaðamannafundi í Lundúnum á
föstudag, en Bretar fara með forsæti í
samtökunum um þessar mundir.
Hann sagði áætiunina „mikilvægt
skref fram á við,“ í þá átt að koma
böndum á ólguna í fjármálakeríl
heimsins. I G7-hópnum eru,
auk Bretlands, Bandaríkin,
Japan, Þýzkaland, Frakk-
land, Italía og Kanada.
Eddie George, aðal-
bankastjóri Englands-
banka, seðlabanka Bret-
lands, var upplitsdjarfur á
biaðamannafundinum. „Það eru vís-
bendingar um að ástandið hafi batnað
allverulega á undanförnum vikum,“
sagði hann og bætti við að hættunni á
allsherjarlánsfjárkreppu í heiminum
hefði að líkindum verið bægt frá.
Svo virðist sem kauphallarfjárfest-
Til merkis um
hve mikið G7-
ríkin eru til-
búin að gera
Reuters
MIKIÐ hefur reynt á taugar brasilískra verðbréfamiðlara að undanfornu, hér í kauphöllinni í Sao Paulo, en sú al-
þjóðlega aðstoð sem brasilískt fjánnálakerfi á nú von á ætti að hjálpa þeim til að taka gleði sína á ný.
til að njóta góðs af hinum nýju neyð-
arlánum sjóðsins.
Áætlunin „mun greinilega hjáipa til
við að byggja upp traust á næsta jarð-
skjálftasvæði, sem er Brasilía, og
varnir realsins [brasilíska gjaldmiðils-
ins],“ sagði John Ryding, sérfræðing-
ur verðbréfafyrirtækisins Bear Ste-
arns í New York.
Sumir sérfræðingar efast hins veg-
ar um að lánsfé frá IMF muni eitt og
sér geta læknað ástandið í Brasilíu.
„Ef til raunverulegrar fjármagns-
flóttabylgju kemur þá er 30 milljarða
dollara neyðarlánapakki til lands af
stærðargi’áðu Brasilíu hvorki fugl né
fiskur," sagði Richard Portes, for-
stöðumaður efnahagsmálarannsókna-
stofnunarinnar Center for Economic
Policy Research í Lundúnum.
Samdráttur verri en verðbólga
Til viðbótar við hina krepputak-
markandi aðgerðaáætlun ítrekaði G7-
hópurinn jafnframt þá skoðun, sem
samþykkt var á fundi fjármálaráð-
herra og seðlabankastjóra hópsins í
byrjun október, um að í samdrætti
fælist ekki minni voði fyrir efnahags-
kerfi heimsins en hættunni á aukinni
verðbólgu. Þessi samþykkt gaf vonum
manna byr um að enn frekari vaxta;
lækkanir kunni að vera á næsta leiti. I
því sambandi beinist athyglin einkum
að Englandsbanka, en peningamála-
nefnd stjórnar hans kemur saman í
þessari viku og samsvarandi nefnd
bankastjórnar bandaríska seðlabank-
ans fundar hinn 17. þessa mánaðar.
Uppsveiflan í kauphöllum ___________
Bandaríkjanna hófst eins og
kunnugt er þegar banda-
ríski seðlabankinn ákvað
óvænt að lækka vexti, og
það í tvígang.
í samþykktum G7-fund- —1 ■
arins í síðustu viku segir að
samtökin vilji koma á eins konar
„hegðunarreglum“ í hinu alþjóðlega
fjármálakerfi, sem næði líka til
ákvarðana um peningamálastefnu. En
ákvarðanir um vaxtastig eru í iðnríkj-
unum í höndum óháðra seðlabanka-
stjórna. Og undanfarna áratugi hafa
GORDON Brown, fjármálaráðlierra Bretlands (t.h.), seni um þessar
mundir fer með forsæti í samtökum sjö helztu iðuríkja heims, og Eddie
George, bankastjóri Englandsbanka, kynntu fyrir helgina áform samtak-
anna um aðgerðir til varnar heimskreppu.
ar séu sammála George. Á síðustu
vikum hefur gengi hlutabréfa í New
York og öðrum helztu kauphöllum
heims hækkað um 15%.
En áhyggjur efasemdamanna um
að kreppuhættan sé liðin hjá byggjast
ekki sízt á því, að ástand heimshag-
kerfisins kunni að vera verra í raun
en það endurspeglast á fjármála-
möi'kuðum þessa stundina, að stjórn-
endur seðlabanka iðnríkjanna kunni
að verða mikium mun varfærnari en
________ stjórnmálamenn í því að
grípa til hagvaxtarhvetjandi
aðgerða, og að áætlun G7-
hópsins sé ekki nógu vel
frágengin og því of snemmt
að byggja á henni.
Áætlunin er þó að
minnsta kosti almennt álitin
heillavænleg tilraun til að draga úr
áhættunni á jiví að til nýrra koil-
steypa komi í viðkvæmum hagkerfum
á borð við Brasilíu, sem hefur þurft að
berjast í bökkum undanfarið.
„Afstaða mín var mjög neikvæð, en
nú er ég að verða allbjartsýnn, með
fyrirvörum,“ sagði James McKay,
hagfræðingur með Evrópumarkaðinn
að sérsviði hjá ástralska samveldis-
bankanum (Commonwealth Bank of
Australia). „Þetta er mjög greinilega
skref í rétta átt.“
90 milljarðar dollara
í sérsjóð IMF
Kjarnaatriði í G7-áætluninni er að
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, er
falið það hlutverk að sinna neyðarlán-
veitingum til landa sem virðast stefna
í að verða neyðartilfelli. Hugsunin er
sú að hagkerfúm sem ienda í erfið-
leikum sé hjálpað fyrr í því skyni að
afstýra hruni og hindra keðjuverk-
andi áhrif af slíku, í stað þess að
bregðast við afleiðingum þess háttar
hruns eftir á. I þessum tilgangi er
ætlunin að G7-ríkin ieggi neyðai'lána-
sjóði IMF til 90 milljarða Bandaríkja-
dollara til viðbótar.
Búizt er við að Brasilíumenn nái í
þessari viku samkomulagi við IMF
um efnahagslega endurreisnaráætl-
un, og að Brasilía verði fyi'sta landið
Áhrif áhættu
spákaup-
mennsku í
brennidepli
þessir seðlabankastjórar talið sig
fyrst og fremst skuldbundna því tak-
marki að halda verðlagi sem stöðug-
ustu. Kauphallarspekingar hafa viss-
ar áhyggjur af því, að víða muni seðla-
bankastjórar - einkum í Evrópu -
láta stýrast að meira leyti af áhyggj-
um af langtímaverðbólgustigi en jiví
að fara eftir ályktun ráðamanna G7
um að aðgerðir gegn efnahagssam-
drætti ættu að njóta forgangs fram
yfir verðbólguvarnir.
„Hinh- raunverulegu efnahagsörð-
ugleikar heimsins eru mjög alvarlegir
og efnahagur hans er enn að dragast
saman. Hinn alþjóðlegi framleiðslu-
iðnaður er í ki-eppu," sagði Giles
Keating, sérfræðingur hjá Credit Su-
isse First Boston í Lundúnum. Eitt
dæmið um alvarlegar afieiðingar
verðhjöðnunar sagði Keating að væru
spár um að hagvöxtur á Bretlandi
yrði á næsta ári lægri en hann hefur
verið í hálfa öld, þar með talið tímabil
þegar efnahagur landsins var sannar-
iega í kreppu.
Á þriðjudag flutti Gordon Brown
árlega fjárlagastefnuræðu sína og
lýsti í henni mun meiri bjartsýni á
brezkan efnahag; hann myndi sleppa
við kreppu þrátt fyrir samdráttinn á
alþjóðavettvangi. Sagðist Brown gera
ráð fyrir um 1% hagvexti í Bretlandi á
næsta ári en eftir það myndi hann
taka vel við sér. Hann spáði 2,5% hag-
vexti á árunum 2000-2001, sem er
mun bjartsýnni spá en óháðir efna-
hagsmálasérfræðingar hafa treyst sér
til að setja fram.
í Bandaríkjunum eru síðustu hag-
vaxtartölur hærri en menn höfðu þor-
að að vona. En sérfræðingar benda á
að þessar tölur, sem ná yfir þriðja
ársfjórðung þessa árs, gæfu að vissu
leyti ranga mynd þar sem í þeim væri
ekki tekið tillit til neyzlusamdráttar í
Bandaríkjunum í október.
Hömlur á spákaupmennsku
og meira gegnsæi
G7-áætlunin er, samkvæmt mati
Financial Times, í raun dagskrá sem
ætlað er að hindra alþjóðlegar fjár-
málakreppur í framtíðinni. Hún sé ör-
ugglega til bóta, en hvorki hún né
aðrar áætlanir sem fram hafa komið
bjóða upp á neina allsherjarlausn.
Þær tillögur áætlunarinnar sem
hugsaðar eru sem langtímalausn
beinast einkum að tvennu. I fyi’sta
lagi hinu mikia misræmi sem er á
milli þeirrar tiltölulega litlu áhættu
sem þeir taka sem leggja fé sitt í spá-
kaupmennskusjóði vestrænna fjár-
málastofnana, og hinnar miklu
áhættu sem þetta fé getur orsakað
einkum í fjármálakerfi ríkja sem
skemmra eru komin á leiðinni inn í
hið alþjóðavædda hagkerfi iðnríkj-
anna. Sérstaklega er hér átt við svo-
kallaða „limgerðissjóði“ (hedge
funds), sem eru spákaupmennsku-
sjóðir í hæsta áhættuflokki og hafa
orðið umdeildir einkum í kjölfar fjár-
málakreppunnar í Suðaustur-Asíu.
Hitt atriðið, sem er tengt hinu
fyrra, er sá vandi sem felst í ógegn-
sæi bókhalds alþjóðlegi'a stórfyrir-
tækja og hagtalna sumra ríkja. Þetta
ógegnsæi gerði það að verkum að
vestrænar stofnanir áttu erfiðara
með að gera sér gi’ein fyrir því hve
alvarlegt ástandið væri orðið í við-
komandi ríkjum og hve mikla áhættu
lánardrottnar og fjárfestar væru í
raun að taka - unz það var orðið um
seinan að afstýra stórkostlegum
skakkaföllum.
Meginmarkmið G7 í þessu samhengi
er gegnsæi. Alþjóðlegt eftirlit með
bókhaldi fyi-irtækja og fjármálastofn-
ana og strangari reglur um banka-
starfsemi eni meðal þess sem koma
skal. Einnig nær þetta til þess að bæta
skuli löggjöf um fjár- og skattamál í
_________ kreppuríkjunum, og IMF
skuli hafa eftirlit með henni í
þeim tilgangi að stuðla að
öguðum vinnubrögðum við
samantekt hagtalna.
G7 er ennfremur í mun
..... að tryggja að einkareknir
bankar og aðrar fjármála-
stofnanir axli stærri hluta byrðanna
þegar þörf er á opinberum stuðningi
við fjármálakerfi einhvers ríkis.
Þessu, auk bættra skiptareglna, er
ætlað að þvinga lánastofnanir til að
meta áhættu í ungum hagkerfum með
ábyrgari hætti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geta læknar huns-
að gagnagrunninn?
✓
Stjórn siðfræðiráðs Læknafélags Islands
hyggst beina því til lækna að þeir taki ekki
þátt í gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigð-
issviði. Páll Þórhallsson athugaði hvort
gagnagrunnsfrumvarpið heimilaði slíkt.
IVIKUNNI var gerð opinber
umsögn stjórnar Siðfræðiráðs
Læknafélags íslands um fmm-
varp til laga um gagnagi-unn á
heilbrigðissviði. Stjórnin telur að
frumvarpið stríði gegn lögum um
réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og regl-
um Evrópuráðsins um lífsiðfræði.
I niðurlagi umsagnarinnar segir:
„Stjórn Siðfræðiráðs telur að um-
ræða um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði sé skammt á veg
komin og fjölmörgum spurningum
ósvarað varðandi öryggi persónuupp-
lýsinga. Stjórnin leggst því eindregið
gegn frumvarpinu sem hér er til um-
fjöllunar, og mun beina því til ís-
lenskra lækna að þeir taki ekki þátt í
gerð slíks gnmns.“ Rétt er að taka
fram að siðfræðiráðið talar sem slíkt
ekki fyrir munn félagsins en er til
ráðgjafar í siðferðilegum efnum. Til-
mæli af þessu tagi voru ekki rædd á
nýafstöðnum aðalfundi Læknafélags
íslands.
Samkvæmt frumvarpi heilbrigðis-
ráðherra verður gagnagrunnurinn
þannig til að í hann eru fengnar upp-
lýsingar, sem unnar eru úr sjúkra-
skrám: „Að fengnu samþykki heil-
brigðisstofnana eða sjálfstætt starf-
a ndi heilbrigðisstarfsmanna er
rekstrarieyfíshafa heimilt að fá upp-
lýsingar, sem unnar eru úr sjúkra-
skrám, til fíutnings í gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Heilbrigðisstofnanir
skuiu hafa samráð við læknaráð og
faglega stjórnendur viðkomandi
stofnunar áður en gengið er til samn-
inga við rekstrarleyfíshafa. (1. mgr. 7.
gr. frv.)“
Umsagnarréttur
Samkvæmt þessu ákvæði er ljóst
að gögn geta ekki farið í grunninn
nema heilbrigðisstofnanir eða sjálf-
stætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn
samþykki. Sjálfstætt starfandi lækn-
ar hafa því neitunarvald. En hvað
með þá lækna sem eru starfsmenn
hjá heilbrigðisstofnunum? Sam-
kvæmt frumvarpinu er ekki gert ráð
fyrir að samþykki þeirra þurfi til.
Eingöngu er um það að ræða að heil-
brigðisstofnun skuli hafa samráð við
læknaráð og faglega stjórnendur við-
komandi stofnunar áður en gengið er
til samninga. í því felst umsagnar-
réttur viðkomandi aðila en ekki neit-
unarvald.
Þá er það spurningin hvort leiða
megi af öðrum ákvæðum laga rétt
lækna til að hafna því að upplýsingar
úr sjúkraskrám fari inn í gagna-
gi-unninn. I 2. gr. reglugerðar nr.
227/1991 um sjúkraskrár og skýrslu-
gerð varðandi heilbrigðismál segir að
öllum læknum sé skylt að halda
sjúkraskrá um hvern einstakling sem
þeir taka til greiningar og meðferðar.
I reglugerðinni er nákvæmlega rakið
hvað eigi að skrá. Þessi skylda er fyr-
iivaralaus, sbr. til hliðsjónar hæsta-
réttardóm frá 1990 (H 1990.1364),
þar sem ákært var m.a. fyrir van-
rækslu á færslu slíkra skráa og
skýrslna um læknisverk.
I lögum er ekki skýrt kveðið á um
það hver eigi sjúkraskrár, enda má
halda því fram að þær geti ekki lotið
eignarrétti í venjulegum skilningi,
ekki frekar en skrár sem geyma per-
sónuupplýsingar yfirleitt. I 1. mgr.
14. gi'. laga um réttindi sjúklinga nr.
74/1997 segir einungis að sjúkraski'á
skuli varðveita á heilbrigðisstofnun
þar sem hún er færð eða hjá lækni
eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni
sem hana færir á eigin starfstofu. Af
þessu má draga þá ályktun að það sé
helst heilbrigðisstofnunin sjálf sem
hafi yfir sjúkraskránni að segja eða
sjálfstætt starfandi læknir ef því er
að skipta. Akvæði frumvarpsins eru
því í samræmi við þessa skipan.
Eftir að upplýsingarnar hafa ver-
ið skráðar er lækni þá heimilt að
koma í veg fyrir að upplýsingarnar
fari lengra? Á lækni hvílir þagnar-
skylda (15. gr. læknalaga nr.
53/1988 og 12. gr. laga um réttindi
sjúklinga nr. 74/1997). Hún er þó
ekki án undantekninga. Frá henni
ber að víkja ef lög bjóða annað (2.
mgr. 15. gr. læknalaga og 1. mgr.
13. gr. laga um réttindi sjúklinga).
Eins má nefna að lækni er heimilt
að veita öði'um heilbrigðisstéttum
upplýsingar þegar um er að ræða
rannsóknir og meðferð sjúklinga,
sbr. 5. mgr. 15. gr. læknalaga. Ef
frumvarpið yrði að lögum óbreytt
væri lækni, sem ekki starfaði sjálf-
stætt, samkvæmt þessu skylt að
heimila að upplýsingar úr sjúkra-
skrám færu í gagnagrunninn jafnvel
þótt hann teldi það stríða gegn
þagnarskyldu sinni.
Árekstur skyldna
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
mundi Björnssyni, formanni Lækna-
félags Islands, eru félagsmenn tæp-
lega eitt þúsund. Ætla má að tvö til
þrjú hundruð læknar séu sjálfstætt
starfandi að hluta eða öllu leyti.
Þessir geta því hafnað samstarfi við
rekstrarleyfíshafa. Hinir, sem starfa
hjá heilbrigðisstofnunum, hafa ekki
rétt til þess gangi frumvarpið
óbreytt eftir. Guðmundur segir að
ráðuneytinu hafi verið bent á þann
galla á frumvarpinu að réttur lækna
væri ekki nægilega ríkur en þar
hefði verið talað fyrir daufum eyr-
um. Oskýr ákvæði gætu skapað
vanda því læknar kynnu að lenda í
þeirri stöðu að það rækjust á mikil-
vægar starfs- og siðferðisskyldur er
snertu trúnað við sjúklinga og hins
vegar löghlýðnin. Guðmundur segir
að læknar muni auðvitað fai'a að lög-
um. Hins vegar væri hætta á að
menn skráðu ekki það sem þeir ættu
að skrá til að verja sjúklinga sína.
Læknar litu nefnilega á sig sem
hagsmunagæslumenn skjólstæðinga
sinna.
Þótt erfitt kunni að reynast að
hrinda frumvarpinu í framkvæmd í
andstöðu við lækna er samkvæmt
þessu ljóst að þeir sem starfa inni á
heilbrigðisstofnunum, en þar er upp-
lýsingauppsprettan mest, geta lögum
samkvæmt hvorki neitað að skrá
upplýsingar né hindrað að upplýsing-
ar úr sjúkraskrám fari inn í gagna-
grunninn. Þetta er sagt með þeim
fyriivara að gagnagrunnsfrumvarpið
teldist standast ákvæði stjórnar-
skrárinnar um friðhelgi einkalífs en
um það eru skiptar skoðanir. Flestir
myndu sjálfsagt hafa tilhneigingu,
uns annað kemur í ljós, til að taka í
því efni mest mark á áliti Lagastofn-
unar Háskóla Islands, sem taldi
frumvarpið standast að þessu leyti.
Eins er rétt að benda á að ef stór
hópur lækna þráaðist við og byggði
það á siðareglum sínum væri ákaf-
lega erfitt og sársaukafullt fyrir
þjóðfélagið allt að beita þá viðurlög-