Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 48
• 48 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ „Engin vopna þjóð er að vísu frjáls ...u NÚ FYRIR stuttu, nánar tiltekið 8. októ- ber, var grein í Morg- unblaðiðnu eftir Siv Friðleifsdóttur alþing- ismann. Þar lýsir hún undrun sinni yfir stefnuskrá samfylk- ingar Alþýðubanda- . lagsins, Alþýðuflokks- ins og Kvennalistans, en í stefnuskránni stendur „að Island eigi að standa utan hernað- arbandalaga". Siv seg- ir í grein sinni að þetta veki furðu „einmitt nú Eyrún Ósk þegar góð samstaða Jónsdóttir hefur skapast hérlend- is um vamarsamninginn og veru okkar í Atlantshafsbandalaginu (Nató)“. En er það virkilega raunin að flestir Islendingar séu fylgjandi því að hafa herstöð hér á landi og séu ólmir í að tilheyra hemaðarbanda- lögum?! Rétt er það að lítið hefur «heyrst í herstöðvaandstæðingum undanfarin ár og hafa því fylgjend- ur herstöðvarinnar og Nató fengið sínu framgengt. Eg tel hins vegar að ástæðan fyrir þessu sé ekki sú að fólk sé orðið svo hlynnt Nató, heldur eru Islendingar orðnir svo þreyttir á þessari eilífu umræðu um „Island úr Nató og herinn á brott“. Með því að slaka á baráttunni gegn hemaði og hernaðarbanda- lögum eram við í raun að seinka komu alheimsfriðar. Við einfald- lega megum ekki láta það gerast og við megum ekki láta þjóð okkar taka þátt í hinum ógeðslega hern- aðarskrípaleik 20. aidarinnar. A öðram stað segir Siv: „aldrei fyrr hafa eins opinskáar umræður átt sér stað um hugsanlega inn- göngu Finnlands og Svíþjóðar í Nató.“ Það má vel vera, en ég stór- efa það þó að frændur okkar Svíar og Finnar taki það í mál að leyfa bandarískri herdeild að setjast að í löndum þeirra og opna þar banda- ríska herstöð! Siv heldur áfram og segir: „Nató hefur í krafti styrks síns tryggt , friðinn í Evrópu um fjöratíu ára skeið" og vii ég nú spyrja, um hvaða frið Siv er að tala? Eg veit ekki betur en að eldar ófriðar hafi logað í Evrópu síðustu fjöratíu ár og geri enn. Það er skoðun mín að ekki sé hægt að enda stríð með stríði og ekki hægt að koma í veg fyrir stríð með herafli. Fólk er fast í viðjum þess hugarfars, að eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð sé með því að hafa her. En hvernig er þá hægt að koma í veg fyrir stríð? Reiði, græðgi og fá- fræði era þeir þrír þættir í mann- legu eðli sem era undirrót allra styrjalda. Við megum aldrei gleyma því að stríðin hefjast í , hjörtum mannanna og þess vegna er ábyrgð hvers einstaklings svo gífurleg. Eina leiðin tO að koma á alheimsfriði er að mínu mati sú að allar þjóðir og einstaklingar breyti hugarfari sínu, taki ábyrgð á gjörð- Ert þú EINN í heiminum? Við erum til staðar! VTNALÍNAN 561 6464 800 6464 öll kvöld kl. 20—23 um sínum og leggi nið- ur öll vopn. Þetta hljómar kannski svo- lítið fjarlægt núna og jafnvel dálítið barna- lega en ef þið skoðið þetta með opnum hug þá sjáið þið hversu ,;lógískt“ þetta er. Við Islendingar höfum kost á því einstaka tækifæri, að vera framkvöðlar í því að vera frjáls lýðræðisleg þjóð án hers. Við ætt- um því að taka frum- kvæði í friðarmálum jarðarinnar og sýna umheiminum, með for- dæmi okkar, að hægt er að lifa frið- sömu og góðu lífi á þessari jörð án þess að hafa eigin her eða erlendar herstöðvar í landi sínu. Siv heldur áfram, um Nató: „á Eg fagna stefnuskrá Samfylkingarinnar, segir Eyrún Ósk Jóns- dóttir, um Island utan hernaðarbandalaga. síðustu áram hefur það tekið stakkaskiptum og orðið þunga- miðja í nýju öryggismálakerfi Evr- ópu.“ Það getur vel verið. En er það þannig sem við viijum hafa það? Nató er að mínu mati ekki að vernda eitt eða neitt með hótunum sínum og aðgerðum. Þvi það endar alltaf með því að það era hinir sak- lausu sem þurfa að líða fyrir að- gerðir þeirra. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem við ættum að styrkja og efla og treysta fyrir öryggi okk- ar. Þetta hljómar kannski eins og þversögn þar sem stundum kalla Sameinuðu þjóðimar Nató til þeg- ar þær telja að það sé síðasta úr- æðið. Málið er bara að Bandaríkin „eiga“ Nató og það era hagsmunir Bandaríkjanna sem Nató er fyrst og síðast að vernda, því þó svo að margar aðrar þjóðir séu aðilar að Nató þá hef ég ekki séð að þau ríki hafi mikið að segja gegn Banda- ríkjunum. Við vitum það að Bandaríkin hafa gert svo ótalmargt án sam- þykkis Sameinuðu þjóðanna sem er á allan hátt óverjandi. Svo dæmi sé tekið, lyfjaverksmiðjan í Súdan sem sprengd var upp nú fyrir skömmu. Bandarísk stjórnvöld töldu að þar væra framleidd efna- vopn en eftir að þau sprengdu upp verksmiðjuna fór sá grunur að læð- ast að þeim að „kannski hefði þetta nú bara verið venjuleg lyfjaverk- smiðja“. Siv segir í grein sinni að í gegnum Nató hafi Islendingar fengið tækifæri til að vinna að frið- arstörfum. T.d. hafa þeir sent lækna og sjálfboðaliða til hjálpar á stríðshrjáð svæði. En af hverju ekki að vinna að friði í gegnum samtök sem hafa frið og mannúð að leiðarljósi, eins og t.d. Rauði kross- inn, Sameinuðu þjóðirnar, Am- nesty International, SGI og Friður 2000, svo einhver séu nefnd. Þá eigum við ekki á hættu að verða Hlífðarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. strengjabrúður stórvelda eða hera- aðarbandalaga. Siv heldur áfram: „með varnar- samningnum njótum við góðs af herstyrk Bandaríkjahers." Ég vil halda því fram að Bandaríkin séu eingöngu hér til þess að vernda sína eigin hagsmuni. Nú fyrir stuttu var settur á alþjóðaherdóm- stóll til að dæma í málum her- manna sem fremja glæpi gegn mannkyninu og samþykktu allar þær þjóðir sem að honum stóðu að gangast undir þann samning sem gerður var, nema Bandaríkin. Þau hins vegar komu með þá tillögu að dómstóllinn gæti dæmt alla her- menn, nema bandaríska hermenn! Ég myndi segja að þetta sýndi glöggt eiginhagsmunastefnu Bandaríkjanna. Það er skylda okkar, sem íbúar þessa lands, að láta ekki stórveldin valta yfir okkur. Mér finnst Islend- ingar hafa kjark til þess að rísa upp og standa á sínu þegar til koma öll lönd nema Bandaríkin. T.d sýndum við mikið hugrekki og vilja til að gera það sem rétt er með því að vera fyrst til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna, og þegar við neituðum að fara að skipun Kínverja að meina forsætisráðhen-a Taívans inn- göngu í landið. I þessum tilvikum höfum við mátt vera virkilega stolt af landi okkar og þjóð. Aftur á móti þegar kemur að Bandaríkjunum þá er sagan önnur. Er þá skemmst að minnast þess, þegar nú fyrir stuttu að herflugvélinni sem flutti Keikó hingað til lands hlekktist á í lend- ingu. Flugvélin var frá bandaríska hernum og vopnaðir hermenn stóðu og gættu flugvélarinnar á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Ekki gæti ég ímyndað mér að við tækjum það í mál að einhver önnur þjóð fengi að standa vopnaðan vörð um eignir sínar hér á landi, þar sem vopnaburður er bannaður á Islandi, en slíkt á víst ekki við um bandaríska hermenn, ekki satt! Þið gætuð kannski sagt ,jú en þeir voru nú að vernda milljóna króna eign Bandaríkjanna", en ímyndum okkur, ef allir hér á landi sem ættu dýrar eignir fengu að verja þær með vopnavaldi! Það hefur oft ver- ið notað sem rök og er staðreynd að herstöðin skapi störf á Suðui-- nesjunum og að herinn hafi fært landinu gífurlegar tekjur. En ef það er ástæðan fyrir því að íslend- ingar viija styðja vera þessarar herstöðvar þá finnst mér við vera að selja okkur heldur ódýrt. Ef viljinn er fyrir hendi þá held ég að við hljótum að geta fundið störf handa okkar eigin þegnum og séð þeim fyrir sómasamlegu viðurværi, þó svo að herinn fari af landi brott. Siv segir að bráðlega hefjist við- ræður um framhald á framkvæmd varnarsamningsins og ég vona að þegar þar að kemur muni almenn- ingur skoða vandlega hjarta sitt og hug, og standa við sína sannfær- ingu. Munum að það verður aldrei friður í Evrópu nema hvert og eitt okkar taki ábyrgð á þjóð okkar og samfélagi. Innan skamms er að renna upp ný öld og það er undir hverju og einu okkar komið að gera hana að öld friðar og mannúð- ar. Hvert og eitt okkar þarf að rísa upp og leggja sig fram við að gera samfélag okkar að betra samfélagi og þar af leiðandi heiminn að betri stað. Rísum því upp og höldum inn í 21. öldina með það markmið í huga að stuðla að friði í heiminum. Við Islendingar megum vera stolt af því að hafa ekki eigin her og ég vona það innilega að við munum í framtíðinni standa utan hernaðar- bandalaga og fagna ég því stefnu- skrá Samfylkingarinnar. Höfundur er 17 ára nemi Islenskt umhverf- isverkefni vinnur til verðlauna ÞAU merku tíðindi gerðust í september sl. að íslenskt verkefni, undir stjórn íslensks fræðimanns, hlaut Umhverfisverðlaun N orðurlandaráðs. Þetta er verkefnið Jarðvegsvernd sem unnið var undir stjóm dr. Olafs Arnalds. Um- hverfísverðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Osló í nóvember nk. og er þetta í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Umhverfisverð- laun Norðuriandaráðs era sambærileg við bókmennta- og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og er ætlað að vekja athygli Norð- urlandabúa, og íbúa heimsins alls, á því sem vel er gert í umhverfis- Ólafur Arnalds og sam- starfsmenn hans, segir Bryndís Kristjáns- dóttir, eiga þakkir og heiður íslensku þjóðar- innar skilin fyrir að koma umhverfisvernd ✓ Islendinga á kortið. málum á Norðurlöndunum. Um- hverfisvei’ðlaunin era veitt einstak- lingi, stofnun eða fyi-irtæki og fyrsti verðlaunahafinn, árið 1995, var líffræðingurinn Torleif Ingelög sem er framkvæmdastjóri fyrir ArtDatabanken í Svíþjóð. Stofnun hans hefur sérhæft sig í að safna og miðla vitneskju um fjölbreyti- leika lífríkisins, með sérstakri áherslu á þær lífverar sem era í út- rýmingarhættu. Ari síður féllu verðlaunin í skaut grænlensku um- hverfissamtakanna Inuit Circumpolar Conference (ICC) sem hafa starfað að því að varð- veita og efla þann sjálfbæra lífsmáta sem Inúítar hafa búið við um aldaraðir. A síðasta ári hiaut Instituttet for produktudvikling (IPU) í Danmörku verðlaunin en þá var leitað eftir vöru eða fram- leiðslutækni þar sem umhverfis- vernd væri höfð að leiðarljósi. Unihverfisverkefni sem þarf að kynna I ár skyldu verðlaunin veitt þeim sem miðla þekkingu um umhverfíð og umhverfisvernd. Umsóknir um verðlaunin hafa aldrei verið fleiri en í ár, urðu 119 þegar upp var staðið, og íslenska dómnefndin var sammála um að í heildina tekið hafa þær aldrei verið jafn góðar og nú. I dómnefnd sitja tveir aðalfull- trúar frá hverju Norðurlandanna og einn frá Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Á þessum íjórum árum hafa dómnefndarmenn farið yfir hundrað umsókna um verð- launin og í flestum tilfellum hefur verið um merk og frambærileg verkefni að ræða. En einnig hafa þarna veríð verkefni sem ekkei-t erindi áttu í samkeppni um um- hverfisverðlaun. Af verkefnum, sem dómnefndin hefur þarna kynnst, má ráða að óneitanlega eru lönd eins og Sví- þjóð, Danmörk og Noregui' komin mun lengra en við Islendingar á flestum sviðum er snúa að um- hverfisvernd og umhverfisfræðslu. Þó hafa borist ágætis umsóknir frá Islandi en hafa ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar fyrr en nú. Það er mikil synd að enginn fjölmiðill, eða opinber aðili, hér á landi skuli leggja ríka áherslu á að kynna umhverfismál í sem víðustu samhengi, því ljóst er að einungis með mikilli og að- gengilegri fræðslu er hægt að breyta því sem betur má fara í umhverfi okkar. Til dæmis væri mjög verðugt verkefni að kynna Islendingum það sem er að gerast í þessum málum á hin- um Norðurlöndunum. Á sigurinn fyllilega skilinn Það var því sérstaklega ánægju- legt að nú, þegar umsóknir hafa aldrei verið fleiri eða betri, skuli ís- lenskt verkefni hljóta umhverfis- verðlaun Norðurlandaráðs. Því var ekki að neita að við, íslenska dóm- nefndarfólkið, voram hæfilega spennt þegar komið var að annarri umferð í atkvæðagreiðslunni því í fyrstu umferð voru þau jöfn að at- kvæðum verkefnið frá íslandi og verkefni frá Álandseyjum. Þeim mun meiri varð ánægjan þegar í annarri umferð kom í ljós að ís- lenska verkefnið hafði sigrað með miklum mun. Islenska verkefnið Jarðvegs- vernd á það líka fyllilega skilið. Eins og flestir Islendingar vita þá er jarðvegseyðing mesta umhverf- isvandamál sem við eigum við að stríða hér á landi. Undir stjórn dr. Olafs Ai'nalds hafa vísindamenn unnið að því í sex ár að rannsaka og kortleggja ástand jarðvegarins á öllu íslandi. Við þessa vinnu nýttu vísindamennirnir sér alla til- tæka tækni sem að gagni mætti koma, t.a.m. gervihnattarljós- myndir af landinu. Niðurstöðumar segja til um ástand jarðvegarins um allt land og þar með hvar ástandið er verst og nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna -gegn frekari eyðingu. Jarðvegs- vernd var einnig framlag Islands til samstarfsverkefnis á vegum Sa- meinuðu þjóðanna til að sporna gegn eyðumerkuráhrifum, „Con- vention to Combat Des- ertification". I tengslum við verkefnið var gef- ið út fræðsluhefti fyrir almenning, Að lesa landið, þar sem sýnd era landsvæði í mismunandi ásigkomu- lagi, skýrt frá orsökum og bent á leiðir til að endurheimta fyrri land- gæði. Hjá dómnefndum allra land- anna kom fram að það sem hafði haft úrslitaáhrif á val þeirra var að verkefnið Jarðvegsvernd hafi jafn breiða skírskotun og raun ber vitni; það er unnið af mikilli fag- mennsku af hæfum vísindamönn- um og nýtist því fræðimönnum en síðan er það fært í þann búning að almenningur getur fært sér þekk- inguna í nyt - börn líka og því var ritinu dreift til allra skólabarna á landinu. Þótt við Islendingar séum eftir- bátar nágranna okkar á hinum Norðurlöndunum á alltof mörgum sviðum er snúa að umhverfisvernd, þá sýnir Jarðvegsvernd að það sem við þó gerum er afbragðsvel gert. Olafur Arnalds og samstarfsmenn hans eiga þakkir og heiður íslensku þjóðarinnar skilin fyrir að koma umhverfisvernd Islendinga á kort- ið, ef svo má að orði komast, og það á jafn eftirminnilegan hátt og að hljóta Umhverfisverðlaun Norður- landaráðs fyrir. Til hamingju, Ólaf- ur, og bestu þakkir! Höfundur á sæti í dómnefnd Um- hverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Bryndís Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.