Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 54

Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 54
~’*54 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HEKLIÐ fallegan dúk á jólaborðið og kappa fyrir gluggann úr Sólberg 12/4, 100% merseríseruðu bómullargarni. TIMINN er fyrirbæri sem seint verður lagður endanlegur skilningur á og þar með er hann ávallt skemmtilegt umræðuefni. Mörg skáld yrkja um tímann og reyna að kortleggja hann til frekari skilnings á þessu annars loftkennda fyrirbæri. „Tíminn er eins og vatnið" sagði Steinn Stein- arr en Páll Ólafsson persónugerir tímann í Ijóði sínu sem heitir „Tíminn“. Þar Iætur Páll „tímann" vinna með líf ljóðmælandans eins og manneskja sem vinnur ull í fat. Lífið er þannig þráður í hönd- um „tímans" sjálfs. „Tíminn mínar treinir ævistundir. / Líkt og kemba’ er teygð við tein / treinir hann mér sérhvert mein. Skyldi’ ‘ann eftir eiga’ að hespa’ og spóla / og rekja mína lífsins leið, / láta’ í höföld, draga’ í skeið? Skyldi’ ‘ann eftir eiga’ að slíta, hnýta, / skammel troða, skeið að slá, / skjóta þráðum til og frá? Skyldi’ ‘ann eftir eiga mig að þæfa, / síðan úr mér sauma fat, / siðast •slíta á mig gat? Skyldi’ ‘ann eftir eiga mig að bæta? / Það get ég ekki giskað á, / en gamall held ég verði þá. Tíminn hefur sem sagt alla þræði í hendi sér og hann líður áfram áfram og það hratt. Stundum er eins og hann hafi líka gaman af því að fela sig og þá fínnst enginn tími til eins né neins. Þá verður maður að taka þátt f leiknum með honum, staldra við og reyna að fínna tima og gefa hann síðan sjálfum sér, helst innpakkaðan með slaufu og gjafa- korti, áletrað eiganda sem ert þú sjálf/ur í þetta sinn. Öruggara er svo að opna pakkann í einrúmi, annars áttu á hættu að einhver hreinlega steli honum af þér því allir eiu á höttunum eftir meiri tíma og svífast einskis sjái þeir slíka gullmola á lausu. Hið dýrmæta innihald pakkans er svo til dæmis hægt að nota við að hekla fyrir heimilið þennan fallega dúk og eldhúsgardínur í stíl fyrir jólin. Komast þar með að því að það er ekkert eins skemmtilegt og að fanga þannig tímann í net þráðanna og gera hann kyrrstæðan. Það er ein leið til að stöðva hraðferð tímans á leið sinni inn í eih'fðina. Jóladúkur og kappi í stíl DÚKUR: Mál: Um það bil 60 cm í þvermál SÓLBERG 12/4,100% bómull, mer- seríseruð Rautt nr. 4068, 2 pulsur Heklunál nr. 1.75 Heklið 4 11. 1. umf.: Heklið 13 st. í síðustu 11. frá nálinni, festið með 1 kl. í 4. 11. þannig að hringur myndast. 2. umf.: Heklið 3 11., 1 st. á sama stað og síðasta kl., 2 st. í næsta st., 1 11., (2 st. í hvom af næstu 2 st., 111.), endurtakið 6 sinnum, tengið með 1 kl. í 3.11. 3. umf.: Heklið 3 11., 1 st. í hvem af næstu 3 st., (2 11., 1 st. í hvern af næstu 4 st.), endurtakið 6 sinnum, 2 LoftlykJkja = 11. Keðjulykkja = kl. Stuðull = st. Tvöfaldur stuðull=tvöf. st. 11., tengið með 1 kl. í 3.11. 4. umf.: Heklið 311., (2 st. í st., 1 st. 2 11. 1 st. í síðasta st., 2 11., 1 st. 2 11. 1 st. í 1. st. í næsta stuðlahóp), endur- takið 6 sinnum, 2 st. í st., 1 st. 2 11.1 st. í síðasta st., 2 11., 1 st. í 1.11., 2 11., 1 kl. í 3.11. 5. umf.: Heklið 3 11., 3 st. í st., (2 11., 1 st. í st.,'2 11., 1 st. í st., 2 11., 4 st. í st.), endurtakið 6 sinnum, 2 11., 1 st., 211., 1 st„ 2 11., 1 kl. í 3.11. 6. umf.: Heklið eins og 5. umf. 7. umf.: Heklið 3 11., (2 st. í st„ 1 st. 2 11., 1 st. í síðasta st„ 2 11., 1 st. í st„ 2 11., 1 st. í st„ 2 11., 1 st. 2 11. 1 st. í 1. st.), endurtakið 6 sinnum. I lokin er heklaður 1 st. í 1.11., 2 11., 1 kl. í 3.11. 8. umf.: Heklið eins og 6. umf„ en með 2 fleiri opnum rúðum (1 st„ 2 11., 1 st„ 2 11.). 9. umf.: Heklið eins og 7. umf„ en með 2 fleiri opnum rúðum. 10. umf.: Heklið 3 11., 3 st. í st„ 2 11„ 1 st. í st. 2 11., 1 st. í st„ 2 11., 1 st. í st„ 2 st. í 11. á milli, 1 st. í st. (= 4 st.), 2 11„ 1 st. í st„ 2 11., 1 st. í st„ 2 11., 4 st. í st. o.s.frv. Haldið áfram að auka í 2 opnum rúðum í hverju munstri í 2. hverri umferð til og með 21. umf. Þá er aukið í, í 3. hverri umf. að 33. umf. sem er síðasta heila umf. Heklið tungurnar eftir teikningunni, hver tunga er hekluð fyrir sig, fram og til baka þannig: 1. umf.: Heklið kl. yfir 3 st„ 3 11., 3 st. í st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 10 st„ 2 11., 7 st„ 2 11., 1 st„ 2 11„ 1 st„ 2 11., 4 tvöf.st., 2 11., 1 st„ 2 11„ 1 st. 2 11„ 7 st„ 2 11., 10 st„ 2 11„ 1 st„ 2 11., 4 st„ snúið við með 3 11. 2. umf.: Heklið 6 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 7 st„ 2 11„ 1 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 10 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 7 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 1 st„ 2 11., 1 st„ 2 1„ 7 st. 3. umf.: Heklið kl. yfir 4 fyrstu st„ 3 11., 3 st. í 3 næstu st„ 2 11., 1 st„ 2 11., o.s.frv. (fylgið munsturteikning- unni), endið á 4 st. í 4 fyrstu st. Snú- ið við með 311. 4. umf.: Heklið 6 st„ heklið þá eftir munsturteikningunni og endið á 7 st. yfir 1 st„ 2 11., 4 st. 5. umf.: Heklið kl. yfir 4 fyrstu st„ 3 11., 3 st„ heklið þá eftir munstur- teikkningunni og endið á 4 st. í 4 fyrstu st. Snúið við með 3 11., heklið 6. - 10. umf. eftir munsturteikning- unni. Tungunni lýkur á 16 st. Heklið hinar 6 tungurnar á sama hátt. KAPPI SÍDD: Um það bil 34 cm, hvert munstur er um það bil 13 cm. Ef óskað er eftir síðari kappa, bætið þá við rúðum á milli munstranna. SÓLBERG 12/4,100% bómull, mer- seríseruð Rautt nr. 4068 4 pulsur í kappa sem er um það bil 1,5 m. Heklunál nr. 1.75 - 2 ATHUGIÐ: 1. st. í umferð er alltaf 3 11. Þegar aukið er í 2 rúðum í byrj- un umferðar eru heklaðar 8 11, stingið nálinni í 4. 11. frá nálinni og heklið 5 st. í 11., 1 st. í st. Heklið 123 11. 1. umf.: Stingið heklunálinni í 4. 11. frá henni og heklið 15 st„ 2 11., (hoppið yfir 2 11., 1 st.) 4 sinnum, 6 st„ (2 11., 1 st„) 15 sinnum, 6 st„ (2 11., 1 st.) 10 sinnum, 6 st. 2. umf.: 3 11. = 1. st„ heklið 6 st. í st„ (2 11., 1 st. í st.) 9 sinnum, 2 st. í 11., 4 st. í st„ (2 11., 1 st. í st.) 15 sinnum, 6 st. (2 11., 1 st. í st.) 5 sinnum, 3 st. í st„ 8 11., hoppið yfir 8 11., 4 st. í st. Haldið áfram að hekla eftir teikn- ingunni. ATHUGIÐ: Upphengju- kanturinn er heklaður til skiptis með 2 og 1 st. umferðum á milli gata. Þegar kappinn er hæfilega langur er endað eins og sýnt er á teikningunni. www.simnetis/stebbit Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember Stefján Þ. TómaMcn VELJUM STEFÁN í sœtil STUÐNINGSMENN Mikið af nýjum vörum Apaskinnsjakkarnir komnir aftur kr. 3.900. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. www.mbl.is Tölvumál í nýjum buningi TÍMARITIÐ Tölvumál er nýkom- ið út. Það er í nýjum búningi í til- efni af 30 ára afmæli Skýrslu- tæknifélags Islands sem hefur hef- ur gefið út tímaritið í 23 ár. Afmæl- isblaðið er 3. tölublað 23. árgangs. I blaðinu er m.a. grein eftir fyrsta ritstjóra blaðsins, Óttar Kjartans- son, um íyrstu ár útgáfunnar. Hluti blaðsins er helgaður ráð- stefnu sem haldin var í haust. Er í blaðinu birt ávarp sem mennta- málaráðherra, Björn Bjarnason, flutti á ráðstefnunni og svo eru frásagnir ritstjórnarmanna af því helsta sem þrír erlendir sérfræð- ingar höfðu fram að færa. í blaðinu eru margar greinar, t.d. grein sem Oddur Benedikts- son prófessor ritar um hugbúnað- argerð í þrjá áratugi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.