Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Blessuð hluta-
bréfin í FBA
og f leiri mál
ÉG VAR að lesa
heilsíðuauglýsingar um
sölu á hlutabréfum í
Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins. Og þar
kemur mér margt
spánskt fyrir sjónir.
T.d. að FBA lánar til
allra helstu atvinnu-
greina og byggir á
traustri arfleifð for-
vera sinna. FBA hafl
sterk tengsl við sjávar-
útveg og iðnað og
skyldar atvinnugrein-
ar. Aðra reynslu hef ég
þó af þeim. Ég hef að-
stoðað nokkra minni
atvinnurekendur á
þessu ári við umsóknir um lán til
nýbygginga og endurfjármögnunar
eldri lána. Þessir aðilar eru m.a. í
sjávarútvegi. Svörin frá FBA voru
snögg að koma og voru á þá leið að
viðkomandi lánsumsókn væri of lítil
í krónum fyrir FBA Þeir sinni ekki
lánsbeiðnum og fyrirgi’eiðslu við
minni atvinnurekendur. Þó var hér
m.a. um lánsbeiðni vegna 15 millj-
óna króna nýbyggingar á fiskvinnu-
sluhúsnæði. Það þykir nú mörgum
töluvert. Sams konar lán veittu for-
verar FBA, þ.e. Fiskveiðasjóður og
Iðnlánasjóður og stóðu sig vel við að
aðstoða fyrirtæki við uppbyggingu
og endurskipulagningu HVAR sem
var á landinu. Þessum málefnum
forveranna hefur FBA kastað fyrir
róða og getur því varla auglýst sig
byggja á traustri arfleifð forvera
sinna á þessu sviði.
Mér fínnst það röng stefna að
auglýsa FBA sem valkost fyrir al-
menning eins og gert er. FBA gefur
sig út fyrir að hugsa og vinna í stóru
tölunum og augljóslega er það fyrir
þröngan hóp atvinnufjárfesta og
stórfyrirtækja í dag. M.a. þegar
FBA keypti Hagkaupsveldið fyrr á
þessu ári. Það hefði þótt glannaleg
fjárfesting í öðrum fjármálastofn-
unum að leggja allt eigið féð í einn
pott eins og þarna var gert og í
gegnum árin hafa ýmsir stjómend-
ur fjármálafyrirtækja fengið að
taka pokann sinn fyrir svipuð vinnu-
brögð. En það má ekki gleyma því
að Hagkaup byrjaði sem hugsjóna-
starf eins manns í gömlu fjósi á
Miklatorgi í Reykjavík. Því verður
mér hugsað til þeirra svara sem
mínir skjólstæðingar
hafa fengið við beiðnum
sínum sem sendar voru
FBA á þessu ári. Þ.e.
þið eruð of litlir fyrir
okkur. Þessir litlu aðil-
ar gætu orðið stórir og
stæltir í framtíðinni ef
þeir sætu við sama
borð og aðrir í fyrir-
greiðslu hjá FBA sem
búinn var til úr þeim
sjóðum sem stofnaðir
voru og lögðu sig sér-
staklega eftir viðskipt-
um við sjávarútveg og
iðnað í þessu landi og
veittu lán á lands-
byggðina og byggðu
þannig upp atvinnulífíð þar.
Ef talað er við verðbréfafyrirtæk-
in, sem langflest eru í Reykjavík, og
leitað eftir fjármagni þar, þá er
svarið á þeim nótum að fjármagn
fáist ef tryggingin (veðið) sé múrað
og naglfast á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Aftur á móti horfðu Fisk-
veiða- og Iðnlánasjóður ekki ein-
Mér finnst það röng
stefna, segir Elías
Jóhannsson, að aug-
lýsa FBA sem valkost
fyrir almenning eins
og gert er.
göngu til Stór-Reykjavíkursvæðis-
ins við mat á fasteignaveðum og
tryggingum þegar þeir lánuðu til at-
vinnulífsins. Þetta er orðið grafal-
varlegt mál fyrir atvinnulífíð á
landsbyggðinni í dag. Það hefur
ekki sömu möguleika og Reykjavík-
ursvæðið með aðgang að fjármagni
og þá helst með afarkostum og mun
lakari vaxtakjörum og er það miður.
Byggðastofnun er reyndar skammt-
að fé til útlána á ári hverju af eig-
andanum (ríkinu) og þegar líða fer á
árið, þá hefur farið að hökta í lán-
veitingum og viðskiptavinir og um-
sóknir þeirra settar á bið með af-
greiðslu fram á næsta ár.
Þess ber að geta sérstaklega að á
skýringarblaði sem liggur fyrir hjá
Byggðastofnun um lánveitingar
þeirra, stendur að Byggðastofnun
Elías
Jóhannsson
veiti langtímalán til fjárfestinga,
hagræðingar og fjárhagslegrar end-
urskipulagningar fyrirtækja á
landsbyggðinni. Og skýringin fylgir
strax á eftir. Nefnilega að fyrir-
tækjum á landsbyggðinni bjóðast
ekki alltaf jafn hagstæðir og fjöl-
breyttir möguleikar á fjármögnun
og fyrirtækjum á Reykjavíkursvæð-
inu.
Að lokum. Það er eitthvað bogið
við skattaafsláttinn sem gefínn er
vegna hlutabréfakaupa. Þessum af-
slætti er sniðinn þröngur stakkur
og aðeins virkur í hlutafélögum sem
skráð eru á verðbréfaþingi og upp-
fylla skilyrði skattyfirvalda um lág-
markshlutafé og lágmarksfjölda
hluthafa. M.ö.o. stóru almennings-
hlutafélögin.
Ef fólk vildi hefja rekstur á hluta-
félagi sem væri lítið í byrjun og
væri í flokki einkahlutafélaga þá sit-
ur það ekki við sama borð og al-
menningshlutafélögin gagnvart
skattyfirvöldunum í dag.
Þó er mesta þörfin á þessum
skattaívilnunum hjá litlum nýstofn-
uðum hlutafélögum. Það væri nær
að veita skattaafslátt til þeirra sem
leggja fé í ný félög og gefa þeim
tækifæri á fjárhagslegri uppbygg-
ingu með hlutafé. Það væri kjörinn
vettvangur fyrir almenning að
styðja við uppbyggingu atvinnulífs-
ins með þessum hætti heldur en að
kaupa hlutafé í FBA og hlutabréfa-
sjóðunum í dag. FBA er fjárfest-
ingakostur fyrir atvinnufjárfesta og
ætti FBA að beina spjótum sínum
að þeim, í stað þess að auglýsa heil-
síður um eigið ágæti og hvetja al-
menning til að kaupa hlut í sér.
Svona aukreitis um geðvonskuna
sem getur gripið atvinnufjárfestana
í þessu landi. Vilhjálmur Bjamason
kejfpti hlut í Hlutafélaginu Lands-
banka Islands. Nú er búið að kæra
þessi viðskipti til Bankaeftirlitsins
og gera þau tortryggileg. Vilhjálmi
bar ekki að geta þess hverjir ættu
fjármagnið sem hann var umboðs-
aðili fyrir, þegar hann lagði tilboðið
inn á sínum tíma. Brunabót er þó
eign sveitarfélaga um landið allt og
er að ávaxta sitt fé fyrir eigendur
sína með þessum hætti. Það er
greinilegt að hann hefur stigið á
tærnar á einhverjum viðkvæmum
og tapsámm sálum. Þannig lít ég á
málið og ég veit að margir aðrir
gera og hafa haft gaman af. Vil-
hjálmur „snýtti" mönnum hressi-
lega og þá aðila svíður undan og eru
tapsárir. Og auðvitað á að siga á Vil-
hjálm alls kyns eftirlitsstofnunum
og gera hann tortryggilegan. Gæti
það ekki verið að Vilhjálmur væri
bara klár náungi sem kann að
reikna og hefur hæfileika til að
kljást við „huldumennina" sem eiga
sér það markmið að leggja undir sig
fjármálamarkaðinn á Islandi.
Höfundur er frnmkvæmdnstjóri.
Höfundalög
gilda um
netbirtingu
FYRSTA nóvember
sl. birti Morgunblaðið
grein eftir Svavar
Gestsson alþingismann
þar sem vikið er að
ýmsum vanda sem þró-
un tölvu- og fjarskipta-
tækninnar skapar við
réttargæslu. M.a. er
vikið að höfundarrétti
og firmaskráningu og
þeirri umfjöllun lokið
með þessum orðum:
„Hvað með Netið; er
hægt að komast upp
með hvað sem er á
Netinu af því að þar
eru ekki til nein lög og
neinar reglur?“
Þarna gætir alvarlegs misskiln-
ings sem gæti bitnað á þeirri vernd
sem rétthafar njóta samkvæmt höf-
undalögum ef hann breiðist út.
Enginn vafí leikur á því að höfunda-
lög gilda um netbirtingu eins og
aðra birtingu. Hver sá sem ætlar að
birta á Netinu efni sem nýtur höf-
undarréttarverndar verður að fá
leyfi til þess hjá hlutaðeigandi rétt-
höfum. Semja verður við þá um
hvers konar birtingu og útgáfu
verndaðra verka samkvæmt ís-
lenskum lögum um höfundai’rétt og
alþjóðasáttmálum um þetta efni.
Netbirting er að sjálfsögðu engin
undanteknng.
Vitna má í 3. gr. höfundalaga
þessu til staðfestingar: „Höfundur
hefur einkarétt til að gera eintök af
verki sínu og til að birta það í upp-
haflegri mynd eða breyttri, í þýð-
ingu og öðrum aðlögunum." Þennan
einkarétt nota rithöfundar til að
gera útgáfusamning við þá sem hafa
hug á að gefa verk þeirra út og birt-
ingarsamning við þá sem hafa
áhuga á að birta það.
Sé efni í rafrænu formi gert að-
gengilegt fyrir hvern sem er á
Netinu er eðlilegt að líta á það sem
opinbera birtingu. Opinber birting
er skilgreind þannig í 2. gr. höf-
undalaga: „Verk telst birt, þegar
það er með réttri heimild flutt eða
sýnt opinberlega eða eintök af því
hafa verið gefin út...“ Birting í
gagnabanka eða á vefsíðum á efni,
sem höfundalög taka til, gefur
hverjum sem hafa vill kost á að
gera eintök eftir efninu sé aðgang-
ur öllum opinn. Um slíka birtingu
þarf því að gera samning við þá
sem eiga höfundarrétt á því efni
sem ætlunin er að
birta, rithöfunda,
myndlistarmenn, tón-
skáld og listflytendur.
I samningum um
netbirtingu má taka
mið af formi hefðbund-
inna útgáfusamninga
og hafa þar ákvæði um
hvað heimilað er að
birta, hve lengi, hvað
greitt skuli fyrir rétt-
inn og hvernig. Sam-
hliða þróun tölvu- og
fjarskiptatækninnar
hafa rétthafar og not-
endur verka þeirra
verið að móta slíka
birtingarsamninga,
ekki síst um námsefni. Ýmsar leiðir
koma til greina þegar semja skal
um netnotkun á vernduðu efni:
1) Eingreiðsla sem hlutaðeigandi
stofnun eða fyrirtæki innir af
Enginn vafi leikur á
því, segir Hörður
Bergmann, að höfunda-
lög gilda um netbirt-
ingu eins og aðra
birtingu
hendi. Flestir fara að líkindum
þessa leið. Oft má telja eðlilegt að
takmarka birtingarleyfið við vissan
tíma, einkum ef það er þess eðlis að
endurskoðunar verði þörf.
2) Greiðsla fyrir birtingu og af-
notagjald þeirra sem kaupa að-
gang að efninu og eru skráðir sem
notendur þess. 3) Eingöngu af-
notagjald notenda, sbr. annar iið-
ur.
Séu starfsmenn fyrirtækis eða
stofnunar ráðnir til að semja efni
til útgáfu eða annars konar birting-
ar er eðlilegt að ákveða munnlega
eða í ski'iflegum ráðningarsamn-
ingi hve víðtæka notkun þess höf-
undur heimilar þeim sem hann er
ráðinn hjá. Réttarvernd höfunda-
laga er veitt fyrir persónulegt
framlag höfundar til verksins og öll
notkun þess því háð samþykki
hans.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hagþenkis - félags höfunda
fræðirita og kennslugagna.
R A O A U G w LV S 1 1' 1 IM G A R
Félagsmálaráduneytið
Opinn fundur
Nefnd, sem vinnur að endurskoðun laga nr.
28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla, boðar til opins fundar í Grand Hótel
Reykjavík, í dag, fimmtudaginn 5. nóvember,
kl. 17.30.
Félagsmálaráðuneytið.
ATVIISIIMUHLISIMÆOI
Til leigu er
verslunarhúsnæöi í
miðbæ Akureyrar
á besta stað í bænum við hliðina á Nýja Bíói.
Húsnæðið er á jarðhæð og er ca 70 fm. Þar hef-
ur verið rekin fataverslun síðustu misseri. Hús-
næðið er laust fljótlega.
Tilboð um fermetraleigu skilast inn til
afgreiðslu Mbl. merkt: „T — 6661".
Tryggingar óskast. Elís Árnason.
www.mbl.is
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF II KENNSLA
I.O.O.F. 5 = 1791158 = Sk.
□ Hlín 5998110519 IV/V 1
—7/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Mitt hjartans mál.
Umsjón sr. Bjarni Karlsson. Allir
karlmenn hjartanlega velkomnir.
% Hjálpræóis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Lofgjörðar- og bæna-
samkoma. Beöiö veröur fyrir öll-
um, sem vilja fá fyrirbæn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Söngnámskeið
fyrir unga sem
aldna, laglausa
sem lagvísa
Námskeiðstími:
8. nóv.—13. des.
Esther Helga
Guðmundsdóttir,
söngkennari.
Sími: 561 5727 og 699 2676.
Langar þig til að syngja jóla-
lögin!
DULSPEKI
Fimmtudaginn 5. nóv. kl. 20
verður Jórunn Oddsdóttir
miðill með fyrirlestur um inn-
sæi. Farið verður inn á miðl-
un, heilun og drauma.
Á eftir stutt hugleiðsla.
Inng.: 1.500 kr. Upplýsingar í
síma 554 1107 frá 14-16.