Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ Dýraglens ^\/BRM6GBf£G$paér ) þ/6 $10'RUSPURN/N6- AeiNNHN. BFÞÚBPÐ /UDfíEl OrMEPMte? Hundalíf HVEIZNIG ó’ANöA /HAGAÆFJW6ARWAJ?] SVEI • NÚ ISUSLAÐISTát i TALNINGUNMJ Ljóska Ferdinand ' I LIKE THAT 6AME WHEKE 50ME0NE THROWS A 5TICK.AND I CHA5E IT.. / I T'5 THE KICKOFF CHUCK! HERE I COtAEÍ ■ ■ '• í -í'. '•''' Þetta er upp- hafssparkið, Kalli! Hér kem ég! Mér líkar leikur- inn þar sem ein- hver kastar priki og ég sæki það ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Pólitík í hnotskurn Frá Aðalheiði Jónsdóttur: HELDUR hefur atburðarásin á vinstrivæng stjómmálanna verið dapurleg að undanfórnu. Án þess að pæla í því hvað hefur gerst fyrst eða síðast vil ég minnast á nokkur atriði. Fyrst skal þá frægan telja Ög- mund Jónasson sem komst inn á þing með því að halla sér upp að Al- þýðubandalaginu, allt í einu tekur hann á rás og hleypur út í buskann, rétt eins og hann hafí allt í einu átt- að sig á að hann væri vitlaus maður á röngum stað. Og fyrr en varði hafði hann stofnað félag eða söfnuð, sem hann nefndi stefnu. Hvort hér var um að ræða stjórnmálafélag eða einhvers konar trúfélag skal ósagt látið. En viti menn, nú eru hinir gal- vösku alþýðubandalagsmenn, Stein- grímur J., Hjörleifur og Guðrún Helgadóttir komin í söfnuðinn, ja hérna hér - og þá kallast fyrirbærið Vinstriflokkur með umhverfismál að leiðarljósi eða Grænn flokkur. Hjá mér vaknar sú spurning. Hefur þetta fólk lokað sig inni í fíla- beinsturni, þar sem ferskur and- blær nær ekki að hreinsa loftið en gömul ágreiningsmál flokkanna sett á stall og þau tilbeðin í stað þess að vinna af heilindum að sameiginlegu framboði. Þessi Vinstri eða Græni flokkur hvað sem hann hét nú síðast er dæmdur til að tapa. Þetta er and- vana fætt fyrirbæri, sem virkar einsog nátttröll í nútíma samfélagi. Undir fölsku flaggi Ja hérna, ég var nú næstum búin að gleyma „garminum honum Katli,“ nei afsakið, Kristni H. Gunn- arssyni vildi ég sagt hafa, hitt nafn- ið ruddist þarna fram án þess að ég fengi við ráðið og heimtaði sinn rétt, svona var nú það. Þessi ágæti þing- maður á svo sannarlega skrautleg- an stjórnmálaferil að undanfórnu sem ekki verður komist hjá að rifja litillega upp. Eftir að hafa unnið að málefnasamningi sameiginlegs framboðs flokkanna þriggja, fer hann hinum háðulegustu orðum um þetta vinnuplagg rétt einsog hann væri að stæla forsætisráðherra. Einn á báti siglir hann síðan seglum þöndum beint í faðm sægreifanna og fylgifiska þeirra, sagðist aldrei fylgja þeirri stefnu að þeir þyrftu að borga veiðileyfagjald. Síðan eftir að hafa verið kosinn í sjávarútvegs- nefnd fyrir Alþýðubandalagið, segir hann sig úr flokknum, hvergi bang- inn þótt hann fái þar sæti á fölskum forsendum. Allt þetta kemur vel heim við það sem flokksbróðir hans á Vestfjörðum sagði, að í samninga- viðræðum hefði Kristinn siglt undir fölsku flaggi og reynt að draga sem flesta út úr Alþýðubandalaginu. Það er ekkert skrítið þó að fram- sóknarmenn átti sig á því að þessi maður eigi hvergi betur heima en í þeirra flokki, sýnilega fór líka eink- ar vel á með Kristni og framsóknar- þingmanni Vestfjarða, þar sem þeir kepptust við að gera hosur sínar grænar, þegar sjónvarpið sýndi þá á dögunum. Skyldi ekki fara fyrir þeim einsog Bakkabræðrum Nr. 1 að þeir þekki ekki í sundur á sér fæturna. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Opið bréf til Guðrúnar Lárusdóttur útgerðarmanns Frá Pétri Einarssyni: KÆRA Guðrún. Eg og mikill fjöldi íslendinga er mjög hreykinn af uppgangi ykkar hjóna í togaraútgerð. Þið hafíð sýnt og sannað hvernig hægt er að vinna sig upp úr engu og verða margfaldur miljónamæringur á íslenskan mæli- kvarða. Heiður sé ykkur hjónum. Við höfum fylgst með ykkur hjón- um frá því að þið keyptuð illa farinn togara og gerðuð hann upp og vegna óhefts aðgangs að sjávarnytj- um gátuð þið byrjað veiðar. Veistu, að við erum þúsundum saman samlandar þínir með sama hugsanagang. Við viljum frjálsan aðgang að sjónum svo við getum auðgast á dugnaði okkar og útsjón- arsemi. Við óskum þó enn frekar að börn okkar megi fá þau tækifæri sem aðgangur að auðlindum veitir duglegu fólki. En í grein sem þú skrifar í Morgunblaðið 17. október 1998 og nefnir „Hvers vegna fisk- veiðistjómunarkerfí?" segir þú: „Samkvæmt lögum eru nytja- stofnar við Island sameign íslensku þjóðarinnar. En hverjir áttu að ávaxta þessa þjóðareign? Var ekki sjálfsagt að þeir sem höfðu nýtt hana og lagt af mörkum fjármagn og vinnu fengju nýtingarrétt á skertri auðlind?" Hvers vegna skrifar þú þessi orð? Þið hjónin hefðuð enga möguleika átt til þess að verða forrík undir nú- verandi skömmtunarkerfi. Vilt þú ekki að við hin njótum sama tæki- færis og þið hjón? Ég bið þig að gleyma ekki að fisk- veiðikerfi Islendinga sem var við lýði í þúsund ár var og er undir- staða sjálfstæðra einstaklinga. Með bestu kveðju og ósk um áframhaldandi farsæld. PÉTUR EINARSSON, lögfræðingur. ------------------ » Askorun til ^ Agústs Olafesonar Frá Kristni Péturssyni: MIG langar fyrir hönd hinna „taugaveikluðu og öfundsjúku" kærenda í Glúmsmálinu svokallaða að biðja Agúst Ólafsson að benda á og rekja dæmi þess að við höfum reynt að koma okkar hrossum á framfæri á svipaðan hátt og gert var með Glúm í sumar. KRISTINN PÉTURSSON, Sauðanesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.