Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 47 AÐSENDAR GREINAR VERNDUN og nýt- ing miðhálendis Is- lands kallar á nýtt mat á gildi þess. Óheft nytjastefna hefur fram undir það síðasta ráðið þar flestu og á það jafnt við um orku- vinnslu, sauðfjárbeit og ferðamennsku. Að sjálfsögðu eigum við að nytja hálendið og ekki skal gert lítið úr þeim arði sem nytjastefnan hefur . skilað en fljót- tekinn afrakstur og skortur á skipulagi hefur einkennt nýting- una. Þessi stefna hefur gengið sér til húðar og nýtt gildis- mat landsmanna krefst þess að staldrað sé við. Við endurmat okk- ar á miðhálendinu þarf bæði að beita nýjum aðferðum, taka tillit til breyttra viðhorfa og líta til langrar framtíðar. Nauðsynlegt er að staldra við í stórvirkjunarmálum og sætta þar andstæð sjónarmið virkjana og verndunar. Hér er um svo mikla fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar og um leið umhverfis- hagsmuni að tefla að skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma og láta ekki kapp án forsjár ráða f'erðinni. Meðal þess sem athuga þarf er hvort ekki finnast aðrir virkjunar- kostir en þeir sem nú eru metnir hagkvæmastir miðað við hið hefð- bundna arðsemismat en það mat tekur ekki tillit til fórnarkostnaðar í náttúru landsins. Landsvirkjun hefur skoðað fleiri virkjunarkosti en þá sem nú er mest rætt um bæði í vatnsafli og jarðhita. Ég tel rétt að þeir möguleikar verði kynntir frekar og þá um leið arðsemi þeirra og áhrif á náttúruna. Hvaða kostnað erum við tilbúin að taka á okkur til þess víkja frá „hagkvæmustu“ virkj- unarkostum og hlífa náttúru landsins meira. Dæmi um góð- an árangur má nefna en það eru áform um að leiða virkjunarvatn á öræfum Austurlands í jarðgöng í stað djúpra og sundurristandi • skurða. Þessi nytjastefna hefur gengið sér til húðar, — — segir Olafur Orn Har- aldsson, og nýtt gildis- mat landsmanna krefst þess að staldrað sé við. Þá þarf einnig að beita áhrifarík- um leiðum til þess að efla byggðir sem gætu skaðast ef staldrað er við vegna endurmats á virkjunarkost- um. Þar má engan tíma missa. Flóttinn frá landsbyggðinni er geigvænlegur og hag fólksins og mannlíf í byggðum landsins þarf ekki síður að styðja en náttúru landsins. Við kannanir á ástæðum fólksflóttans hafa komið fram stað- reyndir sem við eigum að nýta okk- ur. Sem betur fer sýna þær að það eru ekki aðeins virkjanir og stór- iðja sem geta komið til bjargar heldur líka aðgerðir í almennum lífskjörum svo sem varðandi hús- hitun, verðlag vara, samgöngur, skóla- og menningarmál, heilbrigð- ismál, aukna fjölbreytni atvinnulífs o.fl. Þeir landsmenn sem nú njóta mestra gæða á öllum þessum svið- um og hafa stóriðju og fjölbreytt atvinnutækifæri geta ekki ætlast til að íbúar annan-a landshluta sitji þegjandi ef töf verður á að nýta orku fallvatnanna í heimabyggð þeirra. Kostnaður við eflingu þess- ara byggða er meðal þess sem nauðsynlegt er að leggja fram enda er margt sem varðar erfiðari lífs- kjör byggðanna hreint réttlætis- mál svo sem lækkun húshitunar- kostnaðar, bætt þjónusta heil- brigðis- og menntakerfis o.fl. Miðhálendið er ómetanleg auð- lind, ekki aðeins í ljósi hagsmuna okkar núna, heldur kann verðgildi þess að verða enn meira þegar fram líða stundir. Þau verðmæti kunna að birtast okkur í nýjum búningi. Nægir að benda á eitt at- riði. I alþjóðasamstarfi skiptir ímynd þjóðanna æ meira máli. Þegar litið er til þjóða í farar- broddi er ekki aðeins spurt um stærð og styrk heldur einnig um menningu, lýðræðishefð og virð- ingu fyrir arfi lands og þjóðar. Stefna í umhverfísmálum og varð- veisla einstakra náttúruperla munu verða ráðandi í þeirri ímynd sem framfaraþjóðir skapa sér. Lít- il þjóð í fögru landi með einstaka náttúru getur ekki leyft sér að glutra niður þeirri virðingu og ávinningi sem liggur svo augljós- lega í valdi okkar sjálfra ef við kunnum fótum okkar forráð. En við þurfum ekki að líta til út- landa eftir viðurkenningu á verð- mætum miðhálendisins. Við getum notið fegurðar landsins okkar þeg- ar við leggjum leið okkar þangað. Jafnvel þó að við komum þangað ekki getum við litið í hugskot okkar sjálfra og glaðst yfir að eiga slíkan dýrgrip sem ósnortnu vfðerni há- lendisins eru jafnframt því sem við nýtum miðhálendið með þeirri var- úð að ekki hljótist of mikil spjöll. Af og til heyrast þær raddir að feg- urð náttúrufyrirbæra á borð við Eyjabakka, Dimmugljúfur, Þjórs- árver og Köldukvíslarbotna sé svo afskekkt og svo fjarlæg almenningi að litlu skipti hvort þessi svæði fari undir vatn eða ekki. Þetta er svip- að því að segja að blómin séu ekki til nema þegar við horfum á þau og fágæt bók sé einskis virði þegar við höfum hana ekki í hendi. Þessi skammsýni byrgir mönnum sýn til framtíðar og komandi kynslóða sem kunna e.t.v. að meta ósnortin víðerni með öðrum hætti en margir gera nú. Endm'mat á virkjunaráformum á miðhálendinu er óhjákvæmilegt. Þar er fýrsta verkefnið að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar samkvæmt þeim aðferðum sem mælt er fyrir í lögum um umhverfisáhrif. Mat Landsvirkjunar sjálfrar nægir ekki þó að fyrirtækið eigi lof skilið fyrir rannsóknir sínar og margvíslegan myndarskap við framkvæmdir og Flj ótsdals virkjun í umhverfísmat Ólafur Örn Haraldsson frágang þeirra. Það er einfaldlega ekki samboðið glæsilegu fyrirtæki að knýja fram umdeildar fram- kvæmdir í skjóli þess stirðnaða lagaákvæðis sem gefur fyrirtækinu virlgunarheimildina. Upphaf þeirr- ar heimildar er að fínna í ákvörð- unum Hjörleifs Guttormssonar, al- þingismanns, þegar hann í ráð- herratíð sinni opnaði Landsvirkjun leiðina að náttúraperlu Austur- lands, Eyjabökkum. Landsvirkjun byggir á frábærri verktækni, menntuðu starfsliði og vísindalegri þekkingu. Það er ekki í takt við þá fagmennsku að beita fornaldarlegum aðferðum nú þeg- ar nútímaleg vinnubrögð gera ráð fyrir faglegum undirbúngi fram- kvæmda. Ef fyrirtækið er annarr- ar skoðunar tel ég að ráðamenn þjóðarinnar eigi að taka af skarið og sjá svo til að fullnægjandi mat á umhverfisáhrifum verði gert. Enn er von til þess að Landsvirkjun óski sjálf eftir slíku mati þegar íyrirtækið hefur lokið við það mat sem nú er unnið að. Landsvirkjun hefur ekki útilokað slíkt sem kom- ið er. Höfundur er alþingismaður. hiýtt • l\IÝTT -----Sloppar------- Velúr • frotté og frottévelúr Frábært úrval lita og gerða Þykkir og þunnir • Renndir • Hnepptir • Hnýttir lympía. Kringlunni 8-12, sími 553 3600 ___________________________________; atsláthir 10 mm viðarparket áður 1.990,- nú aðeins: Aður 3.990,- núaðeins: 2 manna sófar frá 25.000, 3 manna sófar frá 39.900, Smáratorgi 1 Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagöröum H 200Kópavogi 108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 510 7000 568 7499 462 6662 565 5560 104Reykjavík O 588 7499 W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.