Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 58
* 58 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og vinkona, ÁSTA HALLDÓRSDÓTTIR, Mjóuhlíð 8, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 30. október, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Erla Óladóttir, Matthew Wakefield, Sólveig Óladóttir, Snorri Örn Sveinsson, Björg Óladóttir, Ragnar Halldórsson, Oddný Erla Valgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. Fernando Mendonca, Natalie Wakefield, Sveinn Rúnarsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Óti Páll Ómarsson, Sverrir Halldórsson, Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ODDURJÓNSSON bóndi, Gili, Dýrafirði, andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 3. nóvember. Ingunn Jónsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Kristín Berglind Oddsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Sporðagrunni 9, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 6. nóv- ember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Samtök aðstandenda alzheimersjúklinga og heimilisins njóta þess. Inga Lillý Bjarnadóttir, Jón Bjarni Þorsteinsson, Guðrún Björt Yngvadóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Anton Pjetur Þorsteinsson, Sigríður Hauksdóttir, Þorsteinn Yngvi, Ingibjörg Hanna, Inga Margrét og Orri Thor. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS JÚLÍUS ÞÓRÐARSON fyrrv. útgerðarmaður, Vesturgötu 43, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju á morg- un, föstudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Guðrún Edda Júlíusdóttir, Björgvin Hagalínsson, Ragnheiður Júlíusdóttir, Emilía Ásta Júlíusdóttir, Þórður Ás. Júlíusson, Erna Gunnarsdóttir, Ásdís Elín Júlíusdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Gunnhildur Júlía Júlíusdóttir, Smári Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, SKÚLI TRYGGVASON verkfræðingur, Hæðarbyggð 24, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 6. nóvember kl. 10.30. Jónína Magnúsdóttir, Magnús Ágúst Skúlason, Árni Þór Skúlason, Tryggvi Sveinsson, Þóra Eiríksdóttir, Magnús K. Jónsson, Unnur H. Lárusdóttir og systkini. KRISTJÁN BENEDIKT JÓSEFSSON + Kristján Bene- dikt Jósefsson var fæddur á Vörðufelli á Skóg- arströnd, 26. maí 1913. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans að morgni 26. október. Krist- ján Benedikt var sonur hjónanna Ásu Jónsdóttur og Jós- efs Eggertssonar sem bjuggu á Vörðufelli. Kristján Benedikt var yngst- ur fimm systkina, sem öll eru fallin frá, auk einn- ar fóstursystur sem enn er á lífi. Kristján Benedikt kvæntist Sigríði K. Sigurðardóttur 30.9. 1944. Sigríður var fædd 14.7. 1907. Sígríður lést 18.7. 1995. Þau eignuðust tvö börn; Ásu Benediktsdóttir, f. 6.4 1945 og Sigurð, f. 2.6. 1949 en lést 25.2. 1950. Ása kvæntist Stefáni J. Jónatans- syni, f. 25.6. 1940, bifreiðasmíðameist- ara, árið 1964. Börn þeirra eru Sigrún, f. 18.2. 1965, maki Steinar Þór Krist- insson, vélstjóri, f. 28.2. 1966. Barn þeirra Stefán Krist- inn, f. 7.6. 1997. Sig- urður Benedikt, bankafulltrúi, f. 5.10. 1967, unnusta hans Ina Leverköhne nemi í dýralækningum, f. 10.3. 1973. Svanhvít fædd, 3.3. 1979, förðunarfræðingur. títför Krisljáns Benedikts verður gerð frá Fossvogskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú að leiðarlokum langar mig til þess að minnast tengdafoður míns með nokkrum orðum. Það munu vera um 35 ár síðan ég kynntist Benna eins og hann var ætíð kallað- ur af sínu frændfólki og vinum. Þá kom ég með dóttur hans heim í fyrsta sinn, en þá bjuggu þau í Gnoðarvoginum. Benni tók mér af- skaplega vel er ég var kynntur fyrir honum og það má segja að hann hafi ætíð litið á mig sem sinn eigin son. Slík var hans hlýja og um- hyggja í minn garð. Það er margs að minnast eftir öll þessi ár sem við áttum svo náið saman. Gleði hans yfir barnabömum sínum sem hann vildi allt gera fyrir og þá var hann ætíð boðinn og búinn til að hjálpa hvenær sem eitthvað þurfti að gera eða bjátaði á. Það voru ófáar stund- irnar sem hann lagði til við stand- setningu fyrstu íbúðarinnar sem við Ása keyptum á sínum tíma. Mikið yndi hafði Benni af lestri bóka og las gríðarlega mikið meðan heilsan entist. Voru hans uppáhaldsbækur eftir Þórberg og Kiljan og var hann ætíð með einhver gullkom tilbúinn til að fara með úr bókum þeirra við ýmis tækifæri. Ættartölur og ætt- fræði voru einnig hans einlægu áhugamál og kunni hann skil á æði mörgum ættum, sérstaklega fólks víða úr Dölunum. Hann hafði gam- an af öllu því er laut að mönnum og málefnum, þá ræddi hann einnig mikið um trúmál og líf eftir dauðann sem hann trúði staðfast- lega á. Þá má einnig minnast hans sem mikils söngmanns en systkini hans öll og frændgarður var mikið söngfólk og á öllum gleðistundum var ætíð tekið lagið. Þá var Benni í mörgum kórum um ævina og nú síð- ast í kór aldraðra hér í Kópavogi. Það voru miklar gleðistundir fyrir Benna að koma vestur í Dali og fara í útreiðartúr með frændum sínum og vinum. Einnig fór hann oft í göngur og réttir enda hafði hann mikla ánægju af hestum og átti hann einn hér í Reykjavík um nokk- urra ára skeið. Heyjaði hann oft handa honum ásamt Rósinkar frænda sínum meðan heilsan leyfði. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svenir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuðurhUð 35 ♦ Súni 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Sárt þótti honum að þurfa að fella hestinn sinn þegar hann gat ekki lengur farið á hestbak vegna las- leika í fótum. Benni var ætíð bjartsýnn og ánægður með lífið og tilveruna þó margt hafi verið honum erfitt um ævina og aldrei ræddi hann um það sem á móti blés. Alla tíð stundaði hann erfiðisvinnu og dró aldrei af sér við þau verk sem honum voru falinn. Hvort sem það var við fiskvinnu, sveitastörf eða kjötvinnslu. Hann var ætíð þakklát- ur fyrir það sem var gert fyrir hann, hvort sem farið var með hann í bíltúr eða eitthvað viðvik gert fyrir hann. Aldrei heyrði ég hann tala illa um neinn og kvartaði ekki þótt heilsan væri orðin bágborin og sagðist ætíð hafa það gott. Ég og Ása konan mín, viljum þakka starfs- fólki að Skjólbraut 1, þar sem hann dvaldist síðustu árin svo og dagdvöl Sunnuhlíðar þar sem hann hafði gott atlæti um fimm ára skeið. Starfsfólki Landspítalans þökkum við fyrir góða aðhlynningu síðustu stundirnar. Að lokum kveð ég góðan tengdaföður og vin og ég veit að tekið hefur verið vel á móti honum hinum megin og örugglega með söng. Það mætti segja mér að sung- ið hafi verið „Undir dalanna rós.“ Stefán Jónatansson. Það er mánudagsmorgunn bjart- ur og fagur, það er auðvelt að njóta kyrrðarinnar og veðurblíðunnar. Þetta er morgunninn sem afi okkar kveður okkur eftir langa ævi og far- sæla. Reyndar er erfitt að tala um afa án þess að nefna ömmu okkar líka, því þannig munum við þau og þær fjölmörgu ánægjustundir sem við áttum saman. Amma kvaddi okkur fyrir þremur árum eftir erf- iða sjúkralegu. Við systkinin geymum góðu minningamar í hugum okkar og þangað leita þær núna þegar við kveðjum afa. Flestar minningamar eru síðan afi og amma voru búsett í Gnoðarvoginum og þangað áttum við ófáar ánægjustundimar. Við tvö sem eldri emm fengum stundum að gista hjá þeim þegar foreldrar okk- ar fóm að skemmta sér og þá var gaman að fá að fara til afa og ömmu í Gnoðarvoginum. Þá fengum við að vaka langt fram á kvöldið og horfa á allt sjónvarpið sem þá var til miðnættis á þeim tíma. Áfi lét í raun allt eftir okkur, hljóp út í búð tvisvar jafnvel oftar ef því var að skipta. Reyndar ekki bara fyrir okkur því hann gleymdi oft ein- hverju og amma ávítaði hann fyrir það. Hann var vanur því og henti gaman að því. Á morgnana færði amma okkur svo gómsætan hafra- graut og á eftir var farið í göngu- ferð með afa, annaðhvort í Lang- holtskirkju við guðsþjónustu eða gengið um nágrennið. Afi var félagslyndur maður og þekkti marga, þannig að oft þurfti að stansa á göngunni til þess að tala við vegfarendur sem á vegi okkar urðu. Afi var stoltur af okkur systkinunum og við nutum þess svo sannarlega líkt og hann að vera úti og spássera eins og amma sagði. Stundum lá leið okkar til Fríðu systur afa og voru þær heimsóknir mjög ánægjulegar. Jólaundirbúningurinn var þó sér- staklega minnisstæður með afa og ömmu. Það var gaman og svo spennandi að koma í heimsókn í Gnoðarvoginn og fá að hjálpa til við að skreyta á Þorláksmessu og fara í búðir með afa og kaupa inn. Það var fóst venja á hlutunum og amma hafði alltaf sama háttinn á, og hjá henni var Þorláksmessudagur mik- ill hátíðardagur. Afi og amma voru ávallt í heimsókn hjá okkur á aðfangadagskvöld og síðan vorum við hjá þeim á jóladag. Svona voru jólin okkar frá því við fyrst munum eftir en nú nýtur þeirra ekki lengur við og eftir situr hugljúf minning um þau sem hafa gefið okkur svo mikið og verið okkur hjartfólgin. Jólin verða ekki eins og við munum hugsa til þeirra á aðfangadagskvöld og leggja ljós á leiðin og vera þannig hjá þeim í huganum. Á síðustu jólum sem við áttum saman með afa naut hann þeirrar ánægju að vera með langafason sinn hjá sér og var hann hreykinn af litla manninum sem er álíka prakkari og dóttursonurinn var forðum og það kunni sá gamli að meta. Afi okkar átti fjögur systkini og yngstur í þeim hópi. Hann lifði þau öll og það var mjög þungt fyrir hann að þurfa að fylgja þeim með stuttu milHbili. Elín systir hans féll frá árið 1989 og síðan Málfríður 1996. Guðrún elsta systirinn og Jón bróðir hans skildu bæði við í janúar 1997. Við systkinin kveðjum núna afa okkar og varðveitum minningar okkar vel og hugsum um gæfuríkan og bjartsýnan mann, mann sem var hjartahlýr og með sanni hægt að segja að hann naut þess að hjálpa öðrum og ganga til verka og hlífa sér hvergi. Á Landspítalanum stuttu fyrir andlátið hafði hann á orði að sér liði vel og hér væri skín- andi gott að vera. Guð veri með þér, elsku afi. Sigrún, Sigurður Benedikt, Svanhvít. Elsku afi! Þó að við hittumst einungis í fáein skipti, þájúótti mér strax mjög vænt um þig. Eg á einstaklega hlýjar og góðar minningar um þig. Við skild- um hvort annað svo vel að við þurft- um ekki að nota mörg orð, - það var oft nóg að horfast í augu. Þú hefur verið dýrmætur hluti af fjölskyld- unni og unnusti minn, Sigurður Benedikt, var í miklu dálæti hjá þér. Þess vegna finnst mér ég líka hafa misst mikið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér; þannig lifir þú áfram í hjarta mér. Sambandið milli himins og jarðar, milli þín og mín, er til staðar og mun ekki slitna; ég finn það innst inni. Ég er einnig þakklát fyrir það hvað þú áttir góða ævi. Það var mikils virði að þú fékkst að fara án þess að þurfa að þjást lengi. Samt fyllist hjarta mitt af sorg og augun af tárum. Það er erfitt að finna réttu orðin sem fá huggað ástvini þína á þessari stundu. „Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma.“ (Préd. 3.1). Við trúum þessu og sættum okkur við það - þó að söknuðurinn sé sár. Guð veiti okkur öllum styrk. Þín Ina Leverköhne. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.