Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 59
JOHANN KRISTJAN
GUÐMUNDSSON
+ Jóhann Kristján
Guðmundsson
fæddist í Háhóli,
Álftaneshreppi, 28.
febrúar 1913. Hann
lést á heimili sinu
30. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Sigurðsson,
bóndi Háhóli, og
eiginkona hans,
Ólöf Jóhannsdóttir.
Jóhann átti 4 systk-
ini, 1) Sigmundur,
dáinn. 2) Sigurlín.
3) Sigurður, dáinn.
4) Elínborg. Eftirlifandi eigin-
kona Jóhanns er Unnur Hjart-
ardóttir, fædd 21. janúar 1928.
Þau giftust 31. maí 1947. For-
eldrar hennar voru Hjörtur Jó-
hannsson, vörubílstjóri, og Guð-
mundína Guð-
mundsdóttir. Börn
Jóhanns og Unnar
eru þijú. 1) Guð-
mundina, maki Da-
víð Árnason. Þau
eiga 2 dætur og 2
barnabörn. 2) Olöf,
hún á 3 börn og 4
barnabörn. 3)
Hjörtur, maki Matt-
hildur Guðnadóttir,
börnin þeirra eru
tvö. Jóhann ólst upp
á Háhóli, en flutti
innan við tvítugt til
Reykjavíkur. Hann
vann mest af sinni starfsævi
sem bílstjóri hjá Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins.
títför Jóhanns fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Afi Jói er dáinn.
Ég ólst að miklu leyti upp hjá
ömmu Unni og afa Jóa og mínar
bestu æskuminningar eru tengdar
afa mínum og ömmu. Afi var uppá-
halds persónan mín. Það var alltaf
svo gaman að vera með honum og ég
fylgdi honum eins og skuggi hvað
sem hann var að dútla við. Afi var
mikið náttúrubarn, hann var mikill
hestamaður og fékk svo mikið út úr
því að vera návistum við hestana,
vini sína, og þeirri vinnu sem fylgir
því að eiga hesta. Þegar ég var lítil
heyjuðu amma og afi meira að segja
ofan í hestana sína sjálf en það tíðk-
aðist ekki meðal hestamanna í
Reykjavík á þeim tíma. En afi var
heilmikill bóndi í sér. Ég var svo
heppin að fá frá barnsaldri að vera
með ömmu og afa í hestamennsk-
unni, því ég hafði þar fyrirmynd sem
öllum væri hollt að hafa, þau voru
svo góð við hestana sína og umgeng-
ust þá af mikilli virðingu og vænt-
umþykju. Við afi fórum alltaf saman
upp í hesthús seinnipart dags þegar
hann var búinn að vinna kl. fjögur
og þá var eins gott fyrir mig að vera
tilbúin því afi var mjög stundvís.
Þessar ferðir okkar upp í hesthús
voru eins og ævintýri fyrir mig, því
afi var mikið fyrir að syngja og var
ágætlega lagviss og við sungum og
sömdum vísur á leiðinni. Þegar við
vorum búin að gefa hrossunum,
moka og fara á hestbak fórum við og
sóttum ömmu í vinnuna og þurftum
stundum að bíða nokkuð lengi, því
amma vann stundum lengur, en okk-
ur leiddist sko ekki, við vorum á
þessum árum komin með heilmikið
vísnasafn sem við söfnuðum í bók og
ég var ákaflega montin af þessari
ljóðabók okkar. Auðvitað var Jói afi
aðalskáldið, en ég var mjög upp með
mér að fá að semja þessar vísur með
honum. Um helgar var verið í hest-
húsinu allan daginn og þá var amma
auðvitað með. Eg var með ömmu og
afa í hestunum í tíu ár. Margir
krakkar hætta í hestamennskunni
þegar þeir komast á unglingsárin en
ég hætti aldrei og fór alltaf með
ömmu og afa og fólkinu sem þau
riðu út með og mér datt aldrei í hug
að skemmtilegra væri að vera með
krökkum á mínum aldri, afi minn
átti örugglega stærstan þátt í því,
hann var svo kátur og gamansamur,
svo var hann líka mjög stríðinn og
það þótti mér alltaf svo gaman.
Minningarnar líða í gegnum hug-
ann, mínar fyrstu minningar um afa
minn eru þegar ég var að fara að
sofa á kvöldin. Þá sagði afi mér
alltaf sögur og þar stendur upp úr
Búkollusagan sem var í sérstöku
uppáhaldi hjá okkur. Afi kenndi mér
bænirnar mínar sem ég hef alltaf
farið með og ég kenndi síðan börn-
unum mínum og við fórum alltaf
með saman. Það var alveg sama
hvað afi var að sýsla við, ég vildi
alltaf fá að gera allt með honum
jafnvel að taka upp kartöflur með
honum, það var eftirsóknarvert, þvl
að afi sagði svo margt sniðugt, hann
var bara svo skemmtilegur. Réttar-
ferð á haustin upp í Borgarfjörð, út-
reiðartúrar á leirunum, lengri hesta-
ferðir á sumrin, allt eru þetta mér
ákaflega dýi-mætar minningar. Ég
held að allir geti verið sammála um
að það hafi verið einstaklega nota-
legt að heimsækja ömmu og afa,
kaffiborðið svignaði undan kræsing-
um og afi alltaf með spaugsyrði á
vörum. Amma og afi gerðu alltaf allt
í sameiningu, þess vegna verða mikil
viðbrigði hjá tínni ömmu núna þeg-
ar afi er fallinn frá.
Ég á eftir að sakna hans mikið,
hann var mér svo mikils virði.
Elsku amma, þú ert búin að missa
svo mikið en við vitum að það var
mikil hvíld fyrir afa að fá að sofna.
Guð veri með þér.
Elísabet.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allt sem þú varst okkur.
Nú legg ég augun aftur,
0, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Barnabörnin og
barnabarnabörnin.
t
Móðir mín og fósturmóðir,
ÞURÍÐUR EGGERTSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fðstudaginn 30. október sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 6. nóvember,
kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Magnússon,
Soffía Jóhannsdóttir.
t
Útför eiginkonu minnar,
MAGDALENU SÆMUNDSEN,
Holtabraut 4,
Blönduósi,
fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00.
Þormóður Sigurgeirsson.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og vináttu við frá-
fall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GYLFA HEIÐARS ÞORSTEINSSONAR,
Hvannavöllum 8,
Akureyri.
Einnig sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna Fjórðungssjúkrahúss
Akureyrar og Seli sem veittu honum ómetanlega umönnun í löngum og
erfiðum veikindum hans og okkur styrk.
Góður guð blessi ykkur öll.
Hulda Karls,
Guðmundur H. Gylfason, Jóna Þorvaldsdóttir,
Rúnar Þ. Gylfason, Sigríður Guðmundsdóttir,
Ingvar V. Gylfason, Fjóla Birkisdóttir,
Ómar S. Gylfason, Hildur Búadóttir,
Björn V. Gylfason,
Högni E. Gylfason, Björk Hjálmarsdóttir,
Gylfi S. Gylfason, María Jóhannesardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Viðey,
Vestmannaeyjum,
Árskógum 8,
Reykjavfk.
Björgvin Guðmundsson,
Ragnheiður Björgvinsdóttir, Gunnar St. Jónsson,
Guðmundur Ó. Björgvinsson, Björg Valgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SVERRIR ÞORLEIFSSON,
Hrafnhólum 8,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 6. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar afbeðnir, en þeir, sem vildu
minnast hans, vinsamlega láti Hjartavernd
njóta þess.
Guðrún Guðjónsdóttir,
Hilmar Sverrisson, Fanney Þorsteinsdóttir,
Guðjón Sverrisson, Rungnapa Channakorn,
Sverrir Rúnar Hilmarsson,
Sigríður Rut Hilmarsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓSKAR JÓNSSON,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðviku-
daginn 28. október, verður jarðsunginn frá
Ásólfsskálakirkju, Vestur-Eyjafjallahreppi laug-
ardaginn 7. nóvember kl. 13.30.
Áslaug Fanney Ólafsdóttir,
Ástrún Svala Óskarsdóttir, Magnús Borgar Eyjólfsson,
Snorri Óskarsson, Steinunn Guðbjörg Bjarnadóttir,
Anna Óskarsdóttir, Már Guðnason,
Elín Ósk Óskarsdóttir, Kjartan Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, okkar
tengdaföður og afa,
EYJÓLFS PÁLSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra,
Miðleiti 4,
Reykjavfk.
fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstu-
daginn 6. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Eyrarbakkakirkjugarði.
Ásta Ólafsdóttir,
Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Örn Þórðarson,
Páll Eyjólfsson,
Stefán Ólafur Eyjólfsson, Helga Jóna Sigurðardóttir,
Davíð, Eyþór og Kári.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN HREINSSON,
Sólvöllum,
Eyrarbakka,
sem andaðist á Kumbaravogi föstudaginn
30. október, verður jarðsunginn frá Eyrarbakka-
kirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00.
Kristjana Kristjánsdóttir, Valdimar Gunnarsson,
Hafsteinn Austmann, Guðrún Stephensen,
Jón A. Jónsson
og barnabörn.
Útför
+
HULDUJAKOBSDÓTTUR,
fyrrv. bæjarstjóra,
sem lézt í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 31. október sl., fer fram
frá Kópavogskirkju á morgun, föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00.
Elín Finnbogadóttir, Sveinn Haukur Valdimarsson,
Guðrún Finnbogadóttir,
Sigrún Finnbogadóttir, Styrmir Gunnarsson,
Hulda Finnbogadóttir, Smári Sigurðsson,
Auður Rútsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.