Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
S
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Sjávarnytjar
SKYNSAMLEGAR
sjávarnytjar Islendinga
snúast um sjálfbæra
nýtingu þeirra stofna
fiska og sjávarspendýra
sem við höfum aðgang
að í hafinu við landið.
Til þess að ná árangri
og hámarka afrakstur
stofna verður að vera
samhengi í nýtingu
þeirra.
Hvalir eru stór dýr
"" og þurfa mikið að éta. I
dag er staðan sú að
nokkra stofna hvala má
telja vannýtta. Ef við
hefjum ekki veiðar
mun þessum dýrum
enn fjölga. Það skiptir verulegu
máli íyrir fiskveiðar okkar í fram-
tíðinni. Fiskifræðingar telja að
þorskstofninn geti gefið af sér allt
að 350.000 tonn. Á Hafrannsókna-
stofnun hafa menn reynt að gera
Hvalastofnar eru nýt-
anlegir og sumir
. „ vannýttir. Jón Gunn-
arsson telur ekkert
benda til að hægt sé að
beita Islendinga við-
skiptaþvingunum þar
sem þeir séu ekki að
ganga á stofna sem
eru í hættu.
sér grein fyrir hvaða áhrif stækk-
andi hvalastofnar geta haft á
helstu nytjastofna, s.s. þorskinn.
Gögn eru auðvitað takmörkuð þar
sem erfitt er að stunda rannsóknir
á dýrum sem ekki má veiða. En
þónokkrar upplýsingar hafa þeir
frá þeim tíma sem hvalveiðar voru
stundaðar, úr hvölum sem fínnast
dauðir og frá löndum þar sem hval-
veiðar eru leyfðar og stundaðar í
dag. Það liggur fyrir að áhrifin af
stækkandi hvalastofnum verða
veruleg á nytjastofnana. Áætlað er
að hvalir éti um 6
milljónir tonna af
sjávarfangi á ári og
að þar af sé fiskmeti
um 2 milljónir tonna.
Niðurstöður vísinda-
manna okkar benda
til þess að þorskveiði
verði 10-20% minni í
framtíðinni en hún
gæti orðið vegna
fjölgunar sem verður
í hvalastofnum frá því
sem er í dag. Það er
þvi um gífurlega
hagsmuni að ræða
fyrir þjóðarbúið en
reikna má með að út-
flutningsverðmæti
þessa þorskafla gæti verið um 3,5
til 7 milljarðar króna á ársgrund-
velli. Til viðbótar þessum upphæð-
um koma til útflutningstekjur
vegna hvalaafurða en reikna má
með allt að 200 ársstörfum vegna
hvalveiða í framtíðinni og útflutn-
ingsverðmæti afurðanna má reikna
með að verði allt að 2 milljarðar.
Við Islendingar höfum ekki efni
á að láta þessi verðmæti renna frá
okkur. Við höfum heldur ekki efni
á því að taka áhættu með afrakst-
ursgetu helstu nytjastofna, eins og
þorsksins. Niðurstöður fundar um
hvalveiðimálið sem samtökin
Sjávarnytjar stóðu fyrir nýverið
voru mjög eindregnar. Hvalastofn-
ar eru nýtanlegir og sumir
vannýttir, ekkert bendir til að
hægt sé að beita okkur við-
skiptaþvingunum þar sem við erum
ekki að ganga á stofna sem eru í
hættu, markaður er fyrir hvalkjöt
og verðið er hátt, mikill meirihluti
þjóðarinnar er fylgjandi hvalveið-
um, meirihluti er fyrir málinu á
Alþingi, samtök launþega og at-
vinnurekenda í sjávarútvegi hafa
ítrekað hvatt til þess að hvalveiðar
verði hafnar strax. Hvað þurfum
við frekar til að taka ákvörðun? Við
skulum ekki lengur fóma minni
hagsmunum fyrir meiri. Við skul-
um taka ákvörðum um að hefja
hvalveiðar á næsta ári.
Höfundur er formaður Sjávarnytja
og þátttakandi íprófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi.
Framtíðar-
pælingar
VIÐ stöndum á
flóknum krossgötum
þar sem fleiri en tveir
vegir skerast. Vegvís-
amir em að sama skapi
fleiri en einn. Alþjóða-
væðing, harðnandi
samkeppni, Evrópu-
samband og þróun fjár-
málamarkaða era
dæmi um hvað á þess-
um skiltum stendur.
Alþjóðavæðingin
Hraði og ör þróun
eru helstu einkenni
samtímans og óhætt er
að fullyrða að mikil
gerjum er að eiga sér
stað. Við stöndum vel
að vígi hvar sem á þessi mál er litið.
Mennta- og tæknistigið er hátt hjá
okkur. Við eigum alla möguleika á
Til að gera atvinnulíf-
inu kleift að beita sér af
fullu afli, segir Helga
Guðrún Jónasdóttir,
þurfum við að
fylgja þessum góða
árangri eftir.
að byggja upp hátekjuatvinnugrein-
ar á sviði upplýsinga- og líftækni,
svo að dæmi séu nefnd. Hin öra
tæknilega þróun stuðlar jafnframt
að því að gera heiminn sífellt minni.
Landfræðileg lega landsins hefur af
þessum sökum minni áhrif á stöðu
okkur á alþjóðamarkaði. Það opnar
okkur mikla möguleika í hvers kyns
viðskiptum.
Stöndum vel
Sá stöðugleiki sem hefur verið
ríkjandi í efnhagsmálum á þessum
áratug undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins er framforsenda þess að
við getum tekið af alvöru þátt í
þeirri spennandi þróun sem
framundan er. En til að gera at-
vinnulífinu kleift að beita sér af
fullu afli þurfum við að
fylgja þessum góða
árangri eftir.
Endurskoðun
opinbera eftirlits-
kerfisins
I íyrsta lagi þarf að
laga opinbera eftirlits-
kerfið að þörfum at-
vinnulífsins. Eins og
málin standa í dag er
ákveðin tilhneiging til
að eftirlitskerfið lagi
atvinnulífið að sínum
þörfum, ef svo má að
orði komast. Telur
Verlsunarráð íslands
að þetta fyrirkomulag
kosti atvinnulifið millj-
arða króna á ári hverju. Umhverfis-
og gæðamál era í brennidepli í
þessu sambandi en fyrirtækin í
landinu verða að geta starfað hindr-
unarlaust að umhverfis- og gæða-
stjórnun til að styrkja sig í harðn-
andi alþjóðlegri samkeppni.
Alþjöðlegra
skattkerfí
f öðra lagi þarf að endurskoða
skattkerfið okkar með tilliti til sí-
fellt alþjóðlegra inntaks atvinnulífs-
ins, en eins og því kerfi er háttað
getur það beinlínis drepið í dróma
viðleitni okkar til að finna viðskipta-
tækifæri erlendis sem og erlendra
fyrirtækja sem leita hófanna hér á
landi. Þetta er jafnframt lykilatriði
fyrir vöxt og viðgang þjónustufyrir-
tækja á fjármálamarkaði.
Aðlögun menntakerfisins
í þriðja lagi væri æskilegt að
auka sveigjanleika menntakerfisins
og um leið vinnuaflsins. Endur-
menntun og símenntun skiptir sí-
fellt meira máli í samkeppninni og
þeirri öra þróun sem á sér stað.
Samfara því þarf að auka fjöl-
breytni í námsvali, sér í lagi styttra
námi sem veitir sérhæfð starfsrétt-
indi.
Höfundur er sljórnmdhifræðingiir
og tekur þátt í prðfkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Keykjaneskjördæmi.
Helga Guðrún
Jónasddttir
FASTEIGNA (f
m MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 Netfang: http://habil.is/fmark/
LYNGHALS 10,
TUNGUHÁLS 15 OG 17
TIL LEIGU
Lyngháls 10 er ca. 3.000 fm að stærð og getur leigst í
einingum sem eru frá 100 fm að stærð.
Tunguháls 15 er 1.580 fm skemma með góðri aðkomu
og innkeyrsludyrum. Mikil lofthæð.
Tunguháls 17 er ca 500 fm skemma með góðu útisvæði
og innkeyrsludyrum. Mikil lofthæð.
Téikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofú.
^ 1
0-40%
AFSLÁTTUR
ÚLPUDÖGUM
AF ELDRI GERÐUM
Oafsláttur
af nýjum úlpum
AF ELDRI FLÍSPEYSUM
AÐEINS í 3 DAGA
MUNIÐ!
LANGUR LAUGARDAGUR
0PHJ10-16
mm,
. \ / /
lafuma Á
ung°
- töppurínn/L/útíví&t
Skeifan 6 • Reykjavík • Sfml 533 4450
Norræn ráð-
stefna um
símenntun
á vinnu-
markaði
NORDENS folkliga akademi og
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
hafa boðið til ráðstefnu um símennt-
un á vinnumarkaði dagana 19. og 20.
nóvember á Flughótelinu í Reykja-
nesbæ. Fulltrúar frá menntamála-
og félagsmálaráðuneytinu munu
flytja erindi um símenntun sem afl á
nýiri öld, segir í fréttatilkynningu.
Hansína B. Einarsdóttir, ráð gjafi,
fjallar um vinnumarkað framtíðar-
innar og hvernig hún telur að við
getum best búið okkur undir hann.
Kynntur verður ný íslenskur gagna-
grunnur um starfsmenntun. Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum kynnir
verkefni sín t.d. um markvissa upp-
byggingu starfsmanna og sagt verð-
ur frá Leonardo-verkefninu Across
sem fjallar um menntun fræðslu-
stjóra og fræðslufulltrúa fyrirækja
og stofnana.
Einnig segir í fréttatilkynningu:
,A hinum Norðurlöndunum er löng
og sterk hefð fyrir fullorðinsfræðslu.
Sú áhersla sem er nú alls staðar lögð
á símenntun kallar á nýjar aðferðir
og nýjar hugmyndir. Kunskapslyftet
er afar metnaðarfullt og víðfemt
verkefni sem sænska ríkisstjórnin
hrinti af stað haustið 1997 til að gefa
fullorðnum annað tækifæri til að
hefja nám að nýju eða bæta við fyrri
menntun. Carina Abréu Fardby,
sænskur lektor við NFA, mun segja
frá verkefninu, kostum þess og göll-
um. Fyrir norska stórþinginu liggur
tillaga um víðfemt átak í símenntun.
Jan Sörlie, norskur lektor við NFA,
mun gera grein fyrir hinu svokallaða
Buer udvalget sem sker sig frá
sænska Kunskapslyftet að ýmsu
leyti. Marie Östergaard Knudsen,
danskur lektor við NFA, mun segja
frá „de blede kvalifikationer" sem
eru svo mjög í tísku þessa dagana.
En um hvaða hæfni eða kunnáttu er
verið að ræða og hvemig geta menn
tileinkað sér hana? Stina Tiainen,
finnskur, lektor við NFA, talar um
hvernig hugmyndir og verklag full-
orðinsfræðslunnar geta nýst vinnu-
markaðinum."
Stimpilklukkur og
tímaskráningarstöðvar
Otto B. Arnar ehf.
Ármúla 29, Reykjavík,
sími 588 4699, fax 588 4696